Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 36

Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 Sextugur: .Sveinn Torfi Sveinsson Fæstir vaxa af því að skrifaðar séu um þá afmælisgreinar, enda almennt viðurkennt að þesskonar framleiðsla sé einhver lágvaxnasti gróður, sem er að finna í skrúð- garði andans. En þegar í hlut á jafn fágætt eintak, að ekki verður séð samkvæmt flóknasta líkinda- reikningi að annað eins fæðist á öldinni, er þetta tiltæki ugglaust verjandi. Sveinn Torfi Sveinsson leit fyrst dagsins ljós í Vesturlandskjör- dæmi 2. jan. 1925, nánar tiltekið á Hvítárbakka í Borgarfirði. For- eldrar hans, Olga Dagmar Jóns- dóttir og Gústaf A. Sveinsson hrl., bjuggu um fimm ára skeið á Hvít- árbakka, en þá var Gústaf skóla- stjóri Alþýðuskólans. Síðan hefur Sveinn Torfi búið á Stór-Reykjavíkursvæðinu og notið tiltölulega lítils atkvæðisréttar miðað við okkur dreifbýlismenn, og er það miður, því hann kann mjög vel með hann að fara. Sveinninn þótti bráðger og lík- legur til afreka í fræðunum, enda gekk það eftir. Sveinn Torfi lauk stúdentsprófi ásamt Geir Hall- grímssyni utanríkisráðherra og fleiri atgervismönnum i andanum árið 1944. Síðan fyrrihlutaprófi í verkfræði hér heima 1946, en þá lá leiðin til Kaupinhafnar, þar sem hann lauk byggingaverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole 1949. Hafnarárin voru merkilegur kapítuli í lífshlaupi Sveins Torfa eins og flestra Hafnarstúdenta, sem kneifað hafa þar ölið af hjart- ans lyst. En að þessu leyti eins og í svo mörgu öðru var hann aldrei sporgöngumaður, heldur fór sínar leiðir og brúkaði sitt sparifé til að kaupa og hesthúsa slíkt firn af súkkulaði, að hann á sér vísast engan jafningja í þeirri íþrótt. Allt nám sóttist Sveini Torfa einkar vel, því maðurinn er stál- greindur, reiknar eins og tölva, hamhleypa og svo vel kynjaður að ekkert gat komið honum út af sporinu, nema ef til vill einhverjar lostfagrar prinsipissur hefðu reynt að heilla hann til sín líkt og Ólaf liljurós forðum. Á þessum ár- um kynntist hann konuefni sínu, sómakonunni Elísabetu Hinriks- dóttur og þeysti með hana á vél- fáki sínum um stræti heimsborg- arinnar. Þau gengu í hjónaband 4. júlí 1953. Ég kynntist Sveini Torfa ekki að ráði fyrr en árið 1970, þegar ég tók við starfi sveitarstjóra í Grund- arfirði, en þá hafði hann verið verkfræðingur staðarins um 10 ára skeið. Sjálfur heldur hann því fram, að hann sé eini ófulli verk- fræðingurinn, sem hafi komið í plássið, enda hafi hinir allir verið opinberir starfsmenn og því engu skipt hvort ráfuðu um fullir eða ófullir. Halldór Finnsson var oddviti Eyrarsveitar á þeim tíma, þegar hann fékk Svein Torfa til þess að segja til um vatnsveitufram- kvæmdir í Grundarfirði. Verk- fræðingurinn lagði á ráðin um kaup á vatnsrörum úr stáli, sem hann vissi að voru til suður á Keflavíkurflugvelli. Þeir svara- bræður, oddvitinn og verkfræðing- urinn, héldu nú suður þangað nestaðir dýrum veigum, því þeir höfðu veður af því að verkstjórinn, sem annaðist söluna á pípunum fyrir Kanann, væri svona í ölkær- ara lagi. Gengu viðskiptin fyrir sig með þeim hætti að því neðar, sem farið var í flöskuna, því meir lengdist hver metri og arðsemi viðskiptanna óx. Segir fátt af leikslokum, en það var lengi í minnum haft að öll framganga þeirra félaga hafi verið hin drengilegasta, eins og segir í forn- um sögum. Við Sveinn Torfi höfum margt brallað um dagna. En eftirminni- legastur er mér ótrúlegur áhugi hans á gatnagerð hér í Grundar- firði, enda var hann sifellt að brýna okkur til átakanna. Nú rúmum áratug síðar sést árangur- inn, því búið