Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 Viðbótarfjárveitingin til K-byggingarinnar: Unnt að fljtja krabbameinslækn- ingadeildina 1988 — sem alls ekki hefði gengið annars, segir formaður læknaráðs Landspítalans FORMAÐUR læknaráðs Land- spítalans, Magnús Karl Péturs- son, segir, að viðbótarfjárveiting Alþingis til K-byggingarinnar á Landspítalalóð upp á 20 millj. kr. þýði, að unnt sé að halda bygging- aráætlun og flytja krabbameins- la-kningadeild í fyrsta áfanga Ammoníakslekinn í Sundahöfn: Tjónið metið á 39 milljónir TJÓN það er hlaust af aramóníaks- leka í frystigeymslum Eimskipafé- lagsins í byrjun nóvember er metið á rúraar 39 milljónir að sögn Þórðar Sverrissonar, fulltrúa framkvæmda- stjóra Kimskipafélags íslands. Nær 500 lestir af frystum sjáv- arafurðum voru í geymslunni er leki komst að ammóníaksleiðslu. Frystigeymslan var tekin í notkun í sumar. nýju byggingarinnar á árinu 1988, en slíkt hefði alls ekki verið mögulegt, ef viðbótarfjárveitingin hefði ekki komið til. „Við vonum að unnt verði að láta fara fram útboð hið fyrsta og hefja framkvæmdir, en auk 20 millj. kr. eigum við svokallað geymslufé frá fyrri fjárveiting- um, um 15 millj. kr. til bygg- ingarinnar," sagði Magnús. Hann sagði að krabbameins- lækningadeildin, sem nú er í allsendis ófullnægjandi hús- næði, yrði fyrst flutt í nýju bygginguna, ennfremur yrði þar svokallaður línuhraðall, en það er geislunartæki að fullkominni gerð. Magnús sagði ennfremur að mikil ánægja ríkti með þessa afgreiðslu Alþingis meðal lækna Landspítalans. Hann sagði að lokum: „Læknaráð Landspítalans þakkar heil- brigðisráðherra og öllum þeim, sem hafa veitt okkur stuðning í þessu rnáli." Morgunblaðið/Æv>r Almennur fundur sjómanna á Eskifirði Frá almennum fundi sjómanna á Austurlandi sem haldinn var í Valhöll á Eskifirði 21. desember. Ahrif vaxtaákvörðunar Seðlabankans: Aukin viðskipti á verðbréfa- markaðnum og lækkandi vextir? Alþingi eykur styrki til íslenskurannsókna tvöfaldaði fjármagn til rannsókna á íslenskum nútímaframburði TILLÖGUR fjárveitinganefndar Alþingis um verulegan stuðning við undirstöðurannsóknir í ís- lenskri tungu voru samþykktar við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi í vikunni. Málvísindastofnun Háskólans höfðu verið ætlaðar 200 þús. kr. í rannsókn á íslenskum nútíma- framburði, sem Höskuldur Þrá- insson og Kristján Árnason stjórna, en um er að ræða mjög víðtæka rannsókn sem er langt komin. í tengslum við af- greiðslu Alþingi sl. vetur á þingsályktunartillögu um átak í málvöndun íslenskrar tungu og íslenskukennslu í skólum og ríkisfjölmiðlum, lagði fjárveit- inganefnd til að fjárupphæðin til rannsóknarinnar á íslensk- um nútímaframburði yrði hækkuð um 100% eða í 400 þús. kr. og varð það niðurstaðan. Þá var einnig samþykkt að styrkja íslenska málfræðifélagið við út- OLÍS og Shell: gáfu á tímaritinu íslenskt mál og jafnframt var samþykktur stuðningur við íslenska orð- sifjabók sem Ásgeir Blöndal Magnússon málfræðingur er að leggja síðustu hönd á. „ÞAÐ ER viðbúið að margir sem sparifé eiga í bönkunum hugsi sig um þegar vaxtamunurinn á milli bankanna og þeirra vaxta sem gef- ast á verðbréfamarkaðnum er orð- inn jafn mikill og raun ber vitni og líklegt að viðskipti muni aukast á verðbréfamarkaðnum. Það gæti aft- ur á móti valdið því að vextir þar lækkuðu, því þeir eru hreinir mark- aðsvextir sem ráðast af framboði og eftirspurn,*1 sagði dr. Pétur H. Blöndal, framkvæmdastjóri Kaup- þings, þegar hann var spurður um líkleg áhrif vaxtabreytingar Seðla- bankans á verðbréfamarkaðnum. „Hefur innlendur sparnaður aukist? Hefur dregið úr eftirspurn eftir lánsfé? Ég get ekki merkt það,“ sagði Gunnar Helgi Hálf- dánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands, þegar álits hans var leitað. „Sú ákvörðun að lækka vexti af verðtryggðum lánum er gerræðisleg og úr sam- hengi við aðstæður á fjármagns- markaðnum. Þetta er aðeins hluti af þeim pólitíska skrípaleik, sem stundaður er á peningamarkaðn- um hér á landi á kostnað spari- fjáreigenda. Ég tel að vextir eigi að ráðast af markaðnum á hverj- um tíma. Fjármagnið hefur sitt verð eins og aðrir hlutir í þjóðfé- laginu og verður að taka fullt tillit til þess,“ sagði Gunnar Helgi einn- ig- Dr. Pétur sagði um vaxta- ákvörðunina: „Hækkun vaxta af óverðtryggðum lánum er alltof lít- il og aðeins brot af þeirri verð- bólgu sem við munum sjá á næstu mánuðum. Það hefur sýnt sig að Seðlabankinn er mjög tregur til að hækka vexti með hækkandi verð- bólgu en aftur á móti fljótari að lækka þá þegar verðbólgan