Morgunblaðið - 03.01.1985, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
Land, þjóð og tu
og verða samtvii
Nýársávarp Vigdísar Finn- III
bogadóttur forseta íslands ’ E
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Arni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Æskan, landið
þjóðernið og tungan
ÍÍT and, þjóð og tunga, þrenn-
Jj ing sönn og ein, þér var ég
gefin barn við móðurkné."
Þessar hendingar úr sonnettu
Snorra Hjartarsonar, skálds, vóru
bakgrunnur í ávarpi forseta ís-
lands, frú Vigdísar Finnbogadótt-
ur, til þjóðarinnar við upphaf nýs
árs.
Orðrétt sagði forsetinn:
„Án þess að eiga saman land og
tungu væru fslendingar ekki þjóð.
Málvernd og landvernd eru grein-
ar á sama meiði. Að vaka yfir orð-
inu og að vaka yfir gróðrinum, að
vaka yfir lífríkinu öllu, hvort sem
er á landi eða í sjó, er ljúf skylda.
Skáld yrkja í orðum, sem lifa;
jarðræktarmenn yrkja jarðar-
gróður, sem lifir; fiskifræðingar
vara við þeirri léttúð að hrifsa
meir úr sjónum en þar nær að lifa
og hafið gefur."
Helztu áherzluatriði í ræðu for-
setans vóru fjögur: landið, þjóðin,
tungan og æskan. Æskan á að
varðveita þá íslenzku menningar-
arfleifð, sem kynslóð hefur skilað
til kynslóðar, og þær auðlindir
láðs og lagar, sem forsjónin hefur
skenkt okkur til framfærslu í bráð
og lengd. Sjálf er æskan dýrmæt-
asta auðlind þjóðarinnar, ásamt
menntun og þekkingu samtímans;
sú auðlind sem nútíminn verður
að virkja af alúð og vandvirkni í
þágu íslenzkrar framtíðar.
Forsetinn varaði hinsvegar við
ýmsum vandamálum, sem væru á
vegi æskunnar, ekki sízt fíkniefn-
um, er væru „flótti frá raunveru-
leikanum". Fíkniefnin fari „eins
og faraldur um heimsbyggðina og
hafi í för með sér heilsuleysi og
dauða„, sem megi „líkja við ógnir
styrjalda".
Ástæða er til að taka undir
hollráð forsetans til íslenzkrar
æsku, sem og þau hvatningarorð
til almennings, að virða lög og
reglur samfélagsins, er „sett eru
til þess að þjóðin geti lifað saman
í öryggi og leit að sameiginlegri
hamingju".
Forsetinn lauk ávarpi sínu með
'tilvitnun í ólaf Jóhann Sigurðs-
son, skáld: „Ég heyri til mannkyn-
inu og vil bæta líf manna.“ Það
verði bezt gert með því að hver
einstaklingur rækti með sér rétt-
lætiskennd, góðmennsku, tillits-
semi og hógværð í orðum og lífs-
háttum. Betra vegarnesti er vart
fáanlegt á vegferð inn í framtíð-
ina.
Góðir íslendingar.
Gleðilegt nýtt ár.
Til fortíðar er nú gengið enn
eitt ár, sem við höfum kvatt með
ljósadýrð á hefðbundinn hátt —
ár sem geymist eins og önnur í
handraða minninganna og fallið
er inn á blöð sögunnar. Þvl hefur
fylgt eins og ótal öðrum árum í
aldanna rás bæði gleði og sorg.
Að vera á lífi með samtíð sinni
fylgir að lifa með henni gleði og
hryggð. Það er einatt gott að fá
að taka þátt í gleðinni, en þess
skal einnig minnst að það geng-
ur enginn samstiga öðrum
mönnum án þess að kynnast
áföllum og sorg, sem víða kveður
dyra, og þá því hversu mikið
átak það er að horfast í augu við
það sem orðið er og ekkert fær
breytt. tslendingar hafa fengið
orð fyrir að vera hjartahlýir
menn þótt þeir flíki ekki mjög
tilfinningum sínum. Djúp samúð
allra er með þeim sem búa við
harm og erfiðar stundir. Það eru
ekki réttmæli að tíminn lækni
öll sár. Tíminn er þó svo líkn-
samur að hann sefar sárin og
hjálpar mönnum til að umbera
þau.
