Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Fimmta bindið af „Hvað gerðist á Islandi?44 komið út FIMMTA bindi árbókaflokksins „Hvað gerðist á íslandi?" er komið út hjá Bókaútgáfunni Erni & Örlygi og tekur þetta bindi til ársins 1983. Það er eins og fyrri bindi eftir Stein- ar J. Lúðvíksson, en myndaritstjóri er Gunnar Andrésson. Flestir frétta- Ijósmyndarar landsins eiga myndir í bókinni. 1 bókinni er fjallað um það helzta, sem gerðist á íslandi á ár- inu 1983. Atburðir eru flokkaðir eftir eðli sínu þannig að auðvelt er að finna það, sem leitað er að. í fréttatilkynningu frá bokaútgáf- unni segir að höfundur bókarinn- ar, Steinar J. Lúðvíksson, hafi fengið mikið lof gagnrýnenda Leiðrétting Nicolai Gedda syngur með sinfóníunni ekki óperunni Þau leiðinlegu mistök urðu í blaðinu sl. föstudag að sagt var að óperusöngvarinn víðkunni Nicolai Gedda myndi syngja með tslensku óperunni. Það er ekki rétt, hann mun syngja með Sinfóníu- hljómsveit Islands. Mbl. biðst af- sökunar á þessum mistökum. fyrir skýra og glögga uppsetningu efnis og næmt mat á efnisvalinu. Efni bókarinnar er raðað niður eftir eðli atburðanna og i tímaröð: Alþingi — stjórnmál, atvinnuveg- ir, bjarganir — slysfarir, bók- menntir — listir, dóms- og saka- mál, efnahags- og viðskiptamál, eldsvoðar, fjölmiðlar, íþróttir, kjara- og atvinnumál, menn og málefni, náttúra landsins og veð- urfar, skák og bridge, skóla- og menntamál, úr ýmsum áttum. Bókin er sett og prentuð í prent- stofu G. Benediktssonar, en bund- in hjá Arnarfelli. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. HMaðgefðis<áfe>aoti 1983 Sveinbjörn Björnsson (í miðju), Hell Chr. Lunde (til vinstri) og Ágúst Haraldsson undirrita samstarfssamning Ofnasmiðjunnar og Hövik Stál. Ofnasmiðjan framleiðir norskar þungavöruhillur OFNASMIÐJAN hf. í Reykjavík hefur gert samvinnusamning við norska fyrirtækið Hövik Stál, dótturfyrirtæki Christiania Glass Magasinet A/S í Noregi. Samningurinn gerir Ofnasmiðjunni kleift að fuilvinna vöru, einkum þungavöruhillur fyrir frystiklefa og lagera, sem hannaðar eru af norska fyrirtækinu, og jafnframt að flytja hálfunnar hillur til landsins og fullvinna hér. Samningurinn veitir Ofnasmiðjunni aðgang að vöruþróun, framleiðslu- tækniþekkingu og sölutækni norska fyrirtækisins og gera forráðamenn Ofnasmiðjunnar sér vonir um góðan árangur af samstarfinu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Segir þar einnig að hillurnar hérlendis að hluta eða öllu leyti. séu viðurkenndar sem hágæða- vara, bæði hvað varðar stál, lökk- un og annan frágang. Þær séu á betra verði en sambærilegar hillur þar sem hægt sé að vinna þær Vegna aukinnar lausafrystingar í frystihúsum landsins verður í fyrstu lögð áhersla á þungavöru- hillur fyrir frystiklefa. I slíkar hillur er notuð serstök stálblanda. er þolir mikið frost auk þess sem yfirborðsmeðhöndlun stálsins þarf að vera sérstaklega góð, segja forráðamenn Ofnasmiðjunnar. Ofnasmiðjan