Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.01.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Áramótaskaupið í sjónvarpi var til umræðu og stjórnandi spurði hvort ekki væri erfitt að standa að slíku í landi þar sem fólki væri aðeins ætlað að hlæja að spaugi einu sinni á ári. Ann- arsstaðar var kvartað undan því að engin fyndni væri á boðstól- um hér nema á gamlárskvöld. Þá kemur öll þjóðin sér fyrir fram- an við sjónvarpið með hlátur- taugarnar tilbúnar til að kippa í munnvikin. Að óreyndu mætti Ihalda að léttara væri að koma að gríninu reiðubúinn til að hlæja. En þaö er greinilega umdeilt. Kannski eru íslenskir áheyrend- ur ekki bara sestir við sjónvarp- ið á réttum stað og stundu til að fá að hlæja heldur öllu fremur til að taka viðfangsefnið að spauga til alvarlegrar umræðu. Auðvitað má ekki taka léttilega á spaugi í landi alvörunnar. Spurningin mikla: Var áramóta- skaupið í rauninni nokkuð fynd- ið þótt maður ræki öðru hverju upp hláturrokur framan við skerminn? Það umræðuefni er líka mun endingarbetra en hlát- urinn, dugar út janúar og aftur síðustu vikuna fyrir næsta skaup. Mikil blessun að fá svona endingargott umræðuefni ár- visst í skammdeginu. Það snjall- ræði að stinga stórum tönnum upp í flytjendur skaupsins enn einu sinni hjálpar vitanlega til þess að áheyrendur geti deilt um hvað þeir voru yfirleitt að segja. Ráð sem oft er til bóta, eins og Helgi Hálfdanarson og Piet Hein orða svo í grúkku: Þegar efnið reynÍKt rýrt erráðió taia ekki skýrt Annars voru fleiri hlátursefni á borð borin á jólaföstu. Kvik- myndin Gullsandur er enn á hvíta tjaldinu í Reykjavík með mörgum góðum gullkornum fyrir þá sem kunna að luma á kímnigáfu og vilja hlæja. Þar eru meira að segja alíslensk og þjóðleg skrýtilegheit, sem maður brosir eða skellihlær að. Hver eftir sínum smekk og lífsreynslu. Þessi bíógestur reyndist hafa nokkrar sérþarfir og þjófstart- aði eiginlega með hláturrokum í upphafi myndar. Enda búin að sitja á meira og minna pólitísk- um nefndarfundum í 15 ár og upplifa fyrirbrigði, sem hefur bólgnað út með árunum. Og þessu hefur Ágúst náð á sinn lúnnfyndna hátt, eins og svo mörgu öðru úr okkar íslenska samfélagi, sem leynir á sér í myndinni. Atvikið markaði upphafið á „klissíunum". Sviðið er skyndi- fundur í hreppsnefnd þegar sá stóratburður gerist að erlendir menn koma í bílum og setja niður tjöld sín á sandinum í sveitinni. Ungi róttæki maður- inn segir meö miklum þunga: „Ég er á móti því að hafa landið að féþufu fyrir erlendan her.“ Víkur sér svo að fundarritara og bætir við: „Ef presturinn vildi gjöra svo vel og bóka það!“ Rit- arinn er alvanur slíkri beiðni er þessi ungi maður leggur orð í belg. Þegar honum skömmu seinna verður að orði: „Allt skal hugsað í peningum. Þú mundir nú selja hana ömmu þína ef þú gætir," þá spyr ritari um hæl: „Á ekki að bóka það?“ Hrepps- nefndarmenn vilja nú kanna málið og í bráðfyndnu atviki nið- ri á sandinum hreytir ungi mað- urinn út úr sér: „Ég tek ekki þátt í svona vitleysu," og samnefnd- armaður hans úr hreppsnefnd- inni spyr: „Á að bóka það?“ Þessu kúnstuga fyrirbrigði, sem finnst allt sem það hefur til mál- anna að leggja svo merkilegt aö það þurfi að geymast í opinber- um fundargerðarbókum um ókomna framtíð, hefur Ágúst náð alveg frábærlega. Oft á þess- ari broslegu mynd eftir að skjóta upp í kollinum á þrasfundum með miklu af bókuðu málæði í framtíðinni. Og létta lundina. Kannski eitthvert kandidats- eða doktorsefnið gæti gert sér bókanagleðina og vöxt hennar (eða hnignun) í íslensku samfé- lagi að ritgerðarefni. Það hlýtur að vera farið að sneiðast um könnunarefnin. Mætti meira að segja skrifa margar lærðar rit- gerðir um undirrót og ástæður. Það var eiginlega franski rit- höfundurinn Francoise Giroud sem vakti fyrir allmörgum árum athygli undirritaðrar á bókana- gleði. Hún var þá nýlega orðin ráðherra í stjórn Gisgards d’Estaing og í viðtali við hana í