Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
21
eru nú til umfjöllunar hjá stjórn-
völdum, og ætlað er að tryggja
markvissari stjórn efnahags- og
atvinnumála. Þau munu fljótlega
sjá dagsins ljós. En ég legg ríka
áherslu á, að þessi ríkisstjórn, eins
og reyndar sérhver önnur, verður
að stjórna af ábyrgð og festu. Hún
verður að vera reiðubúin til þess
að grípa í taumana, þegar þjóðar-
nauðsyn krefst, og standa eða
falla með gerðum sínum. Að öðr-
um kosti er ekki að vænta þeirrar
breiðu samstöðu, sem nauðsynleg
er. Stjórnarflokkarnir verða að
sameinast um markvissa stefnu,
þar sem vandamálin eru viður-
kennd og á þeim tekið. Án slíkra
aðgerða má vænta enn nýrrar
kollsteypu á næsta ári með enn
alvarlegri afleiðingum fyrir ís-
lensku þjóðina. Að því mun þessi
ríkisstjórn ekki standa.
Heimsmálin varða
okkur miklu
Mér hefur orðið tíðrætt um inn-
anlandsmálin, enda hygg ég, að
þau hvíli nokkuð þungt á lands-
mönnum um þessar mundir.
Heimsmálin varða okkur þó
miklu. Segja má, að landið sé nú
orðið um þjóðbraut þvera. Allt,
sem gerist í umheiminum, hefur
bein eða óbein áhrif hér.
Á því ári, sem nú er að líða, er
mér af slíkum málum tvennt efst í
huga. Svo virðist sem bilið á milli
ríkra og fátækra í heiminum, milli
þeirra, sem byggja norðurhvel
jarðar og miðbikið, sé stöðugt að
breikka. Hin gífurlega hungurs-
neyð á þurrkasvæðunum í Afríku
er í raun smánarblettur á ríkum
heimi. Því, sem þarna er að gerast,
hefur ekki náttúran ein valdið.
ófriður, sundurlyndi, skammsýni
og skortur þekkingar á vafalaust
stærstan þátt í þessum hörmung-
um.
Hjálp frá auðugum ríkjum er
nauðsynleg og sjálfsögð. Það er
ánægjulegt, að Islendingar hafa
brugðist vel vlð beiðni hjálpar-
stofnana. Leitt er hins vegar hvað
við höfum lítið getað látið af hendi
rakna úr sameiginlegum sjóði.
Vonandi breytist það með batn-
andi þjóðarhag.
En ekki er síður mikilvægt að
leitast við að koma í veg fyrir, að
slíkir hlutir gerist. Til þess hafa
hin þróuðu lönd næga þekkingu.
Þeirri þekkingu þarf að koma á
framfæri. í því ber okkur íslend-
ingum að taka þátt.
I öðru lagi vil ég nefna skugga
kjarnorkunnar, sem hvílt hefur
sem ógnvaldur tortímingar yfir
heiminum öllum. Við íslendingar
höfum dregist inn í þær umræður
nú. Því hefur verið haldið fram, að
ætlunin væri að flytja hingað
kjarnorkuvopn á ófriðartímum,
þrátt fyrir skýlausar yfirlýsingar
þess efnis, að hingað komið aldrei
slík vopn án leyfis stjórnvalda.
Tvímælalaust styrkir það svar,
sem nú er fengið, þessa stefnu
okkar íslendinga. Hún er staðfest
og því er lofað, að hún skuli virt.
Það breytir hins vegar ekki
þeirri staðreynd, að örlög okkar
eru jafn háð því, sem í þessum
málum gerist, eins og hverrar
annarrar þjóðar. Ef til almenns
kjarnorkuófriðar kemur, munu
allir tortímast, einnig þeir, sem
eru hlutlausir og saklausir. Ein-
dregin andstaða gegn kjarnorku-
vopnum á íslenskri grund er fyrst
og fremst til þess að undirstrika
þá skoðun okkar, að kjarnorku-
vopn eigi hvergi að heimila, hvorki
á landi, í sjó né í geimnum. Að því
ber okkur að stuðla með opinberri
afstöðu, hvar sem fáum því við
komið.
Sanngirnin er
nauðsynleg
Góðir íslendingar.
Mér segir svo hugur, að árið
1985 muni verða viðburða- og ör-
lagaríkt ár fyrir okkur íslendinga
og ef til vill mannkyn allt. Þá get-
ur ráðist bæði hvort tekst að
stöðva hið vitfirrta vopnakapp-
hlaup stórveldanna, og þrátt fyrir
þrönga stöðu, að leggja grundvöll
að nýju framfaraskeiði hér á
landi. Reyndar á það ekki að vera
nein spurning. Það verður og skal
takast. En til þess þarf víðtækt
samstarf og samstöðu.
í áramótaræðu 1940 sagði for-
sætisráðherra:
„Samstarfið kostar oft mikla
vinnu. Það kostar að sýna sann-
girni og víkja öfgum á bug. Það er
vissulega list út af fyrir sig að
deila. En það er fegri og vanda-
meiri list að semja kringum hið
kringlótta borð. Og ég held, að við
höfum gott af að temja okkur þá
list um skeið dálítið meira en við
höfum gert.“
Þá var að vísu ófriður í heimin-
um, en orðin eiga þó ekki síður við
nú.
Að sjálfsögðu er skoðanamunur
í þjóðfélaginu mikill. Hann er m.a.
á mörgum sviðum djúpstæður
milli stjórnarflokkanna. Um leið
og sjálfsagt er að halda fram sinni
skoðun af festu, er sanngirnin
nauðsynleg. Við verðum að viður-
kenna hver annars rétt til eigin
skoðana. Án þess er samstarf
manna með ólík viðhorf útilokað.