minnkar. Þess vegna hef ég ráð- lagt sparifjáreigendum að ávaxta fé sitt á verðtryggðum reikning- Bankaráð Seðlabankans: Þrír mæla með Tómasi Tveir með Birni aðstoðarbankastjóra ÞRÍR fulltrúar í bankaráði Seðla- bankans leggja til að Tómas Árna- son, alþm. og fráfarandi forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins, verði skipaður næsti bankastjóri Seðlabankans frá og með 1. janúar næstkomandi. Tveir leggja til að bankastjóri í stað Guðmundar Hjartarsonar, sem lætur af störf- um um áramót, verði Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. Þessi afstaða kom fram á bankaráðsfundi í Seðlabankan- um síðdegis í gær, þar sem af- greidd var beiðni bankamálaráð- herra, Matthíasar Á. Mathiesen, um tillögur um bankastjóra. Matthías mun taka ákvörðun sína á milli jóla og nýárs. Drög að reglugerð um stjórnun fiskveiða: Sóknarmarkið rýmkað nokkuö — 10% aflamarksálag á allan fisk sem fluttur er utan óunninn í DRÖGUM að reglugerð um stjórn fiskveiða á næsta ári, sem nú hafa verið lögð fram, eru þær nýjungar helztar að möguleikar á nýtingu sóknarmarks eru rýmkaðir til muna frá því, sem var á þessu ári. 10% álag verði á afla fiskiskipa, sem fluttur er óunninn á erlendan markað, hvort sem um er að ræða fisk, sem siglt er með eða fluttur utan í gámum. Á þessu ári var aðeins álag á fisk, sem siglt var með og var það 25%. Þá er í drögunum gert ráð fyrir því, að auka megi aflamark minni báta, sem gerðir eru út allt árið í atvinnuskyni. olíu- Kaup á nýju skipi í undirbúningi Rúmlega tvö þúsund tonna norskt skip í stað Kyndils ÖLÍUVERZLUN ísiands og Olíufé- lagið Skeljungur hafa í undirbúningi að kaupa nýtt olíuskip. Yrði þar um að ræða rúmlega tvö þúsund tonna norskt skip með fullkomnum bún- aði. Kaupverð þess er um 27,5 millj. kr. norskar eða um 124 millj. kr. íslenzkar. Olíuskipið Kyndill, sem er í eigu olíufélaganna tveggja í dag, verður selt, ef af kaupum hins nýja skips verður. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar forstjóra Olíuverzlunar Islands er ekki búið að fullnægja öllum formsatriðum vegna kaupanna, því eftir væri að afgreiða málið frá langlánanefnd. Hann sagði, að ef afgreiðsla hennar yrði jákvæð, væri ætlunin að ganga frá kaup- unum strax fyrstu daga í janúar. Þórður sagði að norska skipið væri mjög fullkomið og kæmi til með að henta vel við íslenzkar aðstæður. Á þessu ári þurftu þeir, sem sóknarmark vildu nýta sér, að til- kynna fyrirfram um áætlaða veiðidaga, en svo er ekki nú. Mið- ast markið við ákveðinn fjölda sóknardaga á ákveðnum tímabil- um og skal tilkynna þremur dög- um eftir lok hvers tímabils hvern- ig veiðum á því hefur verið háttað. Þá verður heimilt að færa á milli tímabila 4 af hverjum 5 dögum, sem ekki hafa nýtzt til veiða enda hafi skip orðið að liggja í höfn að minnsta kosti 15 daga vegna meiriháttar bilana. Þá eru og mörk á heildarafla skipa þeirra, sem sóknarmark velja. Um veiðar báta undir 10 brúttó- lestum segir meðal annars, að hafi veiðar verið stöðvaðar á síðasta tímabili vegna þess, að farið hafi verið fram úr ákveðnum heild- armörkum, sé ráðherra heimilt að leyfa flutning á aflamarki frá stærri bátum til þeirra minni eða úthluta ákveðnu sameiginlegu aflamarki til þeirra, þó ekki meiru en 1.000 lestum, enda sé viðkom- andi bátum haldiö út til veiða í atvinnuskyni allt árið. Við línuveiðar í janúar og febrú- ar reiknast helmingur aflans ekki til aflamarks fiskiskipa. Óheimilt verður að framselja aflamark af skipum, sem þessar veiðar stunda að því marki, sem línuafli þeirra reiknast ekki í aflamarki skip- anna. Fiskiskip, sem fengu meðal- aflamark á þessu ári, eiga ekki rétt á almennu veiðileyfi með afla- marki, nema að því marki, sem afli þeirra sjálfra á árinu 1984 nam. Heimilt verður að færa afla- mark milli skipa sömu útgerðar eða skipa, sem gerð eru út innan sömu verstöðvar. Sama gildir um skipti á aflamarki milli skipa, sem ekki eru gerð út frá sömu verstöð, enda sé um jöfn skipti að ræða, reiknað á gildandi fiskverði. Ann- ar flutningur aflamarks milli skipa er óheimill nema að fengnu samþykki sjávarútvegsráðuneytis- ins að fenginni umsögn sveitar- stjórnar og stjórnar sjómannafé- lags í viðkomandi verstöð. Skip, sem hafa almennt leyfi með sókn- armarki, geta ekki flutt afla- hámark. Lagt er til að aflamark helztu botnfisktegunda verði sem hér segir: Þorskur 250.000 lestir, ýsa 50.000, ufsi, 70.000, karfi 110.000, skarkoli 17.000, grálúða 30.000 og steinhítur 15.000 lestir. Miðast markið við óslægðan fisk upp úr sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.