Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984
9
ARMAPLAST
Brennanlegt og tregbrennanlegt.
Sama verö.
Steinull — glerull — hólkar.
Armúla 16 sími 38640
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
í vetrarskoðun MAZDA eru eftir-
farandi atriði framkvæmd:
o Skipt um kerti og platínur.
o Kveikja tímastillt.
© Blöndungur stilltur.
© Ventlar stilltir
© Vél stillt með nákvæmum stillitækjum.
o Vél gufuþvegin.
o Skipt um bensínsíu.
o Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð.
o Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki.
iE> Loftsía athuguð og hreinsuð, endurnýjuð ef með barf.
Viftureim athuguð og stillt.
0 Slag í kúplingu og bremsupetala athugað.
0 Frostþol mælt.
0 Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á.
0 Þurrkublöð athuguð.
0 Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymslu.
0 Ljós stillt.
0 Hurðalamir stilltar.
0 Þrýstingur í hjólbörðum athugaður.
Verð með söluskatti: Kr. 1.998.00
Innifalið í verði; Platínur,
kerti, ventlalokspakkning,
bensínsía, frostvari á rúðu-
sprautu og þar ad auki: brúsi
af lásavökva og ný rúðu-
skafa í hanskahólfið!
Pantið í tíma í símum 81225
eða 81299
L
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23 sími 812 99
Utgefandi: Útgáfan Skálholt
simi 21386
1 gleði og sorg
austantjalds
Passíusálmar
á ungversku
Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar eru meöal fegurstu
trúarljóða íslenzkra. Þeir hafa verið þýddir á ýmsar þjóötungur
m.a. ungversku. Það gerði Ordass biskup í Ungverjalandi sem
féll í ónáð kommúnista og fékk óvægilega meðferð. í Víðförla, riti
kirkjunnar, fjallar Sólveig Ásgeirsdóttir, biskupsfrú, um heimsókn
til frú Ordass, ekkju biskupsins sem þýddi passíusálmana á
ungversku. Staksteinar birta stuttan kafla úr þeirri frásögn í dag.
„Fékk óvægi-
lega meðferÖ“
Sólveig Ásgeirsdóttir,
biskupsfrú, segir svo {
grein sinni:
„Mér veróur ógleyman-
leg heimsóknin til frú
Ordass. Maðurinn hennar,
Ordass biskup, sem þýddi
Passíusálmana á ung-
versku, féll í ónáð komm-
únista og fékk óvegilega
meðferð. Hann dó 1978.
Frú Ordass býr á 5. eða
6. hæð í lyftulausu húsi f
heldur niðurníddu hverfi.
Hún var vel ern að sjá, en
befir tapað sjón, sem tor-
veldar henni mjög að vera
á ferli. Hún er andlega
mjög lifandi. Allt bar vott
um, að hún lifir mjög í
þeim tíma, sera var. Það er
hennar veruleiki, en hún
fylgist einnig vel með því
sem er að gerast í landinu.
Hún var mjög sár í garð
valdhafa vegna framkomu
þeirra við mann hennar.
Það var mikil stund, sem
við áttum saman á heimili
frú Ordass. Við báðum
saman. Pétur lýsti blessun
á íslensku og við héldum
lengi í hönd hennar og
mynduðum bænahring.
Hún benti á skrifborðið við
stóran bókaskáp og sagði:
„Þarna lauk maðurinn
minn við að þýða Passíu-
sálmana!" Hún sýndi
okkur lítinn kassa. Hann
var fullur af árituðum
minnismiðum, sem Ordass
hafði notað við þýðinguna.
Á veggjum voru myndir af
vinum og samstarfs-
mönnum hans frá liðinni
tíð, þar á meðal af Sigur-
birni biskupi. Frú Ordass
bar á borð fyrir okkur
marmaraköku, sem dótt-
urdóttir hennar hafði bak-
að.
Þarna var mannleg
snerting, sem við gleymum
aldrei. Seinna fréttum við,
að heimsókn okkar hefði
glatt hana mjög, og sagðist
hún ekki hafa lifað
ánægjulegri dag í mörg ár.
Frú Ordass gaf okkur ekki
minna — innsýn í sál mik-
illar manneskju við hin erf-
iðustu kjör.“
Hliðhylli við
ofríkiö
Minni hluti þjóða og
mannkyns býr við lýðræði,
þingræði og mannréttindi,
eins og við skiljum þessi
hugtök. Rétturinn til að
kynna sér mál og fyrirbæri
frá ölhim hliðum og mynda
sér eigin skoðun og vinna
henni fylgi í opinni um-
ræðu heyrir ekki ölhim til.
Þvert á móti. í ríkjum al-
ræðis, þar sem róttækur
sósíalismi mótar þjóðlífið,
þurfa menn ekki einungis
að hefta eigin hug og sann-
færingu heldur jafnframt
að taka að sér pólitískar
njósnir um náungann.
