Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
Nýjar
erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
PENINGAR
Tove Ellefsen + Romarina — et for-
svinningsnummer
Útg. Aschehoug & Co. 1984
Romarina, konan á bezta aldrin-
um, hverfur skyndilega og virðist
ekki skilja eftir sig nein spor.
Romarina, sem átti sinn þroska-
tíma þegar 1968-kynslóðin gerði
uppreist vítt um veröld gegn kerf-
um, viðteknum venjum, smáborg-
aralegum lifnaðarháttum. Þó var
hún sem margir aðrir þessarar
kynslóðar svo sem ekki búin að
komast að niðurstöðu um, hver
væri staðurinn hennar í tilver-
unni, og togstreitan mitli hins
borgaralega uppruna, hefða og
venja verður henni erfið úrlausn-
ar. Síðan heldur lífið auðvitað
áfram, kvennahreyfingum vex
fiskur um hrygg, menningarbylt-
ingin og Maodýrkunin er í al-
gleymi í Kína og verður í augum
Vesturlandabúans einhvers konar
markmið. Samt gengur hún inn í
hjónabandið og eignast barn. Þar
með er hafin enn ein togstreita.
Hver er hún. Móðirin — eiginkon-
an eða dóttirin. Ekki getur hún
verið allt í senn. Sektarkenndin
rétt að gera út af við hana. Þá er
ekkert sem leysir málið nema
skilnaður og frelsi og svo ný ást.
Og hvað á maður að gera. Ganga
undir okið á ný eða halda hinu
margrómaða frelsi? Og allt í einu
— auðvitað ekki upp úr þurru —
veldur hún ekki hlutverkinu sem
hún er í og verður að gefast upp,
gagnvart eiginmanninum, ást-
manninum og það sem verst er
gagnvart dótturinni.
Þetta er fyrsta skáldsaga Tove
Ellefsen en hún hefur sent frá sér
barnabókina Moa og Mormor árið
1981.
Oscar Werner:
MIN VEJ GENNEM
SACHSHAUSEN
Útg. Modtryk 1984
Oscar Verner hefur bókina með
því að rifja upp bernskuárin.
Hann er alinn upp úti á landi og
fjölskyldan býr við kröpp kjör,
foreldrarnir vinna myrkranna á
milli til að geta haft í sig og á.
Sem hann vex úr grasi og heldur í
brottu fyrst til Árósa og síðan til
Kaupmannahafnar, fer hann að
velta fyrir sér óréttlætinu I þjóð-
félaginu og stéttaskiptingunni í
hinu frjálslynda danska samfé-
lagi.
Hann gengur til liðs við dönsku
neðanjarðarhreyfinguna, en er
síðan handtekinn árið 1943 og
settur í fangelsi, fyrst í Danmörku
og síðar er hann fluttur til
Sachshausen. Hann lýsir vistinni I
búðunum og meðföngum sínum,
vörðunum, um þær auðmýkingar
og niðurlægingar sem allir verða
að þola. Og þar með lýkur frásögn-
inni.
Hann fjallar um hvaða mögu-
Ieika fasismi hafi til að þrífast í
nútímaþjóðfélagi Vesturlanda og
hvaða skilyrði voru fyrir hendi í
Þýskalandi til þess að maður á
borð við Hitler kæmist til valda.
Hann er á þeirri skoðun bersýni-
lega, að með því að brjóta það mál
til mergjar getum við forðað því
að önnur og hræðilegri styrjöld
brjótist út.
Allt er þetta skilmerkilega gert
og bara læsilega svona flest. Ég
veit þó ekki nema það sé ofmat hjá
útgefanda að telja að þessi bók og
heilabrot höfundar muni vega svo
þungt á metaskálunum að það ráði
úrslitum.
Hvorfor galt gaar verre — flere lov-
er for det moderne menneske: Gud-
mund Hernes tók saman.
