Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 „POKAFOLKIÐ* Á vergangi í skugga skýja- klúfanna Afögrum haustdegi er Sutton- skemmtigarðurinn í New York fullur af vel klæddum börn- um að leik. Eftir að skyggja tekur og kaldir vindar blása frá East River halda börnin heim til að snæða kvöldverð, en þá birtist annars konar fólk í garðinum, „pokafólkið“. Kvöld nokkurt kom þangað t.d. kona ein í rifinni kápu með skræpótta slæðu á höfði. Hún hafði meðferðis bréfpoka og upp úr honum tók hún druslur og pjötlur, sem hún breiddi á bekk einn í garðinum og lagðist þvínæst þar ofan á. Á næsta bekk sat önnur kona, stífmáluð í framan og bar hún smyrsl á bera fótleggi sína. Gaml- ir, þreytulegir menn komu hver af öðrum og rótuðu í ruslatunnunum í leit að sígarettustubbum eða dagblöðum til að halda á sér hita. Sumir þeirra voru hvítir, aðrir hörundsdökkir, en allir virtust þeir vera amakefli mannfélagsins. Fóik þetta hefur hafzt við í Sutton-garðinum í eitt ár eða lengur. Sumir eru vanheilir á geði. Ef maður gefur sig á tal við kon- una, sem er stífmáluð í framan, fer hún að öskra. Ef einhvern langar að gefa henni eitthvað að borða, verður hann að skilja það eftir í námunda við bekkinn henn- ar eins og hann væri að víkja ein- hverju að villtu og styggu dýri. í New York eru um 36 þúsund manns sem eiga hvergi höfði sínu að halla. Um það bil þriðjungur þessa hóps er fólk sem til skamms tíma dvaldist í geðsjúkrahúsum, sem nú hefur verið lokað. Fólk þetta átti að flytjast yfir á sam- býli fyrir geðsjúklinga eða á lang- legudeildir eftir að stofnunum þeirra var lokað. Hins vegar er stöðugt tómahljóð í sjóðum borgar og ríkis og geðveilt fólk getur vart talizt hávær og öflugur þrýstihóp- ur. En flestir þeirra sem búa í New York en eiga þó hvergi heima, eru nokkurn veginn heilbrigðir. Þar á meðal eru verkamenn sem hafa misst vinnuna og fá ekki lengur atvinnuleysisstyrk og aðrar bætur sem þeim bar í fyrstu. Þar á meðal er líka ungt, atvinnulaust fólk og hefur notið lítillar menntunar eða þjálfunar, og svo enn aðrir sem hafa misst húsnæði sitt af ýmsum ástæðum, t.d. vegna eldsvoða eða annarra slysa. Niðurskurður Reagans forseta hefur komið illa niður á húsnæð- islausum, en New York-borg á hér einnig stóran hlut að máli, því að hún hefur ekki getað bætt úr brýnni þörf fyrir ódýrt húsnæði. Ódýrar leiguíbúðir eru svo fáar að þeir sem verst eru settir geta eng- ar vonir gert sér um að fá hús- næði. Frá sjónarmiði laganna er það skylda yfirvalda í New York að sjá svo um að húsnæðislaust fólk geti einhvers staðar fengið inni. Arið 1979 stefndi lögfræðingur nokkur borginni fyrir hönd húsnæðis- lausra og dómstólar staðfestu að samkvæmt stjórnarskrá New York-ríkis væri borgin skuldbund- in til að annast þá sem gætu ekki séð sér farborða og útvega hús- næðislausum þak yfir höfuðið. Árið 1981 var og af hálfu borg- arinnar undirrituð samþykkt, þar 36.000 liggja úti. sem borgin viðurkenndi þessa skuldbindingu. Um þær mundir sá hún 3.500 manns fyrir næturgist- ingu og var árlegur kostnaður vegna þess um 500 milljónir króna. Nú gista að jafnaði 18.500 manns á vegum borgarinnar og nemur kostnaðurinn sjö milljörð- um króna á ári. Næturskýli þau sem borgin rek- ur eru stórir skálar og geta 200—300 manns, karlar, konur og börn, sofið í hverjum þeirra. Rúm- in eru mjó og standa þétt. Ljós loga allan sólarhringinn í örygg- isskyni, en samt vilja margar kon- ur ekki þiggja gistingu þarna af ótta við rán eða líkamsárás. Ástandið er nú svo slæmt, að um það bil 100 kirkjur, samkundu- hús og einkafyrirtæki reyna um þessar mundir að leggja sitt af mörkum til að útvega þeim heim- ilislausu rúm og húsaskjól, en því fer samt fjarri að nóg sé að gert. