Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
ekki erfiðleik-
heldur hvernig
brugðist
Vandinn er
arnir sjálfir
við þeim er
Nýársprédikun herra Péturs
Sigurgeirssonar biskups íslands
Vandinn er ekki erfiðleikarnir
sjálfir, heldur hvernig við þeim er
brugðist. Nýárspredikun í Dóm-
kirkjunni.
Texti: Matth. 7:7.
Áramótin á miðnætti í nótt
voru stór og hrifnæm augnablik.
Minningar, þakkir og heillaóskir
hrannast saman, þegar gamla árið
hverfur út í dimmbláan himin-
geim og nýja árið kemur að-
streymandi, úr almáttugri hendi
Guðs, sem ríkir ofar tímans
straumi og gefur dag í senn, —
eitt augnablik i einu.
Tíminn þýtur áfram og hefur
ekkert viðnám. Mannsævin er ekki
löng í rás aldanna. Um það kvað
Matthías:
Lífið er fljótt
lflct er það elding, sem glampar um nótt
ljósi, sem tindrar á tárum
titrar á bárum. —
Gamla árið er kvatt í minningu
þess, er það gaf og tók. Við hugs-
um í samúð og bæn til þeirra, sem
um sárt eiga að binda vegna slysa,
sorga og sjúkdóma. Guð huggi þá,
sem hryggðin slær. Hugur okkar
er einnig hjá þeim, er giftusam-
lega tókst að bjarga úr lífsháska.
Gamla árið skilur eftir bæði sárar
og sæluríkar tilfinningar, þannig
er lífið. Úr þeim þáttum spinna
árin, sem koma og fara, æviþráð
okkar, — uns silfurþráðurinn
slitnar og „maðurinn fer burt til
síns eilífðarhúss", eins og Predik-
arinn orðar það. (Pred. 12:5).
Vegna stórra tímamóta í sögu
íslensku Biblíunnar var gamla ár-
ið kallað Biblíuár, og vegna þjóð-
arátaks í líknarmálum, var það
líka hjálparár. Hvorttveggja mun
auðkenna nýja árið. Biblíulestur
og kirkjuhjálp á samleið frá einu
ári til annars.
- O -
Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið
nýja árinu verðugt verkefni með
þvf að helga það æsku heimsins:
Það hlutverk ársins minnir á,
hvað Páll postuli sagði: „Lát eng-
an líta smáum augum á æsku
þína, en ver fyrirmynd trúaðra í
orði, í hegðun, í kærleika, i trú, f
hreinleika." (1. Tim 4:12).
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu
1975, að tímabil næstu tíu ára yrði
helgað stöðu konunnar í heimin-
um og jafnréttisbaráttu. Þeim
áratug lýkur á þessu nýja ári, og
þá verður litið yfir farinn veg og
gerðar áætlanir um framtíðina.
Við munum hve öflug þessi hreyf-
ing var í upphafi árið 1975, svo að
varla eru dæmi til um slíka sam-
Hr. Pétur Sigurgeirsson
stöðu. Kvenréttindahreyfingin
felst reyndar í kenningu kristinn-
ar trúar. Jesús Kristur sýndi fram
á það jafnrétti, sem á að rfkja hjá
mönnum, jafnt konum sem körlum.
Því vakti hann athygli á eyri ekkj-
unnar, og mælti hin máttugu orð
við ákveðið tækifæri: Sá yðar, sem
syndlaus er, kasti fyrsta steinin-
um. Jafnrétti karla og kvenna er
eitt af því, sem fagnaðarerindið
boðar. A ári æskunnar er rétt að
ljá því athygli, sem máltækið seg-
ir „Höndin, sem hreyfir vöggu
barnsins, stjórnar heiminum."
- O -
Áramótin hafa kveðið sinn sí-
gilda óð: „Nú er allt á fljúgandi
ferð liðið hjá.“ Hverfleiki tímans
opinberar sig, og þá finnum við
hve satt það er, sem einn skóla-
meistarinn sagði: „Aldrei er meiri
þörf á því en nú að eitthvað hald-
ist óbreytt." Eitt er það, sem er í
gær og i dag hið sama og um aldir,
Jesús Kristur.