Universitetsforlaget 1984
Skrítin bók að tarna. Og skond-
in. Draga má „boðskapinn" saman
i þau sjálfsögðu gömlu og nýju
sannindi, að maðurinn lærir aldrei
af reynslunni og við gerum sýknt
og heilagt sömu vitleysurnar. Höf-
undur segir: „Þó að við reynum að
forðast að detta stöðugt í sama
pyttinn, kemur í ljós að þá dettum
við bara í næsta. Við sitjum í súp-
unni, hvernig sem við bögsum við
að standa okkur með sóma. Sama
er upp á teningnum alls staðar.
Hershöfðingjar skipuleggja að-
gerðir, sem hefðu tryggt liði
þeirra sigur í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Þegar verðið hækkar á svína-
fleski, stórauka svínabændur
framleiðsluna, svo að hrikalegt
verðfall verður árið eftir. Og út-
gerðarfyrirtækin kaupa æ fleiri
skip eftir því sem minna fiskast
ogútgerðin gengur verr. Þetta er
gáta handa fræðingum sem er
leitast við að leysa á spekilegan
hátt í þessari bók, en verður aldrei
leyst — því að maðurinn er alltaf
eins.“
Gudmund Hernes er furðufugl
nokkur. En bókin er satt að segja
drepfyndin — og sönn.
Hvorfor aCtgár gaít
- STADIG NTE PRAKTISKE
ERFARINGER
Peter Vikg íov
En kokk kan sale nok.
Erlendar
bækur
Sigurlaugur Brynleifsson
Paul Erdman: Paul Erdman’s Mon-
ey Guide.
An Investors Guide to Economics
and Finance.
Secker & Warburg 1984.
Paul Erdman er kunnur höfund-
ur og fyrirlesari. „The Crash of
’79“ og „The Last Days of Amer-
ica“ eru kunnar skáldsögur, þar
sem hann segir fyrir um ýmsa at-
burði sem þegar hafa komið fram
og sumir eiga e.t.v. eftir að koma
fram. Erdman stundaði nám m.a. í
Basel og vann þar við banka um
tíma. Hann þekkir til í banka-
heiminum og hefur starfað sem
ráðgjafi um fjármál við ýmsar al-
þjóða-stofnanir. Hann er kunnur
sjónvarpsfyrirlesari um fjármál í
Bandaríkjunum.
f þessari bók sinni fjallar hann
um fjármál og fjárfestingar. Höf-
undur álítur að grundvöllur að
efnahagsútþenslunni í Evrópu og
víðar á síðari hluta aldarinnar
hafi verið ódýr orka, þ.e. olía.
Þetta breyttist 1973. Olíutunnan
hækkaði úr $2 í $10. Saudi-Arabía,
Kuwait, Venezúela og Nígería
urðu stórauðug ríki á einni nóttu
— nærri því eins og gerist í Þús-
und og einni nótt. Fátækari ríki
urðu fátækari, Zaire, Argentína
og Pakistan.
Olíuríkin söfnuðu, auðurinn
hlóðst upp og það var engin leið til
þess að eyða pengingunum. Fá-
tæku ríkin urðu að borga fimm
sinnum meira fyrir orkuna en áð-
ur, skuldir hlóðust upp. Ýmsum
þótti sjálfsagt að olíuríkin lánuðu
þeim fátækari, en arabarnir vissu
að þaö þýddi ekki að lána þangað,
það fengist ekki endurgreitt.
