Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 65 koma á framfæri innilegu þakk- læti til allra víðsvegar um landið sem ég hef unnið með og fyrir um ævina. Rom og room W kannt margar skondnar sögur Marteinn. Viltu láta eina flakka? Já, ég get ekki neitað því. Tungumál hafa nú aldrei verið mín sérgrein þar sem skólaganga mín var ekki upp á marga fiska. Það var eitt sinn að ég var að koma til London þar sem ég var að fara á sýningu. Þetta var fyrir stríð. Ég tölti á milli hótela, en fékk hvergi herbergi. Þegar ég kem að Pétursstræti þá spyr ég þar á einu hótelinu hvort ég geti fengið “room“. Sá sem var í mót- tökunni spyr hvaðan ég sé og ég segi að ég sé nú heldur betur „Ice- lander“. Hann jánkar þessu og segist ekki hafa getað fengið betra romm en þetta. Hann hafði þá eitthvað misheyrt í framburðinum hjá mér og room orðið að rommi í huga hans, nema hvað ekkert fékk ég húsaskjólið þar en ylgjafann keypti ég þó dýr væri. Skaut mörnum bak við dragkistuna Kanntu ekki einhverja sögu að segja mér úr uppvextinum? Eg minnist þess að í sveitinni var neyddur í mann blóðmör, sem var frá árinu áður. Það var nú ekki til of mikið af mat i þá daga. Ég varð að neyða ofan í mig skammt og ef það tókst fékk ég flatköku með kæfu. Inni og upp við vegg stóð forláta dragkista, en þannig var því háttað að á mold- arveggnum voru þiljurnar brotnar og holrúm dálítið fyrir aftan kist- Þær gátu ekki látið sér detta til hugar hvað þetta var og voru al- veg forviða. Hann hélt að ég hefði sokkið Það var einu sinni að menn á bænum, sem ég var á þegar ég var drengur, tóku upp á því að kaf- færa mig. Þeir voru vatnshræddir og ætluðu líklega að koma í veg fyrir slíkt hjá mér með því að venja mig við sífelldar kaffær- ingar. Mér var meinilla við þetta og var hálf hræddur. í einrúmi fór ég að æfa mig að halda hausnum niðri í vatni eins lengi og ég mögu- lega gat. Það vissi enginn af þessu, en ég taldi mig þurfa þjálfunar við svo þeir gætu ekki gengið alveg frá mér. Endirinn varð sá að mér þótti ekkert til þess koma þegar þeir voru að reyna að kaffæra mig Eitt af fallegri verkum Marteins í Garðabæ. Morgunbl»8ið/Á.S*berg Áður en þú gerir verkið skaltu vera bú- inn að því í huganum Hvað er fallegasta verkið þitt? Það er nú erfitt að segja. Einu sinni var ég hjá Einari Jónssyni myndhöggvara. Hann fékk dansk- an mann í vinnu til sín, Rasmus- sen, til að gera myndir í gifs. Mér fannst gaman að sniglast í kring- um hann og eitt sinn sagði hann við mig setningu sem ég mann enn þann dag í dag; „Já, Marteinn minn, ef þú ætlar að gera eitthvað er eitt sem þú verður að muna. Áður en þú gerir verkið verðurðu að vera búinn að því í huganum." Þetta hefur staðist nokkuð vel hjá honum. Mér hefur stundum þótt skrítið að það er oft fyrsta verkið sem heppnast á hverju sviði best, en þegar ég fer að reyna að endur- taka það tekst það ekki eins vel, en maður er þó alltaf að læra og reyna að gera hlutina betur. Það er stórt veganesti að hafa gaman að öllu sem maður gerir og það hef ég. Það er nú samt hægt að finna eitthvað að öllum verkunum mín- um en í heild er ég ekki óánægður með dagsverkið. Sjaldan hef ég þó gert góða hluti hjálparlaust, oftast haft einhverja góða við hlið