Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 55 Raunar er það eitt sem er allt að því ógnvekjandi í sambandi við þessa varúð. Við hlustun kemur það fyrir aftur og aftur að gáskafullur skuggi, eða skyggður gáski, skýzt yfir tónlistina, líkt og þegar ský flögrar yfir á vordegi og hefur í för með sér þessa æsandi tilfinningu sem ekkert heiti hefur nema þá helzt nafn tónskáldsins. Hvenær sem hlýtt er á hæga kaflann í klarínettukvintettinum vaknar þessi tilfinning. Hún gerir það að verkum að hinn alvöruþrungni ástríðuofsi Beethovens virðist ganga of langt og grátklökkvi Mahlers í ætt við móðursýki. Ég dáist mjög að því hvernig Mozart fer að þegar tónverk hans eru í dúr-tóntegundum. Ég veit að margir Mozart-unnendur hefja moll-notkun hans til skýjanna og halda því fram að stórfenglegastur sé hann er hann skrifar í g-moll og harmþrungnastur þegar hann skrifar í d-moll. Þessi afstaða finnst mér algjörlega óskiljanleg. Það er alltaf verið að tala um hinn tragíska undirtón í 40. sinfóníunni en ég álít þá 39. vera miklu stórbrotnara verk og síð- asta kaflann í þeirri 41. (Júpíter) einn af hátindum listarinnar. Enginn hefur fengið misjafnari dóma sem grund- vallast á tilfinningasemi en Mozart. Á síðustu öld var því iðulega haldið fram að hann væri „sykursæt- ur“, rétt eins og hann væri einhver Wattau tónlist- arinnar. Á tuttugustu öldinni — sem vildi áþreifan- legan árangur — var hann framan af ekki tekinn mjög alvarlega. Sjarmerandi, að sjálfsögðu, en hálf- gert léttmeti. Tónlist hans var talin óviðjafnanlega „Brúðkaup Fígarós" og síðan kemur „Töfraflautan". „Fígaró" er gnægtabúr hugmyndaflugsins. Sá sem bregður sér út af sýningu í fimm mínútur getur gengið að því vísu að söguþráðurinn hefur tekið þrjár kúvendingar áður en hann sezt aftur í sæti sitt. Og tónlistin er fullkomin. „Töfraflautan" er helgileikur með látbragði og einstökum og undur- samlegum hljómi, sem er í senn einlægur og barns- legur, ljúfur, upphafinn og andaktugur eins og bernskan: Allt að því of góður fyrir mannlegar ver- ur. Hvað hinar óperurnar varðar þá finnst mér „Don Giovanni" mjög frumlegt verk, enda þótt hinn óvið- jafnanlegi fyrsti þáttur í „Cosi Fan Tutte" standi að því leyti framar að mínu mati. Þessi gamanþáttur hefur sérstæðan stíl og er í rauninni kynferðislegur orðaleikur að innihaldi en röð frábærra samsöngs- verka að forminu til, og þessi þáttur ber af öllum öðrum óperuverkum að því leyti að hann er heild þar sem háð er samofið takmarkalausri mannlegri hlýju sem veitir áheyrandanum þá einu fullnægju sem flest okkar fá nú á tímum — þá fullnægju sem aðeins er að finna í listinni. „Töfraflautan" hjálpar okkur til að upplifa bernskuna á ný og „Cosi Fan Tutte“ firrir okkur sektarkenndinni. í sannleika sagt þá verð ég að viðurkenna að þessi þrjú síðasttöldu verk eru ekki gallalaus sé lagður á þau dramatískur mælikvarði. Mér finnst „Don Gio- vanni“ bera þess merki að þar sé um að ræða fyrsta uppkast höfundar óperutextans, — óskipulegt og á köflum laust við að vera leikrænt. Það virðist að Vel á minnzt. Það er merkilegt hversu miklu máli grímur og dulargervi skipta í öllum þessum óperum. Mozart og textahöfundur hans, Lorenzo Da Ponte, virðast hafa verið haldnir þráhyggju varðandi notk- un þeirra. Það nægir að minna á greifaynjuna í „Fígaró" er dulbjó sig sem þernu sína, Leprello í „Giovanni" í gervi meistara síns, samsæri hinna grímuklæddu hefnara á dansleiknum í sömu óperu, eða ungu samsærismennina í „Cosi“. Þetta er ástæð- an fyrir leikritinu — og þá ekki síður kvikmyndinni „Amadeus" sem í enn ríkari mæli er draummynd um atvik úr lífi Mozarts — lýkur með ýkjudrama þar sem grímur eru notaðar. Hvorki leikritið né kvikmyndin eru heimildaverk um ævi Mozarts en við gerð beggja verkanna hafa hefðbundnir liðir í óperum hans óspart verið fengnir að láni og það með mestu ánægju. Því miður eru margir sem eiga bágt með að sætta sig við þessi atriði. Mjög raunsætt fólk kann ekki við það hve dulargervi eru áberandi þáttur í ieikgerð- inni og kemur þá ekki auga á annað en búninga sem hver og einn gæti brugðið sér í í snatri. Sumir fyrtast meira að segja við þann leikaraskap sem hér er á ferðinni. Hinn afleiti 20. aldar gagnrýnandi Eduard Hanslick reiddist mjög því atriði í „Cosi“ þar sem elskhugarnir dulbúnu komast upp með að forfæra hvor annars unnustur án þess að uppvíst verði. Hann vísar gjörsamlega á bug einhverju glæsilegasta og magnaðasta sviðsverki Mozarts sem siðspilltri vitleysu. (Sama lét Richard Wagner Tom Hulce leíkur Mozart. giæsileg en án þess að í henni væri verulegur veigur. Sannleikurinn er að sjálfsögðu hið þveröfuga. Svo notuð sé önnur líking: Sá sem reynir að kryfja tón- list hans kemst brátt að því að allur vefurinn er þaninn vöðvi sem hnífurinn bítur ekki á. Af sömu ástæðu var kirkjutónlist hans vegin og léttvæg fundin, talin nokkuð veraldleg og jafnvel léttúðug. Aftur á móti er það mín skoðun að hinir 46 taktar í „Ave Verum Corpus" feli í sér meira af sannri trúartilfinningu en allur „Parsifal“. Það kemur ekki á óvart að hin ófullgerða sálumessa hafi orðið viktoríönskum siðapostulum hjartfólgin, svo barmafull er hún af andakt þeirri sem þeir töldu óaðskiljanlega fórninni. Hins vegar finnst mér þetta fyrst og fremst vera tónlist um dauðann en ekki um ummyndun. Sem trúarlegt verk er messan að mínu mati ekki nándar nærri eins djúpúðug og Töfra- flautan sem samin var á þessu sama ári sortans, hinu síðasta sem tónskáldið lifði. Og þegar syrta tekur að í lok myndarinnar okkar höfum við einmitt reynt að leggja áherzlu á þessi áhrif, hina örvænt- ingarfullu spennu sem þessi tvö ólíku verk skapa í tónskáldinu og þá andstæðu heima sem þau standa fyrir: ríki skugga og dýrðar í einum og sama mann- inum. Það er þessi spenna sem skapar hið rafmagnaða andrúmsloft sem er réttur umbúnaður sögunnar sem sögð er í myndinni er hún nær hámarki. Það hámark er reyndar allt öðru vfsi en á sér stað í leikritinu „Amadeus", þar sem þeir eiga sinn næt- urfund, Mozart sem stendur frammi fyrir líkams- dauðanum og Salieri sem brennur af andlegri ágirnd. Þetta er atriði sem stenzt ekki kröfur um áþreifanlegar staðreyndir en vonandi stenzt það þær leik- og myndrænu kröfur sem ávallt hljóta að sitja í fyrirrúmi þegar um dramatísk skáldverk er að ræða. Sá rauði þráður sem við fylgdum var hin óseðjandi græðgi sögupersónunnar er hann var að reyna að glefsa í bita af guðdóminum og síðan kom- um við að atriði sem enginn ævisöguritari gæti með nokkru móti borið á borð en hlýjar þó leikritahöf- undi um hjartaræturnar er hann leitast við að setja rökrænan og spennuþrunginn endapunkt á eftir áhrifamikilli goðsögn sem þó er ekki að fullu sögð. Með þessu niðurlagi ákalla ég Mozart í von um blessun hans — einvörðungu sem leikhússmanns, því að það var hann fyrst og fremst. Það er með ólíkindum hve leikræn tónlist Mozarts er á óperusviðinu. Allir aðdáendur hans eiga sín eftirlætisverk. Mitt eftirlætisverk er hiklaust KvikmyndaMkatJórinn Milos Fomtan. hálfu leyti vera til í huga manns og að hálfu leyti