Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984
Ragnhildur Guð-
mundsdóttir - Minning
Fædd 10. ágúst 1919
Diin 26. nóvember 1984
Á morgun, mánudag, verður til
moldar borin mððursystir mín,
Ragnhildur Guðmundsdóttir. Hún
fæddist 10. ágúst 1919 í Gerðum í
Garði, dóttir hjónanna Unu G.Þ.
Þorsteinsdóttur frá Meiðastöðum
í Garði og Guðmundar Björnsson-
ar kaupmanns ættuðum úr Bisk-
upstungum.
Ragnhildur var elst systra
sinna, en eftir lifa Birna og Krist-
ín. Fyrstu árin bjuggu foreldrar
hennar i Garðinum, en fluttu síð-
an til Reykjavíkur. Var Guðmund-
ur faðir hennar heilsulítill um
árabil og þegar Ragnhildur var á
15. ári lést hann og stóð Una þá
eftir með dæturnar þrjár. Getur
hver maður séð að ekki hefur það
alltaf verið dans á rósum hjá þeim
mæðgum og það á krepputímum.
Ragnhildur giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Sigurði Gunn-
ari Sigurðssyni vélstjóra, 23. júní
1945 og eignuðust þau tvo syni,
Guömund garðyrkjubónda á Flúð-
um í Hrunamannahreppi, kvænt-
an Helgu Halldórsdóttur og eiga
þau tvö börn. Yngri sonurinn er
Sigurður Ágúst brunavörður,
kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur og
eiga þau þrjár dætur.
Nú þegar Ragnhildur móður-
systir mín er horfin sjónum okkar
verður mér litið til barna- og ungl-
ingsára minna, en þá dvaldi ég hjá
þeim hjónum öll sumur og einnig
einn vetur. Þau hjónin bjuggu þá í
Dælustöðinni á Reykjum I Mos-
fellssveit, þar sem Gunnar var vél-
stjóri. Var ég þarna hjá þeim við
mikið ástríki sem þeirra eigið
barn. Ávallt var mikill gestagang-
ur hjá þeim hjónum enda höfðu
þau sérstaklega gaman af að taka
á móti gestum.
Árið 1954 veiktist Ragnhildur af
sykursýki aðeins 35 ára gömul.
Segir það sig sjálft að ekki var
alltaf auðvelt hjá henni enda hún
oft veik, bæði heima og í sjúkra-
húsum. Þau fluttu til borgarinnar
árið 1958 þegar Gunnar varð vara-
slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Síð-
ustu 10 árin hafa verið Ragnhildi
mjög erfið, því heilsan hefur verið
t
Elskuleg eigínkona mín, móöír okkar, tengdamóöir, tengdadóttir
og amma,
RAGNHILDUR GUÐMUND8DÓTTIR,
Ásgaröi 75,
veröur jarösungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 3. desember kl.
13.30.
8iguröur Gunnar Sigurösaon,
Guömundur Sigurösson, Helga G. Halldórsdóttir,
Sigurður Ágúst Sigurösson, Guðrún Björk Bjðrnsdóttir,
Gfsllna Siguröardóttir og barnabðrn.
t
F.iginkona min, móöir okkar og tengdamóöir,
SVANHILDUR ÓSK TORFADÓTTIR,
Melgeröi 35, Kópavogi
veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju þriöjudaginn 4. desember kl.
15.00.
Sverrir Sigurjónsson,
Guörún Linda Sverrisdóttir,
Sverrir Már Sverrisson,
Margrót Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaölr, tengdasonur og afi,
MARKÚS BENJAMfN ÞORGEIRSSON,
björgunarnetahönnuöur,
Hvaleyrarbraut 7, Hafnarfiröi,
verður jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarflröi þriöjudaginn 4.
desember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaölr, en þefm sem vildu
minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands.
Helena Rakel Magnúsdóttir,
Katrín Markúsdóttir, Pótur Th. Pótursson,
María Markúsdóttir, Birgir Kjartansson,
Maria Magnúsdóttir,
og barnabörn.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
HARALDUR Þ. RICHTER
fró Sólbergi vió Langholtsveg,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. desember
kl. 13.30.
Sofffa E. Richter, Baldur Kjartansson,
Samúel Richter,
Sígurjón Ricther, Vera Kristjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mfn.
t
ÁSLAUG LÖVE,
Grenimel 29, Reykjavfk,
veröur jarösunginn frá Frfkirkjunnl í Reykjavik, þriöjudaginn 4.
desember kl. 15.00.
Rangar Sigurösson.
t
Eiginkona min, dóttir, móöir og tengdamóöir,
GRETA SVEINSSON,
Noröurtúni 28,
Bessastaóahreppi,
veröur jarösungin frá Bessastaöakirkju þriöjudaginn 4. desember
kl. 13.30.
Jón Sveinsson,
Else Christiansen,
Pétur Jónsson, Jóhanna Guöjónsdóttir,
Elsa Jónsdóttir, Erlendur Pólsson,
Þorsteinn Jónsson, Ragnheiöur Guölaugsdóttir,
Karl H. Jónsson,
Katrfn Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SVANHVÍTAR SVEINSDÓTTUR,
Vfk f Mýrdal.
Sveinn H. Brynjólfsson,
Matthildur Einarsdóttir,
Garöar Einarsson,
Svanhvft E. Einarsdóttir,
Svanhvft M. Sveinsdóttir,
barnabörn og
Tove M. Hvaale,
Hanna Hannesdóttir,
Reynir M. Samúelsson,
Smóri Tómasson,
barnabarnabörn.
t
Þökkum sýnda samúö við andlát og útför móöur okkar og tengda-
móöur,
SIGÞRÚÐAR GUOJÓNSDÓTTUR,
Flókagötu 33.
