Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 29 Hornafjarðarhrossin met ég alltaf mikils. Þetta eru yfirleitt ferðahross með mikinn vilja. Mörg af þeim hornfirsku hrossum sem komið hafa fram á mótum hafa vakið eftirtekt mína og þess geng ég ekki dulinn að Hornfirðingar eru ekki síður vel ríðandi en aðrir sem meira ber á því landfræðileg staða þeirra gerir það að verkum að þeir eru minna fyrir augum fjöldans og í fjölmiðlum. — Þú hefur ekki notast við hornfirskt blóð í þína ræktun eða er það svo? „Ég hef notast við hornfirskt blóð því Andvari 501 frá Varma- hlíð er undan össu Sigurðar frá Brún og hún var undan Skugga 201 frá Bjarnanesi. En það viður- kennist líka að ég get hrifist af öðrum hrossum án þess að ég telji þau henta í mína ræktun. En ég held líka að það örli á örlitlum metnaði í mér sem Skagfirðingi að reyna að gera veg skagfirsku hrossanna sem mestan." Of mikill tími í þref um stóðhesta — Hvað finnst þér um upp- byggingu ræktunarstarfsins í landinu? „Ef við byrjum á hrossaræktun- arsamböndunum þá tel ég að stærð þeirra byggist fyrst og fremst á landfræðilegum aðstæð- um. Ef við tökum sem dæmi Hrossaræktarsamband Skagfirð- inga sem ég er kunnastur þá byrj- aði það sem deild innan Búnaðar- sambands Skagafjarðar. Seinna sameinuðumst við Hrossaræktar- sambandi Norðurlands þegar það var stofnað með A-Húnvetningum og Eyfirðingum. Eftir að hafa set- ið í stjórn þess í nokkur ár fannst mér ljóst að við næðum ekki þeim árangri sem við höfðum vonast eftir og því beitti ég mér fyrir því að þessu yrði breytt á þann veg að sambandið var lagt niður sem slíkt og við stofnuðum Hrsb. Skagafjarðar sem hefur starfað síðan, ég held þetta hafi verið i kringum 1968. Það er kannski ekki mitt að dæma um það hvort þessi ákvörðun hafi verið til góðs í Skagafirði, til þess er málið mér of skylt. En mér fannst alltof mikill tími fara í umræður eða þref um kaup og not af stóðhestum eins og þetta var áður. Um stóðhestastöðina er allt gott að segja. Ég hef reyndar áður látið þá skoðun í ljós að ég teldi ekki nógu vel staðið að vali folalda inn á stöðina en mér finnst að á seinni árum sé betur vandað til þess eins og útkoman á síðustu sýningum sannar. Hrossaræktarsamböndin hafa sannað tilverurétt sinn það er ekki spurning enda gera búfjárrækt- arlögin ráð fyrir því að hrossa- ræktin sé rekin m.a. á félagslegum grundvelli að þessu leytinu til. Jafnframt þessu tel ég að hryssu- eignin eigi að vera i höndum ein- staklinga og vil ég í því sambandi nefna að ég tel stofnræktarfélögin tæplega hafa náð þeim árangri sem vænta mátti í upphafi. En það er kannski of snemmt að dæma um það.“ — Hefur aldrei hvarflað að þér að fá aðra menn i samstarf í stofnræktarfélag um ræktun hrossa þinna? „Ég get nú ekki að því gert að þegar ég hugsa um þessi stofn- ræktarfélög hvað svo sem þau heita og árangur af starfsemi þeirra dettur mér alltaf i hug huggulegúr saumaklúbbur og áhugi minn á saumaklúbbum er enginn.“ Þrátt fyrir að í þessu viðtali hafi margt borið á góma væri hægt að halda lengi áfram, en hér skal staðar numið að sinni. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála i hrossarækt Sveins á komandi árum, ekki sist vegna þeirrar skyldleikaræktar sem hann er kominn út í. Margir hafa reynt skyldleikarækt hér- lendis með vægast sagt misjöfnum j árangri og nú er að sjá hvernig I Sveini reiðir af. ORÐSENDING frá dýraspítala Watsons í Víöidal Eftirtaldir dýralæknar hafa tekið viö rekstri spítalans: Brynjólfur Sandholt, Magnús H. Guðjónsson, Árni M. Mathiesen. Símatími er: mánudag—föstudag kl. 08.30—10.00 laugardag kl. 10.00—12.00. Viötalstími og móttaka gæludýra er mánudag—föstudag kl. 15.00—18.00 laugardag kl. 10.00—12.00. Upplýsingar um dýralæknavakt é öðrum tímum í síma 76620. Liósker áleHM SB S.HELGASON HF ISTEINSNIIÐJA «1 SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 VOLVOEIGENDUR OG GENGISFELUNGIN Þrátt fýrír gengisfellinguna höfum við ákveðið að hækka ekki verðið á Volvo varahlutum fýrr en 15. desember. Þetta er framlag okkar gegn hækkandi verðlagi. Notið tækifæríð og geríð kjarakaup ársins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.