Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.01.1985, Blaðsíða 26
26 í stuttu máli Nígeríæ Sakaruppgjöf á valdaafmæli HERSTJÓRNIN í Nígeríu hélt á gamlársdag upp í íraafmeli valdatökunnar með því að leysa úr haldi 2.500 fanga, þar af 150 pólitíska fanga. { útvarpsávarpi til þjóðar- innar sagði Muhammadu Bu- hari, hershöfðingi, að sakar- uppgjöfin sýndi, að engum yrði haldið lengur í fangelsi en þörf væri á og að rannsókn á málum annarra fanga yrði hraðað eins og kostur væri á. Ekki er vitað hve margir menn eru i fangels- um í Nígeríu. Þegar herinn tók völdin í sínar hendur bar hann fyrir sig gífurlega spillingu í landinu og lét handtaka marga stjórn- málamenn og kaupsýslumenn. Indland: Tugir farast í jaröskjálfta Njja DHU, l.juáar. AP. BJÖRGUNARSVEITIR héldu í gær í skyndi til afskekkts héraðs í noróausturhluta Indlands, þar sem 20 manns hafa beðið bana og 10.000 manns hafa misst beimili sín af völdum jarð- skjálfta þar á mánudag. Annar jarðskjálfti skók héraðið í dag, en hann var aðeins þrjú stig á Richtersmæii og var honum lýst sem minni háttar. Héraðið, sem heitir Cachar, er á landamærunum við Bangladesh. Samkvæmt frá- sögn indversku fréttastofunn- ar UNI er það enn sambands- laust við umheiminn sökum tjóns á símalínum og því hefur ekki enn verið unnt að meta allt tjón af völdum jarðskjálft- anna, en víst talið, að það sé geysilegt. Þannig er vitað, að fimm brýr yfir fljótið Socai hrundu og eyðilögðust og verð- ur að reisa þær að nýju. Fyrrum hægrileið- togi myrtur á Spáni Su SetMwtiaii. 3. juiar. AP. Á mánudagskvöld skutu tveir ungir menn Jose Larranaga, fyrr- um leiðtoga hægrimanna, til bana í Azcotitia, sem er iðnað- arborg um 56 km fyrir suðvestan San Sebastian. Lögreglan hefur grunsemdir um, að ETA, aðskiln- aðarsamtök Baska, hafi staðið að baki tilræðinu. Larranaga var í tíð Francos hershöfðingja formaður Fal- angistaflokksins sem þá var og hét í Guipuzcoa—héraði. Hann var skotinn sex skotum í höf- uðið, þegar hann fór út af veit- ingahúsi ásamt kunningjum sínum, að sögn lögreglunnar. Larranaga var 45. fórnar- lamb pólitiskra ofbeldisverka á Spáni á árinu 1984. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 Námamenn í átökum við lögreglu. Brezka kolaverkfallið: Tjóníð 2,4 milljarðar Verkamenn fá 1000 pund, snúi þeir til vinnu fyrir janúarlok Loodoa, 2. jaaiar AP. VINNA hófst að nýju í dag að lokn- um jólaleyfum í þeim kolanámum Englands, sem staðið hafa utan við verkfall námamanna. Stjórn ríkis- reknu kolanámanna gerir sér vonir um, að nú eigi hærri laun eftir að freista verkfallsmanna í vaxandi mæli til þess að snúa aftur til vinnu og að þannig verði senn bundinn endi á kolaverkfallið, sem staðið hefur í meira en 9 mánuði. Stjóm kolanámanna setti heil- síðuauglýsingar í mörg blöð, á meðan 11 daga jólaleyfi náma- manna stóð yfir, þar sem því var haldið fram, að verkfallsmenn gætu ekki náð neinu fram með því að halda verkfallinu áfram. Þar 7 ítalir dóu í ár amóta fagnaði Rómaborg, 2. juúv. AP. ÍTALIR kvöddu gamla árið og fögn- hitteöfyrra 352, en þá týndi einn inu klukkan 12 á miðnætti ásamt uðu nýju með pomp og pragt eins og jafnan áður en þó var galsinn heldur mikill á tímum og lágu sjö manns í valnum er sól reis á nýjársdag. Um 700 manns slösuðust við áramóta- fagnað. Að sögn innanríkisráðuneytis- ins er hér um mikla aukningu að ræða frá fyrri árum. í fyrra slös- uðust 596 í áramótafagnaði og í Bretland: maður lífi. í höfuðborg Sikileyjar, Palermo, lézt Antonino Siracusa, sem var 55 ára, er hann fékk kúlu f höfuðið þar sem hann var að skála fyrir nýju ári í kampavíni. Var um slysaskot að ræða, þar sem Sira- cusa sat innandyra og vonlaust var að skjóta utan að á færi. í þorpinu Forte dei Marmi í norðurhluta landsins lézt Primo Pucci, 58 ára, úr hjartaslagi er hann skálaði fyrir nýju ári á slag- fjölskyldu sinni í veitingahúsi. Þá biðu fimm menn bana í Tór- ínó, Mílanó og Bologna í um- ferðarslysum er þeir voru á leið í nýjárssamkvæmi á nýjársnótt. Flestir slösuðust um áramótin í Napólí eins og áður eða 137. Al- gengt er að ítalir fagni ári með því að skjóta af byssum sínum upp í loft eins og óðir væru og margir slösuðust