Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 SVEINN GUÐMUNDSSON Á SAUÐÁRKRÓKI í VIÐTALI VIÐ MORGUNBLAÐIÐ ,JVHKILL VILJI, GANG- LÆGNIOG GOTT GEÐSLAG AÐALL MINNA HROSSA U Þegar flett er í gegnum annála frá lands- og fjórdungsmótum og öðrum þeim mótum þar sem kynbótahross koma við sögu er eitt mannsnafn sem kemur fyrir öðrum oftar, Sveinn Guðmundsson. Sveinn sem jafnan er kenndur við Sauðárkrók hefur verið virkur í ræktunarstarfinu í rúmlega þrjá áratugi og hefur jafnan verið með hross í sýningum á landsmótum og ávallt í eða við efstu sætin. Er ósennilegt að aðrir menn eigi slíkan feril að baki sem Sveinn á sviði hrossaræktarinnar. Ekki hefur þetta alltaf verið dans á rósum enda vitað mál að í heimi hrossaræktarinnar ólgar undir niðri mikill hiti og þegar vegið er að stóðhestum virkar það sem sár í hjartarætur eigandans. Að standa í eldlín- unni árum saman er ekki fyrir neina aukvisa og þótti því fýsilegt að fræðast nánar um manninn og ræktandann Svein Guðmundsson. Mormnblaðid/Friibjófar Þorkelsson. Síða 2749 er undan Ragnars-Brúnku og Sokka 332 frá Ytra-Vallholti. Undan Síðu bafa komið mörg góð kynbótahross og má þar nefna Sörla 653, Hrafn- kötlu 3256, Hrafnhettu 3791 og Hervöru 4647. Er ósennilegt að nokkur hryssa hérlendis bafi baft jafn mikil ábrif í hrossaræktinni og Síða befur gert í gegnum afkomendur sína. Iættbók og sögu lýsir Gunn- ar Bjarnason Sveini á þenn- an hátt: „Sveinn er karl- menni og mætur maður. Ötulli samstarfsmann er vart hægt að kjósa sér. Hann er skoðanafastur og skapharður, og er ekki á færi neinna veifiskata að etja kappi við hann. Sveinn Guðmundsson á sér þann metnað og þær kröfur til sjálfs sín og hrossa sinna að hann sættir sig alls ekki við minna en fyrsta sætið. Annað hvort er hann í því sæti á hestasýningum eða al- veg við það. Slíkir menn eru ómetanlegir í framfarabaráttu og menningarmálum." Á fögrum sumardegi mælti ég mér mót við Svein á hótelinu í Varmahlíð til að fræðast um hann, hrossin og ræktun þeirra. Á þessum sama tíma og sama stað voru stóðbændur úr sunnanverð- um Skagafirði að glíma við land- græðslustjóra og ráðuneytismenn um hvort leyfa skyldi hrossa- beit á heiðum uppi. Fylgdist Sveinn náið með þótt ekki ætti hann sjálfur hlut að máli enda má segja að fátt komi mönnum eins og Sveini ekki við þegar hagsmun- ir hrossaræktar eru annarsvegar og var hann sjálfsagt tilbúinn að veita liðsinni ef á þurfti að halda. En áður en lengra var haldið var Sveinn beðinn að gera grein fyrir uppruna sínum. „Ég er fæddur á Sauðárkróki og foreldrar mínir voru Guðmundur Sveinsson frá Hóli í Sæmundar- hlíð og móðir mín var Dýrleif Árnadóttir frá Utanverðunesi á Hegranesi. Ég er alinn upp á Sauðárkróki og hef ég verið innan um hross frá því ég man eftir mér. Maður byrjaði sem strákur að sækja og flytja hross í haga.“ — Hver eru upphafshrossin í þinni hrossarækt? „Afi minn Árni Magnússon frá Utanverðunesi kaupir hryssu frá Heiði í Gönguskörðum rétt um aldamótin. Út af henni er rauð hryssa sem var uppi um og eftir 1940 og undan þeirri hryssu eru Árna-BIesi sem svo var kallaður og var alltaf í eigu Árna bróður míns og rauðblesótt hryssa. Þessi hross sam bæði voru undan Blakk 169 frá Hofsstöðum komust í mín- ar hendur. Móðurfaðir þessara systkina var Blesi nokkur sem var síðasti reiðhestur séra Hallgríms Thorlacius, Glaumbæ. Með þessari blesóttu hryssu hefst mitt rækt- unarstarf en hana á ég til dauða- dags, það er að segja hennar dauðadags." segir Sveinn og kímir. Yfírráð yfír Ragnars- Brúnku skiptu sköpum í minni hrossarækt — Hvenær kemur Ragnars- Brúnka inn í spilið? „Hún kemur seinna, en það er nú kannski rétt að geta aðeins einnar hryssu fyrst. Undan Blesu systur Árna-Blesa er Fjöður sem ég átti Goðadóttir en hún er fallin fyrir nokkrum árum, svo á ég aft- ur hryssu undan henni sem Drottning heitir og er hún undan Sörla 653. Tildrögin að því að Ragnars- Brúnka komst í mínar hendur voru þau að Ragnar Pálsson sem átti Brúnku giftist systur minni. Ragnars-Brúnka var ákaflega