Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 52
124
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
• 19tl Univrtol Syndicof
v Mtr er cd\Jeg samc«. ÝwJab þfer fínnst _
\>Ckb ex kQ sem verb cé> Kaf<a. þa5
íyr'ir augunurvií"
Ast er...
... að bíða eftir bréfi frá
honum.
TM Reg. U.S. P«t. Off — all ríghts r®s«rv«<J
* 1979 Los Angetes Times Syndtcate
Segðu burrr burrr!
Maðurinn minn skilur mig ekki!
HÖGNI HREKKVÍSI
„Er þessi maður
ekki af heiminum?"
Rósa B. Blöndals skrifar:
„Er þessi maður ekki af heimin-
um?“ Þannig spurði barn fyrir
mörgum árum. — Það var kveld.
Þá var vetur. Fimm ára drengur
var háttaður í rúm afa sins. Sími
var við rúmið. Síminn hringdi.
Barnið svaraði. — Ég kom og sá á
svip drengsins, að kveðja viðmael-
andans gladdi hann strax. Síðan
sást meiri og meiri undrun og
birta í svip barnsins, eins og þegar
sálin vaknar.
Ég heyrði á svörum drengsins
að viðtalið var óvenjulegt og
merkilegt, þvi að svipur hans varð
sifellt bjartari og ávallt enn meira
hissa, þangað til hann segir allt í
einu: „Er þessi maður ekki af heim-
inum?“
Þá heyrði ég lifandi og
skemmtilegan hlátur í símanum.
— Það var herra Sigurbjörn Ein-
arsson, þáverandi biskupinn yfir
íslandi, sem hló.
Nú kom út fyrir jólin, í fyrra-
vetur, bók, sem geymir og gefur
þau svör, sem vekja sál og hugsun
barnsins, bók, sem heitir „Af
hverju afi?
Bókin er í raun og veru for-
eidra-handbók. Hún er líka nauð-
synleg handbók fyrir barna-
kennara. Ég hef oft heyrt foreldra
og stundum kennara spyrja:
Hvernig á ég að svara spurningum
Þessir hringdu . . .
Heitt og
kalt ekki í
Hafnarstræti
Hallveig hringdi:
í Velvakanda á miðvikudag
er lítil klausa undir fyrirsögn-
inni „Hvar er Grófin?“ Mér
finnst gæta nokkurs misskiln-
ings í grein þessari, því þar er
sagt, að Heitt og kait hafi verið
á árum áður í húsinu þar sem
bókaverslun Snæbjarnar er nú.
Það er ekki rétt, Heitt og kalt
var i húsinu þar sem Eros er
núna. Það er oft sagt að það
hús sé við Hafnarstræti 4, en
það er einnig rangt, það til-
heyrir Veltusundi. Mér er vel
kunnugt um þetta, því ég er
alin upp í húsinu Hafnarstræti
4.
Rósa B. Blöndals álítur, að bók Sig-
urbjörns Einaresonar, „Af hverju
afi“ etti að kenna { grunnskólum
landsins.
barnanna um Guð, um heiminn,
lífið og tilveruna?
„Af hverju afi?“ gefur góð svör
við þessum spurningum. Og bókin
leysir ýmsar flækjur í sambandi
við þær spurningar barnsins, sem
enginn maður hefur fullnægjandi
svör við, þótt barnið spyrji af lif-
andi hugsun, ferskri greind og af
þeirri djúpu alvöru, sem barn býr
yfir.
Bók biskupsins er mjög lifandi,
litrík og skemmtileg, sem vænta
má. Hún er holl fyrir unga sál,
sem er að vakna í gömlum heimi,
sem er samt sem áður hverjum
nýkomnum manni nýr.
Bók biskupsins er handbók
þjóðhátta og þjóðlífs, bæði í trú og
félagsfræði liðins tíma, leidd inn i
nútfð.
Ungur maður koma séra Sigur-
björn Einarsson inn í vort þjóðlíf
og fékk þjóðina alla til þess að
hlusta á Passíusálma í útvarpi,
svo sem það hét þá, áður en sjón-
varpið olli hljóðvarpi á útvarpinu.
Og hann fékk þjóðina til að hlusta
á Vídalíns-kenningu.
Á séra Sigurbjörn Einarsson
hlustuðu unglingar, sem annars
vildu ekki heyra stólræður. Hann
varð á fáum árum ástmögur þjóð-
arinnar.
„Helstu trúarbrögð heims“, önn-
ur bók Sigurbjarnar, er ekki
fræðilegt torf, heldur alhliða upp-
byggjandi skemmtilestur, sem þó
er fræðigrein, vel til fallin handa
gagnfræðaskólum. Heimskringla
ætti siðan að vera lesin i efsta
bekk gagnfræðaskóla, eins og hver
önnur framhaldssaga. Það hefur
áreiðanlega betri áhrif á tungutak
nemenda en aukið málfræði-stagl.
Hér set ég eina frásögn af þvf,
hvernig Sigurbjörn biskup náði tií
barna i stólræðu. — Sex ára
drengur sat við hlið mér i kirkju.
Prédikarinn var Sigurbjörn bisk-
up. — Textinn var ekkjan í Nain.