er að leggja varan- legt slitlag á um 90% af öllu gatnakerfi kauptúnsins. Ég hika ekki við að fullyrða, að þennan árangur eigum við Grundfirðingar Sveini Torfa mikið að þakka. Með sanni má segja, að hann braut sig í mola til þess að sá draumur rættist að innfæddir gætu gengið hér um á dönskum skóm, eins og íslenskum aðli sæmir. Sveinn Torfi sker sig úr sam- ferðamönnum sínum að flestu leyti, að minnsta kosti gæti eng- inn verið hann nema hann. Er skoðanabróðir járnfrúarinnar bresku og kann vel að meta Reag- an. Ekki er heldur frítt við að hon- um finnist Hjalti gamli hinn þýð- verski hafa verið nokkuð góður kall. Honum er annt um, eins og þeim Reagan og Geir Hallgríms- syni, að koma í veg fyrir að komm- únisminn flæði um öll lönd og álf- ur. 1 þessu skyni m.a. hefur hann farið nokkrar ferðir til Thailands. Þykir honum illt að vonum, að jafn góðs lands, þar sem jafn fal- leg þjóð og það byggir, skuli bíða þau örlög að verða kommúnistum að bráð. En þótt meirihluti sveitar- stjórnarinnar i Grundarfirði sé vinstrisinnaður um þessar mundir og kommarnir ubbulitið að narta í verkfræðinginn, þá er það honum ekkert áhyggjuefni. Þvert á móti finnst honum það bara skemmti- leg vitleysa, eins og Vilmundi Jónssyni landlækni þótti um sumar vísurnar hans Þórbergs. Sveinn Torfi leggur áherslu á að Þjóðverjar séu hans þjóð. Þeir eru akkúrat heiðarlegir og framleiða slíka öndvegis eðalvagna, að ekk- ert stenst þann samanburð. Ann- ars er það rannsóknarefni út af fyrir sig, að sextugur maður skuli vera enn slíkur unglingur sem Sveinn Torfi er. Aldrei hefi ég kynnst þvílíkri bíladellu hjá nokkrum manni. Mér er í fersku minni að hafa verið farþegi hjá honum, þegar hann lét silfurhest- inn sinn renna skeiðið á 160 km ferð eftir þýsku bílabrautunum, sem taka fram sjálfu sköpunar- verki almættisins. Nú um 2ja ára skeið hef ég kynnst Sveini Torfa á nýjum vettvangi. Hann er nefnilega góð- ur viðskiptamaður Búnaðarbank- ans í Grundarfirði. Þegar talið berst að peningum, þá er Soffaní- as Cecilsson útgerðarmaður hans maður. Massífur íhaldsmaður og ekta af guðs náð, sem svo sannan- Iega kann fótum sínum forráð. Mér fákunnandi um peninga er þó ljóst, að slíkir viðskiptamenn eru gersemi, sem eru ófinnanlegir jafnvel í heilum landshlutum. Á þessum merkisdegi senda Grundfirðingar þér bestu kveðjur. Við fjölskyldan á Eyrarvegi 24 óskum þér til hamingju með dag- inn og þökkum ykkur hjónunum fyrir skemmtileg kynni og góða vináttu í gegnum tíðina. Árni M. Emilsson Tölvur — lausnarorð 20. aldar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Tölvubók AB: Robein Bradbeer, Peter De Bono og Peter Laurie. Björn Jónsson íslenzkaði. Ísl. viðauki: Gunnar Ingimundarson, Jón Sch. Thorsteinsson og Páll K. Pálsson. TÖLVUR. Þær hasla sér völl á fleiri og fleiri sviðum, leysa mann- inn af í ótrúlegustu verkum og fást við ýmislegt sýsl, sem flest fólk á erfitt með að skilja. Hvort sem menn eru hrifnir af þessari þróun eða ekki, verða allir að við- urkenna, að hún mun ekki stöðvuð úr þessu. Tölvur eru orðnar partur af tilverunni. Það er afar misjafnt hvernig fólki gengur að tileinka sér og hafa not af þessum tækjum. Varla er ofmælt að margir séu svolítið smeykir, reyna ekki að skilja eðli þeirra og hvernig þær nýtast. Þessu fólki ætti því að vera nokkur uppörvun að fyrstu setn- ingunni í Tölvubók AB: Tölvur eru í eðli sínu heimskar. Þær gera ein- ungis það sem þeim er sagt að gera, hlýðnast fyrirskipunum fólks. Málið er náttúrlega ekki alveg svona einfalt, en Tölvubók AB virðist til þess fallin að leiða mann í sannleika um eðli og áhrif þeirra. Á afar