Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 44

Morgunblaðið - 04.12.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Minning: Markús B. Þor- geirsson sjómaður Fæddur 14. ágúst 1924. Dáinn 24. nóvember 1984. Þann 24. nóvember síðastliðinn kvaddi þennan heim tengdafaðir minn og einlægur vinur, Markús Benjamín Þorgeirsson björgun- arnetahönnuður. Markús var sextíu ára er hann lést. Hann var um margt sérstak- ur maður. Af þeim sem best þekktu hann, var hann talinn ein- lægur, hjartahlýr og sáttfús og þvi þess verður að öðlast mikinn sess í lífi þeirra. Þetta er mér efst í huga er ég lít til baka og virði fyrir mér kynni min af þessum einstaka persónuleika. Ég kynntist Markúsi fyrst 1969 er ég trúlofaðist dóttur hans og flutti inn á heimili tengdaforeldra minna. Síðar átti ég eftir að stunda sjó með Markúsi á Katrinu GK 90 og vinna mikið með honum að þeirri útgerð. Eftir það skildu leiðir að nokkru, þegar ég lauk námi og hóf kennslustörf 1973 og Markús hóf aftur störf á stærri skipum. Síðustu sjö mánuði i lífi Mark- úsar naut ég þeirrar gæfu að fá að kynnast hugðarefnum og hugsjón Markúsar og einlægum vinum hans. Ég lærði á þann hátt að meta og virða manninn og mann- vininn Markús, sem mörgum vandalausum þótti stundum koma skringilega fyrir og sumum þótti harðskeyttur i viðskiptum. En undir þessu yfirbragði var maður, sem gerði sér grein fyrír eigin takmörkunum. Maður með sterkan vilja og einbeitni og mjög hæfur á sínu sviði. Þetta sanna hugmyndir Markúsar varðandi björgunarmál, sem um margt voru einstakar, og barátta hans fyrir öryggismálum sjómanna. Markús átti þannig hugmyndina að þvi að lögskipa ljóskastara um borð i öll þilskip 1947, sem öryggistæki. Hermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri ÍSÍ sem þá var al- þingismaður, flutti þessa tillögu Markúsar inn á Alþingi. í ársbyrj- un 1947 safnaði Markús undir- skriftum allra togaraáhafna undir áskorun til Alþingis um að Al- þingi setti í lög sex og sex vaktirn- ar, þ.e. vökulögin svonefndu, sem íslenskir togarasjómenn búa enn að. Áður þurftu togarasjómenn að vinna meðan þeir stóðu uppi og án hvíldar, þegar mikið fiskaðist. Má ætla að margir lifi nú í dag fyrir þessa framsýni og framtak Mark- úsar. Laun Markúsar fyrir þetta framtak voru mótlæti, sem um margt mótaði Markús, svo hann þurfti oft að hafa meira fyrir sinni baráttu en aðrir. Ætla má að Markús hafi byrjað að hugsa svo mjög um öryggismál sjómanna í ársbyrjun 1947, er hann sá á eftir tveimur vinum sín- um í sjóinn, er hann var skipverji á togaranum Maí frá Hafnarfirði. Er ég þess fullviss að sú minning og sú margháttaða reynsla sem hann fékk á sjómannsferli sínum, gaf honum kraft og hugvit til að fara að þróa upp björgunarnet þau, sem nú eru viðurkennd af öll- um reyndum og hugsandi sjó- mönnum og bera nafn hans, „Markús". Hug Markúsar til stéttar sinnar má víða merkja. Ein af óskum hans var að framleiðsla á björgun- arnetinu Markús skapaði vinnu fyrir eldri sjómenn og sjómenn með skerta starfsorku. Er það okkar hlutverk, sem lifum Markús að sjá til þess að honum verði að ósk sinni. Lýsir þessi hugsun hans vel mannvininum Markúsi B. Þorgeirssyni. Markús bar sérstakar tilfinn- ingar til uppeldisstöðva sinna í Kolbeinsstaðahreppi. Þar átti hann góða vini, sem hann vitjaði oft. Ég færi öllum velunnurum Markúsar bestu þakkir fyrir þeirra þátt í lífi og lífsstarfi hans. Ég er þess fullviss að Markús kvaddi þennan heim sáttur við allt og alla. Hann fór á þann hátt, sem hann hafði óskað sér. Ég minnist hans með þakklæti fyrir allt það sem hann veitti okkur á æviskeiði sínu. Vil ég ljúka þessum kveðjuorðum með þeirri bæn, sem Markúsi var svo kær og hann fór oft með: „Hjálpið öllum aumum, smáum, ungum, gömlum, veikum, lágum, hreinu kærleikshjarta frá. Málleysingja munið alla, mannúð, samúð fram skal kalla. Ríki drottins reist er þá.