Jón Ólafsson,
Guójón Ólafsson,
Gunnar órn Ólafsson,
Ólafur Helgi Ólafsson,
ofl
Ólöf Björnsdóttir,
Áslaug Sigurgrfmsdóttir,
Sofffa Pétursdóttir,
Margrét Thorlacius
barnabörn.
Innilegt þakklæti fyrlr auösýnda samúö og kærleik vlö andlát og
útför fööur míns, sonar, bróöur, vinar og frænda,
HARDAR STEINGRÍMSSONAR,
Sogavegi 158, Reykjavfk.
Jón Hjörtur Haröarson,
Kristfn Kristjónsdóttir, Steingrfmur Bjarnason,
Bóröur Steingrfmsson,
Kristjón Steingrfmsson,
Linda Björk Bjarnadóttir,
Laufey Steingrfmsdóttir,
Erlingur Steingrfmsson,
Steinþór Steingrfmsson,
Kristfn Steingrfmsdóttir,
Þórhallur Steingrfmsson,
Gunnar örn Stefngrfmsson,
Lilja Steingrfmsdóttir,
Ólína K. Ermert,
Marianne Albrechtsen.
Judy Wesley,
Steinunn Þorsteinsdóttir,
k
Hannes Einarsson,
Vilborg Sigurjónsdóttir,
Hulda Arn. Steinsdóttir,
Jóhann P. Jónsson,
Þorgeröur Halldórsdóttir,
Björk Magnúsdóttir,
Bóra Steingrfmsdóttir,
Therence Lee Ermert,
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
afar léleg. öll þessi ár heyrði ég
hana aldrei kvarta, þótt oft væri
ærin ástæða til enda vildi hún
ekki íþyngja öðrum með sinum
veikindum.
í ágústmánuði sl. veiktist hún af
illkynjuðum sjúkdómi, sem dró
hana til dauða og hefur hún verið
nær óslitið á sjúkrahúsi síðan.
Ekki verður Gunnari fullþakkað
það ástríki sem hann sýndi henni í
öllu hennar veikindastríði allt til
hinstu stundar.
Um leið og ég kveð Ragnhildi
hinztu kveðju og óska henni guðs-
blessunar, þakka ég henni allt það
sem hún hefur gert fyrir mig. Ég
og fjölskylda mín sendum Gunn-
ari og fjölskyldu hans okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um góðan guð að gefa þeim styrk.
Tóta
Á morgun, mánudaginn 3. des-
ember verður tengdamóðir okkar,
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
kvödd hinstu kveðju eftir erfiða
sjúkdómslegu. Með örfáum orðum
langar okkur að þakka fyrir marg-
ar ánægjulegar samverustundir á
undanförnum árum.
Ragnhildur giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Sigurði Gunn-
ari Sigurðssyni, fv. varaslökkvi-
liðsstjóra í Reykjavík, hinn 23.
júní 1945 og eignuðust þau tvo
syni, Guðmund, fæddan 1948, og
Sigurð Ágúst, fæddan 1953.
Við kynntumst þeim hjónum
fyrir u.þ.b. fjórtán árum og tóku
þau okkur sérstaklega vel, eins og
um þeirra eigin dætur væri að
ræða. Ragnhildur hafði orð á því
að nú hefði hún fengið liðsstyrk
því að hún væri illa sett í þessu
karlaveldi sínu. Á þessum árum
hafði heilsuleysi þegar sett mark
sitt á Ragnhildi, þó að hún kæmist
vel sinna ferða. Síðustu árin átti
hún mjög erfitt með gang og var
öðrum háð um flesta hluti, en hún
lét ekki hugfallast og kvartaði
aldrei. Hún tók öllu mótlæti með
stakri ró. Stundum fannst manni
að hún hefði sætt sig um of við sitt
hlutskipti, berðist ekki nóg en hún
benti réttilega á að sjálfsvorkunn
og sífelld óánægja gerði illt verra.
Ragnhildur hafði yndi af bók-
um, las mikið og var sérstaklega
minnug.
Hinstu kveðju senda barnabörn-
in 5, íris Björk, Ragnhildur, Birna
Sif, Stefán Ari og Ragnhildur,
ömmu sinni og munu þau sakna
þess að sjá ekki ömmu sína í eld-
húskróknum þegar þau koma í
Ásgarðinn.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við kærum tengdaföður okkar,
sem alla tíð hefur staðið eins og
klettur við hlið Ragnhildar. Hvíli
hún í friði.
„Þú reyndir stríð við sjúkdóma, sorg og mein,
en sálin þín var fðgur, góð og hrein, —
með barnsins hjarta/barnsins von og þrá,
sem barn nú færðu drottin þinn að sjá.
Og vel þú guðs þíns kunnir kærleiks mál, -
þú kunnir ekki að hata nokkra sál;
þó fyrir brauð þú fengir tinnustein,
þú fékkst ekki um það, barst það með þér
ein.
Ó, sofðu, sofðu dauðans ljúfa dúr!
— Sjáðu, dagur fagur stígur hafi úr
og ber þig heim á morgunroðans rönd,
á rósum ljósum búna sæluströnd!"
(G.G.)
Helga og Guðrún
LITGREINING MED
CROSFIELD
540
LASER
LYKILLINN AD VANDADRI
LITPRENTUN
MYNDAMÓT HF