Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 17 3. Sjálfan mig. 4. Flöskuna. 5. Þaö segi ég engum. 6. Spegilinn. 7. Bankabókina mína. 8. Tengdamömmu. 9. Geirfuglinn. 10. Vorið. 11. Ættjörðina. 12. Bækurnar mínar. 13. Það sem mig dreymdi í nótt. 14. Æskuminningarnar. 15. Börnin mín. 16. Fyrsta ástarkossinn. 17. Þegar gestur kemur. 18. Góðan mat. 19. Hundinn minn. 20. Vin, sem má treysta. 21. Þegar sumir þagna. 22. Drauma sem aldrei rætast. 23. Falleg föt. 24. Eina nótt í Paradís. 25. Sólina á morgnana. Hvernig ætti maðurinn þinn að vera? 1. Bóndi. 2. Istrupjakkur. 3. Sjómaður. 4. Kvennagull. 5. Hár og grannur. 6. Skeggjaður og lítill. 7. Ráðríkur. 8. Flugmaður. 9. Mathákur. 10. Barngóður. 11. Drykkfelldur. 12. Skáld. 13. Heimskari en þú. 14. Hrjóta ekki á nóttunni. 15. Ekki veikur fyrir öðrum kon- um. 16. Sjaldan úti á kvöldin. 17. Alþingismaður. 18. Fari vel í vasa. 19. Raki sig á hverjum degi. 20. Bóngóður. 21. Ekki of spar á mánaðarlaun sín. 22. Eigi bíl. 23. Mátulegur handa þér. 24. Fari vel í rúmi. 25. Ekki eldri en afi minn. Hvernig ætti konan þín að vera ? 1. Öll á þverveginn. 2. Mannvönd. 3. Ekki greindari en ég. 4. Búi til góðan mat. 5. Sparsöm og nýtin. 6. Færi mér morgunkaffið i rúm- ið. 7. Elski mig út af lífinu. 8. Geti búið til gott kaffi. 9. Skapvargur. 10. Eyðslukló. 11. Ekki í Rauðsokkuflokknum. 12. Segjast tilbiðja mig. 13. Ekki í mörgum saumaklúbb- um. 14. Tíu árum yngri en ég. 15. Sleppa mér upp úr pilsvasan- um við og við. 16. Þegja á meðan ég tala. 17. Glysgjörn. 18. Hafi ekki framhjá mér svo ég viti. 19. Smekklega klædd. 20. Kunni að koma vel fyrir sig orði. 21. Eignist ekki barn á hverju ári. 22. Þrifin og húsleg. 23. Tali ekki of mikið í símann. 24. Hjúkrunarkona. 25. Kunni að spila á hljóðfæri. Dæmi: Sá, sem leiknum stjórnar spyr eina dömuna: „Hvernig ertu nú inni við beinið?" Hún dregur töluna 4. Svarið er: Hneigð til ásta. — Hvað finnst þér skemmti- legast? Hún dregur töluna 11. Svarið er: Sofa frameftir á morgn- ana. Hverju líkistu mest? Dregur 22. Svar: Ófullgerðu listaverki. Hvað þykir þér vænst um? Dregur svarið 24. Eina nótt í Paradís. — Hvernig ætti maðurinn þinn að vera? Hún dregur töluna 18: Hann á að fara vel í vasa. Skollaleikur Já, auðvitað tökum við skolla- leik með í bók með vinsælum leikj- um. Best er að leika hann þegar þátttakendur eru 10—12. Þátttakendur mynda hring kringum „skollann", sem búið er að binda vandlega fyrir augun á. Hann má ekki með neinu móti sjá viðstadda. Fólkið gengur í hring í kringum „skollann", en þegar hann segir stopp, þá hættir fólkið að ganga í hring. „Skollinn" á að benda á einhvern þeirra sem ganga hringinn og verður hann að fara inn í hringinn með „skollan- um“. Þegar hann kallar: „Hvar ert þú?“ Þá svarar hinn: „Hérna!" Takist skollanum að ná fórnar- lambinu verður hann að reyna með snertingu að finna út hver það sé. Takist það þá skiptir „skollinn" um hlutverk við fórnar- lambið. Ekki er nauðsynlegt að ganga endilega í hring í „skollaleik". Þeir sem á að ná geta gengið lausir um herbergið eða salinn þar sem leik- ið er og þegar „skollinn" vill eiga þeir að stoppa. Þegar hann er búinn að verða sér úti um fórnarlamb á hann að reyna að komast að því hver það sé. Sé rétt til getið skipta þeir um hlutverk, annars verður „skolli" að láta fórnarlambið laust og halda áfram að leita. Áður en „skollinn" fer af stað þarf að snúa honum í nokkra hringi til að hann missi stefnuna. Appelsínudans Þessi dans er að því leyti frá- brugðinn venjulegum dansi, að þau sem saman dansa hafa app- elsínu eða venjulegan bolta á milli enna sinna, sem þau verða að þrýsta svo saman á meðan þau dansa að þau missi hana ekki