Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
LJÓÐSKÁLDIÐ Heiðrekur Guó-
mundsson fri Sandi hlaut i gaml-
irsdag styrk Rithöfundasjóðs rfkis-
útvarpsins við hitíðlega athöfn í
Þjóðminjasafni, að viðstöddum for-
seta íslands, Vigdísi Finnbogadótt-
ur, menntamilariðherra, Ragnhildi
Helgadóttur, útvarpsstjóra, Andrési
Björnssyni, og fleiri gestum. Þakk-
aði menntamilariðherra Andrési
sérstaklega vel unnin störf i þessum
síðasta degi hans í starfi útvarps-
stjóra og lyftu gestir glösum honum
til heilla. Heiðrekur Guðmundsson
var af heilsufarsistæðum ekki
viðstaddur og tók dóttir hans, Ragn-
heiður, við styrknum úr hendi Jónas-
ar Kristjinssonar, formanns sjóð-
stjórnar.
Heiðrekur Guðmundsson er
búsettur á Akureyri. Eru um 40 ár
síðan hann tók fyrir alvöru að
snúa sér að Ijóðagerð, að því er
hann tjáði fréttamanni í símtali i
gær, gaf út sína fyrstu ljóðabók
1947. Sjöunda ljóðabók hans kom
út í fyrra og bar nafnið Mann-
heimar, eins og raunar önnur fyrr,
enda ber í ljóðum hans mikið á
myndum og tilbrigðum um mann-
inn sjálfan. Sagði Heiðrekur þessa
góðu frétt um styrkveitinguna
hafa glatt sig mjög, kvaðst vera
orðinn nægilega þroskaður og
lífsreyndur maður til þess að hann
ætti að geta nýtt þetta fé skyn-
samlega. Heilsu hans væri þannig
háttað að hann ætti að hafa hægt
um sig, en „ég get hugsað", bætti
Morgunblaðið/Ól.K.Mag.
Jónas Kristjánsson, formaður Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins, afhendir Ragnheiði dóttur Heiðreks Guðmundssonar
skálds rithöfundastyrk fóður hennar.
taka við miklu, ná í mikið, til þess
að geta gefið mikið frá sér aftur.
Auk þess eru rithöfundar vana-
lega einhleypir menn og takmark-
aðir í flestum greinum nema ein-
hverri ákveðinni. Af þessu leiðir
að þeir geta ekki lifað á þeim at-
vinnugreinum sem þorri manna
stundar og lifir af. Þeir eru ekki
færir um að hafa mörg járn í
sama eldinum. Þegar þeir lenda
svo í klípunni og brenna öll járnin,
brenna þeir sjálfa sig líka á hönd-
unum og stundum smiðjuna með
öllu saman.
Einhver bréfritari í „Þjóðólfi"
gat þess í vetur í sambandi við
fjárveitinguna til Jóns ólafssonar
að gömlu sagnaritararnir hefðu
ekki betlað til landssjóðs eða notið
styrks af alþjóðarfé. — Þeir báðu
ekki um styrk; en þeir nutu samt
góðs af fé almennings. Það er víst
að sagnaritararnir voru munkar.
En munkar allir höfðu uppeldi sitt
og framfærslu af opinberum þjóð-
areignum.
Og alveg er óhætt að fullyrða
það að ef þeir hefðu ekki notið
þessara hlunninda, myndu forn-
sögur vorar vera óritaðar enn í
dag, steingleymdar og grafnar —
eða efni þeirra réttara sagt —
undir rústum sem aldrei hefðu
verið rofnar að eilífu.
Vér höfum því dæmin fyrir oss
deginum ljósari, dæmi þess að rit-
höfundastyrkur ber sýnilegan
ávöxt.
