Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Jólaeftirréttir Hátíð barn- anna, hátíð ljóssins! Já, hver man ekki sjálfan sig sem barn, fullt tilhlökkunar og eftirvæntingar að fá enn einu sinni að lifa sig inn í atburða- rás jólanæturinnar, sem dreg- in er upp með svo einföldum og skýrum dráttum líkt og ævintýri, með fjárhirðum sem gæta hjarðar sinnar, syngjandi englaskörum, vitr- ingum sem höfðu stjörnu að leiðarljósi og kórónu ævintýr- isins, nýfæddu barni í fjár- húsjötu. Sannarlega er veru- leikinn mesta ævintýrið. Á þessari jólanótt varð tengi- bandið okkur sýnilegt og æ síðan. Litla barninu í jötunni voru færðar gjafir og er það óx úr grasi, færði það okkur mönnunum gjafir sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Ein þessara gjafa er fyrirgefning og að skilja gildi hennar í samskiptum okkar mann- anna. Onnur er þakklætið og það sem í því felst að vera þakklátur. Oft vefst það fyrir okkur og gleymist. Sannar- lega var jólabarnið örlátt á gjafir sínar, örlátt á kærleika sinn til vorra mannanna. Oft á tíðum er eins og við höfum lagt þessar gjafir til hliðar. En jólaundirbúningurinn og jólahátíðin ber þess samt vott að við minnumst þeirra og gefandans með þakklæti og barnið í okkur og barnið í jöt- unni verða samstíga og við höldum gleðilega jólahátíð. Kaldur jólagrautur Handa 6 2 dl grautarhrísgrjón, t.d. River, '4 tsk. salt, 1 lítri mjólk, 1 vanillustöng eða ‘k tsk vanillu- dropar, ‘k — 1 dl rúsínur, 1 stór mandla, 1—2 pelar rjómi, saft eða ávaxtablanda til að bera með. 1. Setjið heJming mjólkurinnar í pott ásamt hrísgrjónum og salti. 2. Kljúfið vanillustöngina, skafið kornin úr og setjið saman við ásamt stönginni sjálfri. Margir hafa alltaf sama eftirrétt á jólum ár eftir ár. Sumir hafa jólagrautinn fræga eða þá einhvern eftirrétt úr rjóma og eggjum. Fátíðara er að hafa ávaxtaeftirrétti, sem stafar eflaust af því að ávextir voru lengi illfáanlegir. Aðrir borða líka jólagrautinn um hádegi á aðfangadag og hafa íbúðarmeiri eftirrétt um kvöldið. I»eir réttir sem hér er boðið upp á eru hver öðrum líkir hvað innihald snertir. Hægur vandi er að setja möndlu í hvaða eftirrétt sem er, hún þarf ekki endilega að vera bundin við jólagrautinn. 3. Látið grautinn sjóða við hægan hita í 30—40 mínútur. Bætið öðru hverju mjólk í og hrærið vel í grautnum. 4. Sjóðið rúsínurnar með síðustu 10 mínúturnar. 5. Takið vanillustöngina úr grautnum og kælið. 6. Þeytið rjómann og setjið saman við grautinn. Hrærið í með tveim- ur göfflum. 7. Afhýðið möndluna með því að hella yfir hana sjóðandi vatni og látið hana stana í því í nokkrar mínútur. Stingið síðan möndlunni í graut- inn. Meðlæti: Saftblanda eða blandaðir ávextir. Mjög gott er að nota niðursoðin bláber eða kirsuber í þykkum legi, sem fást í dósum. Þau eru hollensk „Jonker Fris“ kersen vlaaivulling. Þau hafa fengist í mörgum búðum. Ef þið notið ávexti, er betra að sleppa rúsínum í grautinn. Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON í' H Trifli Handa 8 3‘Æ dl rjómi, l'/fe dl mjólk, 1 vanillustöng, 5 eggjarauður, 2 eggjahvítur, 2—3 msk. sykur, 7 blöð matarlím, 250 g möndlumakrónur, 2 dl þurrt sherry, 4 msk jarðarberjasulta, 1 lítill pakki suðusúkkulaði, 100 K. Vk peli rjómi ofan á skálina. 1. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. 