Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 fHwgtu Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjaid 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Heimilið og boðskapur jólanna Móðir Teresa sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels fyrir mannúðarstörf og kærleika í garð fátækra í Kalk- útta á Indlandi hefur sagt: „Um jólin kemur Kristur til okkar sem ungbarn, lítill og hjálpar- vana, og þarfnast alls sem kær- leikurinn getur veitt. Erum við tilbúin til að taka á móti hon- um? Áður en Jesús fæddist báðu foreldrar hans um húsa- skjól, en það fannst ekki. Væru María og Jósep að leita að heimili fyrir Jesúm, myndu þau leita til þín og þinna?" Eftir að hafa varpað þessari spurningu fram minnir móðir Teresa á þann vanda, sem tek- ist er á við í veröldinni, en seg- ir, að orsaka hans sé mjög að leita heima hjá hverjum og ein- um. Veröldin þjáist af því að það sé enginn friður í fjölskyld- unni. Þúsundir heimila hafi tvístrast. Þau eiga að vera miðstöð ástríkis og fyrirgefn- ingar, og stuðla þannig að friði. Upptök kærleikans sé heima hjá hverjum og einum. „Heim- ilið er þar sem móðirin er,“ seg- ir hin lífsreynda kærleiksskona í jólaboðskap sínum. Þetta er einfaldur en heil- brigður boðskapur, byggður á djúpstæðri reynslu mikil- hæfrar konu sem kynnst hefur mannlegri eymd eins og hún getur orðið hvað mest í sam- tímanum. Á þessum jólum eiga mörg heimili við erfiðleika að glíma bæði hér og annars staðar. Á tímum efnis- og peningahyggju beinist hugurinn jafnan fyrst að fjárhagslegri stöðu, þegar rætt er um heimilin og afkomu þeirra. Þau þrífast þó ekki án kærleika og ástríkis. Af ríki- dæmi getur hlotist meiri óham- ingja en hinu að hlú að því litla sem til er og nýta það til hins ýtrasta öllum til gagns og ánægju. Um þessi jól eins og svo oft áður leitar hugurinn til þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða, hvort heldur þeir eru nær eða fjær. Undanfarnar skammdegis-vikur hefur drungi vegna dapurlegs útlits í þjóðarbúskapnum ekki orðið til þess að létta á okkur Islending- um brúnina. I þeim efnum bein- um við þó athyglinni um of að efnislegum verðmætum. Hætt- an er sú, að þrasið um þau taki svo mikinn tíma að okkur gleymist það sem mestu skiptir, að vernda þann þátt er eflir mátt okkar sem þjóðar. Heimil- isfriður í þjóðarfjölskyldunni er forsenda þess að hún tvístr- ist ekki öllum til tjóns og óhamingju. Rangsleitnin í veröldinni er mikil. 1 samanburði við hana er vandinn á hinu íslenska þjóðar- heimili hreinir smámunir. Við búum við ytra öryggi. Landa- mæri okkar eru varin og vel- ferðarsjónarmið ráða í stjórn landsmála. Enginn stjórnmála- flokkur hefur það á stefnuskrá sinni að yfirgefa þá sem minnst mega sín. „Á þessum jólum horfir uggvænlega í heimi okkar," segir herra Pétur Sigurgeirs- son, biskup íslands, í jólabréfi til presta og heldur áfram: „Milljónir saklausra manna búa við hungur og örvæntingu, sem í flestum tilfellum má rekja til valdníðslu og styrjald- arátaka. — Á þriðja í jólum eru fimm ár liðin síðan styrjöldin í Afganistan hófst með þeim af- leiðingum, að rösklega ein milljón Afgana hefur fallið. Á fimmtu milljón manna hefur flúið til nágrannaríkjanna. Paul Hartling framkvæmda- stjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hefir kall- að þetta mesta flóttamanna- vandamál vorra daga, enda þjáningar fólksins ólýsanlegar. Hungurvofuna í Eþíópíu þekkja landsmenn af upplýsingum, er þaðan koma. Um þessi jól er hjálparstarfi kirkjunnar sér- staklega beint þangað. Þar tor- veldar grimmileg borgarastyrj- öld hjálpina og eykur stórum neyðina." Hér víkur biskup að þeim tveimur