Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 43

Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 43 Minning: Matthildur Jóhannes- dóttir frá Patreksfirói Fædd 5. júní 1908 Dáin 24. desember 1984 í dag, 3. janúar, verður jarðsett frá Fossvogskirkju Matthildur Jó- hannesdóttir frá Patreksfirði. Fyrstu kynni mín af Matthildi og eiginmanni hennar, Þórði Loftssyni kennara á Hellu, voru er ég dvaldi sem barn hjá þeim hjón- um á Hellu með ömmu minni, Ingigerði Þorsteinsdóttur. Matt- hildur og amma mín voru góðar vinkonur frá samveruárum þeirra á Hellu og hélst sú vinátta eftir að þær fluttu báðar til höfuðborg- arsvæðisins. Það sem einkenndi báðar þessar konur var gestrisni og var mér alltaf tekið sem vel- komnu ömmubarni á báðum stöð- unum. Mig langar til að þakka fyrir þær góðu stundir, sem ég hef átt með Matthildi vinkonu minni. Öll kvæðin, sem hún las fyrir mig og kenndi mér hvers virði það er að brosa. Hún var alltaf þessi já- kvæða kona, sem var tilbúin að gleðja aðra og ekki þurfti mikið til að gleðja hana. Matthildi og Þórði varð ekki barna auðið en Matthías sonur minn hefur verið þeim gleðigjafi og frá því að hann gat sagt nokkur orð hefur hann kallað þau afa og ömmu. Það er trú mín að það góða, sem ég gat veitt þeim, hafi verið að fylgjast með uppvexti Matthí- asar. Minningar og þakklæti koma upp í hugann er leiðir skilur en allar þær góðu stundir er við átt- um saman eru ekki gleymdar. Þakkir mínar til Matthildar ber- ast eftir leiðum sem við eigum sameiginlega eftir okkar góðu kynni. „Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, foma hljóma, fínst um mig hlýja úr brjósti þinu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér hlýju og hvíldar enn þá veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur! (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Blessuð sé minning Matthildar. Hrafnhildur Ingadóttir Jóhannes Jóns- son - Minning Fæddur 30. ágúst 1912 Dáinn 21. desember 1984 Á jólum vill hugur manns venju fremur hverfa aftur til bernskuár- anna. Hjá okkur systrunum þá til þess jólahalds er tíðkaðist á Kleppjárnsreykjum á uppvaxtar- árum okkar í Björk. I þessari minningu skipar fjölskyldan í Dalbæ stórt sæti. Á jólum var sið- ur að fjölskyldurnar á Kleppjárns- reykjum færu í jólaboð hvor til annarar. Alltaf fannst okkur jafn gaman að fara í jólaboð i Dalbæ. Þar ríkti sérstök stemmning sem var mótuð af hinni einstöku smekkvísi Þuru, eiginkonu Jans, svo og heimsborgaralegu ívafi frá Jan. Við sem litlar stelpur skynjuð- um fljótt þá nánu vináttu er ríkti á milli foreldra okkar og Þuru og Jans. Seinna er við urðum full- orðnar, og fórum að líta foreldr- ana í öðru ljósi, dáðumst við að Jan, Hollendingnum sem vegna duttlunga örlaganna settist að hér upp á hjara veraldar. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður tókst Jan meist- aralega að laða sig að íslenzkum staðháttum og venjum án þess að glata þjóðareinkennum sínum. Jan var heimsmaðurinn í Reyk- holtsdal. Nutum við allar frásagna hans um lífið úti í hinum stóra heimi. Eftir að við misstum föður okkar árið 1%7 og fluttum síðan nokkrum árum seinna frá Björk, hefur Jan sýnt okkur einstaka ást- úð og ræktarsemi. Höfum við allar metið það mjög og þótt innilega vænt um er hann kallaði okkur „dæturnar sínar". Nú þegar Jan er allur viljum við þakka þær stundir er við höfum fengið að njóta með honum. Við munum minnast hans með hlýhug og söknuði. Við munum minnast hans eins og hann var vanur að kveðja gesti sína er komu í Dalbæ. Með