Enginn má
skorast undan
Liðið ár, hiö fertugasta i sögu
hins íslenska lýðveldis, verður
okkur minnisstætt fyrir margar
sakir. í íslensku þjóðfélagi varð
árið ekki eins og allir hefðu
óskað. Vandi steðjaði víðar að og
I ríkari mæli en landsmenn hafa
kynnst um langt skeið. í sögu
allra þjóða sem vilja veg sinn
sem bestan er það þó jafnan trú
manna að upp birti um síðir.
Þjóðarsaga íslendinga ber
glöggt vitni þess. Við vitum það
á vindasamri eyju í norðurhöf-
um að veður ganga yfir. Við höf-
um einnig af þekkingu og visku
lært að mæta þeim. Ég trúi því
að nú sem fyrr takist að ná átt-
um. Með samstöðu og einurð öðl-
uðust íslendingar frelsi á sinum
tíma og með samstöðu og skyn-
semi má þjóðinni takast að beita
seglum upp í vindinn og komast í
trausta höfn. En til þess verða
allir að leggjast á eitt og það má
ekki hvarfla að neinum að skor-
ast undan. Ábyrgðin er allra,
hvers og eins. Það má enginn
láta sem svo að sér komi heill
þjóðar ekki við, að það sé ann-
arra að sjá um farkostinn. Verri
óvin en andvara- og sinnuleysi er
varla finna.
Þar fylgir saga
þjóðarinnar mönnum
við hvert fótmál
Sú hefð hefur skapast að
flytja landsmönnum nýárs-
kveðju héðan frá Bessastöðum í
þeirri von að færa þá nær staðn-
um og staðinn nær þeim. Hann
er sameign okkar allra. Sterkur
hlekkur milli nútíðar og liðinna
tíma. Mikill fjöldi manna kemur
árlega til Bessastaða og skoðar
staðhætti og kirkjuna sem er öll-
um opin sérhvern dag árið um
kring. Hér er staðarlegt og fal-
legt heim að líta. Víðsýni er af
staðnum til allra átta, yfir stór-
an hluta landnáms Ingólfs Árn-
arsonar. Fjöldi manna, íslenskir
sem erlendir, hefur einnig notið
samverustunda í gömlu Bessa-
staðastofu. Hún er meðal elstu
húsa á Íslandi, 220 ára gömul,
virðuleg og hlý, án nokkurs
prjáls, sem margir erlendir gest-
ir hafa orð á að gefi henni heim-
ilislegan blæ umfram glæsihallir
stórþjóðanna. Í Bessastaðastofu
er jafnan sagan og fortíðin til
umræðu. Þar fylgir saga þjóðar-
innar mönnum við hvert fótmál.
Það er jafnan freistandi að gefa
hugarfluginu lausan tauminn á
þessum stað. Snorri Sturluson
átti Bessastaði á 13. öld. Jörðin
er ákaflega gróskurík og grösug
og hingað i þetta mikla graslendi
hlýtur Snorri oft að hafa átt leið,
þó ekki væri nema til að líta eft-
ir nautgripastofni sínum. Hér
hlýtur hann að hafa alið kálfa
til að eignast skinn. Má vera að
eitthvað af ritum Snorra hafi
verið skrifað á kálfskinn héðan
frá Bessastöðum. Bókmenntir
þurfa með sér veraldlegt efni,
það sem á er ritað. Þegar Snorri
var veginn árið 1241, margslung-
inn maður í sinni samtíð, stóðu
eftir hann ódauðleg verk hans, í
orðum rituðum á kálfskinn.