blöðum af því tilefni var hún spurð hvort konur ynnu á ein- hvern hátt öðru vísi en karlar í stjórnmálum. Nei, það kvaðst Francoise Giroud, hún ekki sjá. Og þó, einu hefði hún veitt athygli. Margir karlar hefðu vanið sig á að fá færð til bókar öll gullkornin sem af þeirra munni gengju. Eins og nokkur maður færi í framtíðinni að fletta því öllu upp nema þeir sjálfir til að geta vitnað í það og eignað sér skoðanir ef vel reynd- ust. Konurnar hefðu ekki lært svona kúnstir eða nenntu þeim ekki. Þær berðust fyrir málinu, yrðu undir eða ofan á svo sem fram kæmi bókað í atkvæða- greiðslu, en hefðu greinilega ekki lært að hafa augun svona mikið á sjálfum sér og sínu. Með tilliti til þessa var þá litið í kring um sig í nefndum og borgar- stjórn og mikið rétt, konurnar þar virtust einmitt falla inn í þessa mynd. Síðan hafa íslensk- ar konur greinilega lært karla- aðferðina og kannski er það eðli- legt að þær þurfi í meira magni að vinna upp í bókunum það sem fyrirrennarar þeirra misstu af. Ekki svo að skilja að ein og ein bókun geti ekki verið gagnleg og meira að segja nauðsynleg, hafi fundarmaður ekki fengið tæki- færi til að koma skoðun sinni eða niðurstöðu á framfæri eða til skýringar í atkvæði. Enda bók- anir eflaust ætlaðar til ígripa í þessháttar nauð. En bókanir hafa fengið nýtt hlutverk. Helm- inginn af tímanum er bókað fyrir fjölmiðlana, ekki framgang málsins. Komið með tilbúna bók- un utan úr bæ áður en menn hafa skipst á skoðunum til að reyna að ráða saman fram úr máli. Oft með fullyrðingum, sem allir viðstaddir vita af fram komnum upplýsingum að eru rangar, en ekki lesandinn utan við. Það breytir engu í bókun, öðru en því að næsti maður vill ólmur fá bókfesta leiðréttingu. Svo undarlega bregður gjarnan við að sú bókun fylgir ekkert endilega með í blaöið. Bókanir hafa því á seinni árum oft orðið dálítið kúnstugt fyrirbæri og bókanaglaði fulltrúinn hinn kos- tulegasti. Þetta hafa þeir Gull- sandsmenn komið auga á öðrum til hinnar mestu skemmtunar. Þetta er ein af þessum fyndnu „athugasemdum" við íslenskt þjóðfélag sem Gullsandsmenn sýna okkur á hvíta tjaldinu. Ætli maður hafi raunar ekki svolítið gott af því að sjá takt- ana í broslegri myrid? Hin sí- gilda sögupersóna Cyrano de Bergerac (sem hafði geysistórt nef) sá vangasvip sinn í skugga- mynd á veggnum og sannfærðist um að engin kona gæti eiskað hann, eins og segir í sögunni. Kannski það hafi orðið honum að gagni að átta sig á gallanum og verkunum hans. FRAM TÖLVUSKÓLI TÖLVUNÁMSKEIÐ Aóvance Einkatölvur og stýrikerfiö MS-DOS Markmiö námskeiösins er aö veita þátttakendum þekkingu á uppbyggingu og möguleikum einka- tölva og stýrikerfisins MS-DOS. Farið er m.a. í eftirfarandi atriöi. ★ Uppbygging og sérstaöa einkatölva. ★ Notkunarmöguleikar einkatölva. ★ Notendahugbúnaóur fyrir einkatölvur. ★ Skipulagning og uppsetníng geymslumíðla. ★ Helstu skipanir og mögulegar aögeröir í MS- DOS. ★ Uppbygging og möguleikar skipanaskráa. ★ Útprentun og meöhöndlun ólíkra prentara. ★ Afritataka og meöhöndlun afrita. ★ Æskileg umgengni og meðferö tölvubúnaöar. Stöóugur straumur nýrra nemenda sýnir svo ekki veröur um villst aö FRAMSÝN er tölvuskóli meö tilgang og nám viö skól- ann hentar allra þörfum, enda valdi tölvunefnd ríkisins Tölvu- skólann FRAMSÝN til aö annast námskeiöahald á Atlantis og IBM einkatölvur fyrir ríkisstarfsmenn. í boöi eru bæði dagnámskeið og kvöldnámskeið, allt eftir því hvaö hentar hverjum og einum. coronc EÐEDOBD Rainbow ERICSSON ^ Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 39566, fra kl. 10.00 til 18.00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI NEC lækkafl verð! á nýjum vetrardekkjum. Dæmi: 155x13 Kr. 2.600 185/70x13 - 3.120 175x14 - 3.260 185x14 - 3.535 165x15 - 3.060 llxl5R - 10.610 Fjölmargar aðrar gerðir fáanlegar. Góðir greiðsluskilmólar. HJÓl8AR9ASTÖ9IN SF. SKEIFANS-Siml 33804
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.