Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
17
„Mér óljúf ákvörðun gagn-
vart fjölda sjúklinga minna“
— segir Þórður Theodórsson heimilis-
læknir sem sagt hefur upp störfum og
hyggst flytja til Svíþjóðar
ÞÓRÐUR THEODÓRSSON, sem starfað hefur hér sem
heimilisiæknir sl. fjögur ár, hefur nú sagt upp störfum hjá
Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og hyggst fiytjast til Svíþjóðar
þar sem honum hefur boðist starf á heilsugæslustöð. Eins
og frá hefur verið greint í blaðinu eru heimilis- og heilsu-
gæslulæknar að íhuga fjöldauppsagnir vegna slæmra kjara
sinna, ef ekki kemst skriður á samningaviðræður þeirra
við ríkisvaldið fljótlega. Blm. innti Þórð eftir því hvort
þessi almenna óánægja heimilis- og heilsugæslulækna
væri ástæða þess að hann hefur afráðið að gerast læknir
erlendis.
„Þessi ákvörðun mín á sér
langan aðdraganda", sagði Þórð-
ur. „í fyrsta lagi er mikil fagleg
óánægja í þessu starfi hér á
höfuðborgarsvæðinu og í öðru
lagi hafa kjör og afkoma heimil-
islækna farið hraðversnandi.
Áratugur er nú liðinn frá því að
Alþingi setti ný lög um heil-
brigðisþjónustu, þar sem kveðið
er á um svokallaða heilsugæslu
íbúum landsins til handa. Nú tíu
árum síðar býr aðalþéttbýlis-
svæði landsins og meira en
helmingur landsmanna enn við
algjört ófremdarástand í þessum
efnum og lítil sem engin von
virðist vera til breytinga hér á
höfuðborgarsvæðinu á næstunni.
Því hef ég ákveðið að hverfa til
Svíþjóðar þar sem uppbygging
heilsugæslu er í hröðum upp-
gangi og fyrir hendi er skilning-
ur á hagkvæmu gildi hennar."
— Þú átt við að slíkur skiln-
ingur sé ekki fyrir hendi hér?
„Já, ég fæ ekki betur séð en að
hann skorti algerlega. Eðli og
innihald heimilislækninga skv.
nútímakröfum er margskonar.
Það er ekki lengur eins manns
vinna að starfa sem heimilis-
læknir, þar sem starfið er teimi-
vinna læknis, hjúkrunarfræð-
ings, læknaritara og símamót-
töku. Samt sem áður vinnur
meiri hluti heimilislækna í
Reykjavík einn og er ástæðan sú
að rekstrarstyrkur Sjúkrasam-
lags Reykjavíkur gerir ekki ráð
fyrir fleiri.
Viðfangsefni nútíma heimilis-
lækningar er í fyrsta lagi for-
varnarstarf, þ.e.a.s. að kanna
hvar skóinn kreppir í heilbrigð-
ismálum íbúanna og veita upp-
lýsingar til bættrar heilsu. í
Morgunblaðið/Bjarni
Þóröur Theodórsson
öðru lagi að reyna að uppgötva
sjúkdóma eins snemma og hægt
er því þeim mun auðveldari
verður lækningin. I þriðja lagi
að veita úrráð og lækningu á
kvillum og sjúkdómum sem um
garð eru gengnir og hafa valdið
varanlegum skaða.
Alls staðar í nágrannalöndum
okkar er nú lögð mikil áhersla á
ofangreind atriði í þeirri röð sem
þau eru upptalin. Hér á landi fer
hinsvegar öll orka og tími heim-
ilislæknis, a.m.k. hér á Stór-
Reykjavikursvæðinu, í þessa liði
í öfugri röð. Er það vegna að-
stöðuleysis og skorts á tíma þar
sem of margir sjúklingar eru per
lækni. Ef fullnægja ætti lág-
marksstaðli á sviði heilsugæslu
þyrftu læknar í borginni að vera
tvöfalt fleiri og er þá ekki tekið
tillit til kennslu, rannsókna-
starfa o.s.frv."
— Hvar stendur hnífurinn í
kúnni?
„Það sem er að kollsteypa
fjármagni Sjúkrsamlagsins og
Tryggingastofnunar ríkisins eru
að mínu mati óhóflegir reikn-
ingar fyrir vissa þætti sérfræði-
þjónustu utan sjúkrahúsa. Við,
þessi yngri kynslóð heimilis-
lækna, sem sótt höfum fram-
haldsmenntun sérstaklega á
þessu sviði, höfum sérhæft
okkur í því að reyna að ráða
fram úr vandamálum fólks á
nokkuð annan hátt en aðrir sér-
fræðingar. Við náum betra sam-
bandi við sjúklinga og getum
betur fylgst með gangi mála.
