Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
7
Gamlárskvöld:
Annríki hiá
slökkviliðinu
SLÖKKVILIÐIÐ itti annríkt i eldinn, en erfitt var um vik að
gamlirskvöld, en þi gerði svo mikið slökkva sakir veðursins.
hvassviðri að hætta þurfti við að Að öðru leyti voru áramótin ró-
setja eld í iramótabilkesti víðsvegar leg hjá slökkviliðinu. Aðeins var
í Reykjavík og slökkviliðið þurfti að um eitt annað útkall að ræða. Var
hafa afskipti af bálköstum, sem þeg- það vegna reyks í Fellsmúlanum,
ar hafði verið kveikt í. sem reyndist stafa frá blysi í
ruslatunnugeymslu.
Samkvæmt upplýsingum varð- Samkvæmt upplýsingum lög-
stjóra hjá slökkviliðinu varð af reglunnar voru áramótin slysa-
þessum sökum að heimsækja tiu laus, en mikið annriki skapaðist
brennur í borginni, þar eð hætta við að aðstoða fólk fyrstu nótt árs-
stafaði af neistaflugi vegna roks- ins vegna hvassviðrisins og hálk-
ins. Reyndi slökkviliðið að slá á unnar.
Morgunblaðið/ÁgÚ8t Ásgeirsson
Fjórtán fengu
fálkaorðuna
FORSETI íslands sæmdi á nýársdag
að tillögu orðunefndar eftirtalda ís-
lendinga heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu:
Guðrúnu J. Halldórsdóttur, for-
stöðumann, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir störf að fræðslu- og
félagsmálum.
Gunnar M. Magnúss, rithöfund,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
fræði- og ritstörf.
Dr. Gunnlaug Snædal, yfir-
lækni, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir læknis- og félagsmálastörf.
Gústaf B. Einarsson, yfirverk-
stjóra, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir félagsmálastörf.
Hans Kr. Eyjólfsson, dyravörð,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf í opinbera þágu.
Játvarð Jökul Júlíusson, bónda,
Miðjanesi í Reykhólahreppi, ridd-
arakrossi fyrir fræði- og félags-
málastörf.
Magnús Gestsson, safnvörð,
Laugum í Hvammssveit, riddar-
arakrossi fyrir störf í þágu
byggðasafns Dalamanna.
Olaf A. Pálsson, fv. borgar-
fógeta, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir embættisstörf.
óskar Ólason, yfirlögregluþjón,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
löggæslustörf.
Sr. Sigmar I. Torfason, prófast,
Skeggjastöðum, Bakkafirði, ridd-
arakrossi fyrir embættis- og fé-
lagsmálastörf.
Dr. Sigmund Guðbjarnason,
prófessor, Reykjavík, riddara-
krossi fyrir vísindastörf.
Sigrúnu Ögmundsdóttur, Suður-
koti, Grímsneshreppi, riddara-
krossi fyrir störf í opinbera þágu.
Þorstein Jóhannesson, útgerð-
armann, Reynistað, Garði, ridd-
arakrossi fyrir störf að útgerðar-
málum.
Þorvald Garðar Kristjánsson,
forseta sameinaðs Alþingis,
Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir
embættisstörf.
Garöabær:
Brotist inn í
Kiwanishúsið
BROTIST var inn í Kiwanishúsið við
Faxatún í Garðabs aðfararnótt ný-
ársdags.
Nokkrar skemmdir voru unnar
á innanstokksmunum og innrétt-
ingum. Símtæki og glösum var
stolið. Að sögn lögreglunnar í
Hafnarfirði hefur ekki hafst upp á
innbrotsmanni eða mönnum.
V^terkurog
k_/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
JHornimhlahilit
Guðmundur Jónsson
og flölskylda
eignast sælgætis-
gerðina Freyju 1980
í dag er Sælgætisgerðin Freyja
hf. í eign fjölskvldu Guðmundar
Jónssonar bakarameistara, en
hann hefur starfað hjá fyrirtækinu
í um 30 ár. Eins og nafn fyrirtækis-
ins bendir til er starfsgrundvöllur
þess sælgætisgerð og eru í dag
framleiddar milli 40 og 50 mis-
munandi gerðir af sælgæti hjá fýr-
irtækinu. Ein þekktasta súkku-
laðitegundin sem Freyja hefur
framleitt og framleiðir enn þann
dag í dag er Valencia súkkulaðið.
