Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 (iar iiv eftir Elínu Pálmadóttur í Betlehem er barn oss fætt, syngjum við á hverjum jólum. Og hlustum á frásögn Mattheus- ar af því að Jesús hafi verið fæddur i Betlehem og lýsingu Lúkasar á því hvernig María lagði frumburð sinn í jötu, af því ekki var rúm fyrir hana í gisti- húsinu. Allt frá fyrstu meðvit- uðu jólunum vitum við að jólin eru til að halda upp á daginn þegar Jesús fæddist í Betlehem suður í Gyðingalandi. Einn ís- lendingur á ferð á þeim slóðum verður því dulítið kindarlegur þegar hann heyrir dregið í efa að þetta sé sögulega rétt. Miklu lík- legra sé að fæðingarstaðurinn sé Nazaret þar sem María og Jósep bjuggu og þar sem Jesús ólst upp. „Sjáðu til, fyrir okkur er Jesús söguleg persóna, merkilegur maður úr mannkynssögunni og alveg eins og annars staðar er alltaf að koma fram ný vitneskja frá þessum tíma,“ sagði ung Gyðingakona þegar við ókum þarna um þurra, grýtta sléttuna í sumar á ieið til Nazaret og hún sá furðusvipinn á gesti sínum. Þá hafði nýlega verið efnt til umræðuþáttar í ísraelska sjón- varpinu um sannfræðina í ævi- sögu Jesú. Þar leiddu saman hesta sína spekingar og fræði- menn í ýmsum trúgreinum. Var víst ekki síður rökrætt af sann- færingu um uppruna og sann- leiksgildi ákveðinna frásagna í Nýja testamentinu, staðsetningu þeirra og persónur, en þegar ís- lenskir fræðimenn og áhuga- menn leiða saman hesta sína um sögupersónur Njálu í íslenska útvarpinu. En ein spurningin í nefndum sjónvarpsþætti var ein- mitt: Hvað segir kristinn maður þegar nýjar, óyggjandi sannanir koma fram við uppgröft eða í nýjum handritum? Vaknar spurningin: Skiptir í rauninni nokkru höfuðmáli hvar Jesúbarnið fæddist eða hvenær það var (Heródes var víst dáinn fyrir Krists burð). Það skipti mig enn minna máli eftir að hafa komið til Betlehem, þar sem túristanir ruddust um og tróðu sér skríðandi inn í hell- isskútann undir Fæðingarkirkj- unni til að fá af sér mynd liggj- andi í jötu frelsarans. Þarna reisti Konstantín keisari fyrstu kirkjuna á 4. öld og boraði holu niður í hellinn úr henni, svo að trúaðir mættu gægjast þar nið- ur. Núverandi kirkja mun vera krossfarakirkja frá 11. öld og er sungin þar messa á hverju að- fangadagskvöldi fyrir hinar ýmsu greinar kristinna og píla- grímar streyma að. Mikið er um múslima í Betlehem, en borgar- stjórinn, Elias Frej, er kristinn arabi og kommúnisti, eins og reyndar líka borarstjórinn í ara- babænum Nazaret. Honum lá að sjálfsögðu mest á hjarta að fá ferðafólk í bæinn sinn og lýsti því mörgum orðum hve allt væri nú friðsælt og öruggt í Betlehem. Öryggisgæsla frábær, ekki síst um jólin. Grandalausi íslending- urinn gekk að aflokinni friðar- tölu til hans til að leggja fram spurningu. Jakar miklir spruttu upp í kring um borgarstjórann. Ekki fór á milli mála að þar fóru tortryggnir lífverðir. En líklega er til öruggara sæti en borgar- stjórasæti í arababæ í landi Gyðinga, ekki síst þar sem fimm ættkvíslir araba berjast um völdin. Varla ætti atriði eins og ná- kvæmur fæðingarstaður frelsar- ans að trufla okkur Íslendinga, a.m.k. eftir að í ljós er komið í skoðanakönnun að við teljum okkur vera mjög trúhneigð (68%), þótt við ekki trúum á persónulegan guð. Og ekki virð- ist sá boðskapur hafa komist til skila þrátt fyrir skipulagðan boðunarher í 1000 ár að helst þurfi að trúa á Jesúm Krist til að teljast kristinn. í öðrum heimshlutum telja menn sig varla guðstrúar hvað þá kristna, sem trúa á anda, hvort sem það er alheimsandi eða andar for- feðranna. En öll þurfa manna- börn að trúa á eitthvað. Ég hefi