Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
Sumt getur bara ekki
beðið jólanna
Bíddu ekki eftir sérstöku tækifæri til
að gefa einhverjum Parker. Penninn sjálfur er
sú ástæða sem þarf.
Við bjuggum hann til í einum tilgangi:
til að skrifa með; skrifa fallega.
Ekki svo að skilja að allt sé fyrirfram
sagt um pennana okkar. Parkergjöf hefur orðið
innblástur ótal ritgerða, snjallra athugasemda
og meistaralegra orðatiltækja. Það er engu líkara
en að hæfni leiði til hæfni.
Gefðu einhverjum svolítinn innblástur á
næstunni. Þiggjandinn mun aldrei gleyma hver
gaf honum Parkerinn sinn.
n. 0 •
^/rf
Gils Guðmundsson
Nýtt safnrit
eftir Gils Guð-
mundsson
IÐUNN hefur sent frá sér bókina
Gestur, fyrsta bindi safnrits sem
flytja skal þjóAlegan fróðleik, gaml-
an og nýjan sem Gils Guðmundsson
hefur tekið saman.
í frétt frá Iðunni segir m.a. að
Gestur sé hugsaður sem nokkurs
konar framhald þjóðfræðiritsins
Heimdraga sem út kom á árunum
1964-72.
í fréttinni segir: „Gestur hefur
að geyma efni af ýmsu tagi. Sumt
er áður óprentað svo sem bernsku-
minningar frá Skildinganesi,
minningaþáttur úr síldinni og
frásagnir af „einkennilegum
mðnnum“ á Suðurnesjum. Annað
hefur að vísu verað prentað f blöð-
um og tímaritum hér og þar, en er
þorra manna með öllu ókunnugt
og óaðgengilegt. Hér eru svip-
myndir úr daglegu lífi í sveit og á
sjó, frá starfi leikra sem lærðra
námi í Bessastaðaskóla og tónlist-
arlífi í Reykjavík í aldarbyrjun,
þættir af hetjum hversdagslífsins
sem litlum sögum hefur farið af,
og einnig þjóðskáldum eins og
Gröndal og Þorsteini Erlingssyni
— svo að fátt sé talið. Allt er þetta
hugtækur aldarspegill, veitir les-
endanum minnilega innsýn i líf
fyrri kynslóða í landinu."
Bókin er prentuð í Odda. Kápa
hönnuð á Auglýsingastofunni
Octavo.
Fyrirlestur
um kennslu
barna með
sérþarfir
tPARKER
ÞRIÐJUDAGINN 4. des. nk. flytur
dr. Roy McConkey, uppeldisfræðing-
ur frá Dublin, opinberan fyrirlestur
við Kennaraháskóla íslands um
kennslu barna með sérþarfir. Fyrir-
lesturinn verður fluttur í stofu 201
og befst kl. 16.00.
Dr. McConkey hefur um áratugi
fengist við rannsóknir á kennslu
vangefinna, bæði við Hester Adri-
an stofnunina í Manchester og St.
Michaels House stofnunina í Du-
blin. Hann er kunnur sem höfund-
ur bókanna: „Let me play“ — „Let
me speak“ — „Teaching the hand-
icapped child“ og „Breaking barri-
ers“.
RÍKULEG ÁVÓXTUN
KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS |
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS