Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 50

Morgunblaðið - 03.01.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1985 ________________________________ . 1M3 llnlv.rill Pr„. i.nHlcl. ,, Wan*. Io.kqolv' ah segja. þér ab f>\LLur*ar qera eM.terl qaqn " Ást er . . . < ^ ^ ... að senda henni sér- stætt bréf. TM Reg U S Pal Off all rights reserved ® 1979 Los Angeles Times Syndicafe Gkkert orð meira. Ég er reyndar búin að segja miklu meira en ég ætlaði mér! HÖGNI HREKKVlSI „ HONU/W FlNN ST GAMAN A£> HEF2MA EFTIF Duran Duran- tónleikar Kata Taylor og Hrefna Taylor skrifa: Kæri Velvakandi. Okkur langar til að taka undir þau tilmæli sem Mrs. Taylor og Mrs. Rhodes töluðu um í grein í Velvakanda þann 29. desember sl. til einhverrar ferðaskrifstofu hér á landi að efna til hópferðar á tónleika með Duran Duran. Var ekki efnt til slikrar farar á tónleika með David Bowie í Gautaborg í Svíþjóð á vegum Samvinnuferða. Erum við vissar um að slegist yrði um miða á tón- leika með Duran Duran. Við vitum að margir Duran-aðdáendur myndu gefa mikið fyrir að sjá átrúnaðargoð sín. Alla vega myndum við gera það. Að lokum vonumst við til að fleiri taki undir þessa tillögu svo draumurinn geti ræst á nýja ár- inu. 9439-2039 spyr: Hver ber ábyrgð á þeim viðbjóði sem hellt var yfir landslýðinn á jóladagskvöld? Á ég þar við sænsku Bergmansmyndina. Einnig langar mig að spyrja hver beri ábyrgð á þeim ósóma að búið er að opna drykkjukrár á öðru hverju götuhorni og út úr þeim veltur drukkið fólk og ekur heim til sín? Hver ber ábyrgð á því að búið er að opna drykkjukrár á öðru hverju götuhorni? Hver ber ábyrgð? Nokkurra vikna gamalt fóstur. Fóstureyðingar munu alltaf eiga sér stað - þess vegna verður að leyfa þær með lögum Vegna bréfs „lesanda" um fóstur- eyðingu í Morgunblaðinu (Velvak- anda) þ. 29.10. 1983 og Sóleyjar Jónsdóttur 13.12. 1984 frá Akureyri hef ég eftirfarandi að segja: Það er þetta miskunnarlausa, vestræna karlmannaþjóðfélag sem við konur lifum í, sem veldur því, að við erum neyddar til fóst- ureyðingar. Og eins og „Lesandi" (prestur?) bendir réttilega á, kost- ar það margar konur ólýsanlegar andlegar og líkamlegar þjáningar, bæði fyrir og eftir fóstureyðing- una. Því að það er ekki það sama að láta fjarlægja botnlangann úr sér. Já, hjartað blæðir, því að við konur eru ekki hjartalausar eins og allar þessar karlrembur, hátt- lærðir svo og ómenntaðir, og sum- ir „hringhugsandi" eldhúsþrælar þeirra vilja halda fram. Og nú á lögleg fóstureyðing jafnvel að vera „versta grimmd sem setur okkur á stig dýrsiiis"! Við skulum bara sleppa saklausum dýrum út úr þessari umræðu. Þau eru ekki með grimmd mannsins né gjöreyð- ingarvilja hans. Og þau eru svo lánsöm að þurfa ekki á fóstureyð- ingu að halda, né framkvæma. (Ég botna ekki í slíkum samlíkingum:) Þeim verður einfaldlega útrýmt — einni tegund eftir annarri! Á nú ólögleg fóstureyðing að taka við aftur, sem mun kosta ótal margar konur heilsu sína og jafn- vel lífið? Því að fóstureyðingar hafa alltaf átt sér stað, með eða án sam- þykki yfirvalda, þ.e.a.s. karl- manna, og munu eiga sér stað í framtíðinni eins lengi og konur eru ekki verndaðar fyrir ágengni og árásum og eigingirni karldýrsins. En það er a.m.k. skárra að leyfa slíkt með lögum en að láta fram- kvæma það ólöglega, og drepa ekki aðeins ófædda barnið heldur móð- urina einnig. Það er enginn læknir neyddur með lögum né píndur til þess að framkvæma fóstureyðingu þó að það sé frjálst. I Mexíkó deyja árlega meira en 140.000 kon- ur vegna ólögregra fóstureyðinga sem samsvarar helmingi af ís- lenzku þjóðinni! í Guðs orði lesum við: „Hversu lengi ætlið þér að dæma með rangsleitni og draga taum hinna óguðlegu? Rekið rétt- ar bágstaddra og föðurlausra, lát- ið hinn volaða og fátæka ná rétti sínum; bjargið bágstöddum og snauðum, frelsið þá af hendi óguð- legra. Þeir hafa eigi skyn né skiln- ing né miskunn; þeir ráfa um í myrkri." Sálm. 82. Og hér er saga trúaðrar konu sem sagði mér frá biturri reynslu sinni: „Ég hef orðið fyrir því þrisvar á æfi minni að verða ólétt á móti vilja mínum. Tvisvar var ég of máttfarin (vegna veikinda) til að berjast á móti. Ég átti þá tvö börn, var fráskilin, atvinnulaus og peningalaus, og fékk hvergi fé- lagslega aðstoð né bætur, svo sem atvinnuleysisbætur (húsmóðir í níu ár). Ékkert nema mæðralaun og barnameðlag. Við fengum ekki einu sinni hjálp frá mæðrastyrks- nefnd svokallaðri. Og hjá Félagsmálastofnuninni var mér ráðlagt að gefa börnin mín tvö, sem voru mér allt og það einasta sem ég átti eftir í þessum heimi, í fóstur." Og þetta er það sem þeir kalla hér „kristilegt" þjóðfélag, þetta er kallað „mannúð", þetta er kær- leikurinn margumtalaði og „um- hyggja“ kirkjunnar og annarra eins stofnana, þar sem eintómir karlar sitja sem toga allir i sama streng. Þetta er „velferð" þeirra fyrir móður og ófæddu barni hennar og börnunum, sem á undan eru. Sannleikurinn er bara sá, að í okkar þjóðfélagi, í okkar vestræna menningar- og velferðarríki, sem er hannað og stjórnað af karl- mönnum, og einungis af karl- mönnum, er konan ekkert, hefur enga vernd og engan rétt, ekki einu sinni rétt á sama kaupi og karlmenn. Hún fær heldur ekkert að segja um utanríkisstefnu (ekki einu sinni forsetinn!), erlendan her í landinu eða neðanjarðar- byrgi til að lifa af (?) kjarnorku- stríð karlmannaveldisins (sjá símaskrá Reykjavík 1984, bls. 614). Og einstæð móðir eða ógift stúlka, sem karlmenn hafa haft not af og hent síðan frá sér, hefur engan rétt á hjálp og samúð, af því að það var allt henni að kenna. Hún hafði ekki reynt af kostgæfni að gæta þess að barnið yrði ekki til! (Árelíus, Velvakandi okt. 1983). En ólætt barn hennar, sem er ekki einu sinni til að fullu, meira að segja ekki einu sinni komin inn í þennan miskunnar- lausa og brenglaða heim, heim sem reynir allt sem hann getur til að gera út af við móður þess, and- lega og oft einnig líkamlega, þaö (fóstrið) á að fá samúð og mis- kunnsemi og hjálp til að fæðast, svo að allir hórkarlar geta sofið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.