hf. mun einnig framvegis bjóða viðskiptavinum sínum upp á skipulagningu á lag- erhúsnæði og bjóða þá jafnframt fast verð í allan búnaö. Segir í fréttatilkynningunni, að dæmi séu til um að fyrirtæki, sem hafi ætlað að flytja í stærra húsnæði, hafi hætt við flutningana eftir endur- skipulagningu á lagerhúsnæðinu með þungavörurekkum. GÁRfíUR S.62-1200 62-1201 Skipholti 5 Hverfísgata Hf. 2ja herb. rúmg. falleg íb. á efrl hæö f eldra stelnh. Gott útsýni. Sérhíti. Bílsk. Verö 1600 þús. Blómvallagata 3ja herb. ca. 75 fm mjðg snytil. íb. á 2. h. I trfokk. Verö 1700 þús. Blikahólar 3ja herb. fb. á 4. hæö f lyftuhúsi. Laus fljótl. Verö 1600 þús. Furugrund 3ja herb. ca. 90 fm íb. á 3. haBð < lyftuhúsi. Fullgerö góö íb. Verö 1800 þús. Hraunbær 88 fm íb. á 1. hSBö. Þv.herb. ( íb. Góö íb. Verö 1750 þús. Hátún 3ja herb. samþ. kj.íb. i tvfb. -steinh. Háaleítishverfi 4ra—5 herb. 117 fm íb. á 2. hœö. Þv.herb. f fb. Sérhlti. Bflsk. Fallegt útsýni. Ibúö á eftirsóttum staö. Blöndubakki 4ra herb. 115 fm fb. á 3. habð auk 20 fm herb. f kj. Góö fbúö. Breióvangur 4ra—5 herb. 122 fm mjög góö fb. á 1. hsaö. Þv.herb. f fb. Suöursv. óvenju rúmg. stofur. Mögul. aö taka 2ja herb. ib. uppf kaupverö. Flúðasel Laus (búö á 3. hæð. Bílgeymsla. Stórar suöursv. Verö 2,2 mlllj. Jörfabakki 4ra herb. fb. á 1. hæö auk herb. f kj. Mjög góö fb. f ról. hverfl. Þv.herb. í ib. Ný teppi. Bakkasel Vandaö raöh. á 3 hæöum, samt. ca. 260 fm auk bflsk. 2ja herb. íb. í kj. Glsssil. útsýnl. Verð 4,6 mlllj. Selás 195 fm raöhús á 2 hæöum auk tvöf. bílsk. 5 svefnherb. Verö 4,2 millj. Bugðulækur 140 fm íb. á 2 hæöum. 4 svefnherb., góöur bilsk. Vðnd- uö eign á góöum stað. Rjúpufell 140 fm endaraöh. á einnl hæö. Bflskúr. Gott hús, ræktaöur qarður. Verö 3 millj. Draumahús unga fólks- ina MjÖg snoturt og gott jámklætt timburhús á steinkjaUara á góö- um staö í miöbæ Hafnarfjaröar. í smíðum — Ártúnsholt Einb.hus á tveim hæöum, samt. 193 fm. auk 31,5 fm bilsk. Til afh. strax. Góöur staöur. Jakasel Elnbýll, hæö og rls, 168 fm, auk 31,5 fm bilsk. Verö 2.5 millj. Kambasel Raðh. á 2 hæöum, ca. 193 fm meö innb. bflsk. Selst fokheit en fullgert aö utan, m.a. lóö og bflastæöi (meö hitalðgn). Einstakt tækifærl til aö kaupa fokhelt hús i fuHgeröi hverfi. Hagstætt verö. Teikn. á skrífst. Til afh. strax. Grafarvogur Glæsil. 203 fm endaraöh. á 2 hæöum meö innb. bilsk. Gert er ráö fyrlr yfirbyggðum garðsvöl- um. Húsiö selst fokh. Hagstætt verö. Ofanleiti Nú er aöeins ein 4ra herb. 117 fm endafb. á 2. hæö eftir f vin- sælu 3ja hæöa blokkinni sem vfö höfum veriö til sölu. Bílsk. Teikn. á skrífst. Kárí Fanndai Guöbrandsson, Lovísa Kristjánsdóttír, Bjðm Jónsson hdt. Aðalfundur Kaupmannafélags Vestfjarða: Verzlanir einstaklinga og samvinnufélaga starfi á jafnréttisgrundvelli AÐALFUNDUR Kaupmannafélags Vestfjarða var haldinn á Hótel fsa- flrði hinn 29. september síðastliðinn. Benedikt Bjarnason, sem verið hef- ur formaður félagsins, baðst