skipulegan og greinargóðan hátt er lesandinn leiddur um þessa ókunnu stigu, unz öll hræðsla og allir fordómar ættu að vera horfnir. Lýst er að- draganda, þróuninni, sem loksins fæddi af sér transistorinn. Út- skýrt er hvernig er hægt að hag- nýta tölvur við hin aðskiljanleg- ustu störf, að þær séu í raun betur til hinna ýmsu verka fallnar en maðurinn. Gagnmerkur kafli er um forritunarmálið BASIC, en það mun einmitt vera hvað að- gengilegast byrjendum. í kaflanum Vaxtarmörk er fjall- að um takmörk tölvunnar, henni eru, þrátt fyrir allt, skorður sett- ar. Ef hins vegar er litið til þess, hve stutt er síðan tölvur komu á markaðinn og öra tækniþróun hljótum við að gera ráð fyrir, að tölvur öðlist á endanum eitthvað í tíkingu við innsæi mannsins. Nú þegar eru þær farnar að skilja ein- faldar skipanir og spjalla þótt þær eigi (sem betur fer eða hvað) langt í land með það að standa mannin- um jafnfætis. Höfundar leggja áherzlu á að fólk verði að skilja þróunina, jafnvel til þess að „geta skorað hana á hólm ef hún virðist vond“. Þá er að geta hins íslenzka við- auka. Hann er einkum miðaður við atvinnuvegina „segir okkur hvers þarf að gæta áður en farið er út í að tölvuvæða fyrirtæki" eins og segir á bókarkápu. Engu að síður er hann fróðlegur fyrir allan almenning, þar sem gerð er grein fyrir hversu þessi tækni ryð- ur sér hér braut. íslendingum virðist ganga einkar vel að til- einka sér þessa tækni. Þegar öllu er á botninn hvolft má svo sannarlega mæla með þessari bók við þá sem langar að kynnast heimi tölvanna. Sem er okkar heimur — hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Björn Jónsson íslenzkaði og er hans verk lipurlega unnið. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI VZterkurog kl hagkvæmur auglýsingamiöill! A % raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóön- um á árinu 1985. Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóösins „aö veita styrki til stofnana og annarra aöila, er hafa paö verkefni aö vinna aö varöveislu og vernd þeirra verömæta lands og menningar, sem núverandi kynslóö hefur tekið í arf. a) Fjóröungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóös- ins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til nátt- úruverndar á vegum Náttúruverndarráös. b) Fjórðungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóös- ins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Aö ööru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráöstöf- unarfé hverju sinni í samræmi viö megintil- gang hans, og komi þar einnig til álita viöbót- arstyrkir til þarfa, sem getiö er í liðum a) og b). Viö það skal miöað, aö styrkir úr sjóönum verði viöbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en veröi ekki til þess aö lækka önnur opinber framlög til þeirra eöa draga úr stuöningi annarra viö þau.“ Stefnt er aö úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og meö 22. febrúar 1985. Eldri umsóknir ber aó endur- nýja. Umsóknareyöublöð liggja frammi í af- greiöslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóösstjórnar, Sveinbjörn Hafliöason, í síma (91)20500. Reykjavík, 27. desember 1984. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR. þjónusta Bón — Bón Þvottur — Þvottur Fallegur bíll á aöeins þaö besta skilið og það fær hann hjá okkur. Viö þvoum og bónum aö innan sem utan. Notum aöeins bestu fáan- legu efni, vanir menn sjá um aö öll vinna og frágangur sé til fyrirmyndar. Sækjum og skil- um bílnum ef óskaö er. Viö erum aö Smiðju- vegi 56, kjallara. Tímapantanir eru í síma 79428. Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.