Chase og Citibank komu með til-
lögu: lánið þið okkur og við skul-
um lána þeim fátækari. Ríkislán
voru þessi lán kölluð, fólk getur
farið á hausinn, hlutafélög og
jafnvel samvinnufélög, jafnvel
bankar, en ríki geta ekki farið á
hausinn. Við fáum lán hjá Saud-
unum sögðu þeir í Citibank og lán-
um Argentínu og Brasilíu og fáum
talsverð umboðslaun og góða
vexti. Olían hækkaði, lánsupphæð-
irnar tvöfölduðust á árunum
1977—1980. Og nú er svo komið að
þau ríki sem eru í raun og veru
gjaldþrota eru: Mexíkó, Argent-
ína, Pólland, Perú, Víetnam, Súd-
an, Zaire, Pakistan o.fl., o.fl. 1978
voru það aðeins tvö, Perú og
Tyrkland. Hvaða aðilar standa
fyrir þessu? Bankarnir sjálfir,
þeir græða og græða. En hvað
gerðist ef tvö stórskuldug ríki
gætu ekki greitt afborganir og
vexti eða hættu að taka lán til
þess að geta staöið í skilum?
Bankakerfi heimsins myndi fara
norður og niður.
Það var einu sinni voldugur
banki sem hét Creditanstalt og
var í Vínarborg. Hann varð gjald-
þrota 1931 og það varð til þess að
þúsundir banka lokuðu, aðeins í
Bandaríkjunum. Erdman telur að
þessir atburðir hafi verið höfuð-
ástæða kreppunnar, en ekki aðeins
verðfallið í kauphöllinni í New
York 1929. Og þessi kreppa stóð til
1940. Nú er svo komið að Banda-
ríkjastjórn myndi koma í veg fyrir
ríkisgjaldþrot t.d. Argentínu, með
pólitískum ráðum, ef annað dygði
ekki.
Höfundurinn setur fram svart-
sýnisspár og bjartsýnisspár. Hann
telur að með pólitískum aðgerðum
megi halda í horfinu, auka fram-
leiðsluna og koma upp eftirspurn
eftir nýjum vörutegundum.
Svartsýnisspáin segir að atvinnu-
leysi muni stóraukast, gjaldþrota
ríki munu verða gjaldþrota og
pólitískar aðgerðir yrðu máttlaus-
ar, kreppan myndi halda innreið
sína og bankakerfið hrynja.
Erdman dregur síðan margvís-
legar ályktanir af þessum spám og
leitast við að ráðleggja fólki í fjár-
festingum og viðbrögðum við yfir-
vofandi kreppu eða enn frekari út-
þenslu bankastarfseminnar.
Háir vextir efla bankastarfsem-
ina alls staðar í heiminum og þar
sem vextir slá öll met, þá blómg-
ast bankastarfsemi með glæsi-
leika. Þjónustan er orðin slík hér á
landi, að hún spannar bráðlega
allan sólarhringinn í öllum bönk-
um og manni hlýtur að detta í hug
hvort svo verði ekki eftir nokkur
misseri, að sólarhringurinn verði
of stuttur fyrir þessa einstöku
þjónustusemi.
Erdman lýsir útþenslu banka-
kerfisins og samkeppni banka um
spariféð, bæöi á Englandi og í
Bandaríkjunum, einnig fullkomn-
un þjónustunnar, en miðað við
þær frásagnir má ætla að islenska
bankakerfiö sé nú þegar orðið það
lang fullkomnasta í heimi. Við eig-
um einnig met í fjölda starfs-
krafta í bankakerfinu, sé miðað
við fólksfjölda. Hér munu vinna
milli 3.000 og 4.000 starfskraftar,
og myndi samsvarandi tala í
Bandaríkjunum vera upp undir
4.000.000. f Seðlabankanum
myndu vinna upp undir 130.000
starfskraftar og byggingin yrði þá
að vera um 1.000 sinnum stærri en
hin glæsilega bygging sem nú er
langt komin, öllum til augnayndis
utan í Arnarhólnum.
Þessi bók Erdmans er lipurlega
skrifuð og það á auðskiljanlegu
máli. Ýmsir gætu haft gagn af að
kynna sér efni hennar.
FALCONCREST
Nýir þœttir í hverri viku
DREIFING:
Myndbönd hf.
Skeifan 8.
Símar 686545 — 687310.
16 þættir komnir
2 þættir á spólu