Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 72
OPIÐ ALLA DAGA FRA
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI. SlMI 11633
MntvNöó meó einni áskrift!
SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Skipulagsbreytingar innan RARIK:
Þyngra í vöfum
en ætlaö var
— segir Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra
„ÞAÐ hefur gengid skaplega, en er
nokkuð þyngra í vöfum en ætlað
var,“ sagði Sverrir Hermannsson iðn-
aðarráðberra, er hann var spurður,
hvernig gengið hefði að koma á skipu-
Hæglátu
veðri spáð
SPÁÐ er hæglátu og björtu
veðri framan af deginum í dag
með nokkru frosti um allt land.
Þegar líður á daginn mun svo
þykkna upp með austanátt,
fyrst á Suður- og Vesturlandi
og loks fara að snjóa undir
kvöldið. Á mánudag er búizt
við hvassri suðaustanátt með
rigningu um mest allt land.
lagsbreytingum innan Rafmagns-
veitna ríkisins, en árs aðlögunartími
fyrirtækisins til að koma á breyting-
unum rennur út 15. febrúar nk.
í þeim tillögum sem gerðar voru
um skipulagsbreytingarnar hjá
RARIK fólst m.a. að starfs-
mönnum yrði fækkað. Iðnaðar-
ráðherra sagði að sú fækkun hefði
nokkurn veginn náðst. Kristján
Jónsson rafmagnsveitustjóri
sagði, að skipulagsbreytingarnar
hefðu tekist ágætlega og að nú
væri unnið hjá RARIK eftir hinu
nýja skipulagi. Skipulagsbreyt-
ingarnar hefðu tekið eitthvað
lengri tíma úti á landi vegna erfið-
leika við að fá kjör starfsmanna
þar ákveðin. Að öðru leyti sagði
hann þetta hafa gengið vel. Hann
var spurður, hvort starfsmönnum
hefði verið fækkað, eins og tillög-
ur hefðu verið um. „Við teljum að
svo hafi tekist að fullu,“ svaraði
hann.
Útflutningsverð-
mæti loðnukvóta
2,5 milljarðar
AÆTLAÐ útflutningsverðmæti
loönuafurða miðað við 600.000 lesta
afla og afnrðaverð og gengi gær-
dagsins nemur tæplega 2,5 milljörð-
um króna. Afúrðaverðið er 330 doll-
arar fyrir lýsislestina og 5,20 fyrir
hverja próteineiningu mjöls. Afurða-
salan er hins vegar mjög treg um
þessar mundir.
Leyfilegt aflamagn nú er
590.000 lestir og náist það allt og
10.000 lestum betur verður út-
flutningsverðmætið samtals
2.460.960.000 krónur (61.524.000
dollarar). Nýting úr loðnunni nú
er um 15% bæði í mjöli og lýsi og
því nást 90.000 lestir af hvoru
tveggja úr 600.000 lestum af loðnu
upp úr sjó. Verð á lýsislestinni nú
er 330 dollarar og á próteineiningu
mjöls 5,20. Miðað við 68 prótein-
einingar í hverri lest mjöls verður
verðið á henni 353,6 dollarar eða
14.144 krónur og lýsislestin kostar
þá 13.200 krónur miðað við 40
krónur fyrir dollarann.
Jónas Jónsson, forstjóri Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunnar hf.,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að við verðlagningu á loðnunni í
haust hefði verið miðað við af-
urðaverð á lýsi 300 dollarar og 5
dollarar fyrir próteineiningu
mjöls. Hækkunin, sem síðan hefði
orðið á verðinu, hefði runnið beint
til sjómanna í formi hækkunar
loðnuverðs. Hins vegar væri nú
lítil sem engin eftirspurn eftir lýsi
og mjöli og virtust litlar lýkur á
sölu fyrr en eftir áramót. Aukning
loðnukvótans kynni að hafa haft
einhver áhrif á eftirspurnina, sér-
staklega eftir lýsi.
FÁNAKYNNING
MorgunblaðiÖ/Árni Sæberg
Verzlanir í Grófinni Reykjavík ætla að sýna gömlu íslenzku fánana á laugardögum fyrir jólin. 1 gær voru dregnir
að húni fáni Jörundar hundadagakonungs og Hvítbláinn og það eru Jón Eiríksson, eigandi Ljóra. og Emar
Egilsson í Álafossi sem halda á fánunum á myndinni. Á laugardaginn kemur verða einnig settir upp fáikafáninn
og danski fáninn verður dreginn að húni á húsi verzlunarinnar Geysis, en þangað flutti danska konungsverzlun-
in úr Örfirisey. Fáni Jörundar hundadagakonungs verður á húsi Bókaverzlunar Snæbjarnar, en á því svæði var
fáninn dreginn að húni á sínum tíma. Hvítbláinn verður á húsi Álafoss og fálkafáninn á húsi Heimilistækja og
íslenzks heimilisiðnaðar.