Vladimir Áshkenazy,
einn kunnasti tónlista-
maður heims, greinir frá
því í ævisögu, sem vænt-
anleg er bæði á íslensku og
ensku, „að hann hafi um
hriö verið njósnari fyrir
leyniþjónustuna KOB",
eins og komizt er að orði í
viðtali í danska blaðinu
Politiken. Hann sá sig
neyddan til að verða við til-
mæhim KGB en gætti þess
vandlega að greina ekki
frá neinu um samstúdenta
sína, erlenda, í skýrslum
sínum, er teldist þeim til
mlska í hinu sovézka kerfi.
„Ég gaf aldrei annað en
jákvæðar almennar upplýs-
ingar sem ekkert var hægt
að nota," hefúr blaðamað-
urinn eftir honum.
Við íslendingar lifum við
frelsi til skoðana og tján-
ingar, ferðalaga og fram-
taks, en gerum okkur ekki
alltaf grein fyrir því að
þessi réttindi og önnur,
sem eru okkur svo sam-
gróin að við lítum á þau
sem sjálfgefin og ævinleg,
þarfnast verndar til fram-
tiðar.
Hér á landi starfa póli-
tísk öfl sem berjast fýrir
hagkerfi marxisma og
þjóðfélagsgerð sósialisma.
Þau tjalda oftlega öðru í
áróðri sínum en þeirri þjóð-
féiagsbreytingu, sem er
endanlegt markmið þeirra,
til að villa á sér heimildir.
Skoðanafrelsi fvlgir
ábyrgð. Sú ábyrgð að taka
afstöðu í málum, sem
varða framtíð þjóðar og
mannkyns. f þeim efnum
er hlutleysi hliðhylli við
hiiui ranga málstað.
Á fjórða áratugnum blés
Hitlers-Þýzkaland að hlut-
leysi og værukærð ein-
stakra Vesturlanda meðan
Öiulríkin hertu vopna-
róðurinn. Heimskommún-
isminn leikur sama leik í
dag. En staðreyndin er
söm, nú og þá, hvort sem
menn viðurkenna hana eða
ekki, að þegar frelsi og
mannréttindi eiga í hlut,
réttur hverrar manneskju
til að móta eigin lifsstfl, þá
er ekkert hhitleysi til, sem
ekki flokkar sig undir
hliðhylli við ofríkið.
Nígeríumenn
grynnka á
skuldunum
Eiri'HVAÐ er nú að greiðast úr
skreiðarskuldum Nígeríumanna og á
næstunni er von á um 60 milljónum
króna (1,5 milljónum dollara) þaðan
til framleiðenda hér heima.
Bjarni V. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri íslenzku umboðssöl-
unnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að þetta væru langþráðar
greiðslur enda væru þær fyrir
skreið, sem flutt hefði verið utan
um mitt síðasta ár.
Viðræður
við Alcan
„ÞEIR lýstu áhuga á að halda
áfram athugunum á byggingu ál-
vers við Eyjafjörð. Á fundinum var
staðfest, að til byggingar slíks ál-
vers kæmi í fyrsta lagi á næsta
áratug og hins vegar var ákveðið að
halda áfram viðræðum, þó næsti
fundur hafi ekki verið tímasettur,"
sagði Birgir ísl. Gunnarsson for-
maður stóriðjunefndar um niður-
stöður funda, sem fulltrúar stór-
iðjunefndar sátu á mánudag og
þriðjudag í síðustu viku með full-
trúum Alcan í Kanada.
TSídamatkadutLnn
s^ý-tettiffötu 12-18
Galant G.L. Station 1982
Grásans, ekinn 46 þús. km. Kassettutœki
o.fl. Verö 290 þús.
Honda Accord EX 1981
Grásans, ekinn 57 þús. Útvarp, sjáltsklptur.
Verö 265 þús.
Buick Skylark Limited 1981
Grænsanseraður. 5 gira, ekinn 23 þús km.
Utvarp m. segulbndi, snjódekk, sumardekk.
Verð 320 þús.
Mitsubishi Sapporo GSL 1981
Blásans, ekinn 61 þús. km. Segulband,
teinalelgur. snjódekk. sumardekk. Verö 340
þús.
Toyota Tersel 1983
Grásanseraður, eklnn 13 þús„ 5 girar, út-
varp, vetrardekk. silsalistar. Verö 320 þús.
Lada Sport California 1984
Grsenn og hvitur, eklnn 4 þús. km. Ath. bíll-
inn er endurbættur í Þýskalandl. Sóllúga,
sportfelgur o.fl. Verð 375 þús.
Einnig Lada Sport ’78. Mjög gott eintak.
Verð 130 þús.
Mazda 929 coupé 1982
2ja dyra, blásans, ekinn 54 þús. 5 gírar,
útvarp, segulband Fallegur sportbíll. Verö
365 þús. Hagstæð kjör.
Honda Civic Sedan 1983
Grænsanseraður, 5 gíra, eklnn 23 þús
km.Útvarp m. segulbandi, snjódekk, sumar-
dekk. Verö 320 þús.
Subaru station 1983
Hátt og lágt dríf. Gullsanseraöur, ekinn 39
þús. km. Verö 380 þús.