Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
Orgeltónleikar
í Dómkirkjunni
llúsavíkurbærinn eins og hann leit út um síöustu aldamót.
Húsavíkurbær brenndur
Marteinn H. Frióriksson, dómorg-
anisti heldur í kvöld orgeltónleika í
Dómkirkjunni og hefjast þeir kl.
20.30.
Marteinn H. Frióriksson,
dómorganisti.
Marteinn, sem fæddur er í
Þýskalandi, sagði í samtali við
Morgunblaðið að tilefni tónleik-
anna væri það að 20 ár eru nú
liðin frá því að hann kom hingað
til lands. „Ég hafði nýlokið prófi
í orgelleik frá tónlistarháskóla í
Leipzig og ákvað að slá til þegar
mér bauðst starf sem orgel-
leikari í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum og skólastjóri Tón-
listarskólans þar,“ sagði Mar-
teinn. „Upphaflega ætlaði ég að-
eins að dveljast hér í tvö ár en
líkaði svo vel að ég ákvað að setj-
ast að á íslandi.
Ég starfaði í Vestmannaeyjum
í fimm ár en gerðist þá orgel-
leikari Háteigskirkju. Frá árinu
1977 hef ég starfað sem dómorg-
anisti og einnig kennt við tón-
menntadeild Tónlistarskólans í
Reykjavík." Aðspurður kvaðst
Marteinn hafa haldið fjölda tón-
leika hér, bæði í Reykjavík og
eins úti á landsbyggðinni.
Á tónleikunum í Dómkirkjunni
í kvöld mun Marteinn leika verk
eftir Max Reger, Jón Leifs, Hall-
grfm Helgason, Johann Sebasti-
an Bach og Pál ísólfsson en þeir
hafa að sögn Marteins, allir ann-
að hvort starfað eða numið í
Leipzig í Þýskalandi líkt og hann
sjálfur. Segir hann i efnisskrá
tónleikanna: „Leipzig er falleg
borg, og vona ég, að andinn það-
an komi vel fram í orgelverkun-
um, sem leikin verða í Dómkirkj-
unni í kvöld.“
Vinningsnúmer
innsigluð
DREGIÐ var í happdrætti Sjálfstæó-
isflokksins á sunnudagskvöld.
Þar sem skil hafa ekki verið
gerð að fullu voru vinningsnúmer-
in innsigluð. Verða þau birt
næstkomandi fimmtudag, segir í
frétt frá Sjálfstæðisflokknum.
HÚ8>vík 2. des.
Á FIMMTÁNDA sunnudegi eftir
trínitatis létu bæjaryfirvöld á Húsa-
vík bera eld að hinu sögufræga býli
Húsavík, —- eða þeim hluta bæjar-
ins, sem eftir stóð af prestsetrinu,
sem séra Kjartan prófastur Einars-
son endurbyggði um 1880.
Bær á þessum stað hefur borið
nafnið Húsavík svo lengi sem
heimildir greina, enda tilheyrði
upphaflega prestssetursjörðinni
allt það land, sem Húsavík er nú
byggð á.
Þar hafa prestar búið frá því
að sérstakur prestur sat í Húsa-
vík og síðasti presturinn, sem þar
bjó var séra Friðrik A. Friðriks-
son, prófastur.
Síðast stóðu eftir tvær burstir
en bærinn mun eftir endurbygg-
inguna 1880 hafa verið 3 eða 4
burstir. Síðustu íbúar munu hafa
verið Valgerður og Steingrímur
Jónsson, (einn fyrsti bílstjórinn á
Húsavík) og hélt hann bænum vel
við, en síðan hefur bærinn verið í
vörslu Húsavíkurbæjar og farið
illa, því honum hefur verið lítill
sómi sýndur.
Fyrir nokkrum árum fór Jón
Ármann Árnason, trésmiður,
fram á það við bæjaryfirvöld að
hann fengi bæinn til endurbygg-
ingar í sínum upprunalega stíl,
en því sinntu bæjaryfirvöld ekki.
Það fór mjög leynt að til stæði
að brenna þetta forna býli og
fæstir vissu fyrr en það stóð í báli
nefndan sunnudag, og þá varð
engu bjargaö.
Fréttaritari.
nnw \
nrÍRlMi
, fbókaskfiisins í Gerðu- *, ---------r^.—. ., , -.-P[. . . ,P,,,,, . - . ,..
lærgi. FÍélag IsUoskra iðárekenda ‘ . , • ' ' !; ' TijBÍtír ■ ÞjónuátUnjiðstöð 'Víjíluadur Þorsteinsión. „Eg ( •
mótmæhi útboðiau harðlega. Nú „Það er rétt, við mótmæltum bókasafna ogér þetta fyrirtæki.í vona að þeir sem þessu ráða beri innkgupaaloqiun^ ^royKjayikur-
hefur Morgunblaðinu borist frétta- því hvernig staðið var að útboð-
tilkynning frá Borgarbóka.safni og irfu af þremur ástæðum,“ sagði Félags bókasafnsfræðinga. Þessi brjósti að þei
_______r___^ __ ri___ fvr..... • . _______ .__________ _________. . ___■
eigu BókavarÖaféiags ísiands og hag islensks iðnaðar svo fyrir ðorgar bauð að taka þátt í útboði
FéJags bókasafnsfræðinga. Þessi brjósti að J>eir dragi þessi út- sérhannaðs bókasafnsbúnaðar