Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 72
OPIÐ ALLA DAGA FRA KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI. SlMI 11633 MntvNöó meó einni áskrift! SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Skipulagsbreytingar innan RARIK: Þyngra í vöfum en ætlaö var — segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra „ÞAÐ hefur gengid skaplega, en er nokkuð þyngra í vöfum en ætlað var,“ sagði Sverrir Hermannsson iðn- aðarráðberra, er hann var spurður, hvernig gengið hefði að koma á skipu- Hæglátu veðri spáð SPÁÐ er hæglátu og björtu veðri framan af deginum í dag með nokkru frosti um allt land. Þegar líður á daginn mun svo þykkna upp með austanátt, fyrst á Suður- og Vesturlandi og loks fara að snjóa undir kvöldið. Á mánudag er búizt við hvassri suðaustanátt með rigningu um mest allt land. lagsbreytingum innan Rafmagns- veitna ríkisins, en árs aðlögunartími fyrirtækisins til að koma á breyting- unum rennur út 15. febrúar nk. í þeim tillögum sem gerðar voru um skipulagsbreytingarnar hjá RARIK fólst m.a. að starfs- mönnum yrði fækkað. Iðnaðar- ráðherra sagði að sú fækkun hefði nokkurn veginn náðst. Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri sagði, að skipulagsbreytingarnar hefðu tekist ágætlega og að nú væri unnið hjá RARIK eftir hinu nýja skipulagi. Skipulagsbreyt- ingarnar hefðu tekið eitthvað lengri tíma úti á landi vegna erfið- leika við að fá kjör starfsmanna þar ákveðin. Að öðru leyti sagði hann þetta hafa gengið vel. Hann var spurður, hvort starfsmönnum hefði verið fækkað, eins og tillög- ur hefðu verið um. „Við teljum að svo hafi tekist að fullu,“ svaraði hann. Útflutningsverð- mæti loðnukvóta 2,5 milljarðar AÆTLAÐ útflutningsverðmæti loönuafurða miðað við 600.000 lesta afla og afnrðaverð og gengi gær- dagsins nemur tæplega 2,5 milljörð- um króna. Afúrðaverðið er 330 doll- arar fyrir lýsislestina og 5,20 fyrir hverja próteineiningu mjöls. Afurða- salan er hins vegar mjög treg um þessar mundir. Leyfilegt aflamagn nú er 590.000 lestir og náist það allt og 10.000 lestum betur verður út- flutningsverðmætið samtals 2.460.960.000 krónur (61.524.000 dollarar). Nýting úr loðnunni nú er um 15% bæði í mjöli og lýsi og því nást 90.000 lestir af hvoru tveggja úr 600.000 lestum af loðnu upp úr sjó. Verð á lýsislestinni nú er 330 dollarar og á próteineiningu mjöls 5,20. Miðað við 68 prótein- einingar í hverri lest mjöls verður verðið á henni 353,6 dollarar eða 14.144 krónur og lýsislestin kostar þá 13.200 krónur miðað við 40 krónur fyrir dollarann. Jónas Jónsson, forstjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að við verðlagningu á loðnunni í haust hefði verið miðað við af- urðaverð á lýsi 300 dollarar og 5 dollarar fyrir próteineiningu mjöls. Hækkunin, sem síðan hefði orðið á verðinu, hefði runnið beint til sjómanna í formi hækkunar loðnuverðs. Hins vegar væri nú lítil sem engin eftirspurn eftir lýsi og mjöli og virtust litlar lýkur á sölu fyrr en eftir áramót. Aukning loðnukvótans kynni að hafa haft einhver áhrif á eftirspurnina, sér- staklega eftir lýsi. FÁNAKYNNING MorgunblaðiÖ/Árni Sæberg Verzlanir í Grófinni Reykjavík ætla að sýna gömlu íslenzku fánana á laugardögum fyrir jólin. 