Morgunblaðið - 14.12.1984, Page 44

Morgunblaðið - 14.12.1984, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 RESTAURANT arðurinn (, \patiHc[Jv/lin, Öm Arason leikur klassískan gítarleik fyrir matargesti í Húsi verslunarinnar við Kringlumýrarbraut. Borðapantanir í síma 30400 í'rá fyrra námskeiðinu sem haldið var fyrir aðstandendur fatiaðra. jólagjafirnar frá okkur Reykelsi 20,- Stór koddaver 214.- Kínverskar sápur 49.- Steinstyttur 122.- Pennar frá 40.- Sólhlífar 368.- Hrísgrjónaskálar 159,- Silkiluktir 723.- Skálar með skelö 184.- Kínversk veggljós 1.397.- Eggjabikarar 172.- Tesett 1.617.- Barnaskeiöar 166.- Kökubox 1.940.- Blævængir 49.- Lakkkrúsir 1.680.- Skartgripabox frá 123,- Skartgripakassar 1.617.- Ljósaskermar 274.- Mikiö úrval af skart- Tekrúsir Svæfilkoddaver 426.- 148.- gripum. - CWNAVÖ&JZ Sjónval, Kirkjustræti 8. Sími 22600. Námskeið í Olfusborg- um um málefni fatlaðra I NÓVEMBER síðastliðnum voru haldin tvö námskeið um málefni fatiaðra. Fyrra námskeiðið var fyrir „að- standendur fatiaðra barna". Var það haldið í Ölfusborgum við Hveragerði helgina 2.-4. nóvember. Fluttir voru fyrirlestrar um ýmiss konar fotlun, sagt var frá hjálpartfikjum, tryggingamál og önnur réttindamál fatlaðra rædd og talað var um at- vinnumál fatlaðra. Fjallað var um „fjölskylduna og fatlaða barnið“ frá félagslegu og sálfrsðilegu sjónar- horni og unnið í hópvinnu. Námskeiðið sóttu 22 fullorðnir og 20 börn þeirra á ýmsum aldri, jafnt fötluð sem ófötluð. Meðan Síðasta bók Desmond Bagley Desmond Bagley skrifaði söguna í næturvillu um svipað leyti og hann skrifaði metsölu- bækur sínar: Gullkjölinn, Fjallvirkið og Fellibyl. Þessi bók var þó ekki gefin út strax, þar sem höfundurinn vildi gera á henni nokkrar endurbætur. Og þar sem önnur viðfangsefni tóku við hjá honum, dróst útgáfa bókarinnar á langinn. Síðan eru liðin tuttugu ár og nú hafa þær endurbætur loks verið gerðar, sem höfundurinn óskaði, samkvæmt athugasemdum hans sem fylgdu handritinu, og þar með er hún komin í sinn réttmæta sess meðal Bagleybókanna. Atburðarrásin er spennandi og vel uppbyggð eins og í öllum bókum þessa frábæra höfundar. - Ósvikin Bagieybók. Verð krónur 592,80 með söluskatti SUÐRI foreldrar voru við störf voru börn- in í umsjá hjálparfólks. Félagar úr Sjálfsbjörg, Félagi fatlaðra í Ár- nessýslu og Kvenfélagi Hvera- gerðis önnuðust þau af stakri prýði. A kvöldin var sungið og rabbað saman. Námskeiðið var haldið í sam- vinnu Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Þar sem í ljós kom mikil þörf á slíkum námskeiðum hafa samtökin fullan hug á að halda þeim áfram. Er miðað við að námskeið verði fram- vegis haldin viðar um landið. Seinna námskeiðið var haldið á vegum Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, og bar heitið „fatl- aðir og kynlíf". Fór það fram dag- ana 8.—11. nóvember í ölfusborg- um. Þátttakendur voru 23 talsins og var helmingur þeirra fatlaður, en helmingur starfsfólk af stofn- unum þar sem fatlaðir dvelja. _ Elísabet Jónsdóttir stjórnaði námskeiðinu, en Ragnar Gunnars- son sálfræðingur og Niels-Anton Rasmussen læknir sáu um leið- beiningar og fræðslu. Ragnar og Niels búa í Danmörku og styrkti Lionsklúbburinn Njörður í Reykjavík námskeiðið með því að greiða fargjald þeirra. Auk kynlífs og fötlunar var fjallað um viðhorf til fatlaðs fólks og ýmsa fordóma og ranghug- myndir í garð þeirra. Námskeiðið var byggt á fyrirlestrum og hóp- vinnu, þar sem sérstaklega var leitast við að nýta reynslu þátt- takenda sjálfra af þeim málum sem rædd voru. Stefnt er að því að námskeið um þessi efni verði haldin árlega á vegum Sjálfsbjargar. (FrétUtilkynning) Ljósm./G. Berg. Akureyri: Ný snyrti- og hár- greiðslustofa opnuð Akureyri, 8. desember. í BYRJUN desember var Snyrti- og hárgreiðslustofan Eva opnuð í nýju húsnæði á Ráðhústorgi 1 á Akur- eyri. Þar er nú boðið upp á allar tegundir snyrtingar og hár- greiðslu, auk Ijósalampa, gufu- baðs og líkamsnudds, i glæsilegu 150 fermetra húsnæði. Á með- fylgjandi mynd eru eigendur stofunnar, Bryndís Friðriksdótt- ir hárgreiðslumeistari, Birna Björnsdóttir snyrtifræðingur og auk þess Bryndís Jóhannesdóttir snyrtifræðingur, sem starfar hjá stofunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.