þeirri sömu kveðju kveðjum við Jan í Dalbæ. Innilegar samúðarkveðjur send- um við og fjölskyldur okkar Nonna, Bernhard, systur hans í Hollandi og fjölskyldum þeirra. Systurnar frá Björk Kvenkyns Bobby Fischer Erlendar bækur lllugi Jökulsson Walter Tevis: The Queen’s Gambit Pan Books 1984 Skáldverk sem fjalla beinlínis um skáklistina eru fremur fátíð — það er miklu algengara að höfund- ar noti manntaflið sem eins konar skraut á verkum sínum, ellegar brúki mannganginn í einhverjum táknrænum eða strúktúralískum tilgangi. Af þeim bókum sem fjalla meira eða minna um skák og skákmenn þekkja íslendingar vit- anlega best til Manntafls eftir Stefan Zweig, og það er mála sannast að hún er hér um bil sú besta. Þó er ein betri, tel ég, en það er The Defense eftir Vladimir Nabokov — ein af minnst þekktu bókum þess rússneska útlaga en jafnframt ein sú allra besta; þar eru nokkrir stórkostlegir kaflar. Nabokov notaði manntaflið reynd- ar hvað eftir annað I verkum sín- um, einkum framan af. Og hér er kominn Walter Tevis og vill feta í fótspor þeirra Zweig og Nabokovs — skrifa spennandi skáksögu sem um leið er bók- menntaverk. Tevis tekst að vísu ekki betur upp en svo að bók hans flokkast hiklaust undir reyfara, en sá er afskaplega frambærilegur og engin ástæða til að ætla að skákmenn einir lesi hana sér til ánægju. Walter Tevis er annars þekktastur fyrir bók sína um Manninn sem féll til jarðar, en hún kom út á islensku um síðustu jól í þýðingu Þorsteins Antonsson- ar, og margir kannast við kvik- mynd sem gerð var eftir þeirri sögu og David poppstjarna Bowie lék aðalhlutverkið 1. The Queen’s Gambit — sem þýðir náttúrlega Drottningar- bragð — er óvenjuleg að því leyti að hún fjallar um konu sem brýst á toppinn í skákheiminum; það er satt að segja mjög tímabært nú þegar Zsuzsa Polgar frá Ungverja- landi klifrar óðfluga upp metorða- stigann, aðeins fimmtán ára göm- ul. En söguhetja Tevis er amerísk, heitir Beth Harmon, og eins og flestir — eða altént mjög margir — skáksnillingar í raunveru- leikanum, þá á hún við örðugleika að stríða f æsku. Hún er munað- arlaus og er komið fyrir á hæli þar sem fátt er um ástúð og hlýju, en þess í stað dælt í börnin deyfilyfj- um, næstum eins og hver vill. Þarna á hælinu uppgötvar Beth hins vegar einu ást sína í lífinu þegar hún rekst niður ( kjallara þar sem ófélegur húsvörður er að tefla við sjálfan sig. Eftir nokkurt þref fellst hann á að kenna henni mannganginn og það er ekki að sökum að spyrja — hún reynist vera undrabarn. Um tíma er henni bannað að tefla á munaðarleys- ingjahælinu en þegar hún er tekin f fóstur af heldur sljólegri konu fer hún að tefla upp á nýtt og hæfileikarnir þroskast geysilega. Brátt er hún farin að etja kappi við sterkustu skákmenn Banda- ríkjanna, svo sem Benny Watts, en handan við sjóndeildarhring- inn bíða Rússarnir — svo að segja ósigrandi rússneskir stórmeistar- ar með heimsmeistarann Borgov í broddi fylkingar. (Nokkrir raun- verulegir skákmeistarar eru nefndir með nafni í bókinni, eink- um Sovétmenn, en þeir koma ekki við sjálfa söguna, nema hvað þeim Tal og Petrósjan er einu sinni lýst þar sem þeir eru að aðstoða Borg- ov við að rannsaka biðskák.) Lýsingin á Beth Harmon skiptir öllu máli — meira máli en lýs- ingarnar á skákinni, sem eru til- þrifalitlar, eða skáklífinu, en því eru gerð nákvæm og yfirleitt ágæt skil. Og Beth Harmon verður prýðilega ljóslifandi f bók Tevis. Hún sækir margt til Bobby Fisch- ers en skortir þó sjálfstraust hans, hún er einmana og i rauninni fábreytt, en verður