Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984 Greinarhöfundur með konsúl íslendinga ( ísrael, Frizt Naschitz, elskulegur maður sem var okkur innan handar. Það fór fyrir okkur eins og í sögunni forðum — Það var ekki rúm fyrir okkur í gisti- húsinu. Við höfðum ákveðið að halda jólin heilög undir jóla- stjörnunni sjálfri í Betlehem. Aðfangadag bar upp á laug- ardag þetta árið (1983) svo það var ekki um annaö að ræða en að koma sér til Jerú- salem áður en hvfldar- dagurinn (Shabbat) byrjaði. Þá lamast allt frá og með sólsetri á föstudögum til sól- seturs á laugardögum í ísra- el. Enginn snjór — engin jólalög Það var undarlegt að vakna upp á Þorláksmessumorgun í Kibbutz (samyrkjubúi) í ísrael í sól og hita og arka út á grape-akurinn með strigapoka á öxlinni. Þetta var ótrúlegt og jólin að nálgast. Eng- inn snjór, engin jólalög í útvarp- inu, ekkert sem minnti á jólin. Mér var hugsað heim til Islands þar sem öll fjölskyldan sæti lík- lega í skötuveislu hjá afa og ömmu á Njálsgötunni, verslunarleið- angrar niður í bæ, jólasveinninn í Rammagerðinni... f ísrael er aðeins einn frídagur í viku en það er hvíldardagurinn (Shabbat) eins og áður sagði. Strax upp úr hádegi eftir að vinnudegi Iauk tókum við rútu til Jerúsalem. fsrael er lítið land og því vegalengdir milli staða ekki langar. Frá okkar Kibbutz, Sde Nahum, voru aðeins 2 klst. í rútu til Jerúsalem. Þangað náðum við i tíma, en það var þó ekki meira en svo. Þegar við vorum búin að koma okkur í viðbragðsstöðu í strætisvagnaskýlinu kom að okkur ungur strákur á okkar aldri og sagði: „Sorry, it is Shabbat now so you have to walk or take the Arab busses.“ (Afsakið en Shabbat er byrjaður svo að þið verðið að ganga eða taka strætó hjá Aröb- um.) Það var því ekki um annað að ræða en að ganga af stað og finna gistiheimili. En það var hægara sagt en gert, borgin (Jerúsalem) var yfirfull af ferðamönnum og þurftu þeir allir þak yfir höfuðið. En líklega hefur jólastjarnan þeg- ar verið farin að skína á okkur því við fundum gistihús ekki langt frá „Grátmúrnum" í gamla bænum. Það var farið að kvölda og allt lok- að en við gátum keypt okkur mat af kaupmanninum á horninu, sem var arabi. Kórinn samanstóð af munkum Frá Jerúsalem til Betlehem er ekki löng leið, svona eins og frá Lækjartorgi og upp í Breiðholt. Árla morguns á aðfangadag vor- um við vakin upp og sagt að því miður þyrftum við að yfirgefa gistihúsið því að von væri á stór- um hóp af frönskum pílagrímum. Við stóðum því stuttu seinna með farangurinn úti á götu og höfðum í ekkert hús að venda. Við rifjuð- um upp söguna sem við höfðum heyrt um hver jól síðastliðin tutt- ugu ár, um þau hjón Maríu og Jós- ep, þar sem þau ætluðu til borgar- innar helgu til að láta skrásetja sig. Það var hvergi pláss fyrir þau í gistihúsinu. f fljótu bragði gát- um við ekki komið auga á neinn stað sem við gætum gist í yfir jólanóttina. Það var komið fram að hádegi og eftir því sem við höfðum heyrt urðum við að vera komin snemma til Betlehem því að von var á margmenni. Einhver slembilukka réði að við tryggðum okkur húsaskjól rétt áður en við tókum rútuna til Betlehem. Þegar þangað kom var að sjá mikinn mannfjölda. Það hafði verið tekið fram í dagblaðinu „Jerusalem Post“ að allir yrðu að taka með sér vega- bréf, ef ætlunin væri að komast inn á hátíðarsvæðið, en hér lá að baki ótti við hryðjuverk. Bláa, mjúka, stóra og krumpaða vega- bréfið fór því með til Betlehem ásamt kertum, smákökum sem fjölskyldan í Kibbutz hafði gefið okkur, að ógleymdum harðfiskin- um, en hann höfðum við tekið með okkur frá fslandi og ferðast með vacuumpakkaðan um alla Evrópu, suður allt Egyptaland og Ioksins var hann kominn til fyrirheitna landsins. Hátíðahöldin fóru