Jarðneskur auður hans gekk
undir erlendan konung, — og þar
með einhver besta kostajörð á
íslandi, Bessastaðir. Hið erlenda
konungsvald sem réð tslandi i
sjö aldir gerði staðinn að höfuð-
bóli sínu á íslandi. Hér voru á
löngum og erfiðum öldum oft og
einatt teknar mikilvægar ákv-
arðanir um ýmsa þá atburði sem
hvað örlagaríkastir hafa orðið
fyrir íslensku þjóðina og þá ekki
ætíð henni til heilla. Siðan var
það einmitt hér, þegar birta tók
til í íslensku þjóðlífi á öndverðri
19. öld, að Lærði skólinn, æðsta
menntastofnun íslendinga, hafði
aðsetur um 40 ára skeið í Bessa-
staðastofu eins og hún stendur
nú. Skólahaldi hér eru tengdar
bjartar minningar í skólastofum
og vistarverum skólasveina. Hér
voru þeir saman í skóla Fjöln-
ismenn og aðrir hugsjónamenn
og skáld okkar sem tendruðu
kyndla sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga, stórgáfaðir menn með
framtíðarsýn sem örvuðu íslend-
inga til samstöðu og dáða og
leiddu þjóðina til þess lýðræðis
og sjálfstæðis, sem hún hefur nú
notið til fullnustu í fjóra ára-
tugi. Margir aðrir merkisberar
islensks þjóðernis svo sem Grim-
ur Thomsen þjóðskáld og Skúli
Thoroddsen og Theódóra hafa
einnig búið hér á Bessastöðum.
Allt er þetta
líf þjóðar okkar
Því er þessi saga rifjuð upp
hér — saga sem svo ótal margir
þekkja mætavel, að hún er saga
framfara og þjóðarsigurs, þess
sigurs að eignast aftur eftir
langa biðlund sjálfsforræði og
full umráð yfir landi okkar og
gæðum þess. Hún er sagan um
lægðir og hæðir hins íslenska
þjóðlifs í aldanna rás sem má
aldrei fyrnast svo að hún gleym-
ist ungum kynslóðum sem taka
við af hinum eldri og kunna að
líta á sjálfstæði okkar sem
sjálfsagt mál. Það er afrakstur
þrotlausrar baráttu ótal manna,
kynslóð eftir kynslóð, sem vissu
fullvel að þeir fengju ekki sjálfir
að lifa það að ná markinu, en
þorðu þó að vona og berjast og
létu aldrei undan síga.
Af sama toga er hvert það
átak sem íslendingar hafa beitt
sér fyrir á árinu sem liðið er með
það að markmiði að stuðla að
betra mannlífi í landinu. Af
fyrirhyggju er hugsað langt
fram i tímann. Þar á meðal er
hvatning til aukinnar árvekni i
umgengni við gróður landsins,
að vernda viðkvæmt land, „njót-
um lands — níðum ei“, örvun til
skógræktar og síðast en ekki síst
ríkrar umræðu um stöðu ís-
lenskrar tungu og aðhald i öllu
því er hana varðar svo hún verði
varðveitt sem best.
„Land, þjóð og tunga, þrenn-
ing sönn og ein, þér var ég gefinn
barn á móðurkné'. Þessar hend-
ingar i sonnettu skáldsins góða,
Snorra Hjartarsonar, verða
aldrei of oft hafðar yfir. Land,
þjóð og tunga eru og verða sam-
tvinnuð heild. Án þess að eiga
saman land og tungu væru Is-
lendingar ekki þjóð. Málvernd og
landvernd eru greinar á sama
meiði. Að vaka yfir orðinu og að
vaka yfir gróðrinum, að vaka yf-
ir lifrikinu öllu, hvort sem er á
landi eða i sjó, er ljúf skylda.
Skáld yrkja með orðum sem lifa,
jarðræktarmenn yrkja jarðar-
gróður sem lifir, fiskifræðingar
vara við þeirri léttúð að hrifsa
meir úr sjónum en þar nær að
lifa og hafið getur gefið. Allt er
þetta líf þjóðar okkar.
