Morgunblaðið - 03.01.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
19
þreyttari til hvílu sinnar en synir
og dætur Braga og Iðunnar."
Góðir áheyrendur, ég hef gripið
á nokkrum stöðum niður í hina
viturlegu grein Guðmundar á
Sandi sem rituð var á fyrstu árum
skáldlauna fyrir síðustu aldamót.
Síðan hefur mikið unnist, og Guð-
mundur mun horfa með velþóknun
til okkar frá sínum Englastöðum.
Guðmundur víkur að fornsögun-
um og þeim mönnum sem færðu
þær í letur. Á eftir fornöldinni
komu þeir tímar sem í mínu ung-
dæmi voru kallaðir miðaldir og
náðu fram á átjándu öld. Þá var
fátækt í landi, og að sumu leyti
einangrun, enda fá skáld og rit-
höfundar sem upp gnæfa. En á
nitjándu öld hófst viðreisn bók-
menntanna að nýju, með mörgum
öflugum liðsmönnum, þótt tveir
væru þar fremstir í flokki, annar í
ljóðagerð, hinn í skáldsagnaritun.
Það hefur vart verið metið að
verðleikum af íslenskum bók-
menntafræðingum hve Jónas
Hallgrímsson var mikill endur-
lausnari íslenskrar ljóðasmíðar.
Hann spann sín ljóð úr ýmsum
þáttum, en þó hygg ég að þrír hafi
verið gildastir. Hann var baráttu-
maður sinnar samtíðar, orti róm-
antísk hvatningarljóð og lærði
margt af eldri skáldum íslenskum,
ekki síst af sveitunga sínum séra
Jóni á Bægisá. Þó mun hitt hafa
verið afdrifaríkara að hann fór
beint í smiðju til erlendra samtíð-
arskálda og fékk þar þau vopn sem
dugðu til að leysa íslenskan
skáldskap úr viðjum. Og jafn-
framt seildist hann yfir aldahöf
og sótti orðfæri sitt og stundum
bragarháttu beint til íslenskrar
fornaldar.
Svipað má segja um fyrsta
skáldsagnahöfundinn okkar. Jón
Thoroddsen sækir efni skáldsagna
sinna, og að miklu leyti orðfæri
sitt, i líf íslenskrar alþýðu á sínum
dögum. Mesti aflvaki hans voru
skáldsögur erlendra samtímahöf-
unda. En jafnframt stendur hann
föstum fótum í hinni íslensku
frásagnarlist sem hæst rís í forn-
sögum okkar. Ég hygg að þessi
trausti þjóðlegi grundvöllur valdi
mestu um það hversu bráðlifandi
verk þeirra Jóns og Jónasar eru
hér á landi enn í dag. Aðeins einn
norrænn rithöfundur frá róman-
tíska tímanum lifir jafn góðu lífi
með sinni þjóð enn í dag.
Á öndverðri þessari öld var
stundum talað um „opingátt" og
„innilokun" Mesta sagnaskáld
þjóðarinnar var í fyrstu ofhlaðinn
margvísiegum erlendum áhrifum,
og var gott eitt um það að segja —
af því að hann fann brátt sinn
rétta farveg og skóp hvert snilld-
arverkið af öðru með því sniði sem
var í senn þjóðlegt og alþjóðlegt.
Þess var getið að hann fengi Nób-
elsverðlaunin meðal annars fyrir
að hafa endurvakið hina fornu ís-
lensku frásagnarlist.
Ég hef rifjað þetta upp að
nokkru leyti til áminningar ung-
um íslenskum skáldum og rithöf-
undum. Raunar eru fá þeirra
stödd hér í dag — en þá þið ég
ykkur sem mál mitt heyrið að
skila þessu til þeirra. En einkum
hef ég rifjað þetta upp vegna þess
að sá rithöfundur eða það skáld
sem laun okkar hlýtur nú í dag
hefur einmitt starfað á vegum
endurreisnarmanna nítjándu ald-
ar. Hann byggir verk sín á fornri
arfleifð, yrkir að mestu í „hefð-
bundnum stíl“ sem nú er kallað;
en hann er jafnframt frumlegt
skáld sem leitar víða fanga, og
hann er viturt skáld sem hefur
margt að kenna okkur.
Tekjur Rithöfundasjóðsins sem
að þessu sinni koma til úthlutunar
nema 150 þúsundum króna. Sjóð-
stjórnin hefur einróma ákveðið að
styrkinn skuli hljóta Heiðrekur
Guðmundsson.
Sökum sjúkleika getur hann
ekki verið viðstaddur hér í dag, en
Ragnheiður dóttir hans er hér
meðal okkar, og bið ég hana að
gjöra svo vel að ganga fram og
veita viðtöku skilríkjum fyrir
styrkveitingunni fyrir hönd föður
síns. Jafnframt biðjum við hana
að færa honum einlægar kveðjur
okkar og óskir um góða heilsubót.
Þakkir frá
Jólanefnd
Verndar
25. jólafagnaður Verndar var
haldinn á aðfangadag í húsi Slysa-
varnafélagsins á Grandagarði. Þá
voru einnig að venju gefnir jóla-
pakkar í öll fangelsin.
Jólanefnd Verndar vill þakka
öllum sínum mörgu, tryggu vel-
unnurum, er ávallt styrkja starf-
semina fyrir jólin og gera það
mögulegt að halda starfinu áfram.
Þá ber ekki síst að þakka öllu því
fólki, er vinnur við jólafagnaðinn
allan aðfangadag, margt sama
fólkið ár eftir ár, séra Árelíusi Ní-
elssyni er annast helgistund,
framkvæmdastjóra Slysavarnafé-
lagsins, Hannesi Hafstein, er lán-
ar húsið endurgjaldslaust, lögregl-
unni og öðrum þeim, er veita
okkur aðstoð.
F.h. Jólanefndar Verndar,
Hanna Johannessen
formaður.
HRESSINGARLEIKFIMI
KVENNA OG KARLA
óskar öllum nemendum sínum gleöilegs nýs árs og
þakkar ánægjulegt samstarf á liönu ári.
Kennsla hefst í öllum flokkum mánudaginn 7. janúar 1985.
Kennslustaöir:
Leikfimisalur Laugarnesskólans.
Kvöldtímar kvenna og karla.
Iþróttahús Seltjarnarness.
Morguntímar kvenna.
Fjölbreyttar æfingar — músik —
dansspuni — þrekæfingar — slökun.
Innritun og upplýsingar í síma 33290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir,
íþróttakennari.
Útsala
Allt að 85% afsláttur.
Plaköt á 14—20 kr. Út-
sala á smellurömmum,
álrömmum, myndum,
kortum og fleiru.
Atvinnurekendur, húsráöendur, frá-
bært úrval mynda á vinnustaöi,
stigaganga og til hvers konar hús-
prýöi. Notið þetta einstaka tækifæri.
Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga
kl. 9-18.
Föstudaga kl. 9—19.
Laugardaga kl. 10—17.
Sunnudaga kl. 13—17.
Myndin
Dalshrauni 13, Hafnarfirði.
Sími 54171.