Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 37
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
IHnsni Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fuiltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Kvennastjórnmál
Reynslan af starfi þeirra
kjörnu fulltrúa á Alþingi
og í borgarstjórn Reykjavíkur
sem hlutu kosningu á listum
sem boðnir voru fram í nafni
kvenna sýnir að fulltrúarnir
hafa lagt sig fram um að
keppa við þann flokk sem vill
vera lengst til vinstri í stjórn-
málabaráttunni, Alþýðu-
bandalagið. Fráleitt er að ætla
að þessi vinstri viðleitni gefi
rétta mynd af hug íslenskra
kvenna til þjóðmála. Þá er
einnig ljóst að hið þrönga
sjónarhorn sem mótar viðhorf
fulltrúa kvennalistanna á
sjaldan við í almennu starfi á
Alþingi eða í sveitarstjórnum.
Hitt er einkennileg árátta hjá
kvennalistakonum að saka þá
aðila um óvild í garð kvenna
sem gagnrýna afstöðu þeirra
til almennra stjórnmála svo
sem andstöðu þeirra við stór-
iðju sem er afdráttarlausari
en andstaða Alþýðubandalags-
ins.
í könnun Hagvangs á gild-
ismati íslendinga kemur fram
að þrír af hverjum fjórum ís-
lendingum sem þátt tóku í
könnuninni starfa utan heim-
ilis. Sé litið á þá sem eru í
starfi kemur í ljós, að 81%
karla segjast vinna til að sjá
sér og sínum farborða á móti
52% kvenna. Af þeim sem ekki
eru í starfi segjast 21%
kvenna hafa hug á starfi utan
heimilis en telja að það kæmi
niður á fjölskyldunni, enginn
karl tilgreinir þessa ástæðu.
Rúmlega helmingur íslend-
inga telur æskilegt að konur
vinni utan heimilis, heldur
fleiri konur en karlar.
Þegar þessar niðurstöður
eru metnar í ljósi þess að ís-
lendingar eru almennt þeirrar
skoðunar samkvæmt könnun-
inni að hjón eigi að skipta
verkum jafnt á milli sín á
heimilinu og þeir segjast einn-
ig vera miklir fylgismenn
jafnréttis er betur ljóst en áð-
ur hve fráleitt það er að heyja
stjórnmálabaráttu hér á þeirri
forsendu að unnt sé að draga
mörk á milli kvennastjórn-
mála og karlastjórnmála.
Telja verður að sérstakir
kvennalistar stangist á við al-
mennar hugmyndir íslendinga
um heppilega og eðlilega þjóð-
félagsþróun.
Víða um lönd hafa flokkar
um þröng baráttumál látið að
sér kveða og má þar til dæmis
nefna græningjana í Vestur-
Þýskalandi. Slíkir flokkar eru
sjaldan langlífir einkum,
vegna þess að upphaflega hug-
sjónamálið bliknar. Varanleg
áhrif af starfi þeirra koma
oftast fram í því að keppinaut-
ar í stjórnmálabaráttunni
leggja meiri áherslu en ella á
þau mál sem hvetja fólk til að
stofna sérflokka. Ef til vill er
unnt að bera áhrif kvenna-
framboða hér á landi saman
við þetta. Þau hafa orðið til að
styrkja stöðu kvenna í öðrum
flokkum og samtökum eins og
skýrt kom fram á nýafstöðnu
þingi Alþýðusambandsins.
Síst af öllu er ástæða til að
harma slík áhrif. Hins vegar
er nauðsynlegt fyrir aðstand-
endur sérflokka að meta stöðu
sína og starf í samræmi við
þróun af þessu tagi.
Verstu áhrif sérflokka eins
og kvennalista er sú árátta
talsmanna þeirra að láta eins
og málefnaleg gagnrýni á
stjórnmálastarf þeirra sé árás
á einstaka þjóðfélagshópa.
Það er til dæmis fráleitt að
gagnrýni á stóriðju-andstöðu
kvennalistans sé árás á ís-
lenskar konur. Þá er út í hött
fyrir kvennalistakonur að láta
eins og þær tali fyrir munn
allra íslenskra kvenna þegar
þær halda uppi vörnum fyrir
ríkiseinokun á útvarpsrekstri.
Slíkri misnotkun á skoðunum
annarra hefur verið og verður
mótmælt.