samtímaatburðum sem krefjast hvað flestra mannslífa nú um stundir. Allsleysi þess fólks sem stendur annars vegar andspænis miskunnarlausum innrásarher og horfir hins veg- ar í augu hungurvofunnar gerir þann vanda sem við okkur blas- ir að smámunum. Sumir líta að vísu á vanda Afgana og íbúa Eþíópíu sem smámuni. Kemur þetta fram í ýmsu; til dæmis nýlega á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna þar sem menn töldu brýnast að verja þremur milljörðum króna til að byggja glæsihöll yfir alþjóðlega skrif- finna í höfuðborg Eþíópíu. Jólin útrýma ekki rang- sleitni. Þau eru ekki heilög nema hjá hluta mannkyns, þeim hluta sem býr við best kjör og mestan frið, að vísu. Hin kristna kærleikshugsjón er byggist á ástúðinni sem móðir Teresa lýsir og þeirri bæn er herra Pétur Sigurgeirsson ítrekar: „Send oss frið“ nær til alltof fárra. En jólin minna okkur á upphafið og setja okkur í þá stöðu, að við verðum, hvert og eitt, að svara spurningunni: „Væru María og Jósep að leita að heimili fyrir Jesúm, myndu þau leita til þín og þinna?“ Könnunin á gildismati Islendinga hefur vak- ið verðuga athygli síð- an niðurstöður henn- ar voru birtar í nóv- ember. I samantekt Hagvangs sem könn- unina framkvæmdi segir svo um íslend- inga: „íslendingar segjast vera mjög trú- hneigðir og svipar um það til kaþólskra þjóða Evrópu og Bandaríkjamanna. Þeir segjast í ríkum mæli sækja huggun og styrk í trúna og Guð skiptir miklu máli í lífi þeirra. Um allt þetta greina íslendingar sig mjög frá öðrum Norður- landaþjóðum. Allt annað er uppi á teningnum þegar spurt er um trúariðkanir. Kirkjusókn íslendinga er lítil eins og á hinum Norð- urlöndunum þegar hún er borin saman við kirkjusóknina í Norður- og Suður- Evrópu. Og innan við helmingur íslend- inga segist taka sér tíma til að biðjast fyrir, til hugleiðslu, eða einhverrar and- legrar iðkunar. Þetta hlutfa.ll er einung- is lægra meðal Svía og Frakka, en Danir og Finnar eru svipaðir Islendingum í þessu efni. Þegar nánar er hugað að því í hverju hin mikla trúhneigð Islendinga felst, kemur í ljós að trú þeirra er fjölbreyti- leg og um margt á skjön við trúfræði kirkjunnar. Meirihluti íslendinga telur fullyrðingar um að til sé einhverskonar alheimsandi eða lífskraftur komast nær trú sinni og um þetta skera þeir sig úr, engin önnur þjóð í könnuninni trúir í jafn ríkum mæli á þennan þátt. Á hinn bóginn trúir engin þjóðanna í jafn litl- um mæli á persónulegan Guð og íslend- ingar, þó Svíar séu þeim svipaðir um þetta. Islendingar trúa í ríkari mæli en flestar þjóðir á líf eftir dauðann og sál- ina, en um þetta eru þeir mjög ólíkir öðrum Norðurlandabúum. Fáar þjóðir trúa i ríkara mæli á tilvist Himnaríkis en íslendingar, en engin þjóð neitar því jafn ákveðið og þeir að Helvíti og Djöf- ullinn séu til. Þá telja fjórir af hverjum tíu íslendingum sig hafa orðið vara við náiægð látins manns, og er sú reynsla ekki jafn algeng í neinu hinna Evrópu- landanna og miklu sjaldgæfari á hinum Norðurlöndunum. Loks er afar athyglisvert í ljósi mik- illar trúhneigðar Islendinga, að þeir eru mestir afstæðishyggjumenn í Evrópu þegar spurt er um hvort til séu einhlítar skilgreiningar á því hvað sé gott og hvað sé illt, eða hvort þetta sé algjörlega háð aðstæðum hverju sinni." „Persónulegur Gud" Nú þegar fæðingarhátíð frelsarans gengur í garð er ekki úr vegi að velta þessum niðurstöðum um trú íslendinga dálítið fyrir sér. Það hefur þegar verið gert hér á síðum blaðsins. Meðal annars varpaði ungur maður, Sigurbjörn Þor- kelsson, því fram, hvort Islendingar gætu yfirleitt haldið jól með réttu hug- arfari úr því að þeir væru jafn lítið sannfærðir um tilvist „persónulegs Guðs“ og könnunin leiðir í ljós. Til hvers eru íslendingar að halda upp á fæðingu Jesú Krists, ef þeir trúa ekki á hann heldur á einhverskonar „alheimsanda"? Spurningin sem hér um ræðir var þannig í könnuninni, innan sviga eru hlutfallstölur er sýna svör aðspurðra: Hver af þessum fullyrðingum kemst næst trú þinni? a) Það er til persónulegur Guð (18%) b) Það er til einhverskonar alheimsandi eða lífskraftur (58%) c) Ég veit í rauninni ekki hverju trúa skal (15%). d) I raun og veru held ég ekki, að það sé til neins konar alheimsandi, Guð eða lífskraftur (7%). e) Veit ekki (1%). Það eru gömul og ný sannindi að menn fá ekki önnur svör en vænta má af þeim spurningum sem fram eru lagðar. Könnunin sem hér um ræðir er erlend að uppruna. Spurningarnar eru þýddar og allt kapp lagt á það, að sem best samræmi sé á milli einstakra landa til að samanburður sé framkvæmanlegur. Hér skal eindregið efast um að íslend- ingar almennt átti sig á því, við hvað er átt, þegar þeir eru spurðir um „persónu- legan Guð“. Gera þeir sér í hugarlund virðulegan, gráskeggjaðan öldung sem vakir yfir velferð þeirra og annarra? Eða leiða þeir hugann að Jesú Kristi? Svari hver fyrir sig. Hitt skal fullyrt að svörin hefðu orðið á annan veg, ef bein- línis hefði verið spurt: Trúir þú á Jesúm Krist? Færa má rök fyrir þessari fullyrðingu með því að vísa til þess, að 78% íslend- inga segjast trúa því að Guð sé til og eru í því efni trúaðri en nokkur önnur þjóð fyrir utan Bandaríkjamenn, en 87% þeirra segjast trúa á tilvist Guðs. Þá segjast 55% íslendinga trúa á tilvist Himnaríkis, en 50% Bandaríkjamanna og aðeins 17% Dana, og 82% íslendinga hafna tilvist Helvítis. Kirkjan og friðarmálin Kirkjan hefur verið mjög til umræðu hér á landi undanfarin misseri. Athygl- in hefur ekki beinst að kirkjulegum boðskap í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur að afskiptum kirkjunnar manna af friðarmálunum svonefndu, það er skilgreiningum þeirra á vígbún- aðarkapphlaupinu og leiðum til að stemma stigu við því. Umræður um þetta mál hafa verið svo miklar hér á síðum Morgunblaðsins, að óþarft ætti að vera að skýra efni þeirra nánar, næg- ir til dæmis að vísa til þriggja greina eftir dr. Arnór Hannibalsson í byrjun september og svargreinar dr. Gunnars Kristjánssonar, prests á Reynivöllum, 14. nóvember sl. Einnig ritaði herra Pét- ur Sigurgeirsson, biskup, grein um frið- armál hér í blaðið 25. október síðastlið- inn. Vaxandi ágreinings gætir innan kirkjudeilda á Vesturíöndum vegna af- skipta kirkjunnar manna af friðarmál- unum. Upphaflega beindist athyglin að vestur-þýsku kirkjunni vegna þessara mála, en þar í landi vilja menn í vaxandi mæli, að kirkjan láti af beinum afskipt- um af þessum málaflokki. Innan kaþólsku kirkjunnar hefur áhuginn meðal annars beinst að ágrein- ingi milli biskupa í Bandaríkjunum annars vegar og Frakklandi hins vegar um afstöðuna til kjarnorkuvopna og fælingarmáttar þeirra. Gérard Defois, fyrrum aðalritari franska biskupa- þingsins, lektor við Kaþólsku stofnun- ina í París, hefur ritað grein um kirkj- una og fælingarkenninguna í tímarit Atlantshafsbandalagsins NATO-fréttir og er hún væntanleg í íslenskri þýðingu í tímaritinu snemma á næsta ári. Þar segir meðal annars: „Frönsku biskuparnir gripu því til þess ráðs að gera skýran greinarmun í því skyni að enginn misskildi, hvað felst í fælingarkenningunni: Að hóta er ekki sama sem að nota. Sé rætt um notkun kjarnorkuvopna, eru ummæli banda- rísku biskupanna um árásir á borgir í samræmi við hefðbundna kenningu kirkjunnar. En byggist fælingarkenn- ingin á þeim rökum, að hótað sé til að draga úr hættunni á