Morgunblaðið - 03.01.1985, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÍJAR 1985
*
t
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓHANNES Þ. JÓHANNESSON
fyrrverandi kaupmaöur,
Dvergasteini, Hellissandi,
sem andaöist 25. desember, veröur jarösunginn frá
Hellissandskirkju laugardaginn 5. janúar kl. 13.30.
Rútuferö veröur frá Reykjavik, upplýsingar i sima 79939.
Svandfs Elinmundardóttir,
Sigþrúöur Jóhannesdóttir, Rebekka Jóhannesdóttir,
Jóhannes Þ. Jóhannesson, Áslaug Jóhannesdóttir,
Ósk Jóhannesdóttir, Einar M. Jóhannesson,
Pálmi Jóhannesson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Minningarathöfn um eiginmann minn, fööur okkar, son og tengda-
son,
RÓBERT G. JÓNSSON
vélstjóra,
Breiövangi 13, Hafnarfiröi,
er fórst meö mb. Sóley SK 8, 16. október 1984, veröur 5. janúar
kl. 14.00 i Þjóökirkjunnl I Hafnarfiröi.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafólag íslands.
Eyvör Halldórsdóttir,
Guólaugur Róbertsson,
Þórunn Gottliebsdóttir,
Magnea Guölaugsdóttir,
Halldór Róbertsson,
Magni Róbertsson,
Jón Þórðarson,
Halldór Jónsson.
t
Faöir okkar,
BJÖRGVIN HELGI MAGNÚSSON
fyrrverandi bryti,
er lést þann 22. desember, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Börn hins látna.
t
Eíginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir,
TRYGGVI HARALDSSON,
Skaröshlló 9f,
Akureyri,
veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. janúar kl.
13.30.
Fjóla Jónsdóttir,
Georg H. T ryggvason, Ástrfóur Hauksdóttir,
Hersteinn V. T ryggvason, Birna Jónsdóttir,
Bjarki S. Tryggvason, Málfrföur Baldursdóttir.
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SIGURDUR MAGNÚSSON
fyrrverandi fulltrúi hjá Rfkisútvarpinu
frá Syöri-Löngumýri,
Leifsgötu 28,
sem lést aö morgni 17. desember i Landakotsspitala, veröur jarö-
sunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja,
Jón Magnús Sigurósson.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
JÓN GEIR PÉTURSSON
járnsmióur,
Kambsvegi 28,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl.
10'30’ Sigrún Einarsdóttir,
Pátur Jónsson.
t
Faöir okkar,
STEINN KRISTJÁNSSON,
veröur jarösettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.30.
Börnin.
t
Útför sonar okkar, dóttursonar og unnusta,
ÞÓRS JÚLÍUSAR SANDHOLTS,
Laugarásvegi 33,
fer fram frá Dómkirkjunni i dag, 3. janúar, kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á liknarstofnanir.
Þórhildur Sandholt, Gfsli Sigurbjörnsson,
Guöbjörg Sandholt, Sigþrúóur Arnardóttir.
María Guðbjörg Eyj■
ólfsdóttir - Minning
Fædd 19. ágúst 1900
Dáin 20. desember 1984
„Drottinn er minn hirðir, mig mun ekk-
ert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem eg má
næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir
nafns síns.
Jafnvel þótt eg fari um dimman dal,
óttast eg ekkert ilt, því að þú ert hjá
mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum
mínum;
þú smyr höfuð mitt með olíu;
bikar minn er barmafullur,
Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga
mína,
og í húsi Drottins bý eg langa æfi.“
Mig langar að setja niður nokk-
ur fátækleg minningarorð um
kæra frænku mína Mariu sem
ætíð reyndist mér svo vel. María
fæddist á Kirkjubóli á Miðnesi,
foreldrar hennar voru Lilja Frið-
riksdóttir og Eyjólfur Guðlaugs-
son, er síðar bjuggu á Kötluhóli i
Leiru í Gerðahreppi. María flutt-
ist til Reykjavíkur árið 1933 og
átti lengst af heima á Snorrabraut
34, ásamt systur sinni Margréti
Eyjólfsdóttur, en ekki er hægt að
minnast Maríu án Margrétar því
svo samofið var líf þeirra systra,
en Margrét er látin fyrir nokkrum
árum, og syrgði María hana mjög.
Ungar gáfust þær systur Jesú
Kristi og mótaðist allt líf þeirra af
þjónustu við frelsara sinn. Lengi
voru þær systur með sunnudaga-
skóla i Reykjavík og einnig á
Vatnsleysuströnd með systrunum
Þórdísi og Steinvöru Símonar-
dætrum, var þar unnið mikið og
gott starf og fylgdi blessun verk-
um þeirra. María var sérlega heil-
steypt kona, með ákveðnar skoð-
anir, og mátti ekki vamm sitt vita
í neinu. María lifði við ágæta
heilsu, að undanskildum síðustu
mánuðum ævi sinnar, og er það
gleði í sorg að hún fékk að hverfa
til frelsara síns sem hún elskaði
öllu öðru fremur nú á mestu hátíð
kristinna manna, og er þá rétt að
minnast á grafskrift þá er hún
óskaði sér, „ef iegsteinn yrði sett-
ur á leiðið mitt“, eins og hún orð-
aði það sjálf f bréfi sem hún skildi
eftir sig, með fyrirmælum um út-
för sína, en þar lagði hún áherslu
á mikinn söng við undirtekt
kirkjugesta.