niður á gólfið, því þá eru þau úr leik. Hitt er ekki talið til saka, þó appelsínan renni út á gagnaugað og niður á vangann, jafnvel alveg niður á háls. Ætlast er til, að tvenn pör eða fleiri taki þátt í þessum dansi samtímis. Þau vinna leikinn sem lengst dansa án þess að missa app- elsínuna. Heppilegt er að byrja á því að dansa hægan vals. Takist það vel fyrir öllum svo ekki megi á milli sjá, er rétt að spilamaður auki hraðann og skipti þá ef til vill yfir í ræl, galoppaði eða jafnvel hopsa, verður þá varla langt að bíða, að appelsínan fari sína leið. Hver er þar? Sætum er skipað í hring og taka allir sér sæti nema einn. Hann er látinn standa inni í miðjum hringnum og er vandlega bundið fyrir augu hans. Til frekara örygg- is er hann að lokum látinn snúa sér nokkra hringi svo víst sé að hann sé með öllu orðinn áttavillt- ur í stofunni. Áð þessu loknu hefst sjálfur leikurinn á þann veg, að blindingurinn færir sig hægt og gætilega aftur á bak, unz hann finnur, að einhver situr rétt fyrir aftan hann. Tyllir hann sér þá varlega og gætilega niður á hné hans eða hennar, sem í sætinu sit- ur og segir um leið: „Hver er þar?“ En sá sem spurður er, svarar svo annarlegum rómi, sem hann frekast getur: „Ég!“ Vandinn er í því fólginn að þekkja röddina og segja nafn þess, sem í stólnum sit- ur. Takist það ekki, verður sá blindi að standa á fætur og setjast síðan í fangið á einhverjum öðr- um. Þegar honum heppnast að þekkja einhvern á röddinni, verð- ur sá að leysa hann af hólmi, sem þekktur var, og láta binda fyrir augu sér, en hinn fær sætið. Draugaleikur Leikendurnir sitja í hring. Sá, sem byrjar, hugsar sér orð og nefnir fyrsta stafinn, næsti maður bætir við öðrum staf og svo koll af kolli. Þegar einhver endar orð, sem í eru þrír eða fleiri stafir, má hver sem vill kalla: „Þetta er orð,“ og sá, sem endaði orðið, fær svart strik á ennið. Sá, sem fengið hefur þrjú svört strik, er orðinn draug- ur. Þegar einhver hikar, kallar sá, sem næstur var á undan, eða stjórnandi leiksins: „Bættu við eða spurðu." Hann fær þá eina mínútu til að bæta staf við, eða spyrja þann næsta á undan, hvaða orð hann hafi haft í huga. Sá, sem spurður er, verður að geta nefnt rétt orð, ella fær hann sjálfur svart strik, en nefni hann rétt orð, fær spyrjandinn strikið. Þegar orð er endað, eða það er gefið sem svar við spurningu, byrjar sá næsti I röðinni á nýju orði. Sá, sem orðinn er að draug, er úr leik, en hann má reyna að fá hina til að skipta orðum við sig. Enginn eftirlifandi má yrða á draug, ella verður hann óðara draugur sjálfur. Sá vinnur, er einn lifir eftir, þegar hinir eru allir orðnir draugar, og hann byrjar næstu umferð. Stundum er leyft að bæta bæði framan og aftan við stafina, sem komnir eru, og aðeins fjögurra stafa orð eða lengri tekin gild. Ef fyrsti stafurinn er k og sá næsti a, koma stafirnir ka. Ef þriðji maður vill bæta s fyrir framan segir hann: ska. Sjálfsagt er að nota blað og blý- ant til að fylgjast með því, sem komið er af stöfum jafnóðum. Rímleikir Þeir geta verið með ýmsum hætti. Einfaldast er að ríma við gefið orð. Einhver kastar eld- spýtnastokki eða klút að einhverj- um gestanna og segir: Ríma. Hinn svarar um leið og segir: glíma og kastar til þess næsta og segir: stóll, en hann svarar hóll. Þannig gengur þetta koll af kolli, unz ein- hverjum verður orðfall. Annar rímleikur er í því fólg- inn, að einhver varpar fram fyrstu hendingu einhverrar vísu, sem hann kann og skorar um leið á einhvern, sem hann nafngreinir, að bæta við annarri hendingu, sem rímar við þá fyrri. Einhver segir til dæmis: „Kvölda tekur sezt er sól. Haltu áfram, Jón,“ og Jón svarar um hæl: „Sigga er á grænum kjól.