Blað
æskunnar
AIls kyns rannsóknir á ís-
lenskum fjölmiðlum verða
nú æ tíðari. í Morgunblaðinu á
föstudag var skýrt frá könnun
sem Adolf H. Emilsson hefur
gert á fjölmiðlanotkun ungl-
inga í Reykjavík. Þar kemur í
ljós að 99,5% unglinganna lesa
eitthvert dagblað að minnsta
kosti einu sinni í viku og 92%
lesa Morgunblaðið reglulega,
þar af 70% daglega. Dagblað-
ið-Vísir er næstvinsælast en
31% unglinganna las þó ein-
göngu Morgunblaðið en aðeins
12% Dagblaðið-Vlsí.
Ekki þarf að fara mörgum
orðum um þá ábyrgð sem því
fylgir fyrir dagblað að vera
jafn mikið lesið af æskufólki
og þessar tölur um Morgun-
blaðið sýna. En það er ljúf
skylda að leitast við að bregð-
ast ekki því trausti sem í þessu
felst, trausti sem er meira
virði en flest annað fyrir
hvern þann er vill lifa og
dafna með þjóðinni.
Um miðjan nóvember-
mánuð ávarpaði Carr-
ington lávarður, fram-
kvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins, árs-
fund þingmannasam-
bands NATO sem að
þessu sinni var haldinn í Brussel. í hópi
þingmannanna voru þrír fulltrúar frá
Islandi, þeir Birgir ísl. Gunnarsson,
Sjálfstæðisflokki, Karl Steinar Guðna-
son, Alþýðuflokki, og Tómas Árnason,
Framsóknarflokki. Þingmennirnir
ræddu í sinn hóp hugmyndir um breytta
varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins,
þar sem tekið er mið af nýrri tækni í
vopnabúnaði, er gerir venjulegum her-
afla kleift að beita öðrum aðferðum en
hingað til hafa tíðkast í varnarskyni.
Þessi nýja tækni hefur meðal annars
orðið til þess að innan Atlantshafs-
bandalagsins eru nú uppi áform um að
breyta baráttuaðferð landherja banda-
lagsins í Mið-Evrópu, þannig að þeim
verði ekki einungis falið að veita viðnám
gegn árásarherjum hugsanlegs and-
stæðings heldur einnig ráðast á her-
sveitir að baki sóknarsveitunum sjálf-
um og stemma þannig stigu við árás-
inni. Mikið hefur verið rætt um þessa
nýju tækni af sérfræðingum á undan-
förnum misserum, en hún byggist á því
að unnt er að nota flugvélar, stórskota-
lið og eldflaugavörpur með öðrum hætti
en áður.
í ræðunni á fundi þingmannasam-
bandsins ræddi Carrington lávarður um
varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins
og svaraði þeim sem hafa gagnrýnt
hana. Carrington taldi fráleitt að
bandalagið hyrfi frá stefnunni um
sveigjanleg viðbrögð, en hún byggist á
því, að árás andstæðingsins er svarað í
samræmi við sóknarmátt hans og að
gripið verður til kjarnorkuvopna telji
ráðamenn Vesturlanda það eina úrræÓ-
ið til að koma í veg fyrir fall Evrópu.
Tilgangur þessarar varnarstefnu er að
fæla andstæðinginn frá því að gera árás
með því að skapa hjá honum ótta um að
tap hans sjálfs verÓi meira en ávinning-
urinn. Carrington lagði á það megin-
áherslu að efla þyrfti hefðbundinn her-
styrk bandalagsins, svo að því yrði
frestað í lengstu lög að grípa til kjarn-
orkuvopna, ef svo ólíklega vildi til að
fælingarmáttur bandalagsins dygði ekki
til að hræða andstæðinginn frá því að
leggja til atlögu við bandalagsþjóðirnar.
Mannvirki og úthald
Carrington sagðist fagna því sérstak-
lega, að nú hefðu stjórnmálamenn aftur
beint athygli sinni að tveimur mjög
mikilvægum atriðum, sem um tíma
hefðu ekki verið þeim ofarlega í huga,
þ.e.a.s. mannvirkjum og úthaldi. Varn-
armálaráðherrar Atlantshafsbanda-
lagsþjóðanna munu huga að þessum
þáttum á fundum sínum nú í vikunni, og
þar verða teknar ákvarðanir um fjáröfl-
un fyrir mannvirkjasjóð Atlantshafs-
bandalagsins, sem stendur straum af
sameiginlegum varnarframkvæmdum í
aðildarríkjunum. Úr þessum sjóði er
greiddur kostnaður við smíði olíustöðv-
arinnar í Helguvík, nýju flugskýlin á
Keflavíkurflugvelli og áætlað er að sjóð-
urinn greiði kostnað við smíði tveggja
nýrra ratsjárstöðva hér á landi. Allt eru
þetta mannvirki, sem stuðla að því að
treysta stöðu hefðbundins herafla Atl-
antshafsbandalagsins og fresta því í
lengstu lög að gripið verði til kjarnorku-
vopna, ef svo ólíklega vildi til, að varn-
armáttur bandalagsins á friÓartímum
dygði ekki til að halda Sovétríkjunum í
skefjum.