Jóh. 11.25—26. Jesús sagði við
hana: Eg er upprisan og lífið; sá
sem trúir á mig, mun lifa þótt
hann deyi. Og hver sá sem lifir og
trúir á mig, hann skal aldrei að
eilifu deyja. Trúir þú þessu?
Með þakklæti frá mér, eigin-
manni mínum og börnum fyrir
samveruna við Maríu frænku.
Lilja Hafsteinsdóttir
Kveikt er ljós við ljós,
burt er sortans svið.
Angar rós við rós,
opnast himins hlið.
Þessar fögru ljóðlínur úr ljóði
Stefáns frá Hvítadal komu fyrst í
hug minn þegar ég frétti um and-
lát minnar gömlu vinkonu Maríu
Eyjólfsdóttur, en hún lést á Elli-
heimilinu Grund þann 20. desem-
ber sl. eftir langa vegferð. Fædd
var hún á Kirkjubóli á Miðnesi,
aldamótaárið, og var því á 85. ald-
ursári þegar hún lést. Jafnan
kenndi Maria sig við Kötluhól i
Leiru, þar sem foreldrar hennar
bjuggu lengst af, en þau voru Eyj-
ólfur Guðlaugsson og Lilja Frið-
riksdóttir. Börn þeirra hjóna voru
alls sjö og eru þrjár af dætrum
þeirra hjóna enn á lífi. Árið 1932
fluttist María til Reykjavikur og
Margrét systir hennar skömmu
siðar.
Á þeim árum rak ég, ásamt eig-
inmanni minum Guðmundi Magn-
ússyni, fyrirtækið Prjónastofuna
Hlín hér í borg og réðust þær syst-
ur sem starfsmenn til fyrirtækis
okkar hjóna þetta sama ár. Þær
stofunni Hlín í samtals 25 ár og
atvikin höguðu því á þann veg, að
María var verkstjóri hjá fyrirtæk-
inu öll þessi ár. öll störf sín leysti
María af hendi af stakri trú-
mennsku og samviskusemi. Á
þessum árum störfuðu margar
stúlkur á ýmsum aldri hjá Prjóna-
stofunni Hlín og höfðu þær að
sjálfsögðu mismunandi sjónarmið
eins og gengur og gerist. Þetta
vissi María og á þann hátt um-
gekkst hún sitt samstarfsfólk.
Hún hafði mjög gott lag á að um-
gangast fólk og aldrei fór styggð-
aryrði milli hennar og þeirra sem
hún átti að segja fyrir verkum.
Samstarfsfólk hennar mat hana
og virti og vissi jafnframt aö hún
var sanngjörn og tillitssöm við
alla þá sem með henni störfuðu.
María var trúuð kona og hafði
mikinn andans kraft til að vera
foringi og fyrirliði annarra. Ein-
hver af samstarfsmönnum hennar
komst svo að orði, þegar hann
ræddi um Maríu, að hún hefði ver-
ið ljósberi guðs í allri sinni fram-
komu og samstarfi.
Þær systur María og Margrét
ráku sunnudagaskóla fyrir börn í
fjölda ára til mikillar blessunar og
velfarnaðar fyrir þau mörgu börn
sem nutu fræðslu hjá þeim. Þá vil
ég geta þess að þær systur önnuð-
ust foreldra sína af stakri alúð hin
síðustu æviár þeirra hjóna.
Margrét systir Maríu lést fyrir
nokkrum árum. Síðasta árið
dvaldist María á Elliheimilinu
Grund þar sem hún naut góðrar
umönnunar eftir langa og stranga
vegferð.
Ég þakka Marfu af heilum hug
fyrir allt sem hún var mér og mfn-
um og langa og góða samfylgd f
röska hálfa öld. Ég fel hana þeim
guði sem sólina skóp. — Blessuð sé
minning Maríu Eyjólfsdóttur.
Sveinbjörg Klcmensdóttir
t
Systir min og vinkona okkar,
SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
sem andaðist á Þorláksmessu, veröur jarösungin frá nýju
Fossvogskapellunni föstudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Bryndfa Ólafsdóttir,
Anna Norland,
Holga Norland.
t
Ástkær eiginmaöur minn,
ZÓPHONÍAS PÉTURSSON,
Sólheimum 23,
veröur jarösunginn föstudaginn 4. Janúar kl. 10.30 frá Lang-
holtskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast
hans látiö Hjálparstofnun kirkjunnar njóta þess.
Stella Gunnur Siguróardóttir
og börn.
■ Móöir okkar og tengdamóöir, I-
JENSÍNA JENSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. janúar kl.
10.30. f. h.
Guörún Pálsdóttir. össur Aöalsteinsson,
Kristfn Páledóttir, Þorsteinn Hannesson,
Erla Pálsdóttir, Eirfkur Bjarnason.
t
Útför móöursystur minnar,
KRISTÍNAR KARÓLÍNU ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Blikalóni,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. Janúar kl. 16.30.
Fyrir hönd vandamanna.
Þorbjörg Steingrfmedóttir.
t
Útför móöur minnar,
SIGURBORGAR EGGERT8DÓTTUR,
sem andaöist 24. þ.m., verður gerö frá Frlkirkjunni i Hafnarfiröi
föstudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Fyrir hönd aöstandenda.
Róbert Bjarnason.
t
Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför
ÞORSTEINS G. HJÁLMARSSONAR
húsgagnasmfóameistara.
Egill Hjálmarsson,
Ingibjörg Hjálmarsdóttir,
Guórún Hjáimarsd. Waage,
Kristfn Helga Hjálmarsd.,
Ólöf Hjálmaredóttir,
Halldór Hjálmarsson,
Höröur Hjálmarsson,
Margrét Hjálmarsdóttir.