árás, snýst málið ekki beint um hermál heldur stjórnmál. Fjandvinsamlegt samband andstæðra ríkja er til umræðu. Heimilar ekki gæsla lögmætra varnarhagsmuna, að notuð sé Iögmæt hótun til að gæta ör- yggis þjóðar? Siðferðilega hugmyndin, sem hér kemur til álita, snýst ekki um að takmarka hörmungar styrjalda í skilningi „réttláts stríðs" heldur að koma á réttlátum friði. Af þessum sök- um fjallar franska yfirlýsingin að veru- legu leyti um friðarstefnu." í frægri yfirlýsingu sinni segja frönsku biskuparnir: „í því skyni að þurfa ekki að heyja stríð viljum við sýna, að við getum háð það. Þegar við MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 37 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 22. desember MorKunblaöið/Olafur K. Magnúsaon höldum aftur af árásaraðilanum með því að neyða hann til að sýna ofurlitla varkárni venga ótta við afleiðingar eig- in gerða, erum við að vinna í þágu frið- ar.“ Grein sinni lýkur Gérard Defois með þessum orðum: „Kristni byggist á öflugri og samein- andi trú. Kristnar hefðir gefa fyrirheit um frið: hinn eina frið, sem sæmir mönnum. En í heimi ofbeldis og spennu er aðeins unnt að feta sig fram til slíks friðar, höfða verður til pólitísks vilja og breyttra viðhorfa. Það er hvorki ætlun biskupanna að réttlæta né útiloka fæl- ingarkenninguna, þeim er alltof vel ljóst, hve hún er margflókin, heldur vildu þeir gera hana að takmörkuðum hluta af stærra átaki, sem miðar að því að nota frelsi til að tengja fólk saman í friðarsöfnuði." Kirkjusóknin Ef að líkum lætur á kirkjusókn eftir að verða mikil nú um jólin eins og jafn- an um stórhátíðir. I könnuninni á gild- ismati íslendinga kom hins vegar fram að aðeins 12% Islendinga sögðust sækja kirkju einu sinni í mánuði eða oftar. Þetta er svipað hlutfall og á Norður- löndunum í heild, þar sem það er 14%. Kirkjusókn í þessum mæli er hins vegar miklu algengari í Norður-Evrópu (34%) og Suður-Evrópu (40%). Þrátt fyrir dræma kirkjusókn bera Islendingar mikið traust til kirkjunnar sem stofn- unar. 71% sögðust bera „mjög“ eða „nokkuð mikið“ traust til kirkjunnar, aðeins lögreglan naut meira trausts sem stofnun, 74%. Því hefur verið haldið fram, að áhugi ýmissa presta á friðarmálum eins og þau hafa verið skilgreind í umræðum síðustu ár, það er að segja sem andóf gegn þeim sjónarmiðum, sem hafa verið efst á baugi við framkvæmd varnar- stefnu Vesturlanda, stafi af vilja þeirra til að vera „með í umræðunni". Með því að kirkjan láti friðarmálin til sín taka með þeim hætti að skipa sér í sæti gagn- rýnandans gagnvart stjórnvöldum, nái hún til fleiri og jafnvel nýrri hópa í þjóðfélaginu. Ekkert bendir til að sú hafi orðið raunin hér á landi. Hins vegar má færa fyrir því nokkur rök að umræður um friðarmálin í þeim skilningi sem hér er á ferðinni hafi stuðlað að ófriði innan íslensku þjóðkirkjunnar. Gegn öllu slíku verður að sporna. Kirkjan á ávallt að vera sú stofnun sem íslendingar treysta. I bókinni Marteinn Lúther sem bóka- útgáfan Skálholt gaf út á þessu ári í prýðilegri þýðingu séra Guðmundar óla Ólafssonar er á það minnt að siðbót- armenn lögðu mesta áherslu á predik- unina. Predikunarstóllinn stóð ofar alt- arinu, vegna þess að Lúther taldi, að hjálpræðið bærist í orðinu og kvöld- máltíðarefnin hefðu ekki sakramentis- gildi án orðsins, en orðið gæti hins veg- ar ekki borið ávöxt, nema það væri borið af munni fram. Lúther gaf predikara í vanda meðal annars þetta ráð: „Reynið aðeins að verða Guði til dýrð- ar, en leitið ekki lofstírs manna. Biðjið Guð að gefa yður visku að mæla, en áheyrendum betri heyrn. Þér megið trúa mér, að predikunin er ekkert mannaverk. Verið ekki of djarfur, en