Engin þjóðareign
er dýrmætari en
heilbrigð æska
Á undanförnum árum hafa
Sameinuðu þjóðirnar einnig haft
forgöngu um að tileinka einstök
ár sérstökum málstað, sem
ástæða hefur þótt til að vekja á
athygli. Erindi hefur verið sem
erfiði: einarðari umræða og
markvissari afstaða til ýmissa
málefna. f nokkrum tilfellum
hefur verið hugsað til lengri
tíma en eins árs. Á þessu ári lýk-
ur til að mynda kvennaáratugn-
um, sem hófst með kvennaári
1975. Það verður varla vefengt
að hér um slóðir hefur nokkur
árangur náðst en enn er mjög á
Nýtt skeið hag-
vaxtar og framfara
Við íslendingar höfum á fáum
áratugum byggt upp eitt
mesta velferðarríki veraldar, þar
sem þegnarnir njóta verulegs
jafnræðis og öryggis. Þetta hefur
verið gert á grundvelli þjóðar-
framleiðslu, sem frá stríðsárum
hefur vaxið meir að meðaltali á
hvern einstakling en fiestar aðrar
þjóðir geta státað af. Þannig
komst Steingrimur Hermannsson,
forsætisráðherra, efnislega að
orði í ávarpi til þjóðarinnar á
gamlaárskveld.
Hann sagði það jafnframt sann-
færingu sínu að nú sé á enda
runnið ákveðið skeið i sögu þjóð-
arinnar — og annað verði við að
taka. Hinir gömlu atvinnuvegir
verði áfram mikilvægir, en þeir
muni ekki stuðla að sama hagvexti
hér eftir sem hingað til. Nýar, og
þar á meðal háþróaðar atvinnu-
greinar, verði að koma til liðs.
Mikilvægt er, sagði forsætisráð-
herra, að þjóðin undirbúi í tíma
nýtt skeið hagvaxtar og framfara.
Það hafi raunar þurft að gera þeg-
ar fyrir nokkrum árum, þegar
svigrúm var meira vegna minni
erlendra skulda og meðan þjóðar-
framleiðsla var enn vaxandi með
stígandi sjávarafla. Um þær van-
rækslusyndir þýðir hinsvegar ekki
að fást lengur, heldur einbeita sér
að því að byggja upp nýjan
grundvöll framfara.
Forsætisráðherra vék m.a. að
„endurvakinni verðbólgu", sem
væri þjóðinni mikið áfall. „Ríkis-
stjórnin mun ekki hlaupa frá
borði, þótt skipið hallist," sagði
hann. „Stjórnarflokkarnir munu
endurskoða stefnuna á öllum svið-
um og leita samstöðu við þjóðina
um farsæla framkvæmd.
{ endurnýjuðum stjórnar-
sáttmála munu stjórnarflokkarnir
leggja ríka áherzlu á að hraða
endurskoðun stjórnkerfisina,"
sagði hann ennfremur, „og koma
fram þeim breytingum sem henta
betur nýju framfaraskeiði ...
Stjórnarflokkarnir verða að sam-
einast um markvissa stefnu, þar
sem vandamálin eru viðurkennd
og á þeim tekið. Án slíkra aðgerða
má vænta enn nýrrar kollsteypu á
næsta ári (1985) með enn alvar-
legri afleiðingum fyrir islenzku
þjóðina. Að því mun þessi ríkis-
stjórn ekki standa."
Þessi orð verða vart skilin á
annan veg en þann að stjórnar-
flokkarnir vinni nú að endurnýjun
stjórnarsáttmálans, varnarað-
gerðum á vettvangi efnahagsmála
á nýju ári — og þjóðarátaki um
nýtt framfaraskeið. Þess er að
vænta að rikisstjórnin tíundi senn
það þor og þrek, sem þjóðin þarfn-
ast í þrengingum liðandi stundar.