Sérfræðingur á stofu sem fólk
leitar til að einhverju tilefni,
hefur oftast minni heildaryfir-
sýn og tíma til að fylgjast með
þessu. Ég er ekki að reka fleyg á
milli heimilislækna og sérfræð-
inga, hef raunar alltaf verið
fylgjandi skynsamlegu sam-
starfi þeirra, heldur bendi á
blákaldar staðreyndir.
Varðandi sjálfan mig lauk ég
framhaldsnámi í Svíþjóð árið
1980 og hóf störf hér heima
sama ár. Þá höfðu mörg orð fall-
ið frá hendi yfirvalda um að beð-
ið væri eftir starfskröftum heim
til starfa á sviði heilsugæslu. Á
þessu hefur þó orðið alger brest-
ur. Ég neyddist til að setjast að i
borginni á grundvelli gamla
númerasamningsins sem gerði
ekki ráð fyrir öðru en að hver
læknir starfaði einn með skrif-
borð, sima og lyfseðil. Það er
svipuð aðstaða og verkfræðingi
væri afhent skófla og haki.
Ég vildi ekki una þessu og 1982
tók ég á leigu, við annan mann,
húsnæði það sem ég nú sit í. Síð-
an hefur einn læknir bæst í hóp-
inn og við barist hart fyrir því að
fá frumþörfum okkar fullnægt,
s.s. viðunandi húsnæði, húsgögn
og annað slíkt. Flest öll lækn-
ingatæki skortir okkur enn. Við
höfum margoft farið fram á að-
stoð og fengið dálitla frá Heil-
brigðisráði Reykjavíkur. Allri
annarri aðstoð hefur verið synj-
að.
Til þess að okkur væri kleift
að ráða til okkar læknaritara
urðum við að taka á leigu afgang
hæðarinnar sem við erum á, inn-
rétta hann og endurleigja út tvö
herbergi. Að öllu þessu saman-
lögðu virðist mér einsýnt að
heilbrigðisyfirvöld hér á þétt-
býlissvæði Reykjvíkur kæri sig
kollótt þó að heimilislæknastétt-
in deyi hér út. Enda er nú nær
fjórði hver íbúi án heimilislækn-
is. Heilbrigðisráð Reykjavíkur
hefur þó haft góðan skilning á
gildi heimilislækna en ekki feng-
ið neinu áorkað vegna algjörs
skilningsleysis þeirra sem stýra
fjárveitingum.
Ég er orðinn langþreyttur á
því að vera galeiðuþræll hins ís-
lenska heilbrigðiskerfis og við
það bætist síversnandi afkoma
okkar heimilislækna síðustu ár-
in. Sú ákvörðun mín að hverfa til
Svíþjóðar er mér óljúf gagnvart
fjölda sjúklinga minna. En þessi
staða mín og sennilega margra
annarra heimilislækna blasir
við, líkt og beinbrot við manni á
röntgenmynd. Staðreynd sem
kallar á þessa ákvörðum mína,“
sagði Þórður Theodórsson.
„Flugvél sem er þyngri en andrúmsloftið
mun aldrei geta flogið," spáði Kelvin
lávarður, forseti bresku vfsindastofnunar-
innar, 1890-95.
Hann hafði rangt fyrir sér.
„Þjónusta sem er léttvægari en loftið
getur ekki staðið undir sölu viðskipta-
ferða,“ sagði Jan Carlzon, forstjóri SAS,
árið 1981.
Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér.
Gott flugfélag þarf að hafa fleira en
vængi. Eyru eru jafn áríðandi. Með
eyrunum hlustar flugfélagið eftir því
hverjar óskir og þarfir farþeganna eru.
Það hlustar og safnar saman upplýs-
ingum, sem þjónustan er síðan sniðin
eftir.
I sannleika sagt, þá eru það farþegar
okkar, sem hafa gert okkur að flugfélagi
fólks úr viðskiptalífinu, og þeirra sem
ferðast mjög mikið.
Við höfum einfaldlega tekið mark á
fjölda skynsamlegra ábendinga frá
farþegum okkar. Þannig hefur tekist að
bæta þjónustu okkar og ferðatilhögun.
Margir hafa spurt hvort þessi stefna
hafi ekki verið kostnaðarsöm fyrir
félagið.
Ef til vill, en hún hefur einnig aukið
tekiurnar. Á hverju ári bætist í hóp
þeirra, sem þurfa að ferðast vegna starfs
sins.
Þetta hefur aukið tekjumöguleika
okkar. Við höfum einnig öðlast meiri
kjark og betri aðstöðu til að hlusta á
farþega okkar.
Ef þú telur að flest flugfélög þjáist
vegna skertrar heyrnar, ættirðu að tala
við okkur.
Vid hlustum á þig!
M/S4S
Laugavegi 3,
simar: 21199, 22299