Morgunblaðið - 14.12.1984, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
Helga Ingólfsdóttir
leikur á sembal
Tónlist
Egill Friöleifsson
Fyrir stuttu kom út hjá Fálk-
anum hljómplata, er hefur að
geyma semballeik Helgu Ing-
ólfsdóttur. Þar er að finna þrjú
af meistaraverkum J.S. Bach,
Forleik að frönskum hætti í h-
moll, ítalska konsertinn í F-dúr
og Franska svítu nr. IV í Es-
dúr. Þetta eru sömu verkin og
Helga lék á tónleikum í
Kristskirkju á listahátíð í júní
sl. Tónleikarnir þóttu takast
með sérstökum ágætum, hlutu
einróma lof viðstaddra, og eru
mörgum enn í fersku minni.
Það kom því ekki á óvart að
heyra hve leikur Helgu er vand-
aður og góður á þessari
hljómplötu.
Helgu Ingólfsdóttur þarf
varla að kynna lesendum Morg-
unblaðsins. Hún er fyrsti Is-
lendingurinn, sem fullnemar
sig í þeirri fornu list að leika á
sembal. Á fjölda tónleika und-
anfarinna ára hefur hún flutt
okkur mörg af meistaraverkum
tónbókmenntanna, en tónskáld-
in okkar hafa einnig verið ólöt
að semja sembaltónlist og til-
einka Helgu. Hún er og öllum
listvinum kunn fyrir frum-
kvæði sitt að sumartónleikum í
Skálholti ár hvert.
Svo aftur sé vikið að plöt-
unni, þá er hún ekki tekin upp í
Kristskirkju, þar sem tónleik-
arnir fóru fram, heldur í
Garðakirkju á Álftanesi. Það
var skynsamleg ráðstöfun.
Hljómburðurinn í Garðakirkju
hentar sembalnum vel, lyftir
tóninum hæfilega án þess að
hröðu skalarnir renni saman.
Mér virðist sem tónmeistarinn
Bjarni Rúnar Bjarnason hafi
lagt áherslu á að láta hljóminn
sem mest njóta sín án utanað-
Helga Ingólfsdóttir
komandi tæknibragða og tekist
vel. Við skurð plötunnar er
beitt svokallaðri DMM-tækni,
þannig að tæknivinnan er
vönduð eins og raunar allt sem
viðkemur þessari plötu.
Það þarf varla að fjölyrða um
leik Helgu á þessari plötu. Jafn
vandvirkur og virtur listamað-
ur sem hún, léti áreiðanlega
ekkert frá sér fara á hljóm-
plötu, sem ekki stæðist ná-
kvæma hlustun. En leiðirnar til
að túlka Bach eru margar, og
skilningur manna á verkum
hans misjafn. Þannig er
smekkur minn ekki alltaf sam-
stíga túlkun Helgu á verkum
meistarans, og vildi ég tilgreina
dæmi orðum mínum til skýr-
ingar. Hlið 2 hefst á konsert í
ítölskum stíl í F-dúr BVW 971.
í ágætri grein, er Reynir Ax-
elsson ritar á plötuumslagi, má
m.a. lesa þetta: „Auðkenni ít-
alska stílsins voru einarðleg og
skýr stefjabygging, hrein og
einföld hljómsetning og
kraftmikil og stöðug hrynjandi,
einkum í hröðum þáttum, en
söngblíð ljóðræna í hægum
þáttum." Þarna er vel að orði
komist. Á plötuumslagi segir
einnig að yfirskrift 1. þáttar sé
Allegro (að vísu innan sviga). í
þeirri útgáfu sem ég studdist
við (Wilhelm Hansen, þar sem
Edwin Fischer bjó konsertinn
undir prentun) er yfirskriftin
Allegro poco moderato. Þetta
kann einhverjum að þykja lítill
munur, og það er ekki víst að
Edwin Fischer hafi réttara
fyrir sér en einhver annar, en
að mínu mati leikur Helga kafl-
ann að vísu mjög vel, en full
hratt, þannig að hin einarðlega
og skýra stefjabygging nýtur
sín jafnvel ekki eins og best
verður á kosið. Vegna hraðans
örlar einnig á að hlutir vilji
renna saman, ekki vegna þess
að Helga leiki óskýrt heldur
vegna hljómburðar hússins.
