Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
113
Fræðslufundur
í Skógahlíð
MÁNUDAGINN 19. nóvember held-
ur Krabbameinsfélag Reykjavíkur
frsóslufund fyrir almenning í hinu
nýja húsi Krabbameinsfélagsins að
Skógarhlíð 8. Fundurinn hefst kl.
20.30.
Á dagskrá eru málefni sem nú
eru mjög ofarlega á baugi: Ingi-
mar Sigurðsson deildarlögfræð-
ingur kynnir nýju tóbakslögin sem
taka gildi um áramótin og Sigurð-
ur Árnason læknir heldur fyrir-
lestur um óbeinar reykingar. Að
loknu kaffihléi mun Helgi Valdi-
marsson prófessor flytja erindi
um ónæmisfræði krabbameina.
Víða, einkum á Vesturlöndum,
hafa nú verið sett lög sem banna
reykingar á tilteknum stöðum eða
takmarka þær við ákveðin svæði.
Sívaxandi vitneskja um skaðsemi
óbeinna reykinga gefur þessari
þróun byr undir báða vængi. Með
nýju tóbaksvarnalögunum er Is-
land komið í hóp þeirra landa sem
setja skorður við reykingum á al-
mannafæri, auk þess sem í lögun-
um eru ýmis önnur mikilvæg
ákvæði.
Að því er varðar ónæmislækn-
ingar er þess skemmst að minnast
að Nóbelsverðlaunin í læknisfræði
voru að þessu sinni veitt fyrir
rannsóknir á því sviði, m.a. að-
ferðir við framleiðslu svonefndra
einstofna mótefna sem vænst er
að geti komið að gagni við grein-
ingu og meðferð krabbameina.
Þetta er fyrsti almenni fræðslu-
fundurinn sem haldinn er í Skóg-
arhlíð 8 og er hann öllum opinn.
(FréM frá Krmbbuneiiwfélagiiia)
Þing Neytenda-
samtakanna um
næstu helgi
ÞING Neytendasamtakanna verður
haldið sunnudaginn 25. nóvember
nk. að Hótel Hofi. Þingið munu
sækja á annað hundrað fulltrúar
víðs vegar af landinu.
Auk venjulegra aðalfundastarfa
verður umræða um samkeppnis-
hömlur, hringamyndanir og neyt-
endavernd. Frummælendur verða
Vilhjálmur Egilsson og Eggert
Ólafsson. Síðan verður „panel“-
umræða um neytendamál.
Á þessu ári hefur verið veruleg
sókn í neytendastarfi og mikil
fjölgun félaga í Neytendasamtök-
unum. Félagsmönnum þeirra hef-
ur fjölgað um tæp 25% síðan i
apríl síðastliðinn eða á rúmu hálfu
ári. Þrjú ný neytendafélög hafa
verið stofnuð undanfarnar vikur.
Á Hellissandi, Búðardal og Vest-
mannaeyjum. Stjórn Neytenda-
samtakanna segir að þetta sé að-
eins upphafið að enn meiri sókn,
og draumurinn um Neytenda-
samtök sem öflug fjöldasamtök sé
brátt að rætast.
reglulega af
ölEim
. fjöldanum!
Innrömmun —
Innrömmun
Innrömmun Gests Bergmanns auglýsir: Tek aö
mér hvers konar innrömmun. Tilvaliö tækifæri til
aö láta ramma inn myndir fyrir jólin.
Hristu rykið af rammalausu myndunum og líttu inn,
ódýr og góö þjónusta. Ramma einnig inn út-
saumsmyndir.
Innrömmun Gests Bergmanns
Týsgötu 3, sími 12286.
Til sölu
Þessi glæsilegi vagn er til sölu. SCANIA III árg. ’82
ekinn aöeins 44 þ.km. Uppl. í síma 84760, 73306
eöa aö Tangarhöföa 13.
Tölvupappír
nnp
llll FORMPRENT
Hverfisgötu 78, simar 25960 - 25566
UMBOÐSMAÐUR —
INNFLYTJANDI ÓSKAST
Óskum eftir sölumanni á íslandi til aö sjá um sölu á loftpress-
um, (ýmsar geröir), þrýstiloftsknúnum tækjum og ýmsum iön-
varningi.
Þeir sem áhuga hafa snúi sér sem fyrst til:
DMUFT
Postboks 112,
2680 Solred strand,
Danmark. Sími 45-3-14 14 89.
V________________ ^
«
— Funaofnar —
Sterkir, stílhreinir, sérhannaöir ofnar. Falla vel aö um-
hverfi sínu.
Leitiö tilboöa — sýnishorn á staönum.
Funaofnar Múlasel hf. Reykjavík
Hverageröi
Verksmiöja.
Sími 99-4454/4380.
Söluskrifstofa.
Síöumúla 4, 2. hnö.
Sími 686433.
Auði
ÞÝSKUR KOSTACRIPUR
BÍLL HINNA VANDLÁTU