Morgunblaðið - 03.01.1985, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985
t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, VALDIMAR KRISTINSSON frá HÚMVlk, Lundarbrekku 8, Kópavogi, lést I Borgarspitalanum ó nýjársdag. Katrfn Jónadóttir, Jón Kristinn Valdimarsson, Margrét örnóltsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Guórún Oddgairsdóttir, Dórothaa Valdimarsdóttir, Kristján Antonsson og barnabörn.
t Eiginmaöur minn og faölr okkar, OLE P. PEDERSEN garöyrkjustjóri Kirkjugaróa Raykjavfkur, andaöist á þriöja jóladag. Utför hans verður gerö frá Fossvogskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 13.30. Kristfn Halidórsdóttir, Halldór Kristinn Padarsan, Bandt Padarsan, Koibrún Guójónsdóttir, Einar Ola Padarsan, Halga Hannasdóttir, Auóur Anna Padarsan.
t HÖGNI HALLDÓRSSON, Langholtsvagi 145, lést i Landspitalanum 28. desember. Fanný Egilsson, Guórún Ansiau, Charlas Ansiau, Christina Ansiau, Chatharina Ansiau, Chantal Ansiau, Erka Egilsson og Skarpháóinn Lottsson.
t Móöir min, tengdamóöir, amma og langamma, GUDRÚN EINARSDÓTTIR, andaöist i Landspitalanum 23. desember. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö og vináttu. Jóna Gestsdóttir, Valgaröur Ó. Breiöf jörö, Gestur Valgarðsson, Marfa Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Valgarösson, Kristfn Garöarsdóttir, Valgaröur Daói Gestsson, Garöar Eyjólfsson.
t Frændi minn, ÓLIKR. JÓNSSON, Hringbraut 84, Reykjavfk, lést i Landakotsspitala á gamlársdag. Jaröarförln auglýst siöar. Fyrir hönd vandamanna. Jenný Anna Baldursdóttir.
t UNNUR G. ASBJARNARDÓTTIR lést 23. desember sl. Útför hennar hefur fariö fram I kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Ólafur A. Hilmarsson, Gunnlaug Jóhannsdóttir, Ólavfa Asbjarnardóttir og fjölskylda.
t Mágur okkar, ROBERTO KNOOP, fyrrverandi ræðismaöur fslands i Santiago, Chile, andaöist 28. desember 1984. Rannveig og Sigrföur Helgadmtur.
t Útför eiginmanns mins og fööur okkar, ÓLAFS JÓNSSONAR húsasmfóameistara, Hagamel 6, Reykjavfk, veröurgerö frá Neskirkju í dag, fimmtudaginn 3. janúar, kl. 10.30. Sólveig Magnúsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir, Auöur Ólafsdóttir.
Þór Júlíus Sand-
holt - Minning
Frddur 26. október 1964
Diinn 26. desember 1984
Reisn
Lítið strá
sem lék sér í vindinum.
Það stóð eitt
og barðist við veturinn.
Eitt lítið strá
og fölnað
stóð sperrt
upp úr snjóbreiðunni
eins og það vildi segja:
JLíttu á mig.
Ég lognast ekki út af
ég hlæ
við geislum vetrarsólarinnar.
Líttu á mig
og láttu eins,
bjóddu því byrginn,
rístu upp, breiddu úr þér
og berðu höfuðið hátt.
Sjálfið
er þín stærsta eign.“
Og kannski
það standi þar enn
í snjóbreiðunni,
stráið,
brosi við sólinni
og leiki sér í vindinum.
Þetta Ijóð eftir vin minn Þór
Sandholt, þann er til foldar er
borinn i dag, hefur sótt á mig
linnulitið síðustu vikur. Eins og
vel ortum ljóðum sæmir felst í því
svo óendanlega margt, og þar á
meðal mikilvæg skilaboð þau sem
ljóðið flytur, að sjálfið sé okkar
stærsta eign; skilaboð sem okkur
öllum er nauðsynlegt og þarft að
skilja. Ég gerðist ennfremur svo
djarfur að lesa úr ljóðinu lýsingu
skáldsins á baráttu sinni fyrir Iffi
og tilveru, baráttu sem staðið hef-
ur lengi og lauk á þann hátt sem
okkur er kunnugt og við hörmum.
Alla baráttuna bar „stráið" höfuð-
ið hátt og brosti við geislum vetr-
arsólarinnar, því eins og segir I
Tönku Þórs:
í héluðum hug.
í tregum, héluðum hug
búa vonirnar.
Eins og dropar sem seytla
undir svelluðum ánum.
Vonirnar bjuggu svo sannarlega
í huga þessa fjörmikla en þó við-
kvæma og einlæga manns, sem
átti svo margt eftir ógert í lífinu.
