Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 24

Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 Formaður heimsfriðarráðsins: Fær ekki að koma til Bretlandseyja Ixindon, 2. janúar. AP. SOVÉZKUM embættismanni, prófessor Tair F. Tairov, sem er formaóur Heimsfriöarráósins, hefur verið synjað um að stíga fsti á brezka grundu til þátttöku í „réttarhöldum" gegn kjarnavopnum. Ástæðan fyrir synjuninni er sú Við „réttarhöldin" á að úr- að nærvera Tairovs er sögð mundu ekki vera í almannaþágu. Heims- friðarráðið er áróðurstæki Sov- étmanna á vesturlöndum. skurða hvort kjarnavopn standist alþjóðalög. Að þeim standa lög- fræðingar sem barizt hafa gegn kjarnavopnum. Óveðrið í Bandaríkjunum: Einn fórst og þriggja saknaö New York, 3. janúar. AP. AÐ KVÖLDI gamlársdags brast á mikið hvassviöri, sem batt á votan, kaldan og stormasaman hátt enda á árið 1984 um svo til öll Bandaríkin. í Texas urðu mikil flóð eftir ofsarigningu og fellibyl. Einn maður fórst og þriggja er enn saknað. Þá slösuðust um 30 manns í fellibyl í Suður-Texas og snjó- koma var mikil allt frá Montana til Michigan. Eftir rigninguna kólnaði mikið og myndaðist þá ís víða á þjóðveg- um og veðurstofan spáði allt að 20 sm snjókomu i Missouri, Kansas, Illinois og Wisconsin, þegar hvassviðrið gengi norður yfir til Vatnanna miklu. O’Hare-flugvelli í Chicago, sem er einn af fjölförnustu millilanda- flugvöllum í heimi, var lokað I u.þ.b. hálftíma frá því um kl. 21.30 vegna ísmyndunar og snjókomu, að sögn forráðamanna vallarins. Á gamlársdag kom fram hjá haf- og veðurfarsrannsóknastofn- uninni, að um 124 manns hefðu farist í fellibyljum í Bandaríkjun- um árið 1984. Er það mesta manntjón sem orðið hefur af þeim sökum í áratug. Sfmamynd/AP DECKER í HEILA HÖFN íþróttastjaman Mary Decker gekk í það heilaga í fyrrakvöld og heitir sá lukkulegi Richard Slaney, kringlukastari frá Bretlandi. Þau hjónin hafa áður sést saman en það var á Ólympíuleikunum í sumar en þá sáu milljónir manna í sjónvarpi þegar Slaney bar Decker grátandi af hlaupabrautinni eftir að hún hafði hrasað í sögulegum árekstri hennar og Zolu Budd. Gengið fellt í Póllandi Varsjá, 3. januar. AP. PÓLSKA stjórnin hefur Iskkað gengi gjaldmiðils landsins gagnvart Bandaríkjadollar í þriðja skipti á einu ári og hyggst með því reyna að blása lífi í útflutningsiðnaðinn. Þessi nýjasta lækkun zlotysins nemur 12,1%, en síðan í janúar 1984 hefur það lækkað um 40% gagnvart Bandaríkjadollar. Jóhannes Páll II páfi: Stórveldin stefna að sið- ferðilegum markmiðum Prentun pundsins hætt London, 2. jmnúar. AP. PRENTUN pundseðilsins hefur ver- ið hstt frá og með áramótunum og munu margir sakna seðilsins, sem senn hverfur úr umferð og víst er að ákvörðunin um að hstta prentun hans er afar umdeild meðal þjóðar- innar. Þá var hætt notkun hálfspens penings nú um áramótin, minnstu mynteiningarinnar. Vegna verð- bólgu fæst ekkert lengur á hálft pens og framleiðsla myntarinnar er dýrari en verðgildi hennar. Og verðbólgan hefur gert að verkum að pundseðillinn skiptir það ört um hendur að hann ónýt- ist á nokkrum mánuðum. Hálfpensmyntin, sem jafnan er kölluð hálftpenní, varð til árið 1280 í tíð Játvarðs konungs fyrsta. Árið 1400 fékkst fyrir það tylft eKgja, um síðustu aldamót hálf bjórkolla og eldspýtnastokkur árið 1914. Og hálftpenní var í uppá- haldi æskunnar framtil heims- styrjaldarinnar síðari er fyrir það fékkst únsa af sælgæti. í núverandi gerð kom peningur- inn í umferð 1971 er tugakerfið var innleitt. Sláttu var hætt í marz sl. og er talið að 2,5 milljarð- ar peninga af þessu tagi séu í um- ferð. Er hann nú það verðlítill að menn beygja sig ekki eftir honum á víðavangi, þar sem mikið af þeim liggur. Pundið er nú að verðgildi innan við fjórðungur þess sem var fyrir 30 árum miðað við Bandaríkja- dollar. í árslok fengust 1,16 dollar- ar fyrir pundið en 4,80 fyrir heimsstyrjöldina síðari. Páfofoiúi, 3. juúor. AP. JÓHANNES