Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 29

Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 29 Hornafjarðarhrossin met ég alltaf mikils. Þetta eru yfirleitt ferðahross með mikinn vilja. Mörg af þeim hornfirsku hrossum sem komið hafa fram á mótum hafa vakið eftirtekt mína og þess geng ég ekki dulinn að Hornfirðingar eru ekki síður vel ríðandi en aðrir sem meira ber á því landfræðileg staða þeirra gerir það að verkum að þeir eru minna fyrir augum fjöldans og í fjölmiðlum. — Þú hefur ekki notast við hornfirskt blóð í þína ræktun eða er það svo? „Ég hef notast við hornfirskt blóð því Andvari 501 frá Varma- hlíð er undan össu Sigurðar frá Brún og hún var undan Skugga 201 frá Bjarnanesi. En það viður- kennist líka að ég get hrifist af öðrum hrossum án þess að ég telji þau henta í mína ræktun. En ég held líka að það örli á örlitlum metnaði í mér sem Skagfirðingi að reyna að gera veg skagfirsku hrossanna sem mestan." Of mikill tími í þref um stóðhesta — Hvað finnst þér um upp- byggingu ræktunarstarfsins í landinu? „Ef við byrjum á hrossaræktun- arsamböndunum þá tel ég að stærð þeirra byggist fyrst og fremst á landfræðilegum aðstæð- um. Ef við tökum sem dæmi Hrossaræktarsamband Skagfirð- inga sem ég er kunnastur þá byrj- aði það sem deild innan Búnaðar- sambands Skagafjarðar. Seinna sameinuðumst við Hrossaræktar- sambandi Norðurlands þegar það var stofnað með A-Húnvetningum og Eyfirðingum. Eftir að hafa set- ið í stjórn þess í nokkur ár fannst mér ljóst að við næðum ekki þeim árangri sem við höfðum vonast eftir og því beitti ég mér fyrir því að þessu yrði breytt á þann veg að sambandið var lagt niður sem slíkt og við stofnuðum Hrsb. Skagafjarðar sem hefur starfað síðan, ég held þetta hafi verið i kringum 1968. Það er kannski ekki mitt að dæma um það hvort þessi ákvörðun hafi verið til góðs í Skagafirði, til þess er málið mér of skylt. En mér fannst alltof mikill tími fara í umræður eða þref um kaup og not af stóðhestum eins og þetta var áður. Um stóðhestastöðina er allt gott að segja. Ég hef reyndar áður látið þá skoðun í ljós að ég teldi ekki nógu vel staðið að vali folalda inn á stöðina en mér finnst að á seinni árum sé betur vandað til þess eins og útkoman á síðustu sýningum sannar. Hrossaræktarsamböndin hafa sannað tilverurétt sinn það er ekki spurning enda gera búfjárrækt- arlögin ráð fyrir því að hrossa- ræktin sé rekin m.a. á félagslegum grundvelli að þessu leytinu til. Jafnframt þessu tel ég að hryssu- eignin eigi að vera i höndum ein- staklinga og vil ég í því sambandi nefna að ég tel stofnræktarfélögin tæplega hafa náð þeim árangri sem vænta mátti í upphafi. En það er kannski of snemmt að dæma um það.“ — Hefur aldrei hvarflað að þér að fá aðra menn i samstarf í stofnræktarfélag um ræktun hrossa þinna? „Ég get nú ekki að því gert að þegar ég hugsa um þessi stofn- ræktarfélög hvað svo sem þau heita og árangur af starfsemi þeirra dettur mér alltaf i hug huggulegúr saumaklúbbur og áhugi minn á saumaklúbbum er enginn.“ Þrátt fyrir að í þessu viðtali hafi margt borið á góma væri hægt að halda lengi áfram, en hér skal staðar numið að sinni. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála i hrossarækt Sveins á komandi árum, ekki sist vegna þeirrar skyldleikaræktar sem hann er kominn út í. Margir hafa reynt skyldleikarækt hér- lendis með vægast sagt misjöfnum j árangri og nú er að sjá hvernig I Sveini reiðir af. ORÐSENDING frá dýraspítala Watsons í Víöidal Eftirtaldir dýralæknar hafa tekið viö rekstri spítalans: Brynjólfur Sandholt, Magnús H. Guðjónsson, Árni M. Mathiesen. Símatími er: mánudag—föstudag kl. 08.30—10.00 laugardag kl. 10.00—12.00. Viötalstími og móttaka gæludýra er mánudag—föstudag kl. 15.00—18.00 laugardag kl. 10.00—12.00. Upplýsingar um dýralæknavakt é öðrum tímum í síma 76620. Liósker áleHM SB S.HELGASON HF ISTEINSNIIÐJA «1 SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 VOLVOEIGENDUR OG GENGISFELUNGIN Þrátt fýrír gengisfellinguna höfum við ákveðið að hækka ekki verðið á Volvo varahlutum fýrr en 15. desember. Þetta er framlag okkar gegn hækkandi verðlagi. Notið tækifæríð og geríð kjarakaup ársins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.