Kynni tókust með okkur Þór
skömmu eftir að við hófum sam-
tímis nám við Menntaskólann i
Hamrahlið í janúar 1981, og héld-
ust þau og jukust æ síðan. Eins og
oft vill verða myndaðist fljótlega
samheldinn vinahópur, og i þess-
um félagsskap urðu menntaskóla-
árin bæði skemmtileg og eftir-
minnileg. Margt var brallað sam-
an á þessum árum og þrátt fyrir
alvöru námsins voru kátina og
gleði aldrei langt undan.
Ekki hafði ég þekkt Þór lengi
þegar ég komst að því að hann átti
við veikindi að striða. Sjálfur
reyndi hann að fara dult með þau
i fyrstu, en þegar hann vantaði i
skólann dag eftir dag komst mað-
ur fljótlega að hinu sanna. Veik-
indin háðu honum mismikið, en
þegar verst lét missti hann hart-
nær heilt misseri úr námi. Það má
þvi teljast afrek að maðurinn
skyldi Ijúka náminu á þremur og
hálfu ári að fyrmefndu misseri
meðtöldu, en svona var Þór, ef
hann ætlaði sér eitthvað þá gerði
hann það. Og það sem meira var,
hann gerði það vel. En það var svo
margt annað sem Þór gerði vel.
Hann tók virkan þátt i félagslífi
skólans og meðal annars söng
hann með kór skólans, sat i rit-
nefnd skólablaösins í eitt ár, sat í
stjórn málfundafélags skólans og
var í sigurliði skólans i ræðu-
keppni framhaldsskólanna síðasta
vetur og svo mætti raunar lengi
telja. Jafnt þar sem og annars
staðar sem Þór kom við skildi
hann eftir sig djúp spor.
Ýmis sameiginleg áhugamál
áttum við Þór. Eitt þeirra bar þó
af í hugum okkar beggja, en það
var hin síunga list, ljóðlistin. Á
þeim vettvangi skildi Þór eftir sig
dýpstu sporin — og raunar minn-
isvarða um alla framtið. Framan
af vissu fáir af ljóðagerð Þórs, en
þegar ljóð birtust eftir hann í
skólablaðinu Beneventum var hul-
unni varpað. í fyrstu voru ljóð
hans ekki ósvipuð því sem birtist
af slíku í skólablöðum, en Þór óx
ásmegin með hverju ljóði og brátt
var svo komið að Ijóð hans skáru
sig áberandi úr öðrum í Benevent-
um, bæði hvað innihald þeirra og
efnistök varðar. Þegar hér er kom-
ið sögu ákvað bóksala skólans að
gefa út bók með ljóðum Þórs. Sú
kom út I nóvember 1983 og ber
nafnið Hanastél hugsana minna.
Það eru ekki margir 19 ára dreng-
ir sem hafa sent frá sér bók, að
minnsta kosti ekki jafn heilsteypt
verk og bókin sú er. En Þór átti
eftir að bæta um betur. Einn
margra höfunda átti hann Ijóð {
bók sem kom út hálfu ári síðar,
Spegilbrot úr helli. Ljóð hans i
þeirri bók bera þvi glöggt vitni að
hér var á ferð hvort tveggja i senn,
þroskað og agað skáld. Hann var
ekki lengur nýgræðingur. Það er
sárt til þess að hugsa að Þór
skyldi einmitt þurfa að hverfa
héðan þá er hann var kominn yfir
stærsta þröskuldinn á hinni
grýttu skáldabraut.
Vinátta er öllum mönnum nauð-
synleg, jafnt á þessum kjarnorku-
hrjáðu tímum sem áður fyrr. Vin-
áttu ber að halda við og rækta, og
aðeins þeir sem sá fræi vináttunn-
ar vel uppskera rikulega. Fáir
skildu þetta betur en Þór. Betri
afmælisgjöf en ljóðið Vináttu eftir
hann hef ég ekki fengið um dag-
ana.
Vinátta
Góð vinátta
minnir mig stundum
á vorið.
Fer hægt af stað
hlýnar smám saman
og birtir yfir.
Á stundum
er hún köld og leiðinleg
en
samt sem áður
kanntu alltaf betur og betur
að meta hana.
Ogþegar
á heildina er litið
er með vorið eins
og vináttuna.
Þér líður vel
innan um það.
Mér leið vel innan um vináttu
Þórs Sandholt.
Unnustu Þórs, foreldrum og
öðrum ættingjum votta ég mfna
innilegustu samúð.
Eggert Jónasson
„Þú leitar að leyndardómi dauðans.
En hvernig ættir þú að finna hann, ef
þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins?
Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið upp
í mætti sínum og ófjötraður leitað á
fund guðs síns?“
Þessi orð Kahlil Gibrans ásamt
öðru sem hann hefur skrifað um
lífið og dauðann ættu að vera
okkur ihugunarefni.
