Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Landbúnaðarvörur: Grundvallarverð hækkar um 11,8% GRUNDVALLARVERÐ landbúnad- arvara hækkar um 11,8% frá og með fyrsta desember samkvæmt útreikn- ingi sexmannanefndarinnar, sem fyrir iá um hádegið í gær. Útsöluverð einstakra afurða hafði þá ekki enn verið reiknað ÚL Að sögn Gunnars Guðbjartsson- ar verður ekki alveg sama hækkun á afurðum, sérstaklega kjöti. Þ6 munu beztu gæðaflokkar kjöts annaðhvort hækka um 11,8% eða minna, en lakari flokkarnir eitt- hvað meira. Mjólkin hækkar hins vegar um 11,8%. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið um há- degisbilið í gær, að enn ætti eftir að ganga frá útsöluverði einstakra afurðaflokka, en það miðaðist meðal annars við það hvort niður- greiðslum yrði breytt eða ekki. Harvester selur landbúnaðartækja- verksmiðjur sínar Alþjóðafyrirtækið Tenneco hefur keypt iandbúnaðartækjaverksmiðjur International Harvester, en Harvest- er hefur verið rekið með tapi mörg undanfarin ár og hafði áður selt iðn- aðartækjaverksmiðjur sínar. Tenn- eco fól dótturfyrirtæki sínu, Case, umsjón með framleiðsiu og sölu landbúnaðarvélanna. Umboðsaðili Case á fslandi er fyrirtækið Vélar og þjónusta hf. Samband ísl. samvinnufélaga hefur undangengna áratugi verið umboðsaðili International Harv- ester en stór hluti hérlendra land- búnaðartækja eru frá því fyrir- tæki. Bjarni Sighvatsson, sölu- stjóri Véla og þjónustu, sagði í viðtali við Mbl., að þeim væri ekki kunnugt um hvernig Case hygðist standa að landbúnaðartækjafram- leiðslunni, hvort þeir framleiddu áfram undir nafni Harvester, eða í sínu eigin nafni. Þeim hefði ein- Loðnuveiðin: Víkingur AK með 1.300 lestir FÁ SKIP voru að loðnuveiðum á Uugardag, aðallega vegna helgarfría sjómanna. Að sögn Loðnunefndar munu þau skip, sem voru á miðun- um aðfaranótt laugardagsins öll hafa fengið góðan afla. Mjög góð veiði var á föstudag, en þá tilkynntu 28 skip um sam- tals 21.500 lesta afla. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið i Morgunblaðinu, tilkynnti Guð- mundur RE um afla, 950 lestir, á föstudag. Skömmu fyrir hádegi á laugar- dag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla, samtals 5.500 lestir: Beit- ir NK, 1.350, Svanur RE, 680, Þórður Jónasson EA, 520, Sæberg SU, 630, Víkingur AK, 1.300, Al- bert GK, 600 og Erling KE, 420 lestir. vörðungu verið tilkynnt um kaup Tenneco og yfirtöku Case á Int- ernational Harvester. Þess má geta, að Globus hf. hafði um árabil umboð fyrir drátt- arvélar frá David Brown. Tenneco keypti það fyrirtæki fyrir nokkr- um árum. f dag hefur fyrirtækið Vélar og þjónusta umboð fyrir þær dráttarvélar, eða frá síðustu áramótum, þegar Case tók við framleiðslu þeirra og sðlu undir eigin nafni. MorgaabtaM/Ani Sæberg Dansmeistari Sigurvegari í „Diskó freestyle“- -keppni 18 ára og eldri sem fram fór I Klúbbnum á Töstudags- kvöld varð Rúrik Viðar Vatnars- son. Verðlaunin afhenti brezki dansarinn Vernol John. Rúrik verður fulltrúi íslands í Heims- meistarakeppni í diskódansi sem haldin verður I London í desember. LEIFUR Breiðfjörð listamaður hefur nú lagt síðustu hönd á útfærslu listaverks síns í kór- glugga Bústaðakirkju en hann er 14,5 metra hár. Leifur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði byrjað á verkinu fyrir þremur árum. „í rauninni byrjaði ég að hugsa um það fyrir löngu,“ sagði Leifur. „Lokaprófsverkefnið mitt 1967 var einmitt tillaga að steindum gluggum í Bústaða- kirkju og studdist ég þá einungis við teikningar af kirkjunni, þar sem rétt var byrjað að vinna við hana. Ég hef unnið verkið í þremur áföngum og var nú að ljúka við efsta hlutann. Allt glerið, sem að hluta til er steint, var keypt í Þýskalandi. Eigin- kona mín, Sigríður Jóhannsdótt- ir myndvefari, hefur hjálpað mér mjög mikið því hún sá um alla blýlögnina." Kvaðst Leifur hafa hlotið þriðju verðlaun fyrir þetta verk í alþjóðlegri sam- keppni í Kaliforniu, „Fragile Art ’83“, en þangað sendi hann lit- skyggnur og teikningar af því. Aðspurður sagði Leifur að þetta væri stærsta verk sem hann hefði lokið við fram að þessu. „Ég er langt kominn með listaverk í kórglugga Dómkirkj- unnar í Edinborg og verður það viðamesta verkið sem ég hef unnið. Þrír húsgagnasmíða- meistarar hafa sett listaverkið á sinn stað, þeir Karl Maack, Frið- rik Friðriksson og Björn Böðv- arsson. Hafa þeir unnið verk sitt frábærlega vel og ekki misst eina einustu rúðu. Kann ég þeim mínar bestu þakkir,“ sagði Leif- ur Breiðfjörð. Séra ólafur Skúlason, vigslu- biskup