Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1985
23
Réttur
ttagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
í lok hátíðar og mikilla dýrindis-
daga í mat og drykk, er fiskur jafn-
an kærkominn f málsverð á borð
landsmanna.
Fiskréttur þessi hefur verið flokk-
aður undir sælgæti, en hann er bæði
einfaldur og fljótlagaður. Þetta en
Ofnbakaður
fiskur
með ostabráð
800 gr fiskur, lúðusteikur eða ýsu-
flök skorin í hæfileg stykki
1 sítróna
V* tsk. tarragon
salt og pipar eftir smekk
Vs bolli brauðmylsna
1 bolli rifinn ostur 26% (Maribó)
'A bolli bráðið smjör(vi)
1. Ef fiskurinn er frosinn þá þíðið
hann alveg.
2. Smyrjið eldfast fat og raðið fisk-
stykkjunum þar á. Kreistið saf-
ann úr sítrónunni yfir fiskinn og
kryddið með salti og pipar. Bakið
í ofni við 200° í 15 mín.
3. Blandið vel saman brauðmylsnu
og osti. Takið fatið úr ofninum
og setjið osta- og brauðmylsnuna
yfir fiskinn og hellið síðan
bráðnu smjörinu jafnt yfir
mylsnuna. Bakið i 10 mín. til
viðbótar eða þangað til fiskurinn
er orðinn laus í sér.
Sem meðlæti eru góðar soðnar
kartöflur og blandað salat. Það er
salatblöð, agúrka og tómatar. Eða
ef meira er við haft bakaðar kart-
öflur með fyllingu, aspas með
smjörbráð og appelsínuís.
Verð á hráefni
Fiskur
sítróna
ostur
kr. 80,00
kr. 8,00
kr. 20,00
Kr. 108,00
Það er rétt að ítreka aðvörun sem
komið hefur fram í sambandi við
dældaðar dósir með niðursoðnum
matvælum sem algengar eru hér á
markaði.
Skemmdir á niðursuðudósum
virðast verða jafnt hjá framleið-
endum sem í verslunum. Það er þó
einn stórmarkaður borgarinnar
sem sker sig úr hvað varðar slæma
meðferð, en þar hvolfir starfsfólk
dósum úr kössum i körfur í hillum.
Erlendis flokkast slík vara undir
áhættusama matvöru.
Hættan: Þegar dósir verða fyrir
höggi, getur saumurinn sem festir
lokið við dósina, opnast sem
snöggvast, en vegna lofttæmis í
dósinni getur dregist inn í hana loft
áður en hún lokast aftur. Ef þar er
um mengað loft að ræða geta gró úr
umhverfinu komist í innihaldið og
valdið skemmdum. Skemmdir eru
sérstaklega varasamar vegna hættu
á „bótulismus“-matareitrun. Því er
rétt að hafa i huga að sködduð
niðursuðudós er varhugaverð hvort
heldur dældir liggja inn eða ganga
út á dósinni.
Fylgið hinni gullvægu reglu að
forðast varhugaverð matvæli. Við
höfum heilsu okkar að verja en sér-
fræðingar segja matareitranir allt
of algengar á Islandi.
rs
_ _iiglýsinga-
síminn er 2 24 80
Sjúkranuddstofa
Hilke Hubert
óskar viðskiptavirtum sírtum
gledilegs nýs árs og þakkar
fyrir liðið ár.
Sjúkranuddstofan opnar aftur
7. janúar.
Uppl. og tímapantanir í síma 13680 frá kl. 13.30—18.00.
ópavogsbúaT
athugið!
Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem:
Permanent, kilppingu, lagningu, hárþvott, litun,
lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv.
Opið fra kl. 9—18 á virkum dögum
og kl. 9—12 á laugardögum.
Pantanir teknar í síma 40369.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
ÞINGHÓLSBRAUT 19.
Tld
Sýnum samhug / verki — fyllum Laugardals- » ^ «
höllina og flugvélina ó sunnudaginn!
-lúði leggp******
Grý|a og L©PPa MgJ-S
Kr. 350 fyrir * 12 óra
Kr. «0 fV^°;n(u„0,Snum.
—TCSjSsssss
Æskuiýösráð Reykjavíkur
íþróttaráö Reykjavíkur