Svo ég bendi nákvæmlega á við
hvað er átt er það í takti
112-115 og 117-119. Þetta
kann nú sumum að finnast
ótrúleg smámunasemi, og mun
ég ekki tína til fleiri slík dæmi.
Það hefur tekið mig lengri
tíma en upphaflega var áætlað
aö setja þessar línur á blað.
Ástæðan er sú, að ég hef gefið
mér meiri og betri tíma til að
hlusta á þessa plötu en ýmis-
legt annað. Þó ég sé ekki í öll-
um tilvikum sammála Helgu
varðandi Bach, dáist ég að heil-
steyptri túlkun hennar, þar
sem virðingin fyrir höfundin-
um kemur alls staðar fram. Það
sem hún lætur frá sjálfri sér
fara, svo sem skrautnótur, trill-
ur og slaufur, er hógværlega og
smekklega gert. Leikur hennar
ber öll merki hins þroskaða
listamanns, sem veit nákvæm-
lega hvað hann er að gera.
Þetta er hljómplata, sem
Bach-unnendur ættu ekki aö
missa af.
„Draugabanar" í átökum í New York 1984. Skyldu ]
á Strandaskottur okkar íslendinga, á árum áður?
aðfarir hafa dugað
Dómsdagsvitleysa
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit:
Dan Aykroyd og Harold Ramis.
Framleiðandi: Ramis. Kvikmynda-
taka: Laszlo Kovacs, ASC. Tónlist:
Klmer Bernstein. Titillag: Ray Park-
er jr. Aðalhlutverk: Aykroyd, Bill
Murray, Sigourney Weaver, Harold
Ramis, Rick Moranis. Bandari.sk,
frumsýnd 1984 og er mest sótta
myndin í ár. Frá Columbia.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla, segir máltækið.
Það á vel við um Ghostbusters.
Undanfarna mánuði hafa borist
fréttir af ævintýralegum vinsæld-
um hennar, austur yfir Atlantsála
og mun nú svo komið að myndin er
næst mest sótta mynd allra tíma,
á ET. eftir eina, ósigraða. Og ekki
öll nótt úti enn.
En Ghostbusters er því miður
ákaflega sér-amerískt fyrirbrigði.
Saturday Night Live gálgahúmor-
inn grasserar á heimamarkaðin-
um, en er upp og ofan sem útflutn-
ingsvara. Undirr. er til efs að vin-
sældir myndarinnar komist á
hálfkvisti hér og i nágrannalönd-
andrés INDR'ÐASON
fÝPA
Á FÖSTU
Óskabækur unglinganna i fyrra og hittifyrra voru Viltu byrja
meö mér? og Fjórtán . . . bráöum fimmtán — sögurnar um
Elias Þór Árnason eftir Andrés Indriðason. Bráðfyndnar sögur
um vandræöalegan strák og hressar stelpur.
Núerkominný!
TÖFF TÝPA Á FÖSTU tekur upp þráðinn haustið '83 þegar
Elias Þór byrjar i 8. bekk — en þráðurinn er þara ekki sá sami:
Mamma og Elias eru flutt í nýtt hverfi og Elias byrjar í nýjum
skóla með krökkum sem hann hefur aldrei séö. Þá er málið aö
koma vel fyrir, vera töff, svalur aö slást, djarfur aö breika,
ódeigurað veifaflösku og tröllavindli. . . þó mann langi mest
til að skriða i felur niðri í geymslu. Best af öllu væri þó aö sýna
nýju félögunum hana Evu, hlaupaspiruna af Skaganum — þá
gæti enginn efast lengur um að Elías væri Töff týpa á föstu!
Bækurnar um Elias Þór eru heillandi skemmtilegar og mjög
vel skrifaöar bækur sem sýna lif unglinga i Reykjavik á lifandi
hátt. Þær eru sjálfstæðar bækur hver um sig en segja þó eina
sögu saman: söguna af þvi hvernig Elias finnur sjálfan sig.