Svo sannarlega getur dauðinn
verið frelsi á sama hátt og lffið
getur verið fjötur. Margur er
bundinn í sjúkum jarðlíkama og
er þá ekki frelsi að losna og hverfa
inn i sólskinið i sinum ljóslikama.
Þegar við fáum fréttir af burt-
för elskulegs vinar, sem lengi hef-
ur barist við sjúkdóm, hröpum við
niður í dimmsvart sorgargap f
stað þess að fagna og lita i átt til
ljóssins. Við sjáum svo skammt,
við horfum á lífið í gegnum skrá-
argöt skynfæranna. Þegar sorgin
knýr á, hrópar persónan í angist:
„Guð — hvers vegna?" En okkar
innri maður veit að sá sem kveður
þetta jarðlíf lifir áfram, og hann
veit líka að á nóttunni þegar lík-
aminn sefur er andi okkar frjáls
og fær um að hitta aftur horfna
ættingja og vini.
Þessar hugrenningar vakna
vegna þess að ungur vinur okkar,
Þór Sandholt, kvaddi þennan
heim. Hann kom inn i líf okkar
fyrir tveimur árum, hár og bein-
vaxinn, trygglyndur, hnyttinn í
orði og skýr, með fallegan, skæran
huga og tindrandi innsæi.
Það voru góðir draumar, sem
Þór og Oa létu sig dreyma um
framtíðina. Þó þeir draumar ræt-
ist ekki í bráð eiga þau vafalaust
eftir að láta þá rætast annars
staðar í öðrum tima.
Við þökkum samfylgdina, þótt
stutt væri í þetta sinn, og sendum
hjartans kveðjur og blessunarósk-
ir til þeirra sem eftir lifa.
Erla og Örn
Það var haustið 1975 sem ég
kynntist Þór. Hann var nýr í
bekknum, hæfileikum búinn
strákur sem var til i allt skemmti-
legt. Hann fékk mig svo með sér í
Barnalúðrasveit Reykjavikur eftir
að við uppgötvuðum sameiginlegt
áhugamál, tónlistina. 1976 fórum
við svo í Lúðrasveitina Svan, fyrst
í unglingadeildina og síðar í þá
eldri.
Eftir 9. bekk f Langholtsskóla
héldum við áfram námi í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Þar var
stór og skemmtilegur hópur jafn-
aldra okkar sem gerði skólavistina
fjöruga. Þar lét Þór ekki sitt eftir
liggja. Hann var hrókur alls fagn-
aðar og góður félagi. Þór var öll
menntaskólaárin á kafi í félagslifi
skólans, var t.d. í ritnefnd skóla-
blaðsins einn vetur, i ræðuliði
skólans og skólakórnum. 1983 gaf
hann svo út sína fyrstu ljóðabók í
skólanum og fékk titilinn Hamra-
skáld 1. Þór lauk stúdentsprófi á
skemmri tíma en vant er og hóf
nám við Háskólann nú i haust.
Er ég læt hugann reika yfir öll
þessi ár er margs að minnast.
Ferðalög með Svaninum bæði inn-
anlands og erlendis, æfingar, tón-
leikar og skrúðgöngur. Sérstak-
lega minnist ég þó vetrarins i 8.
bekk þegar við æfðum dúetta á
þverflauturnar og spiluðum svo
undir við ljóðalestur.
Það er með sárum söknuði sem
við kveðjum Þór, en allar Ijúfu
minningarnar sem við eigum
munu lifa i hjörtum okkar um
ókomna tið.
Góður Guð styrki foreldra hans,
unnustu, litlu systur og ömmu á
þessari erfiðu stundu.
Ég þakka Þór allar þær sam-
verustundir sem ég átti með hon-
um.
Blessuð sé minning hans.
Þitt bros og biíðlyndi lifir
og bjarma á sporin slær,
það vermir kvöldgöngu veginn,
þú varst okkur stjarna skær.
Þitt hús var sem helgaður staður,
hvar hamingjan vonir 61.
Þin ástúð til okkar streymdi
sem ylur frá bjartri sól.
Við þökkum þá ástúð alla,
sem okkur þú njóta lést,
í sorgum og sólarleysi
það sást jafnan allra best.
Þín milda og fagra minning
sem morgunbjart sólskin er.
Þá kallið til okkar kemur,
við komum á eftir þér.
(Síðustu sporín. F.A.)
Jóhanna Rútadóttir
f dag verður til moldar borinn
félagi minn og vinur, Þór Júlíus
Sandholt.
Þó vinskapur okkar hafi ei
spannað langan aldur í æviskeiði
aldraðs manns telja þau sjö ár,
drjúgan tíma góðs drengs er fellur
frá í blóma lífsins, einungis tvít-
ugur að aldri.
Hugurinn reikar til baka er