fram á torg- inu sem fæðingarkirkja Krists stendur við. Til að komast inn á torgið þurftu allir að ganga inn í lítinn kofa sem líktist einna helst útikamri. Þar voru vegabréfin skoðuð og leitað á okkur með vopnaleitartæki og við spurð spjörunum úr. Stelpur á aldur við mig sáu um kvenfólkið og stóðu alvarlegar á svip með riffil á öxl- inni. Og jólin voru að koma ... Torgið var skreytt með jólatré, borðum og böndum af öllum litum og gerðum og svo hljómuðu jólalög úr hátölurum yfir svæðið. Þegar við komum inn á torgið þrömmuðu skátaflokkar framhjá. Þetta var hópur af arabakrökkum sem gengu um í mismunandi bún- ingum. Fæstir búninganna minntu á íslenska skátabúninginn nema hjá einum hópnum sem þá að auki bar „arabaklút" á höfði. (Eins og kunnugt er þá eru arab- arar ekki í fsraelska hernum, svo að e.t.v. mætti líta á þessa göngu sem þeirra hergöngu ... ) Klukkan var ekki nema rúmlega fjögur. Og nú var gott tækifæri að skoða sig um áður en að allt fyllt- ist. Ég ætla aðeins að reyna að lýsa torginu. Á móti fæðingarkirkju Krists er Moska þeirra múham- eðstrúarmanna og þrisvar sinnum á meðan við dvöldum þarna hljómaði lofsöngurinn til Allah út yfir torgið. Það er erfitt að lýsa því hvernig þetta hljómar, en með fullri virðingu fyrir Allah þá fannst mér þetta orðið afar þreyt- andi söngl þegar til lengdar lét. í suður var lögreglustöðin og utan á húsið hafði verið komið fyrir stóru bíótjaldi. Jólamessunni sem hófst um miðnætti var sjónvarpað á þetta tjald. Gegnt lögreglustöð- inni voru verslanir og pósthús. Við gengum inn í Fæðingar- kirkju Krists. Inngöngudyrnar voru mjög sérstæðar eða rúmlega metra hátt op á einni hliðinni. Við innganginn var að sjálfsögðu vopnaleit og meira að segja gekk það svo langt að þeir sem voru með myndavélar þurftu að taka ein mynd út í loftið til að sanna að þeir væru örugglega með mynda- vél en ekki sprengju eða e-ð álíka. Þessi kirkja er með þeim látlaus- ari sem ég hef séð. Veggirnir gráir steinveggir, gjörsamlega án nokk- urra mynda, engir stólar voru í salnum, en uppi við altarið voru nokkrir einfaldir kertastjakar og mjög látlaust skraut. Til hliðar við altarið var gengið niður í kjallara, sjálfan helgidóminn, en þar á staðurinn að vera þar sem Jósep og María fengu gistingu á endan- um, í fjárhúsinu. Fjöldi fólks var þarna saman kominn er okkur bar að. Hvítklæddar, franskar nunnur sem sungu hástöfum jólalög, dökkklætt fólk, sem kraup við „fæðingarstað" Jesú og bað og fólk sem lá við yfirliði vegna loftleysis. Að þessu loknu fórum við í hlið- arkapellu, þar sem undurfagrar tenór- og drynjandi bassaraddir bárust um sali. Þarna stóð yfir messa og kórinn samanstóð af munkum. Þetta var óvenjuleg messa að því leyti að munkarnir gengu fram og til baka og söngl- uðu. Jólamaturinn var harð- fiskur með... Þegar við komum út var farið að rökkva og kólna örlítið. Ástkærir ættingjar í norðri voru vafalaust að leggja síðustu hönd á jólaund- irbúninginn og gómsætur matur- inn tilbúinn ... Við biðum þolinmóð þar til að klukkan yrði átta því að þá væri klukkan sex heima. Jólamáltíðin hófst þá hjá okkur fjórmenning- unum undir jólastjörnunni í Betle- hem. Við tjölduðum því sem til var en matseðill kvöldsins var þannig: Appelsínur, mandarínur, bananar, franskbrauð (ísraelar borða ekki annað) og harðfiskur með smjöri, en í eftirrétt voru smákökur. Þetta er ein stórkostlegasta mál- tíð sem ég hefi upplifað á þeim árum, tuttugu og einu, sem ég hef Jólamáltíðin. Frá vinstri: K.S.H., Freyr Þormóðsson, Ingólfur Bjönsson, Þórður Bogason og Markús þýskur kibbutzfélagi. Til að komast inn á hátíðarsvæðið urðu allir að fara f Kórar frá ýmsum löndum. gegnum vopnaleit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.