og sóknarprestur í Bú- staðakirkju sagði að nú væri langþráðum áfanga náð. „í raun- Morgunblaðiö/Friðþjófur Á myndinni eru talið frá vinstri: Leifur Breiðfjörð listamaður, Ottó A. Michelsen safnaðarfulltrúi, Ásbjörn Björnsson formaður sóknarnefndar, séra Ólafur Skúlason vígslubiskup og sóknarprestur og Óskar Magnús- son kirkjuvörður. Á bak við þá eru húsgagnasmíðameistarar að Ijúka við að koma listaverkinu fyrir. Listaverk Leifs Breiðfjörð í kórglugga Bústaðakirkju fullunnið Kirkjan 13 ára í dag inni stóð ekki til að ljúka verkinu fyrr en undir jól en Leifi tókst að ljúka því í tæka tíð fyrir 13 ára afmæli kirkjunnar sem er í dag,“ sagði séra ölafur. „Verð- ur kórglugginn því vígður við messu og á eftir býður kvenfé- lagið upp á kaffi. Næsta verkefni sóknarinnar er að huga að lýsingu á kór- gluggann því hún skiptir geysi- legu máli svo verkið fái notið sín. Leifur hefur þegar unnið tillögur að steindu gleri { alla glugga kirkjunnar og er nú næst á dagskrá að taka ákvörðun urr hvort að við höldum áfram með gluggana eða snúum okkur að því að kaupa stærra orgel. Ég vil að endingu færa listamanninum Leifi Breiðfjörð og húsgagna- smíðameisturunum þremur fyllstu þakkir fyrir ákaflega vel unnið starf," sagði séra ólafur Skúlason. Salan á Bjama Bene- diktssyni samþykkt Nafninu breytt í Merkúr RE 800 BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum föstudag, kaupsamning sem fyrir lá um sölu i skuttogaran- um Bjarna Benediktssyni. Var kaup- samningurinn samþykktur með fjór- um samhljóða atkvæðum, Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalagi, sat hjá. Áður hafði samningurinn verið sam- þykktur í útgerðarráði BÚR með fjórum samhljóða atkvæðum. Tillaga Sigurðar E. Guðmunds- sonar þess efnis að falla frá sölu á togaranum og breyta honum í frystiskip var felld með öllum at- kvæðum. Samkvæmt samningnum er söluverð skipsins tæpar 77 milljónir króna og eru kaupendur Kristinn S. Kristinsson og Krist- inn Gunnarsson og munu þeir stofna nýtt hlutafélag um útgerð skipsins. Ákveðið hefur verið að setja frystibúnað um borð í togar- ann og gera hann út sem frysti- togara bæði til flökunar og heil- frystingar á fiski og rækju. Nafnið Bjarni Benediktsson fylgir ekki með í kaupunum, en Kristinn S. Kristinsson sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að ákveðið hefði verið að nefna skipið Merk- úr, RE 800. Fjölmiðlanotkun unglinga í Reykjavík: Helmingur hlustar á NÆR ALLIR reykvískir unglingar, eða 98% þeirra, hlusta á Rás 2 í Ríkisútv- arpinn. Tveir af hverjum þremur unglingum horfa á sjónvarp daglega og myndsegulband er til á þriðja hverju heimili í Reykjavík. Þetta kemur fram í könnun, sem Adolf H. Emilsson vann í janúar sl., og var verkefni hans til lokaprófs í fjölmiðlafræðum við háskólann í Gautaborg i Svíþjóð. Könnunin náði til 400 unglinga á skólaaldri. Adolf hefur einnig kannað fé- lags- og stéttarlega stöðu ungl- inga í Reykjavík. Könnun hans leiðir í ljós að meira en helming- ur unglinga í höfuðborginni hlustar reglulega á fréttir í út- varpi. Þeir sem hlusta mest á fréttir eiga langskólagengna feð- ur og búa í einbýlishúsum. 99% unglinga horfir á sjónvarp í hverri viku, % hlutar daglega. Piltar horfa meira á sjónvarp en stúlkur og eftir því sem þau eld- ast minnkar sjónvarpsnotkunin. Börn langskólagenginna feðra horfa heldur minna á sjónvarp en önnur og þau, sem standa sig illa í skóla, horfa mun minna á sjónvarp en önnur. Hvað varðar myndbandanotk- un (video) þá eru myndbands- tæki til á þriðja hverju heimili í fréttir borginni. Þar sem fyrir eru heimavinnandi húsmæður eru myndbandstæki til á öðru hverju heimili. Um helmingur unglinga horfir örsjaldan á myndbönd, 7% þeirra nota þau daglega. Þeir sem horfa mest á þannig efni búa í úthverfum borgarinnar, eiga lítt menntaða feður og heimavinnandi mæður, segir í niðurstöðum könnunar Adolfs H. Emilssonar. Deilt um sölu- skattshækkun HÖRÐ andstaða er meðal einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um ‘/i% söluskattshækkun sem tekjuöfl- unarlið f fjárlagadæminu. Reiknað er með að söluskattshækkunin gefl um 250 millj. kr. Samkvæmt heimildum Mbl. hef- ur þingflokkur Framsóknarflokks- ins þegar samþykkt söluskatts- hækkunina. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins ræddi mál þetta siðast á föstudag i fyrri viku, án niðurstöðu, en einstakir þingmenn hafa lýst því yfir, að þeir muni alls ekki samþykkja söluskattshækk- un.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.