er þeir urðu fyrir kúlna- regninu. Réttarhöldin í Ho Chi Minh-borg Fréttatilk. frá kín- verska sendiráðinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá sendiráði Kínveraka alþýðulýð- veldisins í Reykjavík: „Eins og komið hefur fram í fréttum settu yfirvöld í Víet- nam nú nýlega á svið réttarhöld í Ho Chi Minh-borg yfir svok- ölluðum njósnurum Kínverja og Thailendinga. Á fréttamanna- fundi 19. desember sl. benti talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins á eftirfarandi: Það er venjulegur andkín- verskur áróður af hálfu víet- namskra stjórnvalda að setja saman sögur og upplognar ákærur. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð.“ punda var því ennfremur lofað, að þeir, sem sneru aftur til vinnu, fengju 1.000 pund skattfrjálst fyrir janú- arlok og allt að 2.667 pund skattfrjálst fyrir lok marzmánað- ar. í þessum fjárhæðum eru inni- falin venjuleg samningsbundin laun, nokkrar orlofsgreiðslur og aukagreiðslur og verður mest af þessu skattfrjálst sökum launa- missis á skattárinu 1984, en nýtt skattár hefst ekki fyrr en í apríl næstkomandi. Samkvæmt hefð stendur nýárs- hátíðin lengur í Skotlandi en ann- ars staðar i Bretlandi. í Skotlandi eru 14 ríkisreknar kolanámur og þar koma kolanrhumenn ekki aft- ur til vinnu að loknu jólaleyfi fyrr en nk. mánudag. Námamenn í Suður-Wales hafa gengið hvað harðast fram í verk- fallinu og eru aðeins 126 af 20.000 mámamönnum þar nú starfandi. Verkfallið i brezkum kolanám- um hófst 12. marz sl. vegna áforma stjórnarinnar um að loka óarðbærum kolanámum. Stjórn námanna heldur þvi fram, að 70.000 námamenn hafi verið við vinnu i trássi við verkfallið nú í árslok 1984. Reiknað hefur verið út sam- kvæmt nýrri skýrslu, sem út kom í dag, að til ársloka 1984 hafi verk- fallið kostað brezku þjóðina 2,4 milljarða punda. Orkuskort- ur enginn 1985 Loadon, 2. jaoúar. AP. ENGINN orkuskortur verður I Bretlandi á árinu 1985 og skiptir í því efni engu máli þótt verkfall námamanna dragist enn. Kom þetta fram hjá Peter Walker, orkumálaráðherra bresku stjórnar- innar, um síðustu helgi. Walker sakaði Arthur Scargill, leiðtoga námamanna, um að hafa blekkt námamenn með því að telja þeim trú um, að alvarlegur orkuskortur væri yfirvofandi og þess vegna rétt að halda því áfram. Scargill hefur mótmælt þessum ummælum og segir, að stjórnin hafi komið í veg fyrir samninga vegna þess, að hún ætl- aði sér að „eyðileggja námaiönað- inn“. Walker sagði, að núverandi kolagröftur væri meira en nógur til að koma í veg fyrir orkuskort og raunar svo mikill, að ráðgert væri að hætta olíubrennslu i mörgum orkuverum og taka upp kolabrennslu. Poul Schltiter í nýársávarpi til Dana: Efnahagsbatinn er yaranlegur - en snúast þarf gegn óhagstæðum greiðslujöfnuði K»upm»nn»bofn. 2. j»nu»r. AP. POIJL Schliiter, forsætisráðherra Dana, sagði í nýársávarpi sínu, að danska þjóðin ætti heiður skilinn fyrir þær efnahagslegu framfarir, sem orðið hefðu á síðasta ári. Hins vegar sagði hann, að greiðslujöfnuð- urinn hefði verið mjög óhagstæður og að í þeim efnum þyrfti nú að taka til hendinni. Schluter sagði, að efnahagsbat- inn væri nú orðinn varanlegur og að á síðasta ári hefði hagvöxtur- inn í Danmörku verið sá mesti í Evrópu, 4%, og iðnframleiðslan aukist um 12%. Hvað greiðslu- jöfnuðinn snerti væru Danir hins vegar aftarlega á merinni en á fyrstu þremur ársfjórðungum síð- asta árs hefði hann verið óhag- stæður um 12,2 milljarða dkr. á móti 6,2 milljörðum árið á undan. Sagði hann að því stefnt, að greiðslujöfnuðurinn yrði kominn í jafnvægi fyrir árslok 1988 og ríkisfjárlögin fyrir lok áratugar- ins. Samningar á vinnumarkaðnum standa nú fyrir dyrum í Dan- mörku og sagði Schlúter, að fara yrði varlega í launahækkanir, því minni sem prósentan yrði, þeim mun fleiri fengju atvinnu og auð- veldara yrði þá að halda verð- hækkunum í skefjum. Um utanríkismálin sagði Schluter, að nauðsynlegt væri að komast að raunhæfum samning- um um takmörkun vigbúnaðarins en lagði um leið áherslu á, að utanríkisstefna Dana yrði að byggjast á „heiðarlegum og öflug- um stuðningi við Atlantshafs- bandalagið”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.