Ofninn þarf eldsneyti
eigi hann að hita út frá sér“
Heiðrekur Guðmundsson hlaut styrk Rithöfundasjóða Rfkisútvarpsins
hann við. Hann kvaðst eiga nægan
efnivið í nýja bók, en hefði stund-
um sagt bæði f gamni og alvöru að
ef til vill væri ágæt fjárfesting að
geyma ljóðin, enda ljóð ekki sér-
staklega eftirsótt af útgefendum.
Þau kynnu að hækka í verði.
Jónas Kristjánsson, formaður
sjóðstjórnar, fylgdi styrkveiting-
unni úr hlaði með svofelldum orð-
um:
Fyrir hönd stjórnar
Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
býð ég ykkur öll innilega velkomin
hingað í Þjóðminjasfnið. Hér mun
nú fara fram hin árlega styrkveit-
ing úr Rithöfundasjóðnum, svo
sem frá upphafi hans hefur verið
venja að gert sé á þessum stað og
árstíma.
Sjóðurinn var stofnaður og tók
til starfa árið 1956, og er því
styrkur veittur nú í 29da sinn. Alls
hafa 39 skáld og rithöfundar hlot-
ið styrk úr sjóðnum, ef þessi veit-
ing er með talin. Má af því ráða að
styrknum hefur oft verið skipt
milli tveggja eða jafnvel fleiri rit-
höfunda. Astæðan til þess hefur
vitanlega verið sú að stjórn sjóðs-
ins hefur þótt sem margir væru
kallaðir. En nú um skeið hefur
stjórn Rithöfundasambands ís-
lands, nálega á hverju ári, sent
sjóðstjórninni tilmæli um að „út-
hlutun úr sjóðnum renni óskipt til
eins rithöfundar", eins og orðað er
í bréfi sambandsins frá 9. desem-
ber 1979. Ósk rithöfunda er að
sjálfsögðu sprottin af því að þeir
vilja láta nokkuð muna um þessa
fjárveitingu, vilja að hún sé
raunverulegur styrkur, lífeyrir
sem létta megi af rithöfundum
öðru brauðstriti og verða aflvaki
til nýrra verka. Rithöfundum er
málið skyldast þar sem kalla má
að þetta sé þeirra sjóður, enda
eiga þeir tvo fulltrúa af fimm í
stjórn hans. Því hefur sjóðstjórnin
að jafnaði orðið við tilmælum
sambandsins, og má kalla að nú sé
komin hefð á það að halda styrkn-
um óskiptum. Þetta er í samræmi
við þá þróun sem orðið hefur hin
síðari ár i viðhorfi til rithöfunda
og annarra listamanna: að líta á
þá sem hverja aðra starfsstétt
sem vinni sín verk í þágu alþjóðar
og eigi rétt á sínum verkalaunum.
Þetta hefur gerst með tvennum
hætti: með samningum rithöfunda
við bókaútgefendur, og með ýms-
um fjárveitingum af almannafé
sem nú eru oftast réttilega kölluð
starfslaun. Ekki vil ég styggja rit-
höfunda og listamenn aðra með
því að segja að fullur sigur hafi
náðst, en mikið hefur unnist siöan
fyrst var farið að píra ögn í skáld-
in með framlögum frá Alþingi
fyrir nálega hundrað árum. Ætli
Matthías Jochumsson hafi ekki
fyrstur hlotið slíka smáumbun
þjóðarsamkomunnar, með hæfi-
legum eftirtölum; og beisklega
víkur Þorsteinn Erlingsson að þvi
nöldri sem varð um skáldalaun
honum til handa:
Oft skaust ég í rökkrunum skemmtun að
fá,
og skáldin þó tíðast að heyra,
segir hann í Eden.
Ég sagði við Jónas: þig fala ég fyrst,
því Frón er þín grátandi að ieita,
og náðugrí ritstjórn, því næst sem i vist,
í nafni þíns lands má ég heita,
og sex hundruð krónum svo leikandi list
mun landssjóður tæplega neita.