léttbyggð, sérstaklega hafði hún góðan háls og herðar og svo mynd- arlegt höfuð. En sjáðu til, það sem skilur á milli mín og annarra er að það sem ýmsir telja grófan haus kalla ég myndarlegt höfuð. Lltið höfuð getur aldrei verið myndar- legt þó að frítt sé. Það lýsir kannski eðliskostum Ragnars-Brúnku best að þegar ég fór á landsmótið 1954 hafði hún ekki verið hreyfð I mörg ár og lagði ég tvisvar á hana hnakk áður en ég rak hana norður og þar lenti hún í öðru sæti á eftir Kengálu Björns frá Mýrarlóni. Ég tel það að hafa komist í þessi tengsl við eiganda Ragnars-Brúnku og yfirráð yfir hryssunni hafa skipt sköpum í viðleitni minni til hrossaræktar. í dag eru öll mín hross meira og minna út af Ragnars-Brúnku. Hún var mjög rúm á öllum gangi, fjörhá og eðlisganglæg. Það sem helst mátti að finna var að henni var ósýnt um að nota brokkið. Geðslag vgr einstætt bæði í reið og eins í allri umgengni. En fyrst við erum að ræða um Ragnars- Brúnku finnst mér rétt að geta þess að hún var tamin af Jóni á Hofi á Höfðaströnd, föður Pálma í Hagkaup. Jón var talinn einn al- snjallasti reiðmaður þessa tíma sem og allir Nautabúsbræður syn- ir Jóns Péturssonar frá Valadal. Hef þurft að horfa í gegnum ýmsa galla — Þú varst einn af aðdáendum Sokka 332 frá Vallholti? „Já, það gerðist nú þannig að Sokki var í tamningu hjá Stein- grími óskarssyni á Páfastöðum en við vorum góðir kunningjar og vorum oft saman á hestbaki og það skeður að ég hrífst mjög af Sokka og verður það til þess að ég held Ragnars-Brúnku undir hann og þar kemur Síða sem seinna fékk ættbókarnúmerið 2794. Sokki var með hvíta hófa og var óspart að því fundið en það er mín skoðun að sjái maður afburða fal- legan hest þótt einhverjar veilur kunni að finnast megi ekki af- skrifa hann heldur frekar þá að reyna að rækta út það sem miður er og halda eftir því besta í fari hestsins. Það má lengi fyrirgefa fallegri konu þótt eitthvað megi að henni finna. En svo ég víki aft- ur að þessum hvítu hófum þá voru þeir taldir versta tegund hófgerð- ar en ég dreg það mjög í efa að svo sé og þá skoðun mína hafa járn- ingamenn staðfest. Nú, Sokki var einn af þeim mörgu sem fengu dauðadóm á Þveráreyrum 1954 á þeirri um- deildu kynbótasýningu og hann bar aldrei sitt barr eftir þessa sýningu og var felldur skömmu síðar.“ — Heyrst hafa ýmsar sögur frá fyrri tíma sýningum og kemur fram I þeim að mikill hiti hefur verið í mönnum og jafnvel hendur látnar skipta, voru þetta við- kvæmari mál þá en nú er? „Ég held það sé kannski óhætt að segja að það hafi verið meiri hiti í kringum þetta áður.“ Við Gunnar erum nú góðir vinir - Hvaðolli? „Ég held að þetta hafi nú kannski eitthvað verið það, annars er nú betra að fara varlega í það, að vitað var að okkar ágæti ráðu- nautur Gunnar Bjarnason sem er reyndar alls góðs maklegur var ekki í eðli sínu það sem við köllum mikill hestamaður. Hann var fljótráður og um of áhrifagjarn sem kannski stafaði af því að hann vantaði þessa innsýn sem ég held að sé nauðsynleg hverjum manni sem vegur og metur gildi kynbótagripa. En það er líka rétt að það komi fram að við eigum Gunnari mikið að þakka fyrir eldmóð hans og áhuga á ræktun íslenska reiðhestsins, því á þess- um tíma gat brugðið til beggja átta með framtíð hans. Við stönd- um í ævarandi þakkarskuld við hann, ég held að það sé ekkert spursmál. Svo þar fyrir utan hefur Gunnar til að bera sérstæðan og skemmtilegan persónuleika. Við deildum mjög hart á þessum tíma ég og Gunnar bæði í fjölmiðl- um og á fundum út af dómnum á Goða 401 frá Axlarhaga en það er allt fyrnt fyrir löngu enda rann blóðið örar I æðum okkar á þess- MorKunblaðið/Eðvald Sigurgeirsaon. Goði 401 frá Axlarhaga, en um bann stóð mikill styr á sínum tíma og endaði með þrí að hann rar dæmdur frá rerðlaunum á Landsmótinu á Þreráreyrum 1954 ogskömmu síðar rar hann seldur til Reykjaríkur oggeltur þar. Goði rar með létta og þurra byggingu með skörpum línum. Lundin rar riðkræm og riljinn mikill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.