Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 40 Jón G. Sólnes í ræðustól í Alþingí. f mm FORD FAIRMONT eigendur athugið. •' Vorum að fá hina marg eftirspurðu tvfvirku-stillanlegu - viðgeranlegu KOMI höggdeyfa að framan í FORD FAIRMONT. Verðið er lægra en margir halda. HANNADIR MED ÖRYGGIÍHUGA Ábyrgð - viðgerðarþjónusta V/SA Varahlutaverslun . Síðumúla 29 - Reykjavík - Sími 84450 Brekkusniglar. En þeir, sem bjuggu fyrir neðan Brekkuna í Bótinni, þar sem Göngugatan er núna, voru kallaðir Bótungar. Þá var íbúð í hverju húsi þar. Á þess- um tíma var geysilegur rígur milli Oddeyringa og Innbæinga. Það var til dæmis apótek í Innbænum og það datt engum í hug að fara einn eftir meðali í apótekið að kvöldi til. Ef það var gert fóru menn tveir eða þrír saman í fylgd. Mönnum var ekki misþyrmt, en það var gert at í þeim og menn geymdir eða lokaðir inni. Við Brekkusniglarnir vorum eins kon- ar úrhrak og höfðum engan stuð- ning af neinum. Vorum svona hálfvegis útundan. Það var þó helzt, að við hefðum eitthvað skjól af strákunum i Bótinni. Ekki svo að skilja, að ég hafi lent i neinu. En ég komst snemma i félagsskap við Jón Ásgeirsson, son Ásgeir Péturssonar, útgerðarmanns, sem pabbi vann hjá. Hann var jafn- aldri minn. Það var notalegur kunnings- skapur á milli okkar og Bótung- anna. Áuðvitað vorum við með prakkarastrik. Það var mikið um þau. Eitthvað varð maður nú að aðhafast. En allt var það nú frem- ur saklaust, svona eins og gengur og gerist hjá krökkum. Við fórum i leiki og lékum þá hetjurnar i bíómyndunum eða þá, að við fór- um í svigabardaga. Þá bjuggum við okkur til sverð úr efninu, sem notað var i sildartunnurnar áður en búið var að bleyta það og sveigja. Kötturinn í tunnunni var alltaf vinsæll og svo náttúrlega jólatrésskemmtanirnar, sem við fórum á hjá Hjálpræðishernum. Þá voru ekki jólatré á heimilum okkar. Þá voru bara jólatré á ein- stöku kaupmannsheimili. Ásgeir Pétursson bauð okkur yfirleitt og starfsfólki sinu um jólin á jóla- trésskemmtun, þótt ekki væri það árvisst. En Hjálpræðisherinn hafði alltaf sína jólatrésskemmt- un og þess vegna er mér ávallt hlýtt til Hjálpræðishersins. Á þessum skemmtunum fengum við alltaf gotterispakka. Við strák- arnir gerðum aldrei at i hernum, en það var frekar algengt, að eldri strákarnir gerðu það. Eftir að við vorum flutt til Ak- ureyrar fóru foreldrar mínir til Siglufjarðar i vinnu á sumrin og ég fékk að fara tvisvar með. En svo var svona guttum eins og Nonna Sól komið fyrir í sveit. Ég var í sveit í þrjú sumur, frá 1922—1924. Þar kunni ég mjög vel við mig og sérstaklega hefur mér alltaf verið hlýtt til þeirra Jóns Jóhannssonar og Sigrúnar Guð- mundsdóttur á Skarði í Dals- mynni. Þar var gott að vera og ég hef búið að þeirri reynslu alla tið, og naut góðs atlætis. Hér er ekki úr vegi að skjóta inn kafla úr erindi, sem Jón Sólnes flutti i útvarp á árinu 1976. Þar sagði hann: „Ég er fæddur i sjávarplássi, al- inn upp á mölinni, eins og það var nefnt f minu ungdæmi. En ég átti þvi láni að fagna i æsku að dvelja þrjú sumur i sveit á ágætu heimili. Þar kynntist ég þeirri hlið lifsins, sem i þá daga var nokkuð þekkt i sveitinni, en það var að gömlu hjónin höfðu brugðið búi sem kall- að var, yngri kynslóðin tók við búsforráðum og daglegum fram- kvæmdum, en gömlu hjónin héldu áfram að vera á heimilinu og skip- uðu þar mikinn virðingarsess. Þarna skapaðist hinn notalegi, ómetanlegi tengiliður við æskuna á heimilinu. Gömlu hjónin höfðu alltaf tíma til þess að hlusta á spurningar barnanna, útskýra fyrir þeim ráðgátur lífsins, lesa fyrir þau, kenna þeim bænir og ljóð o.fl. o.fl. Slík heimili voru ör- uggur griðastaður æskunnar i þess orðs beztu merkingu, og það- an komu áreiðanlega ekki tauga- veikluð börn.