verið á „hátíð hungruðu and- anna“ í Malasíu, þar sem þeir færa anda forfeðra sinna á leiðin mat og láta loga hjá þeim ljós, eins og tekið hefur verið upp hér á landi. Og frá Nígeríu á ég tré- styttu sem í á að búa látinn tví- buri. Aldrei hefur manni þó dottið í hug að það jafnaðist á við að trúa á einn guð upp á is- lensku. „Sigríður fór að sjá að sumt gat ekki verið satt sem stóð í ritningunni ... Þ v í meir sem hún rannsakaði þess meira hrundi úr byggingunni ... “ , sagði Þorgils gjallandi í sögu sinni Gamalt og nýtt. Margt hef- ur vísast skolast til og mörg við- bótin lagst til á styttri leið en 2000 árum gegn um mannlegar umbætur og tungumálaþýðing- ar. Margar upplýsingar hafa raunar komið í ljós á undanförn- um áratugum síðan tveir bedú- inadrengir fundu á árinu 1947 í djúpum helli í Kúmran faldar leirkrukkur með leður- og kop- arhandritum, er reyndust vera upphafið að stórmerku bóka- safni Essena. En miðstöð þessa trúarsöfnuðar mun hafa staðið þarna skammt frá við Dauðahaf- ið á öldunum fyrir fæðingu Krists og á uppvaxtarárum hans. Þeir fræðimenn sem rann- sakað hafa handritin hafa síðan fundið ótal merki þess að hug- myndir, trú og kenningar Jesú Krists, Jóhannesar skírara og Páls postula og fleiri séu frá Essenum komnar. Megi þar finna margar þeirra setninga sem Jesús boðaði, m.a. í Fjall- ræðunni. Og t.d. eru bæði skírn- in og kvöldmáltíðin frá Essen- um. Ýmislegt bendi því til þess að Jesús frá Nazaret hafi haft náin kynni af trúflokki þessum og menn velta fyrir sér hvort hann hafi ekki þessi 19 ár, frá 12—30 ára, setið við þann menntabrunn hjá munkunum við Dauðahafið. Hafi sem sagt ekki verið menntunarsnauður sveitadrengur heldur vel lesinn fræðari, sem samsamaði það sem hann fann fegurst i lífi og kenningum sinni eigin frumlegu og fágætu andagift, betrumbætti það, jók við og umfram allt lifði sjálfur í samræmi við þær kenn- ingar. Um áratug eftir að fyrstu handritin sjö komu í dagsljósið, þýddi Haraldur Jóhannesson hagfræðingur bók eftir Edmund Wilson um handritin frá Dauða- hafi. Skrýtið hve lítil umræða varð um þau hér. Gyðingar hafa síðan grafið upp rústirnar af miðstöð Essenanna við Dauða- haf og byggt í Jerúsalem stór- fallegt og merkilegt handrita- safn yfir handritin. Þegar ég kom þar í sumar var til sýnis eitt merkasta ritið „Handbók í hegð- un“. Síðan hafa verið að finnast í hellum þarna á strönd Dauða- hafsins brot úr dýrmætum handritum frá því fyrir Krists- burð. Og nú fyrir jólin er einmitt komin út hér bók um þetta, „Ár- in þöglu í ævi Jesú“, eftir dr. Charles Francis Potter, sem bókaútgáfan Þjóðsaga tileinkar ári biblíunnar á íslandi 1984 og gefur út í þýðingu Árelíusar Ní- elssonar og Gísla ólafssonar. Þar segir m.a: „ Fyrir undarlega tilviljun hefur fundurinn í 3. heilinum fyrir 13 árum, rétt hjá fæðingarhellinum og hellisgröf- inni, og það sem þar fannst, varpað nýju ljósi og vakið at- hygli á þessum ástsæla „syni guðs“. Já, í 3. hellinum og síðan í hundruðum hella, sem sumir höfðu að geyma þúsundir hand- rita og handritabrota, sem skyndilega kröfðust endurmats, endurskoðunar og jafnvel leið- réttinga á mörgu því sem við höfum talið sjálfsagt um biblí- una, kristindóminn og jafnvel Jesúm sjálfan". Satt að segja hafði koman til Kumran í allri auðninni við Dauðahafið og síðan í hið glæsi- lega handritasafn í Jerúsalem meiri áhrif á mig til styrktar trúarlegum taugum og kristnu siðgæði en koman á túristastað- ina í Betlehem og Nazaret. En slíkt er smekksatriði. w'r-l rtifi c v r* h**} **■ ** bt* T*'*-*'1 yyv> 1 PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.