Þar á Guð lokaorðið, er hann
læsir gamla árinu, og lykilorðið er
hann opnar nýja árið. Oft var ný-
ársdagur nefndur átti-dagur, —
því að áttundi dagurinn er kominn
frá því að við fögnum fæðingar-
degi Frelsarans. Lausnarorðið er
Jesús. Og hvar sem við nemum
staðar á þessum nýársdegi, vill
Jesús benda okkur á leið bænar-
innar og gefa okkur bæn f ný-
ársgjöf.
Það var fyrir rúmum tveimur
árum, sumarið 1982, að efnt var til
hópferðar út f Drangey á Skaga-
firði að lokinni prestastefnu á
Hólum f Hjaltadal. Eins og kunn-
ugt er, er Drangey mjög erfið upp-
göngu, enda snarbrött í sjó fram.
Þátttakendur gengu upp f einni
röð. Á leiðinni varð að ganga yfir
einstigi, þar sem ekkert var annað
á aðra hönd en þverhníft bjargið.
Sagnir herma, að Guðmundur góði
Hólabiskup hafi vigt eynna og
blessað vegna þeirra mannskaða,
sem áttu sér stað, þegar verið var
að nytja eyjuna fyrr á öldum.
Fyrir ofan einstigið er staður, sem
kallast Gvendaraltari, og þar er sá
siður frá fornu fari, að menn bæni
sig, — áður en lengra er haldið.
Næstur á undan mér upp eyjuna
var yngsti þátttakandi ferðarinn-
ar, drengur úr Skagafirði, að nafni
Kristinn. Honum var mikið í mun,
að helgisiðurinn við Gvendaraltari
færi ekki framhjá neinum. Þegar
að altarinu var komið, sneri Krist-
inn sér að mér og sagði góðlátlega:
„Hér áttu að biðja Faðir vorið
þitt.“ Þessu atviki gleymi ég ekki.
Og það er einmitt þetta sem krist-
in kirkja vill segja við okkur öll á
nýársdegi: Hér átt þú að biðja
Faðir vorið þitt, gera bæn þína,
fela Guði líf þitt, framtíð þína.
Hætturnar, sem við þurfum að
lifa við á ævinnar braut — eru
ekki síður hið innra f hugarheimi
okkar, en hið ytra eins og við upp-
gönguna í Drangey. Þær ógnir og
hættur átti Bólu-Hjálmar við,
þegar hann kvað á jólum 1871:
Leitt hefir mig þin liknarhönd
lífs á fallhættu stræti
greitt mín vandræða gjörvöll bönd
glatt lif og önd
gefið mér oft meðlæti.
- 0 -
Þetta stræti er nýársdagsins
sem annarra daga þegar við skoð-
um líf okkar í grunninn og þekkj-
um aðstæður, er kunna að vera
fyrir hendi. Það er því gott að hafa
altari, er minnir mann á að gera
bæn sina f voða, vanda og þraut:
„Yfir mér virstu vaka og vara á
mér taka.“
Þrátt fyrir allt, sem heimurinn
hefir uppá að bjóða, er maðurinn
ekki hamingjusamur fyrr en hann
Tískusýning
í kvöld kl. 21.30
i Éá
Módel-
samtökin
sýna
HÓTEL ESJU
KAUPÞING HF O 68 69 88
í d« / • a sc Gleðilegt nýtt ár! ■sember seldum við flestar 2ja og 3ja herb. íbúðir iluskrá okkar. Nú vantar okkur allar gerðir eigna á skrá — reynið viðskiptin. 'ekking og örgggi ífgrirríimi.
. rMI i|l 1 i HKAUPÞING HF
" iwaardaga og aunnud»9» Húsi Verzlunarinnar. simi 68 69 88
Sölumenn: Siguröur Dagbjartsson hs. 62 13 21, Hallur Páll Jónsson hs. 4 50 93, Elvar Guöjónsson viöskfr. hs. 5 48 72.
finnur Guð og lifir í samfélagi við
hann og hamingjuna á enginn
einn. „f veröld eru margir stfgir
hálir.“ — Enginn blettur á jarð-
ríki er laus við miklu ófriðarhætt-
una, hið sama er hægt að segja um
áfengis- og fíkniefnabölið og eng-
inn losnar sjálfkrafa frá sektar-
kennd. Einmanaleiki þrúgar
mannssálina. Lífsbyrðin verður á
stundum svo þung að hún vekur
löngun til sjálfstortfmingar.
