Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
Minning:
Guðmundur Sig-
urðsson Breiðási
Fæddur 11. febrúar 1920
Dáinn 20. nóvember 1984
Guðmundur Sigurðsson flutti að
Breiðási 1979 og bjó þar með Elínu
Jónsdóttur (dóttur minni) þar til
kallið kom, sem bar að áría morg-
uns sl. mánudag, er hann var i
fullu starfi i Límtrésverksmiðju
að Flúðum, en þar hafði hann
unnið um nokkurt skeið, eða frá
því að byrjað var að vinna þar á
vöktum.
Býður mér í grun að Guðmund-
ur hafi jafnvel helst kosið að hann
á þennan hátt flyttist yfir móðuna
miklu og er mér kunnugt um að
hann var því viðbúinn. Ber það og
til að Guðmundur var nokkuð við
aldur, óvenju starfsglaður og þvi
jákvætt að falla með hamar í
hendi.
í framhaldi af framansögðu ber
að geta þess að vinnudagur Guð-
mundar var oft óvenjulangur, sem
orsakaðist af því, að hann vann
mikið utan heimilisins, — en er
heim kom fannst honum að sín
biðu ótal verkefni á heimili þeirra
Elínar, bæði innan húss og utan,
sem honum fannst hann ekki geta
dregið á langinn að framkvæma.
Tókust þessi verk mjög vel, enda
Guðmundur hagleiksmaður og út-
sjónarsamur. Árangurinn varð og
sá að athygli vakti þeirra er að
garði bar.
Fyrra ævistarfi Guðmundar
grennslaðist ég lítið eftir, en það
var mér þó ljóst að hann mundi
jafnan hafa gætt „orðs og æðis“,
enda átti hann víða vinum að
mæta.
Guðmundur var mikill náttúru-
unnandi, enda hafði hann og ferð-
ast vítt og breitt um landið og séð
og notið margs af því fegursta, er
það hefur upp á að bjóða. Var hon-
um sumt af því mjög kært og ríkt
í huga, ef um var rætt.
I Breiðási undi Guðmundur hag
sínum vel sem og kemur óbeint
fram í því sem áður er sagt. Þá gat
hann ítrekað ekki orða bundist
varðandi bæjarstæðið í Breiðási.
„Hér er jú hátt til lofts og vítt til
veggja til allra átta og hér væru
og góð vinnuskilyrði fyrir okkar
bestu listamenn, — mótívin eru
næg, — ef rétt er að þeim staðið.“
Að lokum: Guð gefi að Guð-
mundur megi njóta góðs fram-
haldslífs og megi þar njóta þeirra
hugaðarefna er honum voru kær-
ust. Þá vil ég og votta Elínu í
Breiðási, skylduliði og vinum Guð-
mundar fyllstu samúð. Sjálfur
þakka ég Guðmundi góð kynni og
vináttu.
Jón Sigurðsson,
Hrepphólum.
Dömur og herrar
Djúpnæring er nauðsynleg, sérstaklega fyrir þá sem hafa
fengiö permanent, eru með þurrt hár eöa slitiö. Djupnæring
veitir hárinu upprunalegan glans og örvar hárvöxt.
Sérhæfum okkur i dömu- og herraklippingum.
Veriö velkomin.
Fylgjum opnunartímum verslana í desember.
SALON A PARIS
Hafnarstræti 20. (Nýja húsinu við Lækjartorg). Sími 17840.
Minning:
Hjörvar Kristjáns-
son listmálari
Fæddur 30. júlí 1925
Dáinn 23. nóvember 1984
Hjörvar Kristjánsson listmál-
ari, sem jarðsettur verður á morg-
un, mánudag, var sonur hjónanna
Sigriðar Oddsdóttur og Kristjáns
Jakobssonar. Hann stundaði ýmis
almennt störf er skólagöngu lauk
og kynntist mörgum hliðum lífs-
ins hér í Reykjavík og á sjónum,
en fór ekki varhluta af hættum
þeim sem á veginum kunna að
leynast. Ungur að árum stofnaði
hann heimili og gekk að eiga syst-
ur þess er þessar línur ritar,
Ólöfu. Lífshlaup hans var á þess-
um árum andstæðum háð. Hjörv-
ar var listfengur og málaði mynd-
ir, en í lífi hans voru aðrir trufl-
andi þættir, og slitu þau hjón að
lokum samvistir.