1 gær voru dregnir að húni fáni Jörundar hundadagakonungs og Hvítbláinn og það eru Jón Eiríksson, eigandi Ljóra. og Emar Egilsson í Álafossi sem halda á fánunum á myndinni. Á laugardaginn kemur verða einnig settir upp fáikafáninn og danski fáninn verður dreginn að húni á húsi verzlunarinnar Geysis, en þangað flutti danska konungsverzlun- in úr Örfirisey. Fáni Jörundar hundadagakonungs verður á húsi Bókaverzlunar Snæbjarnar, en á því svæði var fáninn dreginn að húni á sínum tíma. Hvítbláinn verður á húsi Álafoss og fálkafáninn á húsi Heimilistækja og íslenzks heimilisiðnaðar. Haustvertíðin á Vestfjörðum: Stefnir í metafla hjá línubátum frá ísafiröi Orri kominn með 510 lestir í 48 róðrum NÚ Wl'EFNIR í meiri línuafla ísa- fjarðarbáta á haustvertíð en nokkru Breskur sérfræðingur herstöðvaandstæðinga: Islensk varöskip sem bandarísk njósnaskip BRESKUR SÉRFRÆÐINGUR um vígbúnaðarmál, sem Samtök her- stöðvaandstæðinga buðu að fiytja fyrirlestur á landsráðstefnu sinni um síðustu helgi, telur, að eftirlitsstarf íslenskra varðskipa innan íslenskrar lögsögu sem tengist með einhverjum hætti vörnum landsins og starfi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli kunni að leiða til þess „að Sovétríkin gangi út frá því sem visu að öll skip Landhelgisgæshinnar séu bandarísk njósnaskip" t erindi sinu vísaði sérfræð- ingurinn, Malcolm Spaven, til skýrslu um utanríkismál sem Geir Hallgrímsson utanrikis- ráðherra lagði fram á Alþingi siðastliðið vor. Þar gerði ráð- herrann meðal annars grein fyrir hugmyndum um það á hvern hátt íslendingar gætu orð- ið virkir i vörnum landsins og nefndi eftirlitsstarf Landhelg- isgæslunnar í því sambandi. Flotaumsvif Sovétmanna á hafinu i nágrenni íslands hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár, en stærsta sovéska flotastöð- in er á Kola-skaga umhverfis borgina Murmansk. Þaðan sækja herskip þeirra og kafbátar suður með strönd Noregs og út á heimshöfin milli Grænlands og tslands eða fyrir austan Island. Kola-skaginn er í rúmlega 2500 km fjarlægð frá íslandi. t erindi sinu komst Malcolm Spaven þannig að orði, að eftir- iitsstarf varðskipanna í þágu is- lenskra varna mundi „ekki ein- ungis auka spennuna á hafinu umhverfis ísland, heldur einnig gera Landhelgisgæslunni erfið- ara fyrir að sinna meginhlut- verki sínu ...“ Nánar er fjallað um þessi mál í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins í dag. sinni síðustu áratugi að sögn Jóns Páls Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Norðurtangans á ísafirði. Afli Orra ÍS var um mánaðamótin orðinn 510 lestir í 48 róðrum, en 500 lesta markið hefur að undanförnu reynzt torsótt á allri vertíðinni, sem stend- ur til jóla frá miðjura september. Jón Páll Halldórsson sagði það engan vafa, að bætt skilyrði í sjónum og góðar gæftir réðu mestu um þetta. Hinar miklu smokkfiskgöngur í haust væru ótvírætt merki um betri lífsskil- yrði í sjónum og þorskurinn fylgdi síðan í kjölfarið enda væri afli linubátanna nær eingöngu mjög góður þorskur, þó litillega ýsubor- inn. Afli Orra i nóvember var 232 lestir í 21 róðri og frá því hann hóf róðra hefur hann aflað 510 lesta. Víkingur III tS aflaði 184 lesta í 19 róðrum í nóvember og er hann samtals kominn með 495 lestir. Guðný aflaði 133 lesta í nóvember í 17 róðrum og er alls komin með 234 lestir í 33 róðrum. Alls eru gerðir út 12 línubátar á haustver- tið frá Vestfjörðum og hefur afli þeirra allra verið góður. Þá hefur afli togara frá Vest- fjörðum verið þokkalega góður að undanförnu að sögn Jóns Páls. í gær, laugardag, var verið að landa úr þremur togurum á ísafirði og fór hluti aflans i gáma. Hefur sá háttur verið hafður á að undan- förnu að hluti afla ísafjarðartog- aranna hefur verið fluttur með Eimskip til Englands í gámum og hefur það gefið góða raun. Er þetta meðal annars gert til að létta á vinnslu i frystihúsum stað- arins, en nokkur hluti afla línu- bátanna hefur ennfremur verið verkaður i salt af sömu sökum. DAGAR TIL JÓLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.