Er til nokkurt ráð við þessu? Já
og aftur já. Ráðið er bænin.
Kannski viltu segja: Ég hefi reynt
það, en stend þó í sömu sporum.
Hefur þú þá gert þér fyllilega
grein fyrir, hvað bæn er? Verk-
færi nýtist ekki nema vitað sé,
hvernig á að nota það.
- O -
f bæninni ert þú að koma til
Guðs, sem tekur á móti þér i faðm
sinn — og þar finnur þú, að hann
þjáist með þér. Það er merkið um
elsku hans, sem er hið eina, sem
getur fjarlægt ótta og kvíða í sál
þinni — og hann mun finna fótum
þínum forráð. Forsjónina sér mað-
ur ekki fyrirfram, en henni verð-
um við að treysta.
Vandinn er ekki erfiðleikarnir
sjálfir heldur hvernig við þeim er
brugðist. Minnstu mótbárur geta
orðið risavaxnar í augum okkar ef
við notum ekki ráðið til þess að
lægja þær. Sama er að segja um
stóru áföllin — almáttug hönd
hefir ráð við þeim, ef þeirrar
hjálpar er leitað, einsog að trúin
flytur fjöll erfiðleikanna.
Hugsum okkur skip, sem er að
koma að landi. Hvað gerist þegar
kastað er út landfesti? Ekki drög-
um við landið að skipinu, heldur
skipið að landinu. Þetta er leynd-
ardómur bænarinnar sem við höf-
um kannski ekki athugað nógu vel.
En Kristur kenndi það þegar hann
bað: „Þó ekki sem ég vil, heldur
sem þú vilt.“ (Matth. 26:39.)
í þeim anda var það, sem Frans
frá Assisi bað:
Drottinn lát mig vera verkfæri friðar þíns
hjálpa mér til þess að leiða inn kærleika
þar sem hatur ríkir,
trú, þar sem efinn ræður,
von, þar sem örvænting drottnar.
Það leysast mörg vandamál á
fyrsta degi ársins með slíkri bæn
af hjarta. Frelsun frá hinu illa
byggist á staðfastri bæn: Ég vil, ó
ég vil verða þér líkur ó Frelsari
minn.
Þegar seinni heimsstyrjöldin
var nýskollin á 1938 skrifaði Ei-
vind Berggrav Oslóarbiskup
hingað til lands og sagði:
„Spennum alla jörðina megin-
gjörðum bænarinnar. Bænin er
máttugast afla í heimi hér, mátt-
ugra en nokkurt afl, sem vísindin
hafa leitt í ljós. Þetta afl hefir
Guð gefið kirkju sinni.“
Eins og kirkjur heimsins eru nú
í fylkingarbrjósti við hjálparstörf-
in í Eþíópíu, er þess að vænta, að
öll kristnin hverrar kirkjudeildar
sem er nái saman — spennum
greipum um allan heim í bæn um
frið á jörð. Látum ekki vera skarð
í þeim bænahring á fslandi.
Grikkir kölluðu manninn „an-
þropos" sem þýðir sá sem horfir
upp. Mannkynið hefir á vissum
sviðum haft hæfileika til þess að
hefja sig upp yfir aðrar verur á
jörðinni. En það skortir á, að
mennirnir hafi leitað alla leið upp
— upp til Guðs, til þess að geta
bundist friðarvilja hans og komið
honum niður á jörðina.
Til Guðs til Guðs er kallið knýr
hvað kemur dufti við að mögla, þegar
Drottinn dýr
sín dýrðar opnar hlið.
Þegar Jesú-bænin leiðir okkur
alla leið til Guðs, þá fer það eftir,
sem i bæninni stendur: „Verði
þinn vilji svo á jörðu sem á
himni.“ Sá vilji er allt sem þarf til
þess að nýja árið verði okkur og
heimsbyggðinni friðsælt og gleði-
ríkt.
Hlið hins nýja árs er opið.
Göngum inn um það í Guðs
friði.
„f Jesú nafni áfram enn.“
Amen.