Drengilega tók Guðmundur á
Sandi svari þeirra Þorsteins Erl-
ingssonar og Jóns ólafssonar þeg-
ar blöðin fluttu ákúrur til þingsins
fyrir að veita þeim lítils háttar
fjárstyrk. í viturlegri grein sem
Guðmundur birti í íslandi árið
1898 segir hann meðal annars:
„Það er sorglegt að þeir menn
sem hugsa og rita um landsins
gagn og nauðsynjar, skuli hafa svo
þröngan sjóndeildarhring að þeir
telja öllu því fé kastað á glæ sem
varið er til bókmennta þjóðarinn-
ar.
Það er auðvitað mál að lands-
sjóðurinn verður fyrst og fremst
að styrkja atvinnuvegi landsins.
— En þó að þeir menn kunni að
vera til, sem álíta að hann eigi
ekki að styrkja aðrar andlegar
framkvæmdir en þær sem heyra
undir kirkju- og kennslumál, þá er
ég sannfærður um að hann verður
líka að hlúa að bókmenntum þjóð-
ar vorrar, ef þær eiga að blómgast
Heiðrekur Guðmundsson.
og þrífast, og sá tími mun koma að
hann gerir það.
Það þarf ekki minnstu tegund
spásagnargáfu til þess að fullyrða
þetta og staðhæfa, — ekki nema
agnarögn af skynsemi og þekk-
ingu. Það er sem sé aðeins um tvo
vegi að ræða hér hjá oss, annað-
hvort svo sem engar bókmenntir
eða þá styrktar af landsfé.
Orsökin er þessi: Sökum kaup-
endafæðar geta svo sem engar
bókmenntir þrifist hér eða staðist
af eigin rammleik. Það er svo gott
að vita að framleiðendur bók-
menntanna eru menn sem þurfa
að lifa, þurfa að eta og drekka,
klæöast og hafa húsaskjól. Og þeir
þurfa meira: Innri maður þeirra
eða sálin þarf líka sinn skerf.
Ofninn verður aö hafa eldsneyti ef
hann á að hita út frá sér. Eins er
um rithöfundinn. Hann þarf að
Ennþá er eitt ótalið sem hefur
mikla þýðingu í þessu máli: þáttur
sá sem bókmenntir þjóðanna hafa
átt og eiga í þvi að hefja menning-
una, sjálfa atvinnuvegina. Góðir
atvinnuvegir og velmegun hefja
bókmenntirnar, og bókmenntirnar
hefja þau.
Reynsla annarra þjóða sýnir
þetta áþreifanlega, og er það við-
urkennt hvarvetna um siðuð lönd
nema hér á landi.
Falleg kvæði lyfta huganum og
létta hann. Heilbrigðin er föru-
nautur gleðinnar, og framkvæmd-
irnar eru dætur heilbrigðinnar. —
Góðar sögur sýna lesti og kosti
manna og þjóða, kenna að varast
brestina, en keppast eftir góða
hlutskiptinu. Leikritin sýna dag-
legt líf með ljósum litum — sýna
atburðina með holdi og blóði.
Þannig vinna bókmenntirnar að
menningu og framför, líkamlegri
og andlegri. Þær bæta þennan
heim sem séður verður og hægt er
að þreifa á; og þær opna fyrir hug-
sjónunum þá veröld sem ekki
verður séð á landabréfum eða lögð
í lófann.
„Verður er verkamaðurinn
launa sinna." Hér á landi geta all-
ir vinnufærir menn unnið fyrir
kaupi. En rithöfundarnir eru ekki
matvinnungar.
Og þó munu ekki aðrir ganga
Ragnhildur Helgadóttir mennUmálaráðherra vakti athygli á því á gamlársdag að þetU væri í síðasU sinn sem Andrés
Björnsson væri sem útvarpsstjóri viðsUddur afhendingu rithöfundaverðiaunanna, sem hefðu með árunum orðið
rithöfundum hvatning og bað menn lyfU glasi og skála við Andrés Björnsson af því tilefni.