utan hans. Sumum finnst þetta vera aðal verksins en því miður finnst mér þetta vera veikleiki. Verkið hefst með glæsibrag í Sevilla. í fyrstu er borgin mjög raunveruleg en breytist fljótlega í dularfullan bæ þar sem helztu íbúar eru tvær konur. Þær fara ekki dult með andúð sína hvor á annarri og koma fram til skiptis og syngja stórbrotnar aríur. Sögu- þráðurinn skiptir æ minna máli eftir því sem þær koma oftar fram. Þeim til fulltingis á sviðinu er leiðinlegasti elskhugi í gjörvöllum óperubók- menntunum, Don Ottavio, en nærvera hans veldur öllu minni spennu. Uppbygging „Cosi Fan Tutte“ er miklu vandaðri, enda þótt hið fáránlega segulatriði (í virðingarskyni við dr. Mesmer) afhjúpi greinilega hinn ógnvekjandi kjarna þeirrar sögu sem er verið að segja, og komi gjörsamlega í veg fyrir að óperugestirnir komist að með efasemdir sfnar. Jafnvel „Töfraflautan" hefur sína galla: þar sem verkið nær hámarki sínu er brotalöm og þarfnast sá kafli endurbóta þar sem Sarastro gefst kostur á að bjóða Næturdrottning- unni birginn augliti til auglitis og fara síðan með sigur af hólmi. Hefði það ekki verið stórkostlegt ef Mozart hefði samið dúett fyrir hinn drynjandi bassa og hinn makalausa sópran þar sem stígandin er að ná hámarki? Þar hefði gefið að líta og heyra myrkur tortímingarinnar leysast upp í sólargeisla hinnar dásamlegu mannúðar. Ég býst við því að vöntunin á slíku atriði sé ástæðan fyrir því að á sviði hefur verkið aldrei haft fullkomna stígandi. Þegar upp er staðið getur varla heitið að þessi smágalli hafi nokk- uð að segja. Svo yfirþyrmandi eru þau andlegu áhrif sem heildin hefur á hlustandann. F. Murrey Abraham, aem leikur Salieri ( kvikmynd inni. Milos Forman (Lv.) sem atfómaöi kvikmyndun „Amadeusar" og höfundurinn bara saman baskur sfnar þar sam myndin var tekin (Tékkóslóvakiu. henda sig og var hann þó ekki til fyrirmyndar um siðgæði í einkalífinu). Afdráttarleysið og hrein- skilnin í þessum stórkostlega söngleik mun hafa verið það sem fór fyrir brjóstið á þessum mönnum sem voru börn síns tíma, einkum að því er varðar þá spurningu sem þar er varpað fram hispurslítið og þó í háði: Ef elskhuginn yfirgefur þig í rúminu um miðja nótt og einhver annar skríður upp {, mundirðu þá örugglega finna muninn? í framhaldi af þessu skulum við endilega ekki gera því skóna að Mozart hafi verið þjóðfélagslegur byltingarsinni. Það var hann ekki. Hugur hans var of bundinn af því að skrá þá hljóma sem hann heyrði innra með sér til þess að hann sóaði tíma í dægurmál. Allt i kringum hann voru menn sem störfuðu í þágu frelsisins. Hann var stöðugt að beygja sig undir það vald sem gerði hann að mót- tökutæki. Hvað annað gat komið þeim við sem undraverð keðja tímalegra og efnalegra fyrirbæra hafði komiö til að skrifa ósjálfráða skrift fyrir til- stilli guðdómlegs yfirboðara? Þegar öll kurl eru komin til grafar þá er það svona sem Mozart kemur mér fyrir sjónir. Hann fékk frá- bæra þjálfun hjá föður sínum sem var bæði sérfróð- ur og óþreytandi. Frá sextán ára aldri var Wolfang Amadeus Mozart ætlað það hlutverk að vera töfra- flautan á vörum guðs. Mér finnst það alls ekki hörmulegt að hann skuli hafa andazt 35 ára að aldri. Hann lézt að loknu gífurlegu striði við að afrita hið guðdómlega, af því að sá sem lék var hættur að leika með honum. Það er allt og sumt. Hvílíkt lán að vera gjörnýttur með þeim hætti í stað þess að láta billjón aukaatriði mylja sig niður í duft eins og verða örlög okkar flestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.