í Morgunblaðinu 21. mars sl. var
skýrt frá því í frétt á forsíðu að Wesley
L. McDonald aðmíráll, yfirmaður Atl-
antshafsherstjórnar NATO hefði á
fundi með bandarískri þingnefnd lýst
því yfir, að efling loftvarna Islands yrði
að hafa algjöran forgang á árinu 1985.
„Við vinnum nú að því að bæta úr
mörgu sem betur hefur mátt fara í lang-
an tíma, en margt er enn ógert," sagði
aðmírállinn á fundi með hermálanefnd
öldungadeildarinnar þegar hann ræddi
um málefni íslands þar. í þessari for-
síðufrétt kemur það einnig fram, að
aðmírállinn telji mjög brýnt að endur-
bæta loftvarnir og ratsjáreftirlitskerfið
á íslandi og á svæðinu frá Grænlandi til
íslands og Noregs (GIN-hliðið). Tíman-
leg og áreiðanleg boð um ferðir sovéskra
flugvéla ráði úrslitum um það, hvort
unnt sé að halda uppi flotavörnum á
Atlantshafi.
Þessi forsíðufrétt Morgunblaðsins
vakti enga sérstaka athygli, þegar hún
birtist í mars sl. Enda var í sjálfu sér
ekki verið að skýra frá neinu nýju hér á
landi, því að í mörg misseri hafði verið
rætt um smíði nýrra flugskýla á Kefla-
víkurflugvelli, olíustöðvarinnar í Helgu-
vík og vangaveltur höfðu verið uppi um
nauðsyn nýrra ratsjárstöðva. Eins og
þeir muna, sem fylgst hafa með þessum
málum, voru það íslendingar, sem fyrst
hreyfðu því opinberlega að til þess að
tryggja öryggi lands og þjóðar bæri að
huga að endurbótum á ratsjáreftirliti
við landið.
Varnarmálaráðherra Atlantshafs-
bandalagsins hittust síðast á fundi í
Brussel í maí sl. í tengslum við hann
gerði McDonald aðmíráll hermálanefnd
bandalagsins grein fyrir þessum áform-
um og lagði þunga áherslu á að þau
næðu því aðeins fram að ganga ef til
þeirra og ratsjárstöðvanna sérstaklega
fengist fjárstuðningur úr Mannvirkja-
sjóði Atlantshafsbandalagsins. ísland
tekur ekki þátt í starfi sjóðsins og legg-
ur ekkert fé af mörkum til hinna sam-
eiginlegu mannvirkjafjárlaga NATO. í
vor náðu varnarmálaráðherrarnir ekki
samkomulagi um það, hve háum fjár-
hæðum skyldi varið til sameiginlegu
mannvirkjagerðarinnar á næstu sex ár-
um. Líklegt er að á fundum í þessari
viku komist þeir að samkomulagi um að
verja sem svarar 10 milljörðum Banda-
ríkjadollara í þessu skyni.
Þáttur Evrópumanna
Innan Atlantshafsbandalagsins fara
að jafnaði fram töluverðar umræður um
þaÓ, hvernig kostnaði við varnir banda-
lagsþjóðanna er skipt á milli þeirra og
þá sérstaklega á milli Evrópuríkja ann-
ars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.
Carrington lávarður hefur lýst því yf-
ir, að mannvirkjagerð og ráðstafanir til
þess að auka úthald hefðbundins her-
afla bandalagsþjóðanna séu þættir, þar
sem Evrópuþjóðirnar geti lagt meira af
mörkum en nú er. Mannvirkin eru smíð-
uð til þess að treysta stöðu heraflans.
