Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 43 Guðjón Jónsson gefið góða raun, hvorki ykkur persónulega né þjóðinni. Um það er sifelldur barlómur nokkurt vitni, þótt falskur sé af margra munni. Sannleikurinn er sá — og það er alkunna — að stór hluti þjóðarinnar nýtur enn miklu meiri kaupmáttar en þjóðarbúið þolir um sinn. Kannski er meiri þjóðar- nauðsyn að minnka kaupgetu sumra en að efla kaupmátt al- mennt. Ég á ekki von á því, að þið, ungu kennarar, né aðrir láglaunahópar innan BSRB, ráðið miklu um kjarasamninga ykkar eða hvernig raðað er í launaflokka, fremur en gerist í samtökum okkar banka- manna. En þeim mun ég helga aðra grein, ef mér endist móður. Það eru væntanlega forystumenn ykkar í hæstu launaflokkum sem jafnt stýra stríðinu og samning- unum. Þessir menn hafa nú þegar eignazt allt sem þeir þurfa til lífs- ins, alið upp börn sín og menntað þau. Þeir hafa klifrað upp met- orðastigann og fengið starfsald- urshækkanir við síminnkandi þörf, þeir þurfa sennilega alls enga launahækkun nú, meðan neyðarástand er að verða hjá sum- um hópum í þjóðfélaginu. Það er mannlegt að þeir þegi yfir þessu og krefjist sömu hækkunar fyrir allan hópinn, ekki í krónum held- ur prósentum, svo að þeir fái raunar meiri hækkun en hinir þurfandi. Ef þið sættið ykkur við þetta áfram, unga fólk, þá upp- skerið þið það eitt að verðbólgan æsist á ný og leggur samfélagið í rúst. Hinn fátæka leggur hún fyrst að velli. Það er bláber skylda ykkar, hvers einasta eins, að þekkja sannleikann um kjarasamninga undanfarin ár og afleiðingar þeirra. Lesið t.d. greinar hins virta hagfræðings Olafs Björns- sonar í Mbl. 27. ág., 2. og 7. sept. 1983. Og gerið ykkur ljóst, að réttlæti í skattgreiðslu er í senn bezta og öruggasta kjarabót launafólks og kostar ekki verð- bólgu, og jafnframt einhver mik- ilvægasti prófsteinn á heiðarleika og réttlæti í samfélaginu. Það er skýlaus skylda þess að afla sér- hverrar vitneskju sem þarf til að ná viðhlítandi árangri í þessu efni, til þessa er samfélagið stofnað. Látið því þessa kröfu ekki niður falla, þó að kyrrist um sinn á vinnumarkaði. Aftur á móti er engin augljós nauðsyn að ljóstra upp eins miklu og nú er gert um einkahagi manna, sbr. skatt- skrána, og líklega vitlaust að gera það og til þess fallið að freista manna til að dyljast. Og áfram nú, unga fólk: íslandi allt Meginástæða þess að ég ákvað ið beina orðum til ykkar, ungu tennarar, er sú að þið létuð um nríð meira á ykkur bera en aðrir þrýstihópar, og án þess að sýna þá ábyrgð og skilning á þjóðmálum sem ætlazt verður til af útvöldum fræðurum næstu kynslóðar, — já, virtust alls óvísir þess, hvílíkt glæfra- og glæpaspil hefur verið leikið um langa hríð, m.a. með mis- beitingu hins gífurlega afls samein- aóra stéttasamtaka í landinu, — fullkomlega til jafns við rangar ákvarðanir stjórnvalda og ann- arra umsjónarmanna fjármagns (sem réttilega fá þungar ásakanir fyrir, og þá ekki sízt frá hinum fyrr nefndu, þótt sannarlega kasti þeir grjóti sínu úr glerhúsi). Feginn vildi ég mega verja mín- um veiku kröftum, eins og ég hef áður borið við, til að segja þeim til syndanna sem meiri sök eiga á vanda þjóðarinnar en þið — og mér þykir verulega fyrir því að vera til neyddur að vanda um við ykkur í þetta sinn. En mér rennur blóðið til skyldunnar, og sú er önnur ástæða fyrir skrifi mínu nú, samúð með stéttinni — og með þeim sem ekki eiga. Þið máttuð kannski sízt við þvi að fyrirgera þeirri samúð sem þið nutuð meðal þjóðarinnar. Að sjálfsögðu veit ég næsta lítið um hvað henni líður, — en samúð mín er ekki lengur með ykkur, heldur með börnunum ykkar og barnabörnum — þeim sem erfa skulu landið, og ábyrgð- arleysið og verðbólguskuldirnar. Það ok verður lagt á þeirra herðar: SYNDIR FEÐRANNA KOMA NIÐUR Á BÖRNUNUM. Þá verður kannski allur fiskur dauður í sjó og þjóðartekjur ís- lendinga koma af engu nema því að telja peninga og innheimta skuldir vegna kreditkorta m.m. Þá verður kannski gott að vera lektor í félagsfræði með laun í samræmi við þjóðartekjur, þegar útgerð er úr sögunni og stóriðja landræk. Ætli það þó? EÐA HVER BORGAR ÞÁ RÍK- INU, ágætu ungu ríkisstarfs- menn? Með friðarkveðju og ósk um far- sælt og réttlátt þjóðfélag. Guðjón Jónsson er fyrrverandi kennari og starfar nú rið Seðla- banka íslands. ER SKIRTEINI ÞífTUR GILDIGENGID? -eóa gerirþaó fljótlega. Hafðu gát á gildistímanúm. Fjöldi fólks missir ökuleyfið á hverju ári vegna vanrækslu við endur- nýjun. Slík vanræksla getur kostað það, að taka þurfi ökupróf að nýju. í tilefni 5 ára afmælis Passamynda bjóðum við 15% afslátt í desember á öllum passamyndatökum. Við endurnýjun öku- skírteinis þarf að hafa eftirfarandi liandbi'rt: • Nýjarskírteinismyndir • Gamla ökuskírteinið • I.æknisvottorö 1113151 PASSAMYNDIR f ALLA PASSA Á HLEMMI fl’itl Falleg og Ijúf lljjli í 111 i j !i|ir I 1 r f íi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.