Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 04.12.1984, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1984 Hin njja fiskimjölsverksmidja Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar. Morgunbi«ði9/Svav»r Hraðfrystihús Ólafsfjarðar: Ný fiskimjölsverksmiðja tekin í notkun á laugardag firfti, en vélar voru settar niður Landsmiðjunni undir stjórn af Vélsmiðju Ólafsfjarðar og Þorleifs Marteinssonar. Heimsmeistaraeinvígið: Stutt jafntefli Hraðfrystihús Ólafsfjarðar tek- ur á laugardag í notkun nýja fiski- mjölsverksmiðju. Er hún til húsa í nýrri 418 fermetra byggingu, sem byrjað var á síðastliðið vor. Aætl- aður kostnaður við framkvæmdir þessar er 25 milljónir króna. Þorsteinn Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri hraðfrystihússins, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins, að fyrir á staðnum hefði verið nánast ónýt og úrelt verksmiðja og yrði því mikil bót af þeirri nýju. Hún hefði verið keypt úr færeyska verksmiðju- skipinu Gullfinni frá Vestmanna á síðasta ári og annaði 150 lest- um á sólarhring. Hún væri fyrst og fremst ætluð til vinnslu úr beinum og úrgangi, en einnig væri hægt að bræða þar loðnu. Því væri ætlunin að reyna að fá einn loðnufarm fyrir jólin til prufukeyrslu. Verksmiðjuhúsið var byggt af Tréveri hf. og Ási sf. á Ólafs- Skák Bragi Kristjánsson Karpov og Kasparov tefldu 29. skákina í heimsmeistaraeinvíginu í Moskvu í gær. Byrjunin var Mer- an-vörn, sem oft leiðir til harörar baráttu. Karpov hafði þó ekki mik- inn áhuga á að tefla flókna skák og tefldi rólega. Áskorandinn reyndist ekki í miklum vígahug heldur og var jafntefli samið eftir 13 leiki. Þessi skák var sú stysta í einvíginu til þessa, svo að skák- áhugamenn verða að bíða þess að heimsmeistarinn vinni sjöttu skák- ina til að Ijúka þessu einvígi. 29. skákin Hvítt: Karpov Svart Kasparov 1. Rf3 — d5, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — c6 Er Kasparov að bjóða upp á Botvinnik-afbrigði? 5. e3 — Heimsmeistarinn hefur ekki áhuga á að fá svar við spurning- unni. Eftir 5. Bg5 — dxc4, 6. e4 - b5, 7. e5 - h6, 8. Bh4 - g5, 9. Bh4 — g5, 10. Rxg5 — hxg5, 11. Hrafnkell Jónsson á Eskifíröi um miðstjórnarkjör ASÍ: Þáði stuðning Alþýðuflokks — en er enn flokksbundinn sjálfstæðismaður „ÉG ER flokksbundinn Sjálfstæðismaður, ekki Alþýðuflokksmaður eins og sagði í Mbl. fyrir helgina,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, varamaður í miðstjórn ASÍ og formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, í spjalli við blm. Mbl. í lok ASÍ-þings í síðustu viku. „Hins vegar tók ég stuðningi Alþýðuflokksmanna í miðstjórnarkjörinu. Tilboði þeirra um stuðning fylgdu engin skilyrði um Hrafnkell. Hann sagðist vel treysta sér til að starfa í miðstjórn Alþýðu- sambandsins „án þess að vinna þar eftir þeim pólitísku línum, sem foringjar stjórnmálaflokk- anna hafa sett upp. Ég vænti góðs samstarf við Alþýðu- flokksmenn ekki síður en aðra miðstjórnarmenn. Ég vona að þær flokkspólitísku línur, sem komið hafa fram á ASÍ-þinginu, endurspeglist ekki í miðstjórn- inni, því mér finnst mjög alvar- legt hvernig stjórnmálaflokk- arnir hafa náð frumkvæðinu af kjörnum þingfulltrúum," sagði hann. Hrafnkell er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Eskifirði og sagðist mundu halda áfram að gegna trúnað- að ég gengi í lið þeirra," sagði arstörfum sem slíkur „á meðan mér er ekki vísað formlega úr flokknum. Ég er að mörgu leyti ósáttur við stefnu flokksins, eins og hún kemur fram í stjórnar- samstarfinu, en það verður að reyna á hvort sú andúð er nægi- leg ástæða til að vísa mér úr Sjálfstæðisflokknum." Hann sagðist láta sig dreyma um „að íslenskir launþegar yrðu það fé- lagslega þroskaðir, að þeir komi sér upp landstjórnarafli, eins og því sem rætt hefur verið á Al- þýðusambandsþinginu. Það má kannski segja að ég hafi ekki fundið mér flokk — ég er lýð- ræðissinnaður félagshyggju- maður og geri mitt besta til að vinna að hagsmunum launþega i landinu," sagði Hrafnkell Jóns- son. Bxg5 — Rd7, 12. exf6 o.s.frv. kemur upp ofannefnt Botvinn- ik-afbrigði. Kasparov er vanur að tefla það með hvítu, en Kar- pov langar greinilega ekki til að tefla þessa flóknu byrjun. 5. — Rbd7, 6. Bd3 — dxc4 Nú kemur upp svokallað Meran-afbrigði. Það leiðir oft til flókinnar og skemmtilegrar bar- áttu, en ekki í þetta skipti! 7. Bxc4 — b5, 8. Be2 — Venjulega er leikið hér 8. Bd3, en þá hefur svartur tækifæri til að tefla flókin afbrigöi eins og: 8. — a6, 9. e4 — c5, 10. e5 — (eða 10. d5) cxd4,11. Rxb5 — axb5,12. exf6 — Db6 o.s.frv. 8. — Bb7, 9. a3 — b4, 10. Ra4 — bxa3, 11. bxa3 - Be7, 12. 0—0 — 0—0,13. Bb2 — c5 og keppendur sömdu jafntefli. Um þessa stöðu er ekki mikið að segja. Svartur losar sig við staka peðið á c6, en eftir það eru ekki miklir möguleikar í stöð- unni. Staðan: Karpov 5 (24 jafntefli) Kasparov 0 Aukjp málningar- þjónusta Viö höfum selt ýmsar málningarvörur og áhöld í 70 ár. Nú bætum viö um betur og bjóöum fullkomna málningarþjón- ustu fyrir heimili og atvinnuvegi. ALLIR LITIR OG ÁFERÐIR á veggi, gólf, glugga, vinnuvólar og skip 15% Opið á laugardögum í desember afsláttur af allri málningu til jóla HF Ananaustum, Grandagarði, sími 28855.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.