Haustvertíðin á Vestfjörðum:
Stefnir í metafla hjá
línubátum frá ísafiröi
Orri kominn með 510 lestir í 48 róðrum
NÚ Wl'EFNIR í meiri línuafla ísa-
fjarðarbáta á haustvertíð en nokkru
Breskur sérfræðingur herstöðvaandstæðinga:
Islensk varöskip sem
bandarísk njósnaskip
BRESKUR SÉRFRÆÐINGUR um vígbúnaðarmál, sem Samtök her-
stöðvaandstæðinga buðu að fiytja fyrirlestur á landsráðstefnu sinni um
síðustu helgi, telur, að eftirlitsstarf íslenskra varðskipa innan íslenskrar
lögsögu sem tengist með einhverjum hætti vörnum landsins og starfi
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli kunni að leiða til þess „að Sovétríkin
gangi út frá því sem visu að öll skip Landhelgisgæshinnar séu bandarísk
njósnaskip"
t erindi sinu vísaði sérfræð-
ingurinn, Malcolm Spaven, til
skýrslu um utanríkismál sem
Geir Hallgrímsson utanrikis-
ráðherra lagði fram á Alþingi
siðastliðið vor. Þar gerði ráð-
herrann meðal annars grein
fyrir hugmyndum um það á
hvern hátt íslendingar gætu orð-
ið virkir i vörnum landsins og
nefndi eftirlitsstarf Landhelg-
isgæslunnar í því sambandi.
Flotaumsvif Sovétmanna á
hafinu i nágrenni íslands hafa
aukist jafnt og þétt undanfarin
ár, en stærsta sovéska flotastöð-
in er á Kola-skaga umhverfis
borgina Murmansk. Þaðan
sækja herskip þeirra og kafbátar
suður með strönd Noregs og út á
heimshöfin milli Grænlands og
tslands eða fyrir austan Island.
Kola-skaginn er í rúmlega 2500
km fjarlægð frá íslandi.
t erindi sinu komst Malcolm
Spaven þannig að orði, að eftir-
iitsstarf varðskipanna í þágu is-
lenskra varna mundi „ekki ein-
ungis auka spennuna á hafinu
umhverfis ísland, heldur einnig
gera Landhelgisgæslunni erfið-
ara fyrir að sinna meginhlut-
verki sínu ...“
Nánar er fjallað um þessi mál
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins í dag.
sinni síðustu áratugi að sögn Jóns
Páls Halldórssonar, framkvæmda-
stjóra Norðurtangans á ísafirði. Afli
Orra ÍS var um mánaðamótin orðinn
510 lestir í 48 róðrum, en 500 lesta
markið hefur að undanförnu reynzt
torsótt á allri vertíðinni, sem stend-
ur til jóla frá miðjura september.
Jón Páll Halldórsson sagði það
engan vafa, að bætt skilyrði í
sjónum og góðar gæftir réðu
mestu um þetta. Hinar miklu
smokkfiskgöngur í haust væru
ótvírætt merki um betri lífsskil-
yrði í sjónum og þorskurinn fylgdi
síðan í kjölfarið enda væri afli
linubátanna nær eingöngu mjög
góður þorskur, þó litillega ýsubor-
inn.
Afli Orra i nóvember var 232
lestir í 21 róðri og frá því hann hóf
róðra hefur hann aflað 510 lesta.
Víkingur III tS aflaði 184 lesta í 19
róðrum í nóvember og er hann
samtals kominn með 495 lestir.
Guðný aflaði 133 lesta í nóvember
í 17 róðrum og er alls komin með
234 lestir í 33 róðrum. Alls eru
gerðir út 12 línubátar á haustver-
tið frá Vestfjörðum og hefur afli
þeirra allra verið góður.
Þá hefur afli togara frá Vest-
fjörðum verið þokkalega góður að
undanförnu að sögn Jóns Páls. í
gær, laugardag, var verið að landa
úr þremur togurum á ísafirði og
fór hluti aflans i gáma. Hefur sá
háttur verið hafður á að undan-
förnu að hluti afla ísafjarðartog-
aranna hefur verið fluttur með
Eimskip til Englands í gámum og
hefur það gefið góða raun. Er
þetta meðal annars gert til að
létta á vinnslu i frystihúsum stað-
arins, en nokkur hluti afla línu-
bátanna hefur ennfremur verið
verkaður i salt af sömu sökum.
DAGAR
TIL JÓLA