mér. Það væri gaman að fá að Morgunblaðið/Júlíus Það eru jafnvel til heilu húsin sem Marteinn hefur hlaðið. Þeir eru ekki ófáir arineldarnir sem Marteinn hefur lagt hönd á. líbaríti, flegröbergi úr Berufirði og nokkrum öðrum tegundum sem ég kann ekki skil á. Fæturnir eru aðallega úr stuðlabergi úr Svína- felli. Hef viðskipti við grjótbændur Sækirðu þér sjálfur grjót um fjöll og firnindi? Ég fer stundum sjálfur um landið og safna. Grjótið er víða um landið bæði í fjöru og á fjöll- um. Síðan eru margir sem senda mér steina og gefa. Megnið af mínum steinum eru íslenskir og ég hef þá gjarnan viðskipti við grjótbændur eins og ég kalla þá og einstaka sinnum koma steinar er- lendis frá. Ég sníkji líka grjót af konum út um land sem hafa safnað í óra- tíma. Annars eru þær nískar á það og ekki eru þær mér alltaf hlið- hollar. Maður þarf að narra þær stundum og til að þær losni við mig láta þær mig fá nokkra steina og ég þarf cft að lofa að koma aldrei aftur. Morgunblaðift/Júllus Sveppur gerður úr grjóti. Morgunbiaðið/Július lætur mig setjast með ferðatösk- urnar báðar úttroðnar sína hvor- um megin við mig. Ég bíð dágóða stund en sé svo að maðurinn fer út og ég hélt að hann hefði gleymt mér. En um leið og hann fer út glottir hann og vinkar mér svo ég hélt að hann þyrfti að skreppa að- eins út og lét líða úr mér þreytuna í stólnum. Þegar hann kemur inn aftur vindur hann sér að mér og segir mér að fylgja sér upp. Ég ætla að taka töskurnar með mér, en hann segir mér að láta þær bara vera eftir. Við göngum inn í lyftuna og hann stoppar síðan milli hæða og dregur upp úr brjóstvasanum rommflösku og una. Ég tók upp á því um veturinn að skjóta mörnum smám saman á bak við dragkistuna. Húsmóðirin varð himinlifandi yfir því hve duglegur ég var að láta þetta ofan í mig og ég fékk mína köku. Svona gekk þetta allan veturinn, en ég varð að vera lúmskur svo að þetta sæist ekki. Seinna hagaði því þannig til að með vorinu fékk hús- móðirin einhvern til að hjálpa sér til að gera hreint og meðal annars var nú dragkistan góða dregin fram. Ég man alltaf eftir svipnum á dömunum þegar þær sáu ba kvið þessa fínheitakistu. Blóðmörinn alfiðraður og tolldi við vegginn og litirnir voru orðnir skrautlegir. og enginn tími sem þeir héldu mér niðri. Svo eitt sinn eftir að ég kem til Reykjavíkur, þá mundi ég eftir þessu og tók upp á því að stunda þetta þegar ég á annað borð fór að synda. Sem ég er einu sinni í laug- unum að leika þessa list að vera í kafi veit ég ekki fyrr en að Erling- ur Pálsson er fyrir aftan mig í öllum fötunum. Hann hélt að ég hefði sokkið og hafði stokkið út í til að bjarga mér. En ég er og verð ævinlega þakklátur mönnunum á bænum fyrir kaffæringarnar. Við endum þetta spjall á stökum sem Marteini voru sendar. Sú fyrri er frá Hafsteini Stefánssyni: Steinsins ljúfa leyndarmál, er létt að skilja, því Marteinn gefur grjóti sál, með góðum vilja. Seinni vísan er frá sr. Jóni Einars- syni presti á Hvalfjarðarströnd, en vísuna þá fékk Marteinn eftir að hann hafði verið þar og hlaðið garðvegg: Marteinn vinna verk sitt kann, vermdur túni og konum, garðinn fagra gerði hann, og gat sér frægð af honum. t'iðtal GRG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.