“ Jón verður „assist- ent“ t Snorrabúð Þarna eyddi Jón sumrunum, þegar hann var 11, 12 og 13 ára gamall. En sumarið áður en hann varð 15 ára gamall gerðist Jón „assistent" i Snorrabúð i Strand- götunni. Hún var í húsinu við hlið- ina á húsakynnum Dags og Dagsprents. Þessi verzlun var í eigu Snorra Jónssonar, faktors, en hann er fallinn frá og það var son- ur Snorra, Rögnvaldur, og svo ekkjan, sem ráku verzlunina. Það var gaman að komast i eitt- hvað svona, að verða búðarstrákur og þetta var fyrsta vinnan, sem ég fékk borgaða. Ég fékk 100 krónur fyrir þá þrjá mánuði, sem ég var þarna. Það var óskaplega gaman að vera í Snorrabúð. Þetta var ekta krambúð. Þarna var matvar- an við hliðina á málningardrasl- inu og hreinlætið var kannski ekki upp á marga fiska. Ég var látinn steinka trégólfið, setti vatn á hálf- pelaflösku, steinkaði þvi yfir gólf- ið og sópaði svo út i horn. Og svo kom kerling og skúraði einu sinni i viku. Þarna var öll verzlun meira og minna upp á krit, hvort sem það voru verkamenn eða efnaðra fólk. Það þekktist ekki, að það kæmu peningar i skúffuna. Ég hef ekki hugmynd um hvernig var eigin- lega gert upp við fólkið. En þessir karlar þeir höfðu um- svif. Rögnvaldur verkaði fisk úti á Klöppum og bátarnir voru i veri á Siglufirði, það voru töluverð um- svif í kringum Snorrabúð. Fisk- reitirnir voru líka þar sem Gler- árgatan er núna, úti á eyrunum. Þar voru Snorrareitur, Ásgeirs- reitur og reitir Jakobs Karlssonar og Páls Einarssonar. Þegar þetta er, árið 1925, er Gránuverzlun að syngja sitt síð- asta ef ég man rétt, en í bænum var mikið af verzlunum. Stærst var Höephners-verzlun, Krist- jánsbakari var þarna, þarna var bókabúð, og Guðbjörn Björnsson var með sælgætisbúð, Kristján Sigurðsson var með verzlun, einn- ig Stefán ó. Sigurðsson. Flestar þessar verzlanir voru í Innbænum. Það má segja, að það hafi verið mjög mikið líf i verzlun á litlu svæði upp af Höephners-bryggju. Og i Bótinni var svo Snorrabúð og þar var Braunsverzlun, síðar Baldvin Ryel, Hamborg og Paris og Gudmands. En um þetta leyti er Kaupfélagið komið til sögunn- ar. Þá var Sigurður Kristinsson kaupfélagsstjóri og undir hans stjórn fór KEÁ að blómstra. Og svo var þarna náttúrlega Verzlun- in Eyjafjörður. En hugsaðu þér verzlunarmát- ann á þessum tíma. Þá var komin smjörlíkisgerð á Akureyri, Smjör- likisgerð Akureyrar sem Jón E. Sigurðsson i Hamborg rak. Hún var þar sem Dynheimar eru núna i Hafnarstræti. En þá var nú ekki verið að senda margarinið út. Þá þurfti maður að sækja það sjálfur. Og ég lenti í þessu fyrir Snorra- búð. Eg hef nú alla tið verið frekar pasturslitill og hafði ekki mikla krafta i kögglum. Og það var djöf- ullegasta verkefnið, sem ég fékk þetta sumar i Snorrabúð, að þurfa að fara og sækja einn kassa af smjörlíki, sem entist reyndar lengi, 50 kiló. Ég sótti þetta með handkerru, sem ég ýmist dró á eft- ir mér eða ýtti á undan mér. Þá var þarna smábrekka, þar sem Göngugatan er núna, og kerran svo þung, að ég kveið þessu f hvert skipti enda dró ég það alltaf fram á siðustu stundu þangað til ég gat ekki dregið það lengur að sækja helvftis smjörlfkið. Það var aga- legt. En lifið á Akureyri var ekki bara leikur og vinna, þvf auðvitð gekk Jón í barnaskólann. Þar byrjaði hann niu ára gamall hjá sósíalistanum Steinþóri Guð- mundssyni, sem hann talar hlý- lega um og metur mikils, sem góð- an kennara. Að barnaskóla lokn- um lá svo leiðin i gagnfræðaskóla, þaðan sem hann lauk prófi. Hugur Jóns stóð til frekara náms. Af þvi gat ekki orðið vegna fjárhags- ástæðna. Og þá lá leiðin á vinnumarkað- inn. Ergo-top stóllinn er einn virðulegasti Drabertstóllinn. Þrótt fyrir virðuleikann er hvergi slegið af kröfum um aukna vellíðan. Þú situr rétt og bak þitt er vel verndað. Ergo-top er stóll sem hvetur þig til aukinna afkasta ón þess að misbjóða heilsu þinni. ISXRIFSTOFU HUSGOGN HAUARMULA 2 - SlMI 83211 yn RDITT iETKT . OG ITIJÐAN YE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.