Páll páfí II skoraði á nýársdag á Bandaríkin og Sov- étríkin að „láta sjálfselskufulla og hugmyndafrsðilega hagsmuni víkja“ fyrir ávinningi í afvopnun- arviðræðunum sem hefjast í Genf í nsstu viku. Páfi ávarpaði þúsundir manna, sem safnast höfðu saman í heið- ríkjunni á Péturstorginu til þess að hlusta á boðskap hans þennan fyrsta dag ársins, friðardag kaþ- Símamynd/AP JÓL í SJÚKRAHÚSI Bandaríski gervihjartaþeginn William J. Schroeder hélt upp á jólin í sjúkrahúsinu í Kentucky þar sem hann hefur dvalist frá því hann gekkst undir aðgerðina. Um 20 sttingjar hans komu til hans á sjúkra- húsið og þar á raeðal eitt barnabarna hans, Abbie, 4ra ára. Afí þeirra viknaði einu sinni eins og sjá má á myndinni og reyndi þá Abbie litla að hugga hann. ólsku kirkjunnar. Kvað páfi stór- veldunum „ekki stætt á að láta stjórnast af tæknilegum stað- reyndum einum saman", heldur yrðu þau „fyrst og fremst að gefa gaum að mannúðlegum og siö- ferðilegum markmiðum". Hann hrósaði því framtaki að nú ætti að setjast að samninga- borðinu, þótt vitað væri, að framhaldið yrði allt annað en auðvelt. „Því er jafnan þannig farið, þegar deiluaðilar setjast að samningaborði, að vandamálin virðast jafnvel enn flóknari og óyfirstíganlegri en áður,“ sagði páfi. „Þeim, sem ferðinni ráða í þessum viðræðum, á að vera unnt að ná samkomulagi, ef þeim skilst, að áhætta þjóða þeirra er söm og jöfn, þegar um það er að ræða að lifa af eða farast," sagði páfi ennfremur. Peckinpah látinn Sutl Moaicm, Koliforalu. AP. BANDARÍSKI kvikmyndaleikstjór- inn Sam Peckinpah lést á föstudag og var banamein hans hjartabilun. Peckinpah fjallaði oft um ofbeldi í myndum sínum og var m.a. þekktur fyrir kvikmyndirnar „Straw Dogs“ og „The Wild Bunch“. 30 ára gömul skjöl gerð opinber: Rætt um að nota kjarn- orkuvopn gegn Kína London, 2. janúar. AP. HERSHÖFÐINGJAR í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Nýja Sjálandi veltu því fyrir sér fyrir 30 árum að nota kjarnorkuvopn gegn Kínverjum. Kemur þetta fram í opinterum skjölum frá árinu 1954, sem gerð voru opinber í gsr. í skjölunum, sem lögum sam- kvæmt voru gerð opinber í gær, þegar 30 ár voru liðin frá því að þau voru skráð, kemur fram, að Bandaríkjamenn lögðu mjög hart að Winston Churchill og stjórn hans að taka þátt í áætlun um að forða Frökkum frá niðurlægjandi ósigri fyrir Norður-Víetnömum við Dien Bien Phu. Hershöfðingjar frá þjóðunum fimm ræddu þetta mál á fundi í Washington og í leynilegri skýrslu frá yfirmanni breska herráðsins til Churchills segir hann, að ef styrjöld við Kínverja hæfist i kjölfar yfirgangs þeirra og árása á lönd í Suðaustur-Asíu ætti um- svifalaust að gera loftárásir á hernaðarmannvirki. „Til að ná sem mestum árangri ætti að beita jafnt kjarnorkuvopnum sem hefðbundnum vopnum strax frá upphafi," sagði hann. Yfirmaður breska herráðsins bætti hins vegar þessari athuga- semd við nokkru síðar: „Þótt notk- un kjarnorkuvopna hefði vissulega miklu meiri áhrif í herfræðilegum skilningi er hitt jafn vist, að notk- un þeirra myndi hafa mjög alvar- leg áhrif á almenningsálitið í Suð- austur-Asíu.“ Dian Bien Phu féll í hendur kommúnista 7. maí 1954 og olli því að Víetnam var skipt og fjórða franska lýðveldið leið undir lok. „Winston Churchill, sem varð áttræður um haustið 1954, var mikill vinur Dwight D. Eisenhow- ers, Bandaríkjaforseta, en hafði þó mikinn vara á sér i samskiptum við Bandaríkjamenn og sérstak- lega trúði hann illa John Foster Dulles, utanríkisráðherra. Skjölin sýna, að Churchill brá i brún þegar Bandaríkjamenn sprengdu vetnissprengjuna í Bik- ini-eyjaklasanum á Kyrrahafi þetta sama ár enda reyndist kraft- ur hennar helmingi meiri en nokk- urn hafði órað fyrir. Vegna þessa lagði hann mikla áherslu á, að teknar yrðu upp viðræður við Sov- étmenn og reynt að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnakapphlaup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.