Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 írskur uppeldisfræð- ingur flytur erindi ÍRSKI uppeldLsfræðingurinn dr. Roy MeConkey flytur erindi í Kennara- háskóla íslands, í dag, þriðjudaginn 4. desember, klukkan 16.00. Heiti erindis hans er „Teaching the men- tally handicapped". I dag flytur hann einnig fyrirlestur á vegum Fé- lags ísl. sérkennara og Félags tal- kennara og talmeinafræóinga, sem nefnist „Teaching language to men- tally handicapped". A vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Styrktarfélags vangefinna flytur dr. McConkey erindi í Norræna húsinu miðviku- daginn 5. desember kl. 20.30. Er- indið nefnist „How to change the community attitude to mentally retarded people". Fimmtudaginn 6. desember heldur McConkey námskeið I Borgartúni 6, sem einkum er ætl- að kennurum sérskóla og starfsliði viststofnana þar sem vangefnir dvelja. Þar mun hann fjalla um myndbandanámskeiðin „Let’s play“ og „Putting two words to- gether". Dr. McConkey hefur um áratugi fengist við rannsóknir á kennslu vangefinna, bæði við Hester Adrian-stofnunina í Manchester og St. Michaels House-stofnunina í Dublin. Hann er kunnur sem höf- undur bókanna „Let me play“, „Let me speak“, „Teaching the handicapped child“ og „Breaking barriers". Hver þekkir fólkið? ÞÓRIR Einarsson, prófessor við Há- skóla íslands, hafði samband við Morgunblaðið og óskaði eftir því að Ijósmynd þessi yrði birt í blaðinu, í von um að þeir sem þekktu fólkið á myndinni kæmu til sín boðum. Myndin birtist í áttunda bindi þýsk- islensku árbókarinnar „Island” sem gefin er út af Germaniu og íslands- vinafélögum í Þýskalandi. t texta undir myndinni segir að maðurinn annar frá vinstri sé Heinrich Erkes, þýskur jarðfræð- ingur og tslandsvinur, i einni af síðari ferðum sínum hér um land- ið í lok þriðja áratugarins. Bóka- safn Erkes um ísland er nú í eigu Háskólabókasafnsins í Köln. Bið- ur Þórir þá sem bera kennsl á ís- lenska vini Erkes á myndinni, vinsamlegast að koma til sin boð- um í síma 25088. Leikfélag Selfoss sýn- ir Sem yður þóknast SelfoMu, 28. nóvember. LEIKFÉLAG Selfoss frumsýndi gamanleikinn Sem yður þóknast, eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, sunnudag- inn 25. nóv. sl. undir lcikstjórn Arn- ars Jónssonar. Leikfélagið á sér stóran aðdáendahóp sem býður frumsýninga félagsins með eftir- væntingu á hverju ári. Félagið hefur á að skipa ágætu hæfileikafólki sem ekki hikar við að taka að sér vanda- söm leikhlutverk. Selfossbíó var fullskipað eins og ævinlega á frumsýning og leikur- um og leikstjóra var veí tekið. Sem yður þóknast er erfitt verk í flutn- ingi og gerir kröfur til leikaranna um snurðulaust tungutak. Alls taka 18 leikarar þátt í verkinu og fara sumir þeirra með tvö hlut- verk. Búningar eru fengnir að láni hjá íslensku óperunni og eru flest- ir gerðir af Unu Collins sem einnig aðstoðaði við gerð leikmyndar. I samtali við eitt héraðsblaðanna segir Arnar þetta vera sprúðlandi gamanleik og ekki verður annað séð en honum hafi tekist vel upp því leikurunum tekst ágætlega að koma gamanseminni til skila þannig að salurinn dunaði af hlátrasköllum og lófataki út alla sýninguna. Áformað er að sýna leikritið nokkrum sinnum á Selfossi og einnig að fara með það til höfuð- borgarinnar, fáist húsnæði til sýn- inga. _ Sig. Jóns. Morjfunblaóiö/ hmiHa Frá vinstri: ólafur Hauksson, útgefandi, Sigurður Fossan Þorleifsson, frkvstj., og Þórarinn Jón Magnússon, rítstjóri. Frá æfingu á „galdrakarlinum“ á Sauðárkróki. Leikfélag Sauðárkróks: Sýnir barnaleikrit í fyrsta sinn SUNNUDAGINN 9. desember nk. kl. 16.00 frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Galdrakarlinn í Oz eftir Frank L. Baum, í leikgerð John Harrysons. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Leikfé- lags Sauðárkróks sem barnaleikrit er tekið til sýningar, en saga leik- félagsins spannar rúm 100 ár. Fjöldi leikenda kemur fram í sýningunni og auk þeirra hefur verið sett saman hljómsveit og kór skipaður 15 börnum. Leikstjóri sýningarinnar er Hávar Sigur- jónsson og hefur hann fengið til liðs við sig börn úr 5.—8. bekk Grunnskóla Sauðárkróks við skreytingu leikmyndar undir hand- leiðslu Margrétar Björnsdóttur, myndmenntakennara. Frumsýning verður sem fyrr segir sunnudaginn 9. desember kl. 16.00 en síðan verður gert hlé á sýningum til 29. desember og eru fyrirhugaðar fjórar sýningar milli jóla og nýárs. Sýningar verða í félagsheimil- inu Bifröst á Sauðárkróki. (Frétutilkynning) Eigendurnir í hinni nýju verzlun. SelfoHsi, 30. nóvember. ÞANN 30. september sl. opnuðu hjónin Júlíana S. Hilmarsdóttir og Viktor Sigurbjörnsson blóma- og gjafavöruverslunina Eyrarrós á Eyravegi 15 á Selfossi. Þau eru bæði búsett í Hvera- gerði þar sem Viktor rekur garð- yrkjustöð og ræktar pottaplöntur, brúðarslör, asparagus og túlípana. MorgunblaðiA/ sig jóns í Eyrarrós fást blóma- og gjafa- vörur ásamt blómaskreytingum. Þá eru á boðstólum handunnar keramikvörur eftir íslenska konu, Aldísi Einarsdóttur. Að sögn þeirra hjóna hefur reksturinn gengið vel en verslunin er opin alla daga nema sunnu- daga. sig jóns Stúdentaráð mótmælir inn- tökuprófum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á 11. fundi Stúdentaráðs Há- skóla fslands 27. nóvember sl.: Stúdentaráð Háskóla íslands lýsir andstöðu við hugmyndir sem fram hafa komið um að tekin verði upp inntökupróf í lækna- deild. Að fenginni reynslu varðandi „numerus clausus" er líklegt að fleiri deildir innan Háskóla ís- lands fylgi í kjölfarið. Stúdentaráð Háskóla íslands telur að hvort sem um er að ræða inntökupróf eða „numerus claus- us“ sé verið að grípa til aðgerða sem samrýmast ekki þeirri grund- vallarhugsjón sem lá að baki setn- ingu laga um Háskóla íslands. Akureyri: Hársnyrtifólk á námskeiði Akureyri, 3. deaember. FJÖLDI hársnyrtifólks af Norður- iandi sótti námskeið á vegum Euro- design-klúbbsins á Akureyri, sem haldið var 1. og 2. des. á Akureyri. Meðlimir klúbbsins á Akureyri koma saman vikulega og skoða myndbönd með af þvi nýjasta sem boðið er upp á í fagi þeirra í Evrópu. Leiðbeinendur á nám- skeiðinu voru Torfi Geirmunds- son frá Reykjavík og Kristín Bartletter frá Englandi. Margar nýjungar komu fram og var al- menn ánægja á námskeiðinu með þessa heimsókn. Morgunblaöiö/G. Berg. INNLENT þ A Lúxus, nýtt tímarit SAM-útgáfunnar LÚXUS nefnist nýtt tímarit sem nú hefur hafið göngu sína. Er það HAM-útgáfan sem gefur tímaritið út en framkvæmdastjóri hennar er Sigurður Fossan Þorleifsson. Rit- stjóri og ábyrgðarmaður er Wrar- inn Jón Magnússon og aðstoðarrit- stjóri Unnur Steinsson. Auglýs- ingastjóri er Birna Sigurðardóttir. 1 tímaritinu er sagt frá ýms- um ferðamöguleikum, matsölu- stöðum, fatnaði, skartgripum, skemmtunum, bifreiðum, hljóm- tækjum, tómstundariðkunum, list og öðru þar fram eftir götun- um. Lúxus, sem kemur út sex sinnum á ári, er yfir hundrað síður að stærð, fimm dálka og í stóru broti. í tilefni að útkomu hins nýja tímarits, gengst SAM-útgáfan fyrir hátíð í veitingahúsinu Broadway annað kvöld, 5. des- ember. Þar verður sýning á skartgripum og borðbúnaði og Dansstúdíó Sóleyjar sýnir dans. Þá verður tískusýning og Björgvin Halldórsson og Þuríður Sigurðardóttir syngja lög eftir Cole Porter. Að lokum verður krýnd Lúxus-drottning ársins. Hátíðin stendur fram yfir mið- nætti og leikur hljómsveit Gunnars Þórðarsonar fyrir dansi. Ný gjafavöruverslun á Selfossi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.