Snjallar myndir Önnu Cynthiu Leplar gefa bókunum aukið
gildi.
Bækur Andrésar hafa veriö söluhæstu unglingabækurnar
undanfarin ár. Þær bregðast ekki.
Verökr. 548.—
Félagsverö kr. 466.—
Mál
aefum cjóAar baiiut
og menning
unum í austri, í samanburði við
velgengni hennar í Vesturheimi.
Ghostbusters er farsi, líkt og
fyrri myndir þeirra Murrays,
Áykroyds og félaga. Uppákomun-
um eru engin takmörk sett. Að
þessu sinni eru þeir Murrey og Co,
draugabanar í NY. Tekst þeim vel
upp í starfi, hafa hálffyllt hjá sér
kjallarana af vakúmpökkuðum
drísildjöflum. Hafa svo gott sem
losað borgarbúa við þennan ófögn-
uð.
Þá gerast válegir atburðir. Von
er á myrkrahöfðingjanum sjálf-
um, og sér til fulltingis fær hann
einn dæmigerðan harðhausinn í
þjónustu hins opinbera, náunga
sem er formaður umhverfisvernd-
arráðs borgarbúa. Embættismað-
urinn hleypir náttúrlega dríslun-
um út og verður nú ólíft í stór-
borginni sökum reimleika og
hverskyns djöfulskapar. Dóms-
dagur er í nánd og þeir einu sem
hugsanlega geta bjargað mann-
kyninu frá tortímingu skrattans
og ára hans eru náttúrlega okkar
menn — „Draugabanarnir".
Þó svo að gamansemi myndar-
innar, og ekki síður framsetning
hennar, sé staðbundin nokkuð við
norður-amerískan fjölmiðlakúltúr
líkt og fyrr er getið, skal það tekið
skýrt fram að margir þættir henn-
ar hljóta að teljast fyndnir og
hressilegir, hvar í álfu sem er. T.d.
fær hinn gamalkunni, hrokafulli
embættismaður, velútilátinn
skammt og lokaatriðið, þegar
paurinn sjálfur birtist í líki eins-
konar ritavaxins sætabrauðs-
drengs — af öllum hlutum, er al-
deilis ólýsanlegt húllumhæ.
Hér er fyrst og fremst gert grín
að öllum þeim afturgöngu —
djöfla- og draugamyndum sem
tröllriðið hafa kvikmyndahúsum á
undanförnum árum. Nægir að
minna á myndir einsog The Exorc-
ist I og II, The Omen I—III, Ghost
Story og Poltergeist í því sambandi.
Tæknilega er Ghostbusters
prýðilega gerð, end brellurnar
undir yfirumsjón Richards
Edlunds, (Star Wars, Poltergeist,
ET o.fl.) Leikstjórnin og leikurinn
er í anda Saturday Night Live.
Sjálfsagt stórkostlegur í augum
margra Vesturheimsbúa og ann-
arra, en virkar ofteygður og full
yfirgengilegur hjá öðrum.
Bill Murray fær hér príma-
donnuhlutverkið og skilar því með
prýði þó maður fái tæpast skilið
það geysilof sem hann hlaut fyrir
það í bandarísku pressunni.
Aykroyd og Ramis halda sig við
SNL ímyndina og einhvern veginn
finnst manni Belushi heitinn
fjarri góðu gamni, enda áttu hann
og Aykroyd hugmyndina að þess-
um ærslafulla farsa.
Sigourney Weaver, sú glæsilega
og hæfileikaríka leikkona, er úti á
hól í fáránlegu hlutverki en litli
aulabárðurinn með Jerry Lewis-
taktana átti bestan dag, fyrir
mína parta. Ef jafn innilega hefði
verið hlegið að öðrum þáttum
Ghostbustcrs í Stjörnubíó og þeim
sem hann kom fram í, hefði ég svo
sannarlega spáð þessu fræga
kassastykki mun meiri velgengni.