predikið í guðsótta." Öflug og sameinandi trú „Kristni byggir á öflugri og samein- andi trú. Kristnar hefðir gefa fyrirheit um frið: hinn eina frið, sem sæmir mönnum,“ segir hér að ofan. I bókinni um Lúther segir, að honum hafi verið fullljóst, að agavald yrði aldrei unnt að afnema, vegna þess að allt þjóðfélagið yrði aldrei kristnað. Hið sama á við nú á tímum. Agavald á alþjóðavettvangi verður ekki unnt að afnema. Vaxandi viðleitni gætir meðal kirkjuleiðtoga á Vesturlöndum að teygja sig til sam- komulags austur yfir járntjaldið í þeirri von, að þeim takist að efla kristni í ríkj- um kommúnismans. Til dæmis hefur maður sem sat sem fulltrúi kommún- istaflokks Ungverjalands á þingi lands síns nú verið kjörinn forseti Lútherska heimssambandsins. Þetta kjör hefur að sjálfsögðu sætt töluverðri gagnrýni. Tæplega er við því að búast að það breyti hið minnsta afstöðu ráðamanna í ríkjum kommúnismans til kristninnar, þeir líta á boðskap Krists sem ógn við alræði sitt. Lúther sagði á sínum tíma: „Heimurinn og allur þorri manna er fjarri kristnum dómi og verða það ætíð, þótt fjöldinn sé skírður og eigi að heita kristinn. Ef einhver hygðist því reyna að stjórna ríki eða heiminum með fagn- aðarerindinu, þá væri hann eins og hirð- ir, sem setti úlfa, ljón, erni og sauði í eina kví. Sauðirnir mundu að vísu halda friðinn, en þeim gæfist ekki mikið tóm til þess. Veröldinni verður ekki haldið í skefjum með talnabandi." Og síðan segir Roland H. Baiton, höf- undur þessarar bókar, um Martein Lúther: „Sverðið, sem Lúther nefnir svo, var sá agi, sem þurfti til varðveislu frið- arins, bæði innan ríkis og utan. Lög- regluvald og hervald voru eitt og hið sama á hans dögum, og hermaðurinn átti tveimur skyldum að gegna." Er það ekki einmitt þessi sama skoðun sem frönsku biskuparnir eru að lýsa þegar þeir skilgreina fælingarmáttinn á kjarnorkuöld? Trúin á Krist Fátt er mikilvægara meðal þjóðar okkar og allra þjóða en að efla trúna á Krist. Hann er hin mikla von mann- kynsins. Til hans er unnt að leita bæði í gleði og sorg. Með því að útbreiða orð hans er sköpuð lifandi von, hafi menn það í huga, öðlast jólaljósin nýjan mátt. Nú sem fyrr er hvatt til þess að menn kveiki friðarljós á jólanótt með bæn um frið meðal allra þjóða. Nú um jólin verð- ur þess minnst að í fimm ár hafa Afgan- ir barist við sovéskan innrásarher. Þar eigast ekki við kristnar þjóðir, en hugur kristinna manna um allan hinn lýð- frjálsa heim leitar engu að síður til þess vígvallar um hátíðirnar. Og einnig til Eþíópíu þar sem islenskir trúboðar hafa um langt árabil gengið á Krists vegum, og þar sem nú er tekist á við hungurvof- una sem sækir fram í miskunnarleysi. Megi jólin vera þeim tslendingum heilög sem þar dveljast nú við fórnfúst hjálp- arstarf og megi sú hjálp nýtast svelt- andi fólki sem best er héðan berst og frá öðrum aflögufærum þjóðum. I predikun í Dómkirkjunni síðasta sunnudag benti séra Þórir Stephensen kirkjugestum á þessi tvö erindi eftir séra Matthías Jochumsson og skulu þau höfð hér sem lokaorð með jólaóskum. Ég vil með þér, Jesús, fæðast, ég vil þiggja líf og sátt, ég vil feginn fátækt klæðast, frelsari minn, og eiga bágt. Ég vil með þér, Jesús, fæðast, ég er barn og kann svo fátt. Ég vil með þér, Jesús, deyja. Ég? Ó, hvað er allt mitt hrós? Æ, ég vil mig bljúgur beygja, breysk og kalin vetrarrós. Ég vil með þér, Jesús, þreyja, ég er strá, en þú ert ljós. „Ef einhver hygðist því reyna að stjórna ríki eða heimin- um með fagnað- arerindinu, þá væri hann eins og hirðir, sem setti úlfa, ljón, erni og sauði í eina kví. (Mmrteion Lútber)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.