“ Pétur Th. Pétursson Markús B. Þorgeirsson sjómað- ur og uppfinningamaður er látinn. Markús var einstakur áhuga- maður um allt sitt sem sneri að öryggismálum sjómanna. Undan- farin ár vann hann að þróun á björgunartæki því sem við hann er kennt, Björgunarnetinu Markús. Björgunarnet þetta hefur sannað notagildi sitt við björgun manns- lifa úr sjávarháska, þar sem önn- ur björgunartæki komu ekki að notum. Björgunarnetið Markús er nú almennt talið sem ein af merkari nýjungum á sviði björg- unartækja fyrir skip. Skömmu fyrir andlát Markúsar þá hafði þingnefnd, skipuð af samgöngu- málaráðherra til að fjalla um ör- yggismál sjómanna, skilað inn áliti sínu til alþingis. Þingnefndin leggur til að Björgunarnetið Markús verði þegar fyrirskipað um borð i öll íslensk skip og komi til viðbótar öðrum öryggisbúnaði. öryggismálanefnd sjómanna hef- ur þannig veitt Markúsi þá viður- kenningu fyrir ævistarf sitt, að minningin um þennan duglega og áhugasama skipstjóra og uppfinn- ingamann mun lifa áfram í björg- unarnetinu „Markús", ekki aðeins á íslandi heldur víða um heim. Því nú þegar er mikill áhugi á þessu nýja björgunartæki erlendis og á sjávarútvegssýningu þeirri, sem haldin var nýlega í Reykjavík. Þá var björgunarnetið Markús talið með merkari nýjungum á þessari alþjóðlegu sýningu. Markús B. Þorgeirsson var einn af hinum mörgu islensku uppfinninga- mönnum, þessum listamönnum atvinnulifsins, sem skapa nýjar framleiðsluhugmyndir sem skapa ný atvinnutækifæri og efla is- lenskan iðnað og útflutning. Það var ávallt ánægjulegt og áhugavert að kynnast Markúsi og ræða við hann um hans helsta áhugamál, bætt öryggi islenskra sjómanna. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Markúsar, Helenu Rak- el Magnúsdóttur, tengdamóður hans, dætrum, tengdasonum, ætt- ingjum og vinum samúð. Jón Hjaltalín Magnússon Grete Sveinsson — Minningarorð Fædd 16. júní 1935 Dáin 26. névember 1984 í dag verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju Grete Sveinsson góð vinkona mín og nágranni. Hún fæddist 16. júni 1935 i bænum Bogense á Fjóni Danmörku, dóttir Else og Karls Nielsen. Foreldrar hennra slitu samvistum og ólst hún upp að mestu leyti hjá móður- ömmu sinni i nábýli við móður sína og systkini. Fyrir tæpum þrjátíu árum flutti hún til íslands er hún giftist Jóni Sveinssyni vél- virkja og höfðu þau kynnst í Dan- mörku. Bjuggu þau um skeið á Siglufirði og Reykjavik en síðustu árín á Álftanesi. Kynni okkar Grete hófust er við fluttum báðar úr stóru þéttbýli i þetta litla sam- félag okkar hérna á Álftanesinu. Við unnum saman sumarið 1978 við námskeið fyrir börn á vegum sóknarprestsins og hefur okkar vinátta ætið verið einlæg, hrein- skiptin og gott var að eiga hana að vini þegar gustaði um mannlifið i litla samfélaginu. Við áttum mikla samleið þó ég hefði kosið að árin hefðu mátt verða miklu fleiri. Synir okkar urðu bekkjarbræður og vinir, heimagangar voru þeir hvor hjá öðrum og oft gaman að heyra þá ræða um lífið og framtíð- ina. Yngri börn okkar urðu ferm- ingar- og bekkjarsystkin. Grete var vel gefin kona, trygg vinum sínum, hreinskilin og umfram allt manneskjuleg. Talaði góða ís- lensku og hafði gott eyra fyrir Ijóðum og bókmenntum. Það var okkur vinum hennar mikil harma- fregn þegar hún veiktist fyrir ári af banvænum sjúkdómi. Hefur hún síðan dvalist lengst heima og andaðist 26. nóvember. Þetta ár sem brátt er á enda hefur verið Grete erfitt, miklar þrautir og erfiðleika hefur hún mátt þola, en hún sýndi hve mikið andlegt þrek henni hafði verið gefið. Hún hefur ekki staðið ein. Hennar góði eigin- maður, yndisleg móðir sem kom frá Danmörku fyrir niu mánuðum til að hjálpa þeim á erfiðum tim- um, börnin þeirra fimm og tengdabörn, gerðu það sem þau gátu. Ég hef sjaldan séð jafn góða vináttu milli tengdasonar og tengdamóður eins og Jóns og Else, það er aðdáunarvert og mikill lærdómur. Grete var virk félags- kona i Kvenfélagi Bessastaða- hrepps og góður starfskraftur hjá barnastarfinu í söfnuðinum með- an kraftar hennar entust. Þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka Grete fyrir samfylgdina sem var mér dýrmæt. Heiðarleiki, hreinskilni og hispursleysi voru hennar aðalsmerki. Hún verður ætíð minnisstæð okkur hjónunum sem voru svo gæfusðm að kynnast henni jafn náið og við gerðum. Hún er kvödd með trega og þakk- læti. Eiginmanni, móður, börnum og allri fjölskyldu hennar vottum við dýpstu samúð. Guðrún Hjálmarsdóttir og fjölskylda. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.