Nú er einkum rætt um nauðsyn þess að
bæta aðstöðu flugherja þjóðanna. Fyrir
dyrum stendur að endurbæta flugbraut-
ir, styrkja stjórnstöðvar neðanjarðar,
reisa örugg flugskýli og fleira í þeim
dúr. Eins og menn sjá af þessari upp-
talningu eru mannvirkin sem hafist hef-
ur verið handa um hér á landi eða eru á
döfinni í samræmi við þau almennu
markmið Atlantshafsbandalagsins að
styrkja varnarmátt hins hefðbundna
herafla.
Þegar rætt er um úthald er átt við
getu evrópskra aðildarþjóða NATO til
að auka hefðbundnar vopnabirgðir, afla
sér meiri skotfæra og eldsneytis, svo að
þær geti staðið á eigin fótum og haldið
út eftir að hafa orðið fyrir árás. Carr-
ington lávarður hefur bent á, að það sé
óviðunandi, að Bandaríkjamenn ráði yf-
ir birgðum sem dugi til 30 eða 60 daga
þegar birgðir sumra evrópskra aðildar-
þjóða NATO dugi aðeins í 12 daga.
Ef litið er til Noregs og hugað að því,
hversu miklum fjármunum á að verja
til mannvirkjagerða í þágu varnarmála
þar á árinu 1985 þá leggur varnarmála-
ráðuneytið til, að samkvæmt norskum
fjárlögum verði 2600 milljónum ísl.
króna varið til þess að reisa mannvirki í
þágu hersins á næsta ári. Þar að auki er
ráðgert að til sameiginlegra varnar-
mannvirkja sem eru styrkhæf úr Mann-
virkjasjóði NATO renni 3200 milljónir
ísl. kr. á næsta ári. Til þess að standa
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
37
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 1. desember
straum af kostnaði við hin sameiginlegu
varnarmannvirki fá Norðmenn 2600
millj. ísl. kr. úr sjóði NATO. Norðmenn
leggja hins vegar fram 855 millj. ísl. kr.
í Mannvirkjasjóðinn, þannig að nettó fá
þeir um 1745 millj. ísl. kr. frá öðrum til
að standa straum af kostnaði við fram-
kvæmdir, sem falla undir verkefnaskrá
Mannvirkjasjóðs NATO. Hér er um há-
ar tölur að ræða sem sýna, að það er
ekki aðeins hér á landi, sem talið er
nauðsynlegt að bæta aðstöðuna fyrir
hefðbundinn varnarherafla Atlants-
hafsbandalagsins. Á árinu 1983 var um
1600 millj. ísl. króna veitt til fram-
kvæmda á vegum varnarliðsins hér á
landi, sem eru sambærilegar við fram-
kvæmdirnar í Noregi. í ár renna 1400
millj. ísl. kr. til slíkra framkvæmda hér.
Hjálp frá útlöndum
Þegar rætt er um varnarframkvæmd-
ir hér á landi leita menn eðlilega upp-
lýsinga í opinberum gögnum, sem fram
koma í Bandaríkjunum, þar sem auðvelt
er að afla sér heimilda um hin ótrúleg-
ustu efni í varnar- og öryggismálum.
Hafa ýmsir aðilar sérhæft sig í öflun
slíkra upplýsinga og koma síðan fram
sem sérfræðingar í varnar- og örygg-
ismálum og leggja eigið mat á þau gögn,
sem þeir hafa undir höndum og túlka
þau oft eftir stjórnmálaskoðunum. Einn
slíkra manna heitir William Arkin og
hefur hann komið við sögu í umræðum
um íslensk öryggismál. Það var hringt
til hans frá Ríkisútvarpinu vorið 1980
og leitað aðstoðar hans við að upplýsa
það, hvort kjarnorkuvopn væru á ís-
landi. Arkin svaraði þá á þann veg, að
landgönguliðar flotans, sem eru á vell-
inum, störfuðu eftir handbók, þar sem
væri að finna reglur um það hvaða að-
ferðum ætti að beita í návígi við kjarn-
orkuvopn. Með þessa handbók að vopni
gaf hann sterklega til kynna, svo að ekki
sé meira sagt, að kjarnorkuvopn væru á
íslandi. Niðurstaða þeirra umræðna
sem af þessari yfirlýsingu leiddi var
hins vegar sú, að hér væru ekki kjarn-
orkuvopn og hér yrðu ekki kjarnorku-
vopn nema með samþykki íslenskra
stjórnvalda. Síðan hafa herstöðvaand-
stæðingar ekki dirfst að halda því fram
að kjarnorkuvopn séu á íslandi.
