Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 7 Gerðuberg: Þorpið í upplestri leiklistarnema „ÞAÐ má kalla það létta aðkenn- ingu af skelfingu," sagði einn nem- andi á öðru ári Leiklistaskóla ís- lands um fyrstu sporin á sviðinu, en annars árs nemar hafa nú undanfar- ið flutt Ijóðabálk Jóns úr Vör, „Þorp- ið“, í Húsi Æskulýðsráðs á Frl- kirkjuveginum, „frammi fyrir þeim sem koma vilja,“ eins og einn orðaði það. Klukkan hálffjögur í dag, sunnudag, flytja nemendurnir Ijóðin í menningarmiðstöðinni við Gerðu- berg í Breiðholti, og verður það fyrsti liðurinn í svokallaðri menning- araðventu sem húsið stendur fyrir Erlendur Jónsson Skáldsaga eftir Erlend Jónsson BÓKAÚTGÁFAN örn og örlygur hefur gefið út fyrstu skáldsögu Er- lends Jónssonar. Nefnist hún Laufið grænt Áður hafa komið út eftir Er- lend fjórar Ijóðabækur, útvarpsleik- rit, bókmenntasaga og fleira. í frétt frá útgefandanum segir m.a.: „Skáldsagan Laufið grænt segir frá ellefu ára gömlum dreng sem býr með fráskilinni móður sinni í litlu húsi í Vesturbænum. Frið- helgi heimilisins er rofin með heimsókn mikils metins borgara. Drengurinn lítur þennan kunn- ingsskap óhýru auga, en móðirin sendir drenginn í sveit og fer sjálf í sólarlandaferð. Dvölin í sveitinni reynist drengjunum viðburðarík. Minnisstæðasti atburður sumar- sins verður skemmtun sem haldin er um verslunarmannahelgina þar í grenndinni. Þar birtist mannlífið drengnum í allri sinni ólgu og fjöl- breytni." Bókin Laufið grænt er filmusett og prentað í prentstofu G. Bene- diktssonar. Bókband er unnið hjá Arnarfelli hf. Kápu teiknaði Brian Pilkington. Sjálfstæðisflokkurinn: Dregið í happdrætti á morgun Á MORGUN, 3. desember, verð- ur dregið í Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins. f frétt frá flokknum segir m.a. að þeir sem ekki hafa enn gert skil á heim- sendum happdrættismiðum, séu hvattir til að taka þátt í enda- sprettinum. Greiðslur á miðum eru sóttar beim ef óskað er. Skrifstofa happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og er hún opin i dag kl. 10 til 18 og allan daginn á morgun, síðasta dag happdrættisins. fram að jólum. Það er Helga Bach- man leikkona, sem stjórnar flutn- ingnum og allri framsetningu verks- ins. Hópurinn hefur útbúið svið og leiktjöld fyrir flutninginn og tínt til gömul föt til að skapa rétta stemmningu fyrir flutninginn. Helga Bachman sagði að ljóð Jóns væru mjög litrík og lifandi og hentuðu því mjög vel til slíkrar uppfærslu. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem æfing og skól- un þessa unga fólks,“ sagði Helga, en þetta mun vera i fyrsta sinn í tíu ára sögu skólans sem annars árs nemar sýna opinberlega. Alls eru 22 nemendur við Leiklistar- skólann um þessar mundir. Flytjendur ásamt leiðbeinanda sín- um Helgu Bachman. Frá vinstri: Helga Bachman, Þórarinn Eyfjörð, Stefán Sturla Sigurjónsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafia Jónsdóttir, Hall- dór Björnsson og Þórdís Arnljóts- dóttir. Á myndina vantar Valgeir Skagfjörð og Hjálmar Hjálmarsson. Morgunblaðið/Július Aðferðin var í sjálfu sér einföld: Við kynntum okkur alla þekktustu skíðastaði Austurríkis og völdum síðan þann besta EINSTÖK AÐSTAÐA [ Sölden færö þú á einum staö allt sem til þarf í frábæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferö, meö fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar kröfur - og heldur meira. Umhverfiö er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt að 3.100 m hæð. Brautimar eru vel merktar og allt lagt upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi. Mörg hundruð skíðakennarar eru til taks, útsýnisstaðir, veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái" og dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, - ævintýri líkastur. FRÁBÆRT NÆTURLÍF Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum. Kvöldið tekur síöan við í eldfjörugum Tírólabænum: Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur- klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri skíðaferð. SÖLDEN Á EKKI SINN LÍKAN - ÞVÍ GETURÐU TREYST VERÐ FRÁ KR. 19.700.- og mjög góðir greiðsluskilmálar að auki! (MiSaft við gengi 21.11 ‘84) Gistlng er fjölbreytt og við allra hæfi. Ferðatilhögun gæti ekki veirð öllu þægilegri. Beint leiguflug til Innsbruck og örstuttur akstur til Sölden. Brottfarardagar: 26. janúar, 9. febrúar, 23. febrúar. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 * Sbr. niðurstöður fjölmargra skíðasérfræðinga evrópskra tímarita. söluskrifstofa akureyri: skipagötu is - símar 21400 & 23727 SA BESTI VARÐ FYRIR VALINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.