kjölfesta f vel lukkuðum sálfræðiþriller. Jörðín snöggkólnar í kjölfar eldgosa Nýjustu kannanir á viðbrögðum andrúmsloftsins við meiri háttar eldgosum hafa skotið stoðum undir kenn- inguna um kjarnorkuvetur. Mick Kelly og Chris Sear við veðurfarsrannsóknadeild Háskóla Austur-Anglíu hafa þessar rannsóknir á hendi. Þær draga það fram að nokkur stór eldgos á þessari öld á norðurhveli hafa innan fárra vikna frá gosinu náð að kæla meginland á þessum jarðarhelmingi um rúma 1° C. Sérfræðingar um veðurfar hafa fyrir löngu viðurkennt að mikil eldgos hafi áhrif á veður með því að varpa ösku og rykögnum hátt upp í lofthjúpinn þar sem það stöðvar hitastreymið frá sól- inni. En þar til nýlega töldu þeir að það tæki ár eða meira þar til áhrifin hefðu fest í sessi. Þessi misskilningur virðist nú að hluta til stafa af skorti á mánðaðarlegum hita- tölum til skoðunar og að hluta til af tilviljunarkenndri sögu- legri vitneskju. Þar sem sérfræðingarnir höfðu til úrvinnslu árlegar meðaltalstölur þá hlutu áhrif- in sem þeir fundu að miðast við ár hið stysta. Og svo vill til að nokkur mestu eldgosin, svo sem eldgosið á Krakatá 1883, urðu á Suðurhveli og þaðan tók það rykmökinn nokkra mánuði að dreifast til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrsta merki um að þessir tveir samtvinnuðu þættir villtu um fyrir mönnum kom fram á árinu 1982. Þá birtu Kelly og Sear fyrsta afrakst- ur rannsókna sinna á mánað- arlegum hitatölum í kjölfar eldgosa á Norðurhveli, eins eftir gosið á Pelé á Vestur- Indium árið 1902 og Bezimi- anni í austurhluta Sovétríkj- anna árið 1956. Þær rannsóknir fengu svo stuðning við athuganir á af- leiðingum eldgossins i fjallinu St. Helena í Bandarikjunum árið 1980. Síðan hefur eldgos- ið í E1 Chichon í apríl 1982 og nýlegur áhugi á gerð kjarn- orkuveturs svokallaðs ýtt undir betur sundurliðaða at- hugun á tiltækum tölum. Þetta sýnir að þegar öflugt eldfjall gýs á Norðurhveli þá verður strax snögg lækkun á yfirborðshitanum á svæðinu, fer lægst niður á öðrum mán- uði eftir gosið og lagast svo mjög hægt á næstu tveimur árum. Ef gosið verður að vetri til verður mesta lækkun á hitastigi um 1,4° C; að sumri til eru áhrifin aðeins þriðj- ungur af því að magni til (sjá grein í 311. bindi af Nature). Enn sem komið er geta sér- fræðingarnir ekki skýrt hvernig staðbundin truflun á orkujafnvægi heimsins getur valdið svo snöggri svörun á hitastigi um háifan hnöttinn. Það er einmitt ástæðan fyrir því að þessar nýtil- komnu athuganir koma inn í deilurnar um kjarnorkuvetur. Tölvumódel með áhrifum af takmarkaðri kjarnorkuárás benda til almennrar kólnunar á fáum vikum á öllu Norður- hveli (grein í septemberhefti New Scientist). Sumir and- mælendur hafa haldið því fram að þetta sé svo óraun- hæft að það geri alla kjarn- orkuvetrarkenninguna mark- lausa. En nú þegar sannast hefur að loftslag á öllu hvelinu veit- ir snögga svörun við stað- bundinni innspýtingu efna í andrúmsloftið, þá hefur vogin aftur hallast tölvumódelinu I vil. Kelly og Sear draga þetta saman: „Helsta niðurstaða þessarar athugunar liggur í þeirri staðreynd að hún reng- ir útbreiddar skoðanir um viðkvæmni og svörunartíma veðurfars við utanaðkomandi áhrifum. Niðurstöður okkar styðja með reynslutölum að þarna sé um stuttan svörun- artima að ræða eins og nýlega hefur verið haldið fram af þeim sem gert hafa tilraun til líkingar á víxlverkunum veð- urfarsbreytinga og kjarnorku. (IreÍB ir New Scientist I. nór. eftir Jofan (.ribbin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.