Morgunblaðið - 27.01.1985, Page 25

Morgunblaðið - 27.01.1985, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema haldin í annað sinn Morgunblaðið/Bjarni Eirikason Hans Kr. Guðmundsson og Viðar Ágústsson sem eru í framkvæmdanefnd Eðlisfræðikeppninnar. Benedikt Jóhann- esson, sem einnig er í framkvæmdanefndinni, vantar á myndina. Eðlisfræðikeppni framhaldsskóla- nema, sem Eðlisfræðifélagið og Fé- lag raungreinakennara standa að með stuðningi Morgunblaðsins, mun fara fram hin 9. febrúar nk. Er það í annað skiptið sem þessi keppni fer fram hér á landi, en hún er í tengsl- um við Ölympíuleikana i eðlisfræði sem farið hafa fram erlendis undan- farin 17 ár. Er það von aðstandenda eðlisfræðikeppninar háð hún verði árlegur viðburður framvegis, enda þótti takast vel til um framkvæmd keppninnar á síðasta ári. Rétt til þátttöku í eðlisfræði- keppninni hafa allir nemendur á framhaldsskólastigi, og fer for- keppni fram i framhaldsskólunum víða um land en síðan keppa þeir efstu til úrslita í húsakynnum Há- skóla íslands. Framkvæmdanefnd keppninnar skipa þeir Benedikt Jóhannesson og Viðar Ágústsson af hálfu Fé- lags raungreinakennara, og dr. Hans Kr. Guðmundsson af hálfu Eðlisfræðifélagsins. I samtali við blm. Mbl. sögðu þeir að markmiðið með eðlisfræðikeppninni væri að vekja áhuga á eðlisfræði og beit- ingu hennar sem undirstöðugrein- ar allra raun— og tæknivísinda, jafnframt því að gefa nemendum kost á skemmtilegum viðburði í raungreinanáminu. Nokkuð hefði borið á því við framkvæmd síðustu eðlisfræðikeppni að kennarar jafnt sem nemendur væru hikandi við þátttöku. Að keppninni lokinni vakti það því ánægju okkar að margir eðlisfræðikennarar lýstu ánægju sinni yfir framkvæmd keppninnar og vel unnum verkefn- um, sem þeir töldu samræmast vel því námsefni er byðist í fram- haldsskólum. Verkefni þau sem nemenduur fá til úrlausnar sögðu þeir fram- kvæmdanefndarmenn að yrðu nokkuð margþætt sem áður. Þar væri umfram allt verið að leita eftir skilningi á beitingu grund- vallarlögmála eðlisfræðinnar, og reynt væri eftir föngum að tengja þau við þekkt fyrirbæri úr um- hverfinu. Nú eru síðustu forvöð að til- kynna um þátttöku í eðlisfræði- keppninni, sjö framhaldsskólar hafa þegar tilkynnt um þátttöku og vitað er um fleiri sem hafa hug á því að vera með. Rétt er að taka fram að allir framhaldsskólanem- endur eiga rétt til þátttöku í keppninni, og takmarkast hún ekki við mennta- og fjölbrauta- skóla. Svo sem fram kemur hér að framan mun fyrri hluti eðlisfræði- keppninnar fara fram í fram- haldsskólunum um allt land hin 9. febrúar nk. Síðan munu þeir sem bestum árangri ná keppa til úr- slita með því að fást við verkefni, bæði skrifleg og verkleg, í húsa- kynnum Háskóla íslands. Fimm verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur, og eru fyrstu verðlaun 10.000 kr. Þá munu efstu menn koma sterklega til álita um þátt- töku í Ólympíuleikunum í eðlis- fræði sem fram munu fara í Portoros í Júgóslavíu í sumar. Þátttaka í ólympíuleikunum er þó háð því skilyrði að menn séu undir tvítugsaldri. Morgunblaðið