2. Setjið mjólk og rjóma í pott. Kljúfið vanillustöngina að endi- löngu, skafið úr henni kornin, setj- ið kornin ásamt stönginni sjálfri út í mjólkina/rjómann og hitið að suðumarki. Takið þá stöngina upp úr. 3. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum. Takið mjólkina/rjóm- ann af hellunni, hellið síðan saman við eggjahræruna og hrærið stöð- ugt í. Hellið síðan aftur í pottinn, hitið að suðumarki, en þetta má alls ekki sjóða, þá skilja eggin sig. Gott er að hafa skál með köldu vatni við hliðina og bregða pottin- um í hana, þegar mjólkurhræran er við að sjóða. Hrærið stöðugt í. 4. Vindið matarlímið upp úr vatn- inu, setjið í eldfast ílát, bætið 1 msk af sherry út í. Látið ílátið ofan í pott með örlitlu sjóðandi vatni og látið matarlímið bráðna. Hellið því síðan saman við eggja/rjóma/- mjólkurhræruna. Látið kólna, en þó ekki svo að þetta hlaupi saman. Hrærið öðru hverju í ílátinu. 5. Raðið makrónukökum á botninn á tveimur glærum skálum. Best er að botninn sé svolítið flatur. Hellið síðan sherry smám saman yfir svo að kökurnar blotni vel upp. 6. Hitið jarðarberjasultuna svo að auðveldara sé að smyrja henni, og smyrjið varlega yfir makrónukök- urnar. Látið sultuna kólna alveg. 7. Þeytið hvíturnar og setjið sam- an við rjóma/eggjahræruna þegar hún er við að hlaupa saman. Hellið síðan varlega yfir það sem er á botninum á skálunum. Geymið í kæliskáp í minnst 6—8 klst. 8. Rífið súkkulaðið. 9. Þeytið rjómann, setjið lag af honum ofan á skálarnar, stráið síðan súkkulaðinu yfir. Sprautið síðan munstri úr rjómanum yfir skálina, þannig að súkkulaðið sé í reitum á milli. ís með súkkulaði og makrónukökum Handa 8 1 lítri rjómi, 10 eggjarauður, 4 eggjahvítur, 3 msk sykur, 'k—1 dl. sherry eða 1 tsk. van- illudropar, 1 pk. suðusúkkulaði, 1 pk. makrónukökur, 1. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til þær eru ljósar og léttar. 2. Þeytið rjómann. 3. Þeytið eggjahviturnar. 4. Blandið saman rjóma, eggja- rauðum og sherry. 5. Hrærið hvíturnar saman við með sleikju. 6. Hellið í fallegt mót. Helst hringmót sem er hátt og munstrað. Setjið ísinn í frysti, helst í frysti- kistuna. Látið vera þar í 6—8 klst. 7. Dýfið mótinu augnablik í sjóð- andi vatn og hvolfið tsnum á fat. 8. Rffíð súkkulaðið eða saxiö gróft, myljið makrónukökurnar örlítið með höndunum. Stráið síðan hvoru tveggja yfir ísinn. í síðasta þætti „Pekingönd og hamborgarhryggur" var fyrir sögnin Pekingönd og „hamborgar- ar“. Þar átti að sjálfsögðu að standa hamborgarhryggur eins og kom fram í uppskriftinni. GleÖileg jól! Á morgun koma jólin og vonandi verðið þið öll ósköp þæg og góð Vinnmgsnúmerin í dag, — 23 s kiðahúfur — eru: 174699, 78021, 45213, 64025, 47879, 215952, 10470, 164408, 10901, J60459, 221390, 190730, 85065, 76835, 115782, 44087, 80702, 218183, 125027, 168308, 121205, 204766, 57947. Upplýsingar um afhendmgu vinn- mga eru gefnar hjá SÁÁ Á morgun eru það svo 24 sfórkolP® legar Sinclair Spectrum 48K tölvur frá Heimilistækjum. Við dróqum tynrtram 184541, 44466, 161496, 109332, 110100,217146, 28558, 180065, 191592, 64573,192884, 164153, 207722, 153583, 14270, 138449, 51099, 162092, 170497, 216184, 30704, 85876, 127497.132229._____________________ Ps Síðasti möguleiki til að öorga miða — og vinna Toyotu — er á morgun, fyrir hádegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.