Sem vænta mátti vissi barnið, sem
hjá mér sat, að maður má ekki
hvislast á i kirkju. En það fór nú
samt i þessu tilfelli fyrir litla
drengnum, eins og erkibiskupi í
Lundi, sem leit við i kirkjunni,
þegar hann heyrði Jón ögmunds-
son syngja. — Þegar Sigurbjörn
biskup hafði um stund talað um
ekkjuna i Nain, þá tók drengurinn
litli hægt í öxlina á mér og vildi
hvísla. Ég beygði mig, því að ég
veitti því athygli, að barnið fylgd-
ist vel með ræðunni. — Hann
spurði: Hvar er hún? — Ég spurði á
móti, mjög lágt: Meinarðu ekkjan?
Já, svaraði barnið. Mér hafði sýnst
hann áður vera að svipast um i
kirkjunni. — Við getum nú ekki
séð hana hérna, hvfslaði ég. Bisk-
upinn er að lýsa liðnum atburði,
þegar ekkjan mætti Jesú, og Jesús
gaf henni aftur dána soninn lif-
andi.
Ég tek fáein orð hér úr bókinni
Af hverju afi?
Um afa sinn, ömmu og foreldra
segir hann við börnin. „Nú eru þau
öll dáin.“ — „Af hverju?“ spyr
barnið. — „Við köllum það að
deyja, þegar við verðum að fara
burt af jörðinni. Það verða allir að
gera, þegar þar að kemur.“ —Af
hverju?“ spyr barnið. Hann svar-
ar: „Bráðum þarft þú að fara að
sofa. Við verðum að sofna á kvöld-
in, þegar við erum orðin þreytt.
Þegar við erum búin að sofa, vökn-
um við aftur. Þá er kominn morg-
unn.“ — Síðan heldur samtalið
áfram í myndum. Best að lesa bók-
ina sjálfa. Hún er ekki nema 90
blaðsíður. Það er mikið efni á
þeim blaðsiðum.
Ég var að vona, að þeir, sem
ráða þvi í þessu þjóðfélagi, hvaða
bækur eru þýddar hvert ár af is-
lensku á hin Norðurlandamálin,
hefðu tekið eftir þessari merkilegu
bók biskupsins, Af hverju afi? Bók-
in er alveg nýjung að gerð, alveg
sérstök. Þannig efni og efnismeð-
ferð hef ég ekki fyrr séð meðal
íslenskra bóka. Ég hef ekki heldur
hitt á neina svipaða bók á öðrum
Norðurlandamálum.
„Af hverju afi“? er góð gjöf
handa börnum, unglingum og for-
eldrum.
Útgáfan sjálf hefði mátt vera
fallegri, þar á ég bæði við hlutföll
bókarinnar og kápumynd. Svo
mikinn auð, sem bókin geymir, þá
hún skilið fagurt form.
Sumum kann að detta i hug eft-
ir að hafa lesið bókina „Er þessi
maður ekki af heiminum?“
Fleiri útvarpsstöðvar
Sigurjón Sigurdsson skrifar:
„Nokkur blaðaskrif hafa að und-
anförnu orðið um breytingar þær,
sem tveir nafngreindir útvarps-
þulir hafa gert á efni því, sem þeir
fá í hendur.
Ekki koma þær aðgerðir á óvart,
því að fréttamenn á viðkomandi
stofnunum munu fyrir löngu hafa
óskað þess, að efni það sem vissir
þulir fá í hendur frá þeim, yrði
jafnan tekið upp á segulbönd. Þá
er og alkunna og víðfrægt, er
ákveðnir og nafngreindir starfs-
menn útvarpsins tóku sig til og
útvörpuðu án heimildar útvarps-
ráðs frá útifundi, er þeir boðuðu
til í þeim tilgangi að mótmæla
byggingu húss hér í borg.
Af þess tilefni tel ég rétt að
koma á framfæri eftirfarandi
frásögn kunningja míns, sem er
maður prúður og sannorður:
Svo bar til fyrir fáum árum, að
kunningi minn þurfti að annast
útför aldraðs ættingja. Fór hann
þá m.a. á auglýsingastofu útvarps-
ins með vélritaða auglýsingu um
útförina. Undirritunin var: að-
standendur. Stúlka sú, er þarna
var við afgreiðslu, kvaðst ekki
taka við auglýsingu með þeirri
undirskrift. Var hún þá spurð um
ástæður þess. Og þar stóð ekki á
svari: Þulirnir vilja ekki lesa þetta
orð. (???) Kunningi minn er mað-
ur hógvær og friðsamur og gerði
ekki athugasemdir en sagði mér
þó (og e.t.v. fleirum) frá þessum
atburði síðar.
Sem sagt: Þulir neita að lesa út-
fararauglýsingar ef þær eru ekki
þeim að skapi (varla hafa þó þulur
talið orðið aðstandendur vonda ís-
Ienzku, því að í þáttum sem þeir
semja og flytja sjálfir, er allt mor-
andi af erlendum orðskrípum, sem
dynja sí og æ í eyrum hlustenda).
— Tími er því til þess kominn, að
fá fleiri útvarpsstöðvar, þar sem
vissar ættir og fjölskyldur gera
sig ekki of digrar. Enda sannaðist
á verkfallsdögum að margir geta
gert eins vel og jafnvel betur.“
m
I