undan endurkosningu og var Heiðar Sig- urðsson kjörinn í hans stað. Aðrir í stjórn félagsins eru: Úlfar Ágústs- son, Ásgerður Halldórsdóttir, Gunn- laugur Jónsson og Kristján Jó- hannsson. í ályktunum fundarins segir að hann fagni þeim skrefum, sem stjórnvöld hafi stigið til aukins frjálsræðis i verzlun og telur fundurinn, að það muni eflaust bæta hag bæði verzlana og neyt- enda. Þá bendir fundurinn á slaka afkomu landsbyggðarverzlunar al- mennt, en sökum mikilvægis landsbyggðarverzlana fyrir þjóð- arheildina „eru stefnumarkandi aðgerðir nauðsynlegar til að lækka rekstrarútgjöld þeirra". Bent er á veigamikla þætti til lækkunar, svo sem jöfnun orku- kostnaðar og hagkvæma lánafyr- irgreiðslu. Kundurinn ítrekaði fyrri álykt- anir um niðurfellingu á sérskött- um á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði, um niðurfellingu sölu- skatts á flutningskostnað innan- lands og um lækkun á launaskatti til samræmis við aðrar atvinnu- greinar, er greiða lægri skattpró- sentu. Þá itrekaði fundurinn að greiddur yrði kostnaður við inn- heimtu söluskatts. Aðalfundurinn krefst þess að stjórnvöld sjái til þess með laga- setningu, að verzlanir einstakl- inga og samvinnufélaga geti starf- að á jafnréttisgrundvelli, séu jöfn gagnvart lögum landsins, án for- réttinda. Mótmælt er því ranglæti í skattalögum að eigendur i einka- rekstri fái ekki frádregið í rekstr- arreikningi 6% lífeyrissjóðsfram- lag fyrirtækis fyrir störf sín, eins og heimilt er í öðrum rekstrar- formum. Hvetur fundurinn stjórn Kaupmannasamtaka fslands til að halda fast á málum við ráðherra- skipaða nefnd, sem endurskoðar nú ýmis lög varðandi félög og stofnanir í atvinnurekstri. Það hefur grundvallarþýðingu fyrir heill og framtíðarhag verzlunar- fyrirtækja í einkaeign, að ná nú fram réttlátum breytingum og leiðréttingum á ýmsum úreltum ákvæðum í þessum lögum. Þá bendir Kaupmannafélag Vestfjarða á að samgöngur milli byggðarlaga á Vestfjörðum séu grundvöllur fjölgunar og treyst- ingu byggðar á Vestfjörðum. Leggur fundurinn því þunga áherslu á að nú þegar verði hafist handa um að útvega fjármagn og tæki til að tryggja daglegar sam- göngur á Vestfjörðum meðal ann- ars með greftri jarðganga í gegn um þau fjöll, sem mestum farar- tálma valda. Mikill íbúaflótti hef- ur verið á Vestfjörðum á síðast- liðnum áratugum. Skorar félagið á stjórnmálamenn og atvinnurek- endur í héraðinu að taka höndum saman til markvissrar sóknar þar til íbúafjölda hefur verið náð, sem tryggir eðlilega þjónustu og fjöl- breytni í atvinnuháttum. Háskóla- tónleikar á morgun SÍDUSTU Háskólatónleikarnir á haustmisseri 1984—85 verða haldnir í Norræna húsinu í hádeg- inu mióvikudaginn 5. desember. Flytjendur eru Kjartan Óskarsson, klarinett, Helga Þór- arinsdóttir, víóla og Hrefna Eggertsdóttir, píanó. Þau flytja verk eftir Max Bruch. Tónleikarnir hefjast kl. 12:30 og standa u.þ.b. hálftfma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.