William Arkin er væntanlegur hingað
til lands nú í vikunni og er ekki ólíklegt
að hann hafi í pokahorninu upplýsingar
úr skjölum Bandaríkjaþings um ýmis-
legt er varðar varnir og öryggi Islands,
upplýsingar sem hann mun leggja út af
í samræmi við skoðanir sínar. I breska
blaðinu The Guardian hinn 15. október
sl. birtist grein um það hve þungt hljóð
sé í friðarsinnum í Bandaríkjunum
vegna forsetakosninganna, sem þá voru
á næsta leiti. Blaðið vitnar til Williams
Arkin, sem það segir að sé einn virtasti
vígbúnaðarsérfræðingur í Bandaríkjun-
um. Telur blaðamaðurinn að Arkin sé
nú daprari vegna hættunnar á kjarn-
orkustríði en nokkru sinni fyrr. Síðan er
þetta haft eftir Arkin:
„Hefðu Bandaríkjamenn snefil af
vitsmunum myndu þeir sjá tengslin á
milli endurkjörs Reagans og vígbúnað-
arkapphlaupsins. En þeir hafa það ekki.
Hreyfingin sem berst fyrir frystingu
kjarnorkuvopna hefur dalað verulega,
jafnvel þótt flestir segist styðja hana.
Ef Reagan yrði endurkjörinn kynni hún
jafnvel að deyja.“
*
Ovenjulegur
málflutningur
William Arkin fer sem sagt ekkert
leynt með skoðanir sínar. Hann er á
móti stefnu Bandaríkjastjórnar. Með
öllu er ástæðulaust að líta á hann sem
hlutlausan aðila, þótt treysta megi því
að þær heimildir sem hann notar séu
öruggar og hann hafi aflað sér mikils
magns af slíkum heimildum.
William Arkin er annar þeirra aðila,
Varðskipið Óðinn á siglingu. Myndin er tekin úr þyrlu landhelgisgæslunnar.
Morguoblaftid/Ámi Sœberg.
sem herstöðvaandstæðingar hér á landi
hafa oftar en einu sinni vitnað til á und-
anförnum árum og kemur hingað til
lands á þessu ári. Hinn er Malcolm
Spaven sem sagður er sérfræðingur í
vígbúnaðar- og afvopnunarmálum og
starfi í tengslum við háskólann í Sussex
í Bretlandi. Hann flutti ræðu á vegum
herstöðvaandstæðinga um síðustu helgi.
I henni tók hann sér fyrir hendur að
svara viðtali við Sverri Hauk Gunn-
laugsson, deildarstjóra varnarmála-
deildar utanríkisráðuneytisins, sem
birtist hér í Mbl. 4 sept. sl. Er einsdæmi
að kallað sé á útlendinga sér til hjálpar
með þessum hætti í umræðum um ís-
lensk stjórnmál eða utanríkismál. Sér-
staka athygli vekur að nú 8 mánuðum
síðar vakna andstæðingar varna á ís-
landi til andsvara við því sem birtist á
forsíðu Morgunblaðsins — og þurfa til
þess hjálp frá útlöndum.
Malcolm Spaven lætur sér ekki nægja
að svara atriðum í blaðaviðtali við ís-
lenskan embættismann heldur tekur
hann sér fyrir hendur að gera stefnu
íslands í öryggis- og varnarmálum tor-
tryggilega og gagnrýnir skýrslu Geirs
Hallgrímssonar um utanríkismál á Al-
þingi í vor. Segir hann meðal annars um
þá hugmynd að Landhelgisgæslan verði
virk í eftirlitsstarfi við landið:
„Hugmyndirnar um að fela Landhelg-
isgæslunni einhvers konar hernaðarlegt
eftirlitsstarf undan ströndum landsins
verða að líkindum afdrifaríkastar.
Iæggur utanríkisráðherra til, að Land-
helgisgæslan sendi upplýsingar um
ferðir skipa í sovéska flotanum til
stjórnstöðvarinnar í Keflavík og verði
þar með hluti af eftirlitskerfi Banda-
ríkjanna á höfum úti? Ef það er tilfellið,
má búast við að Sovétríkin gangi út frá
því sem vísu að öll skip Landhelgisgæsl-
unnar séu bandarísk njósnaskip.