Það er ekki að ástæðulausu, að
drengskapur hefur ætíð verið í há-
vegum hafður hjá íslendingum.
Svo þarf enn að vera á öllum svið-
um. Það á bæði við um þá, sem
valist hafa til samstarfs í ríkis-
stjórn, og stjórnarandstöðuna,
sem gegnir mikilvægu hlutverki í
lýðræðisþjóðfélagi. Það á við
hverskonar samtök og alla ein-
staklinga.
Á nýju ári óska ég öllum íslend-
ingum þess, að heilindi og
drengskapur í hvers annars garð
megi ráða gerðum okkar. Þá mun
þjóðinni vel farnast.
Guð blessi hina íslensku þjóð.
Vegleg gjöf til Björgunar
sveitarinnar Berserkja
StykkÍHhólmi 22. desember.
EINS og áður hefir verid getið í
fréttum réðst björgunarsveitin Ber-
serkir í Stykkishólmi í það stórvirki
að kaupa sér hús undir stjórnstöð og
bækistöð í Stykkishólmi og hefur nú
starfsemi sína í hinum nýju húsa-
kynnum.
í dag barst þeim stór gjöf til
byggingarinnar, sem kemur þeim
sérstaklega vel, en það voru 50
þúsundir króna sem eldri Snæfell-
ingur, Sigríður Guðrún Eyjólfs-
dóttir frá Dröngum, sendir þeim,
en Sigríður var fædd í Geitareyj-
um 15. ágúst 1895, og gefur hn
þessa stóru gjöf til minningar um
föður sinn, Eyjólf Stefánsson frá
Dröngum, sem kunnur var hér um
slóðir og margir minnast fyrir svo
margt gott sem hann lét af sér
leiða, og konur hans tvær, Sigríði
Friðriksdóttur og Jensínu Kr.
Jónsdóttur. Eyjólfur bjó á Dröng-
um í 20 ár eða frá aldamótum til
1920. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
rithöfundur ritaði æfiminningar
Eyjólfs fyrir mörgum árum og
hétu þær Kaldur á köflum og mun
það réttnefni.
Hafa stjórnendur björgunar-
sveitarinnar beðið mig að koma á
framfæri til Sigríðar innilegu
þakklæti fyrir gjöfina og um leið
að tjá henni að þessi gjöf muni
vissulega gera sitt gagn.
I 1 ml M \$íb
s £ Metsölubkid á hverjum degi!
Morgunbladið/Ól. K.M.
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, flutti lokaorð biblíuhátíðarinnar í Háskólabíói. Á sviðinu með honum
er Mótettukórinn, sem flutti Þjóðsönginn í lok athafnarinnar og allir viðstaddir tóku undir.
Fjölmenni á loka-
athöfn biblíuárs
Síðastliðinn sunnudag gengust
7 félög fyrir hátíðarsamkomu í
Háskólabíói til þess að minnast
þess merka atburðar fyrir 400
árum, að biblían kom fyrst út á
íslandi. Guðbrandsbiblía, sem
gefin var út á Hólum í Hjaltadal
1584. í anddyri bíósins var sér-
stök biblíusýning, þar sem
frammi lágu m.a. frumútgáfa
Guðbrandsbiblíu, nýtt Ijósrit
hennar og fleiri biblíuútgáfur.
Nær húsfyllir var á sam-
komunni og gerður var góður
rómur að töluðu máli og söng,
sem fluttur var. Viðstödd voru
forsætisráðherrahjónin og fé-
lagsmálaráðherrahjónin, svo
og forseti sameinaðs Alþingis,
en tvejr biskupar tóku þátt í
samkomunni, dr. Sigurbjörn
Einarsson biskup og herra
Pétur Sigurgeirsson biskup ís-
lands, sem flutti lokaorð sam-
komunnar. Jónas Gíslason
dósent flutti fróðlegt yfirlit
um Guðbrand biskup og Helgi
Þorláksson sagnfræðingur
flutti fróðlega svipmynd um
ísland á 16. öld. 1 máli Jónasar,
Sigurbjörns og herra Péturs
var lögð áhersla á að minning
hins merka atburðar, er biblí-
an kom fyrst út, yrði hvatning
fólki til þess að gefa biblíunni
meiri gaum í framtíðinni og að
boðskapar hennar gætti meira
í daglegu lífi.
Athöfnin í Háskólabíói var
lokaathöfn biblíuárs, sem
ákveðið var að halda í tilefni
400 ára útkomuafmælis Guð-
brandsbiblíu. Þrír einsöngvar-
ar sungu: Sigríður Ella Magn-
úsdóttir, Kristinn Sigmunds-
son og Kristján Jóhannsson.
Þau félög, sem að þessari hátíð
stóðu, voru: Hið íslenska
biblíufélag, Hið íslenzka bók-
menntafélag, Stúdentafélag
Reykjavíkur, Sögufélag, Félag
bókagerðarmanna, Félag ís-
lenzka prentiðnaðarin og Fé-
lag íslenzkra bókaútgefenda.
Tveir biskupar, herra Pétur Sigur-
geirsson og dr. Sigurbjörn Einars-
son, ásamt konum sínum, Sólveigu
Ásgeirsdóttur (Lv.) og Magneu
Þorkelsdóttur.
Þrír óperusöngvarar skemmtu hátíðargestum með söng á biblíuhátíðinni.
Frá vinstri eru: Kristján Jóhannsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir og
Kristinn Sigmundsson.