Hjörvar hafði að atvinnu að
mála landslagsmyndir og nutu
þær vinsælda, voru eftirsóttar til
gjafa. Hann ferðaðist mikið um
landið, safnaði mótífum og vann
úr þeim heima. Hann var listfeng-
ur að eðlisfari, en eiginlega komu
hæfileikar hans best fram í
vatnslitamyndum hans og hafði
hann listrænan næmleika á því
sviði. En við vatnsliti fékkst hann
minna.
Heilsa Hjörvars var nú tekin að
bila og tók hann sig þá á, varð sem
nýr maður og sýndi hvað í honum
bjó. Átti hann góð ár síðasta ára-
tuginn. Var hann nú búinn að ná
fullkomnu valdi yfir sjálfum sér
og lífi sínu. Hittumst við í Kaup-
mannahöfn fyrir nokkrum árum
og áttu þar saman ánægjustundir
með vinum. Hélt hann áfram iðju
sinni við að mála, fór nokkrum
sinnum til útlanda og eitt til suð-
urálfu. Heimsótti hann börn sín,
þau er í Kaupmannahöfn búa, en
síðustu árin bjó hann með Kjart-
ani syni sinum og var samband
þeirra einkar kærleiksríkt.
Hjörvar var einstakt snyrti-
menni, listhagur, fríður og fremur
fíngerður, þekkilegur og geðfelld-
ur í framkomu. Hjartabilun varð
honum að aldurtila. Börn hans eru
Þórður, Þorbjörg (Doddý) og
Hjördis, er búa í Kaupmannahöfn,
en hér í borg búa þau Kjartan Sig-
ríður og Þórdís. Eina systur, Leu,
átti Hjörvar og tvo hálfbræður,
Vilhelm Heiðar Lúðviksson, lyf-
sala á Blönduósi, og Jakob Krist-
jánsson, framkvæmdastjóra í
Kópavogi. öldruðum föður hans,
börnum og systkinum votta ég
innilega samúð.
Hann hvíli í friði Guðs.
Þórir Kr. Þórðarson
SVAR
MITT
eftir Billy Grahatn
Leit að Guði
í raun og veru hef ég víst aldrei hugsað neitt um Guð. Hvernig
get ég vitað, að hann sé til og að hann geti valdið breytingu í lífi
mínu?
Ég er þakklátur fyrir, að þér skulið vera farinn að
hugsa um Guð. Ekkert er mikilvægara en að þér finnið
hann og gangið þann veg, sem hann vill leiða yður um
ævina. Mig uggir, að fjöldi fólks minnist aídrei Guðs,
enda þótt hann eigi að vera grundvöllur lífs okkar.
Fyrst vildi ég segja, að Guð elskar yður, og hann vill
að þér lærið að þekkja hann „persónulega". Hann þráir
ekki aðeins, að þér trúið því, að hann sé til, heldur að
þér áttið yður á, hvað í því felst að eiga hann að
himneskum föður. Þess vegna er ekkert brýnna en að
þér takið nú þá ákvörðun að leita Guðs. Biblían lofar:
„Þegar þér leitið mín af öllu hjarta, vil ég láta yður
finna niig, segir drottinn" (Jeremía 29,13).
Hvernig getið þér komizt að því, hvernig Guð er?
Þér getið komizt að því, vegna þess að hann hefur
opinberað sjálfan sig fyrir okkur. Hann hefur ekki
falið sig í einhverjum afkima alheimsins, heldur komið
til okkar í syni sínum, Jesú Kristi.
Því er það, að ég hvet yður til að útvega yður Biblíu
og lesa með athygli eitthvert guðspjallið, helzt guð-
spjall Jóhannesar. Það var ritað handa fólki eins og
yður. Takið eftir, þegar þér lesið, hvað Jesús Kristur
sagði um sjálfan sig og hvernig hann rökstuddi stað-
hæfingar sínar, að hann væri sonur Guðs, sem fyrir-
gæfi okkur syndir okkar. Hann sannaði þetta með því
að deyja á krossinum og snúa síðan aftur til lífsins
fyrir mátt Guðs.
Þá ræð ég yður líka að fara á fund einhvers, sem er
kristinn og getur hjálpað yður til skilnings á því, hvað
felst í kristinni trú. Þér komizt að raun um, að kristnir
menn vita, að Kristur getur breytt lífi yðar, því að
hann hefur breytt lífi þeirra. Síðan skulið þér ekki
hika við að gefa yður Jesú Kristi á vald og biðja hann
að taka sér bústað í hjarta yðar. Þegar hann gerir það,
verður yður ljóst, hvað það er að verða barn Guðs.