Þetta mundi ekki einungis auka
spennuna á hafinu umhverfis ísland,
heldur einnig gera Landhelgisgæslunni
erfiðara fyrir við að sinna meginhlut-
verki sínu ... Utanríkisráðuneytið setur
ekki fram neinar skýringar á því hvers
vegna íslensk ríkisstofnun ætti að flétt-
ast inn í þetta hernaðarkerfi."
Málefni íslands
Þegar utanríkisráðherra flutti
skýrslu sína og skýrði frá því á Alþingi,
að fulltrúar lslands hefðu setið sem
áheyrnarfulltrúar á fundi hermála-
nefndar NATO, gerðu íslenskir stjórn-
málamenn engar athugasemdir við þær
yfirlýsingar og enginn íslenskur stjórn-
málamaður hefur með neinum þeim
hætti sem hér er lýst gagnrýnt þau
sjónarmið sem fram komu í skýrslu
utanríkisráðherra á þingi í maí í vor.
Það er undarlegt, svo að ekki sé fastar
að orði kveðið, að kalla þurfi á útlending
til þess að hafa uppi slíkar dylgjur sem
hér er gert um ræður og hugmyndir um
stefnumótun í íslenskum öryggis- og
varnarmálum. Malcolm Spaven setur
sig í hinar hefðbundnu stellingar þeirra
sem telja varnarviðbúnað Vesturlanda
hættulegri öryggi þjóðanna sem löndin
byggja en vígbúnað Sovétríkjanna. Nú á
að fara að telja mönnum trú um, að
jafnvel Landhelgisgæslan íslenska ógni
öryggi Sovétríkjanna, að á skip hennar
verði litið sem njósnaskip og þau því
líklega réttdræp, ef þannig mætti að
orði komast, eins og suður-kóreska far-
þegaþotan á sínum tíma. Undansláttur-
inn við Sovétríkin er svo mikill að at-
hafnir íslenskra varðskipa í fslenskri
lögsögu eiga að vera ögrun við þau.
Hræðsluáróðurinn um kjarnorku-
sprengjuna á íslandi hefur um langt
árabil verið einn af hornsteinum stefnu
herstöðvaandstæðinga. Þeir hafa jafnan
sagt sem svo: Ef við gerum eitthvað til
þess að auka varnir á íslandi þá breyt-
um við landinu í skotmark fyrir Sovét-
ríkin. Þeir hafa í raun réttlætt þær hót-
anir sem Sovétmenn hafa oftar en einu
sinni sett fram, að þeir gætu með sæmi-
legri samvisku kastað kjarnorku-
sprengjum á NATO-ríki og jafnvel ís-
land. Nú þegar rætt er um að bæta eft-
irlit umhverfis ísland og aukna hlut-
deild okkar sjálfra í þessu eftirliti þá
kalla herstöðvaandstæðingar á mann
frá Bretlandi til þess að hefja árásir á
starfsmenn utanríkisráðuneytisins og
utanríkisráðherra á forsendum, sem
síður en svo gefa til kynna að hann leggi
fræðilegan metnað í fullyrðingar sínar.
Það yrði til mikils tjóns fyrir íslensk-
ar stjórnmálaumræður, ef við ættum að
búa við það framvegis að herstöðva-
andstæðingar treysti sér ekki sjálfir til
þess að halda uppi málstað sínum held-
ur kalli á útlendinga til þess að rífast
við embættismenn og stjórnmálamenn
hér á landi. Sjaldan eða aldrei hafa
herstöðvaandstæðingar staðfest mál-
efnafátækt sína jafn augljóslega og með
þessari síðustu uppákomu. Eins og jafn-
an áður helgar tilgangurinn meðalið,
það er langur vegur frá þessari nýstár-
legu ofurtrú á erlendum mönnum sem
þykjast geta sagt íslendingum til synd-
anna á grundvelli bandarískra gagna og
hugmyndum þeim sem nú eru að gerj-
ast, að íslendingar geri sér sjálfir betri
grein en áður fyrir stöðu sinni í örygg-
ismálum.
„Nú á að fara
aö telja mönnum
trú um, að jafn-
vel Landhelg-
isgæslan ís-
lenska ógni ör-
yggi Sovétríkj-
anna, aö á skip
hennar verdi lit-
iö sem njósna-
skip og þau því
líklega rétt-
dræp, ef þannig
mætti að orði
komast, eins og
suður-kóreska
farþegaþotan á
sínum tíma.
Undanslátturinn
við Sovétríkin
er svo mikill að
athafnir ís-
lenskra varð-
skipa í íslenskri
lögsögu eiga að
vera ögrun við
þau.“