stendur straum af miklum hluta kostnaðar við framkvæmd eðlisfræðikeppninn- ar. „Hugmyndin að baki því að leitaö var eftir þátttöku Morgun- blaðsins var ekki síst sú að þannig gafst okkur kostur á að veita ein- hverri eðlisfræðiþekkingu út í þjóðfélagið," sagði Hans Kr. Guð- mundsson. „Umfjöllun blaðsins og kynning á eðlisfræðikeppninni 1984 gerðu hana að almennings- eign og sérstaklega þótti okkur mikill ávinningur að blaðið birti verkefnin úr keppninni jafnóðum, svo og úrlausnir þeirra, þannig að öllum almenningi gafst tækifæri á að spreyta sig á þeim." Alls skiluðu 32 framhaldsskóla- nemar lausnum í eðlisfræði- keppninni á síðasta ári og þóttu það góðar undirtektir, sérstaklega miðað við að þá var keppnin hald- in hér í fyrsta sinn. Þeir Vil- hjálmur Þorsteinsson og Finnur Lárusson sem hrepptu efstu sætin í eðlisfræðikeppninni 1984 tóku þátt í ólympíuleikunum í eðlis- fræði er fram fóru í Svíþjóð sl. sumar og var frammistaða þeirra með ágætum. Er það von aðstand- enda keppninnar að sem flestir framhaldsskólanemar verði með að þessu sinni. Cap d'Agde er hreinræktaður sumarleyfisbær á Miðjardarhafs- , strönd Frakklands, og eingöngu byggður upp fyrir orlofsgesti. Þar eru óralangar sandstrendur, göngugötur og torg, glæsileg bátahöfn með um 2ja km langri röð af allrahanda veit- ingastöðum og verslunum, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar . Og Cap d’Agde er svo sannarlega staður fjölskyldunnar: Þar er Aqua- land, 36000 m2 vatnsskemmtigarður með óteljandi rennibrautum, öldu- sundlaugum, buslupollum og sprautu- verki, tennisklúbbur með 63 tennis- völlum, þar sem kennarar og leiðbeiri- endur eru á hverju strái, „Gokart”- braut með kappakstursbílum og brautum fyrir alla aldursflokka. Cap d’Agde er frábærlega stað- sett fyrir þá sem kynnast vilja for- sögulegri, rómverskri og franskri menningu, annað hvort í hópferö með fararstjóranum okkar eða í bílaleigu- bíl. Það er t.d. stutt í hið stórkostlega miðaldavirki Carcassonne þar sem innan virkisveggjanna eru nú ótelj- andi veitingastaðir, verslanir og gallery. Dropasteinahellarnir Demoi- selles og Clamouse eru gjörsamlega ógleymanlegir. Rómversku minjamar í Nimes og brúin fræga Pont du Gard eru ótrúleg stórvirki, hin gullfallega verslunarborg Montpellier er sjálf- sagður áfangastaður. Ahugafólk um rauðleita drykki má ekki láta hjá líða að fara „ Vínlandsferð ” upp með Rhöne og heimsækja víngaröa í vín- ræktarhéruðunum frægu eins og t.d. Cötes du Rhöne eða Cháteauneuf de Pape. Brottför í beinu leiguflugi: 25/5, 12/6, 3/7, 24/7, 14/8 og 4/9. Dvalartími: 3 vikur, nema 25/5 18 nætur. Gisting: Tvö frábær íbúðahótel, Hótel du Golfe og TAIhambra. Innifalið: Flug, akstur milli flugvallar og gististaða, gisting, rafmagn og rúmföt, íslensk fararstjórn. Barna- og unglingaafsláttur: 0—1 árs greiða 10%, 2—11 ára greiða 50%, 12—16 ára greiða 70%. Ertu samferða til Cap d'Agde ? Síminn er 91-26900. FíRÐASKRIFSIOHN URVAL Ferðaskrifslofan Úrval við Austurvöll, sím! 26900. QOTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.