“ Einhver segir: „Eldgamla ísafold" og skorar á Kalla að svara, sem þegar segir: „Yngra ég þrái hold.“ Ef góðir hagyrðingar eru í gestahópnum, er ágæt skemmtun, að þeir ljóði hvor á annan. Varpar annar fram fyrri hluta vísu en hinn botnar. Þessum leik má einn- ig haga á þá lund, að einhver fer með fyrri part vísu og biður menn, karla og konur, að botna. Er þá oft vænlegast til árangurs að skrifa fyrri hluta vísunnar á blað og festa það á vegg þar sem allir geta lesið. Síðan skrifar fólkið vísna- botna sína á blað, jafnóðum og þeir fæðast, og lætur þá í kassa eða skál, sem til er vísað. Áður en samkv'æminu lýkur eru botnarnir lesnir upp. Vel mætti einnig velja dómnefnd, til að kveða upp úr- skurð um það hver botninn sé beztur og skorar hún síðan á eig- andann að gefa sig fram og taka við bragarlaunum eða hyllingu. Að borða súkkulaði með hnífapörum Þessi leikur getur ýmist verið framkvæmdur af einum eða verið keþþnisleikur á milli tveggja sem til þess eru valin. Lítill pakki af átsúkkulaði í verksmiðjuumbúð- um er vandlega vafinn í bréf og bundið utan um seglgarni eða tvinna. Þessi pakki er borinn inn á diski ásamt með hnífi og gaffli, hvítur vasaklútur breiddur á borð og diskurinn látinn þar ásamt hnífapörunum. Síðan er einhverj- um boðið að gjöra svo vel. Á hann þá að setjast að borðinu og freista að ná umbúðunum öllum af með hnífnum og gafflinum og án þess að snerta pakkann með höndun- um. Þegar því er lokið, á hann að borða súkkulaðið þannig, að hann skeri það í hæfilega bita með hnífnum og setur þá síðan upp í sig með gafflinum. En hann eða hún verður að flýta sér, því þarna stendur maður með úrið í hend- inni. Og þegar ein mínúta er liðin, verður maðurinn að hætta við svo búið og annar tekur við, þar sem hann hætti. Þannig gengur koll af kolli unz búið er að borða súkku- laðið. Sé um samkeppnisleik að ræða, eru bornir inn tveir diskar og tvenn hnífapör. Setjast þá tvö samtímis sitt að hvorum diski og keppa um það til úrslita hvort fljótara verður að ná umbúðunum af sínu súkkulaði og borða það síð- an á kurteislegan hátt upp til agna og án þess að koma við það með fingrunum. Tveir pakka inn Það er á stundum nógu erfitt að pakka inn hlutum og víst er, að það er ekki auðveldara fyrir tvo, hvað þá ef hvor má aðeins nota aðra höndina. Þeir sem pakka inn fá aðeins leyfi til að nota aðra höndina og þá þarf að reyna að samhæfa hreyfingarnar. Þeir sem fljótastir eru sigra. Það er auðvelt að pakka inn bókum og öðrum slíkum hlutum. Þegar liðin eru orðin snjöll í að pakka inn því sem auðvelt er að eiga við má reyna við eitthvað erf- iðara. Skemmtilegast er þegar karl- og kvenmaður gera það saman. Þau fá þá einn hlut sem þau eiga að pakka inn. Þau fá pappír, seglgarn og skæri. Og nú eiga þau að pakka hlutnum inn á sem skemmstum tíma, vefja utan um hann segl- garninu og binda á það slaufu. Óhugsandi! Loks er hér ein spurning til þess að koma kunningja sínum í bobba — allt í gamni þó! Gangið til hans og segið með skynsamlegum alvörusvip: „Svaraðu mér nú einlæglega einni samvizkuspurningu. Hvort vildir þú heldur vera heimskari en þú sýnist eða sýnast heimskari en þú ert? Ef kunninginn svarar nú: „Ég vildi heldur vera heimskari en ég sýnist,“ þá er rétt að segja við hann: „En, góði minn, þaö er alveg óhugsandi,“ og sjá hvernig honum verður við. Svari hann hins vegar svona: „Ég vil heldur sýnast heimskari en ég er,“ þá er sjálfsagt að gefa sama svarið: „En, góði minn, það er alveg óhugsandi"! Svona er hægt að leika á hrekk- lausan náunga sinn! VJ. tók saman úr bókunum læikir og létt gaman, Leikir fyrir alla og Samkvæmisleikir og skemmtanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.