Hafin var framleiðsla á því upp úr
1930 og er fyrsta íslenska súkku-
laðið, sem framleitt er með hnetum
og rúsínum.
Snemma á þessu ári tók Sælgæt-
isgerðin Freyja í notkun nýja mjög
fullkomna danska sælgætisvél,
sem tryggir vandaða og góða fram-
leiðslu auk nýrra möguleika í
pökkun á alls konar sælgæti og
súkkulaði. Árangur af þessari
tækni væðingu er nú að sjá dagsins
ljós og af því tilefni er Valencia
súkkulaðið frá Freyju nú komið á
markaðinn og framleitt í þremur
mismunandi gerðum: Valencia
mjólkursúkkulaði, Valencia
mjólkursúkkulaði með hnetum og
rúsínum og Valencia súkkulaði
með núggat og hnetum. Aftan á
súkkulaðipakkningunum hefur
nú verið komið fyrir fjallareglum
1—9 og eru þær unnar í samvinnu
við Landssamband hjálparsveita
skáta. Valencia í nestispakkann, í
útilegur og ferðalög. Valencia er
gott og ljúft súkkulaði, sem fer vel
í munni og maga. . . og sennilega
eitt elsta súkkulaðið á Islandi.
. . .enn flytur
sælgætisgerðin
Freyja
í dag er Sælgætisgerðin Freyja til
húsa í nýlegri byggingu í iðnaðar-
hverfi í Kópavogi. Aukin tækni-
væðing fyrirtækisins og fram-
leiðsla nýrra tegunda hefur tryggt
stöðu þess á íslenskum markaði.
Freyju-gottið hefur unnið sér sess
í meðvitund þjóðarinnar, létt er að
nefna Freyju karamellurnar lands-
frægu og vinsælu, sem enn
njóta auðvitað mikilla vinsælda
eða þá Freyju-möndlurnar og
Hríspokann sem allir vita að er
ómissandi í btóferðum. Freyju
sælgætið í hverju formi sem það er
nú, er alveg fýrirtak og á hvers
manns vörum, eins og spaugarinn
sagði í fullri alvöru.
Freyju gott
er
Árið 1918 voru staddir í Dan-
mörku Qórir ungir athafnamenn,
Magnús Þorsteinsson kökugerð-
armeistari, Þorbergur Kjartans-
son kaupmaður, Brynjólfur Þor-
steinsson frá Akureyri og sænskur
maður AllanJönson, kökugerðar-
meistari. Þessir menn komu sér
saman um að stofna sælgætisverk-
smiðju á íslandi, en þeir Magnús
og Jönson höfðu numið súkku-
laði- og sælgætisgerð hjá súkku-
laðiverksmiðjunni Globus hinni
stóru í Danmörku. Sælgætisgerð-
in og efnagerðin Freyja var því
stofnuð þarna t Danmörku sem
sameignarfélag þessara manna.
Fyrirtækið hóf fýrst í stað rekst-
ur sinn að Vesturgötu 20 í Reykja-
vík, en heldur var nú róðurinn
þungur og á ýmsu gekk á fýrstu
dögum sælgætisverksmiðjunnar,
fór svo að lokum, að hinir meðeig-
endurnir heltust úr lestinni og
varð Magnús Þorsteinsson þá einn
eigandi Sælgætisverksmiðjunnar
Freyju. Eftir þetta var fýrirtækið
til húsa að Túngötu 2 eða þar til
þau húsakynni urðu oflífil. Keypti
þá Magnús Þorsteinsson húseign-
ina Lindargötu 14 og flutti alla
starfsemina þangað. Síðar byggði
Freyja húsið nr. 12 við Lindargötu
og jukust húsakynnin nú að mikl-
um mun. Árið 1933 var ~
gerðinni Freyju
xhlutafélag, en 1. nóvember 1959
seldi Magnús Þorsteinsson og fjöl-
skylda hans Viggó Jónssyni sinn
hlut í
Valcencia
er eitt elsta
súkkulaði á Islandi
Fyrirtækið á flakki
um borgina
Fjórir ungir menn
stofna Freyju 1918