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir, sem álitnir eru úrhrök sam- félagsins, og hinir, sem eru svo illa á sig komnir andlega að þeir treystast ekki til að leita aðstoðar, sofa undir berum himni — í görð- um, járnbrautagöngum eða undir brúm. Síðastliðinn vetur urðu enda allmargir úti og búizt er við að fjöldi þeirra verði jafnvel meiri í vetur. - JANE ROSEN HRAÐAKSTUR Er þotuöld að ljúka á þýsku þjóð- vegunum? Nálin á hraðamælisskífunni hreyfðist yfir skífuna frá vinstri til hægri og náði loks markinu: 240 km á klukkustund. Þetta var úti á þjóðvegi og full- komlega löglegt og æðislega spennandi. Hvort það var skyn- samlegt eða jafnvel þjóðfélagslega fjandsamlegt er svo allt annað mál. Vettvangurinn er Vestur- Þýskaland og þjóðvegurinn sem um ræðir er þýski autobahn-inn, síðasta vígi óhamins hraðaksturs í Evrópu og líklega í heiminum. I Vestur-Þýskalandi eru ökumenn- irnir alveg látnir í friði og bílaiðn- aðurinn fær að blómstra að mestu án afskipta ríkisvaldsins. Það er því ekki að undra þótt þar í landi séu framleiddir kraftmestu og dýrustu sportbílarnir. Hve lengi dýrðin stendur enn er hins vegar óvíst. Þegar ég var í Þýskalandi í þetta sinn og sá hraðamælisnálina sýna 240 km, varð ég líka var við svartsýni hjá BMW-, Mercedes- og Audi-eigend- um. Þeir eru fáir sem efast um að óheftur ökuhraðinn, sem þeir hafa svo mikið gaman af, muni verða takmarkaður og það allverulega einhvern tíma á næstu tveimur árum. Vestur-Þjóðverjar eru orðnir hálfutangátta í þessum efnum miðað við hin Evrópulöndin þar sem hámarkshraðinn er hvergj meiri en 130 km á klst. Vissulega má segja sem svo, að allt sé í lagi- að aka á tvöföldum breskum há- markshraða á þurrum vegi og á góðum bíl á góðum dekkjum með öruggan bílstjóra undir stýri, en vandamálið er bara það, sem ég kynntist í ökuferðinni fyrrnefndu, hvað það er mikill munur á hraðskreiðustu bílunum og þeim sem hægar fara. Oft virðist ekki duga neitt minna en sjötta skiln- ingarvitið til að koma í veg fyrir stórslys af þeim sökum og annað mál er svo súra regnið, sem er smám saman að drepa evrópsku skógana, en hraður akstur á ekki minnsta sök á því. I þrjá áratugi hafa vestur- þýskir ökumenn fengið að fara sínu fram, en nú virðist ætla að verða á því bráður endir. Stjórnin í Bonn hafði ákveðið, að hreinsi- búnaður yrði kominn í alla bíla í janúar árið 1986, en varð að hætta við það vegna þrýstings frá bíla- iðnaðinum og nágrannaríkjunum, en nú hefur eindaginn verið ákveðinn í janúar 1989 fyrir flesta bíla en 1988 fyrir bíla með tveggja lítra vél eða stærri. Strax á næsta ári verður ýmis- legt gert til að gera útblástur bíl- anna hreinni. Frá júlí nk. verður skattur á blýlausu bensíni lækkað- ur nokkuð og hækkaður að sama skapi á blýbættu bensíni. Þessar aðgerðir munu ekki verða til að auka kraftinn í bílvélunum og vél með hreinsiútbúnaði er áberandi kraftminni en sú sem ekki hefur hann. Þá eru bara eftir hraðatak- markanirnar, sem eru mjög við- kvæmt mál fyrir vestur-þýsku bíl- stjórana. Þar kemur hins vegar til kasta Græningjaflokksins, sem er farinn a velgja stóru flokkunum verulega undir uggum, en hvort sem mönnum líkar það betur eða verr hefur hann átt mikinn þátt í því átaki, sem gert hefur verið í umhverfisvernd í Evrópu að und- anförnu. — SUE BAKER GLÆPUR OG REFSINGI Ekkert að klípa af því Það gerðist fyrir nokkru á veitingastað í Austur- Frakklandi að inn í húsið réðst harðsnúinn kvennaflokkur, sem króaði forstjórann af úti í horni og kleip hann siðan í rassinn af öllum kröftum í nærri klukku- tíma. Að því búnu slepptu þær honum öllum bólgnum og bláum og þótti sem þá væri hefnt einn- ar starfsstúlkunnar, sem for- stjórinn hafði skemmt sér við að klípa í tvö ár þar til hún sagði upp og kærði fyrir kynferðisleg- an ójöfnuð. í undirrétti var eigandi veit- ingastaðarins dæmdur til að greiða starfsstúlkunni, sem er 18 ára gömul, nokkrar skaðabætur, en hann áfrýjaði málinu og var þá sýknaður. Sagði í dómsnið- urstöðunni, að það að klípa konu í rassinn væri „ekki nema eðli- legur hlutur með þá kunnugleika í huga sem verða meðal starfs- fólks á vinnustöðum". Eigand- inn, Sage að nafni, kvaðst heldur ekki sjá eftir neinu og sagðist hafa fullan rétt á að klípa stelp- urnar. „Rétturinn dæmdi, að það væri til marks um mikinn kunn- ugleika að klipa í rassinn og það var einmitt það, sem við sýndum honum, eigandanum, að við könnuöumst vel við hann,“ sagði frú Marinette Volpini, fyrirliði kvennanna. „Þess vegna klipum við hann eins og við gátum og ef við heyrum að hann haldi upp- teknum hætti við að klípa stelp- urnar munum við koma aftur og hressa upp á kunnugleikana með klemmum — þrælsterkum þvottaklemmum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.